Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Heimsmet í þróunaraðstoð og arðrán íslenskra útgerðarmanna við Afríkustrendur

Sem skattgreiðanda í Lúxemborg yljar það mér um hjartaræturnar að vita til þess að ekkert annað ríki veraldar veitir jafn-háu hlutfalli vergrar þjóðartekna sinna til þróunar-aðstoðar við bágstödd ríki. Samtals ver Lúxemborg heilu prósenti af þjóðartekjum sínum í þróunar-aðstoð, sem á síðasta ári nam yfir $430 milljónum eða rúmum 51 milljörðum íslenskra króna.  Til samanburðar nam þróunar-aðstoð Íslands á síðasta ári 0.22% þjóðartekna þrátt fyrir loforð og alþjóðlegar yfirlýsingar um að framlögin skyldu vera 0.7%. 

Nú hafa lýðskrumara-plebbarnir í Stjórnarráðinu hins vegar ákveðið að íslendingar séu of fátækir til þess að halda úti heilbrigðisþjónustu (að ég minnist nú ekki á mennta-og menningarstofnanir) öðruvísi en að hætta stuðningi við þá íbúa jarðarinnar sem líða hvað mestan skort (af þeirri tegund sem fæstir íslendingar geta ímyndað sér, sem betur fer). 

Þrátt fyrir meinta fátækt Íslands (sem kannski er fremur andleg fátækt en veraldleg) ákváðu aumu smá-sálirnar í Stjórnarráðinu að nú væri upplagt að lækka auðlegðarskatta (á mis illa fengið fé) þeirra ríkustu og að afnema auðlindagjöld á arðræningjana í útgerðinni.  

Já, þessa sömu arðræningja og sjóræningja sem moka upp fiski við strendur Afríku og hverra uppgefinn gróði nam 2.6 milljörðum í fyrra og rúmum 19 milljörðum á árunum 2007-2011.  Sjá http://www.dv.is/frettir/2012/11/25/samherji-hagnadist-um-26-milljarda-afrikuveidunum/

Ebenezer Scrooge leynist víða og ljóst að hugmynd hans um hugtakið "samfélagslega ábyrgð" nær ekki langt út fyrir lóðarmörkin í Vestmannaeyjum og Akureyri.  Það er borin von að fólk sem ekki telur sig knúið til þess að leggja sitt af mörkum til þess að halda úti grunnstoðum eigin lands og þjóðar sé fært um að hugsa um "samfélagslega ábyrgð" í alþjóðlegu samhengi.  

Þetta fólk kann ekki að skammast sín.

En mikið óskaplega er ég feginn að mínum skattgreiðslum er ekki ráðstafað af þessum aumu lúsablesum.

Dev Aid GDP


Vegið að Sinfó

Sinfóníuhljómsveit Íslands er þjóðargersemi og eitt af því fáa sem við megum sannarlega vera verulega stolt af sem þjóð.  Það er ekkert sjálfgefið að 300 þúsund manna samfélag geti státað af slíkri heimsklassa-hljómsveit - þvert á móti er það heilmikið afrek.

Listafólkið sem skipar hljómsveitina er afreksfólk - alls ekki síður en handboltakapparnir okkar.  Að baki árangri þeirra liggur margra ára linnulausar æfingar og nám - blóð, sviti og tár.  Sjálfsagt gætu flestir meðlimir hljómsveitarinnar starfað við mun betri kjör í nafntoguðum erlendum hljómsveitum - en þökk sé hugsjón þeirra og tryggð við íslenska menningu, erum við svo lánsöm að fá að njóta starfskrafta þeirra og listsköpunar hér - í okkar stórkostlegu Eldborg (hvað svo sem segja má um Hörpu að utan).   

En nú heyrist tísta í smásálum úr stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins - að í ljósi núverandi fjárlagahalla og niðurskurðar væri réttast að afnema ríkis-styrki til Sinfóníunnar og þar með leggja hana niður.  Erum við virkilega svo snauð, bæði andlega og veraldlega að við getum ekki/viljum ekki halda á lífi megin-stoð lista og menningar á Íslandi?  Ég held ekki - það eru til aðrar og skynsamari lausnir. 

Ekki einu sinni menningarsnauðum Ameríkönum myndi detta slíkt í hug.  Þar í landi frjálshyggjunnar njóta sinfóníuhljómsveitir opinberra styrkja úr National Endowment for the Arts.

Það er sorgleg staðreynd að margir líta á klassíska tónlist sem eitthvert snobb ríku elítunnar.   Þetta er skelfilegur misskilningur - það geta ALLIR notið klassískrar tónlistar, óháð stöðu og stétt.  Stór hluti tónleikaáskrifenda Sinfóníunnar er alþýðufólk og verkamenn sem kunna að vera fátækir af peningum en því ríkari í anda! Fólk með reisn. Ef ég fengi að ráða væri unnið að því að breikka ennfrekar þann hóp sem fær að njóta Sinfó með því að fjölga tónleikum úti á landi sem og að bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum andlega næringu þeim að kostnaðarlausu. 

Nóg er framboðið af upphafinni og forheimskandi lágmenningu, fótbolta og "America´s Got Talent" að engin undra er að fimmtungur drengja í 10. bekk er ólæs!   Segjum hingað og ekki lengra og stóreflum tónlistarkennslu grunnskólabarna og gefum þeim þá dýrmætu gjöf að verða "læs" á tónlist og fagurfræði.

Áður en Sinfónían verður drepin legg ég til að ríkið hætti að styrkja fótboltalandsliðið og ríkis-kirkjuna! Þar fara tvær vita-gagnslausar stofnanir sem má fullyrða að séu mun meiri sóun á skattpeningum okkar en Sinfó.  Segi það og skrifa.

...

P.S. Hér má sjá frumlegan flutning á fimmtu sinfóníu Beethovens - í beinni lýsingu íþróttafréttamanna og svo tekur dómarinn til sinna ráða! Wink


Ómannúðleg stefna í málefnum hælisleitenda

amnesty.gifMig langar til að vekja athygli á góðri grein á Smugunni eftir Inga Björn Guðnason vin minn, um málefni hælisleitenda á Íslandi. 

Sú stefna stjórnvalda að senda hælisleitendur úr landi án efnislegrar málsmeðferðar á grundvelli heimildar Dyflinnar-reglugerðarinnar er ekkert annað en sorgleg.  

Það er merkilegt að núverandi stjórnvöld sem réttilega gagnrýndu ólöglega þátttöku Íslands í Íraksstríðinu á sínum tíma - skuli nú senda stríðshrjáð fólk þaðan, í sárri neyð, til baka út í opinn dauðann, með viðkomu í ömurlegum flóttamannabúðum á Grikklandi.  Sveiattan!! 


Sotomayor lífgar uppá hæstarétt Bandaríkjanna

sonia_sotomayorVal Obama á eftirmanni David Souter hæstaréttardómara sem senn lætur af embætti er í senn áhugavert og ánægjulegt.  Sonia Sotomayor verður aðeins þriðja konan frá upphafi og fyrsti Latino einstaklingurinn sem vermir stól hæstaréttar, en hún er ættuð frá Puerto Rico.  Það veitir svo sannarlega ekki af að auka fjölbreytileika hæstaréttarins, sem ætti með réttu að innihalda fulltrúa sem flestra þjóðfélagshópa en í dag eru 7 af 9 dómurum miðaldra eða eldgamlir hvítir karl-fauskar og 5 af 9 eru kaþólikkar.

Hæstiréttur Bandaríkjanna er skelfilega íhaldssamur og er óhætt að segja að viðhorf og úrskurðir réttarins séu 20-30 árum á eftir almennings-álitinu hvað varðar samfélagsleg málefni.  Það er mikið fagnaðarefni að Obama fái tækifæri til þess á næstu 8 (vonandi) árum að endurnýja hæstaréttinn töluvert og yngja hann upp auk þess sem vonir standa við að hann tilnefni dómara með mun frjálslyndari og nútímalegri viðhorf en verið hefur.  Margir núverandi dómaranna eru komnir vel á aldur (sérstaklega Stevens og Ginsburg) en ég er helst að vona að Scalia hrökki uppaf þeirra fyrstur.

Kíkið á Obama kynna Sotomayor:

Fyrir skömmu úrskurðaði hæstiréttur Kalíforníu að umdeild tillaga um bann á hjónaböndum samkynhneigðra (Prop 8) myndi standa - en tillagan var samþykkt með 52% atkvæða kjósenda Kalíforníu s.l. haust eftir mikið áróðursstríð sem mormónar frá Utah, kaþólikkar og aðrir bókstafstrúarmenn dældu milljónum dollara í.  Með blekkjandi auglýsingum, lygum og rógi tókst þeim að hræða nógu marga til að samþykkja þessi svívirðilegu brot á mannréttindum.  En baráttunni er hvergi nærri lokið og réttlætið mun sigra fyrr en varir.  Yfirgnæfandi líkur eru á að á næstu árum muni sjálfur Hæstiréttur Bandaríkjanna þurfa að úrskurða um hjónabönd samkynhneigðra á Federal leveli in hingað til hafa fylkin ráðið þessum málum sjálf og þrátt fyrir að nú séu samkynja hjónabönd lögleg í 5 fylkjum þurfa hin fylkin og alríkið ekki að viðurkenna þau - þökk sé DOMA (ó)lögunum (Defense of Marriage Act) sem líklega standast ekki stjórnarskránna.

Árið 1969 úrskurðaði hæstiréttur í máli Loving vs. Virginia að fólk af mismunandi kynþáttum mættu giftast - en fram að því máttu svartir og hvítir ekki ganga í hjónabönd.  Þetta þætti okkur ótrúlegt og svívirðilegt í dag - en athugið að það eru aðeins 40 ár síðan!  Það merkilega er að kynþáttahatrið og rasisminn grasseruðu enn svo mikið á þessum tíma í Bandaríkjunum að ef kosið hefði verið um þetta mál - hefði það verið fellt með talsverðum meirihluta.  Mig minnir að um 60% Bandaríkjamanna hafi verið á móti blönduðum hjónaböndum í þá dagana.  En mannréttindi eru nefnilega ekki mál sem ákvarðast eiga af einföldum meirihluta í kosningum.  Þá yrðu nú litlar framfarir.  Það verður að vera í verkahring hæstaréttar að skera úr um svona mál. 

Eitt er víst - We Won´t Back Down Wink

En nú ætti ég kannski að hætta að blogga um Amerísk málefni fyrst ég er fluttur heim í bili...og þó...efast um að ég tolli lengi í þessari útópíu Steingríms J.  - A.m.k nenni ég ekki að blogga um sykurskatt og hækkuð olíugjöld.  Það er nokkuð ljóst að þessu landi verður hreinlega ekki viðbjargandi úr þessu...þetta er búið spil.  En þvílíkir snillingar að ætla sér að ná inn 2.7 milljörðum í ríkiskassann með nýju skattahækkununum á sama tíma og vísitala neysluverðs hækkar skuldir heimilana um 7 milljarða.  (Má ég minna á að ríkis-kirkjan kostar okkur 6 milljarða á ári)

Obama ákvað að taka þannig á kreppunni í Bandaríkjunum að hækka ekki skatta heldur dæla pening í atvinnulífið og reyna að sjá til þess að fólk geti haldið áfram að eyða í neyslu til þess að koma í veg fyrir að hjól atvinnulífsins stöðvist.  Þá hefur verið séð til þess að greiðslubyrgði af skuldum sé ekki hærri en 30% af heildar-tekjum fólks svo það haldi húsnæði sínu og eigi fyrir mat og nauðsynjum.   Hér er hins vegar farið í að skattpína fólk í hel ofan á öll hin ósköpin.  Úr verður fyrirsjáanlega vítahringur dauðans - einkaneysla dregst svo mikið saman að öll fyrirtæki fara á hausinn og atvinnuleysi stóreykst.  Þá dragast virðisaukaskatts-tekjur verulega saman og fólk hættir að geta keypt bensín, fer að svíkja undan skatti í auknum mæli og brugga landa til að drekkja sorgum sínum.  Það er greinilegt að þetta fólk sér ekki lengra en nef þeirra nær og úrræðaleysið og vanhæfnin er alger.  Mér segir svo hugur að næsta búsáhaldabylting sem án efa mun eiga sér stað með haustinu muni ekki fara jafn friðsamlega fram og sú síðasta...en þá verð ég vonandi sloppinn aftur burt af þessari vonlausu eyju. Frown


Obama boðar sömuleiðis 3% hátekjuskatt EN...

taxes_large.gifÞað þarf nú engum að koma á óvart að Steingrímur J. láti það verða sitt fyrsta verk að setja á "hátekjuskatt" og í fullkomnum heimi sósíaldemókratisma er það að sjálfsögðu réttlátt og sjálfsagt að þeir sem geta, borgi hlutfallslega meira til samfélagsins en hinir - þó svo færa megi rök fyrir því að "óheflaður" jafnaðar-ismi endi að sjálfsögðu með því að allir verða á endanum lágtekjufólk...og hvar á þá að taka hátekjuskattinn? Whistling

En raunveruleikinn sem blasir við okkur er auðvitað sá að einhvernvegin verðum við að fá meiri aur í þjóðarkassann og þrátt fyrir að fólk sé þegar að sligast undan myntkörfulánunum sínum, verðtryggingu, 17% stýrivöxtum, verðhjöðnun og eignar-rýrnun, töpuðu sparifé, launalækkunum og öðrum hörmungum...er samt um að gera að hækka skattpíninguna líka ofan á allt saman.  Skítt með það þótt helmingur heimila og fyrirtækja í landinu sé á leiðinni í gjaldþrot og að hjól atvinnulífsins séu algerlega stopp vegna þess að fólk hefur ekkert á milli handana til þess að viðhalda eðlilegri neyslu.

Velferðar-flokkurinn VG hefur hingað til ekki sagt okkur hvernig þeir ætla sér að slá "skjaldborg um heimilin" né hvernig þeir hyggjast veita innspýtingu í hagkerfið til þess að koma atvinnustarfsemi af stað aftur í landinu.  Hvar á að finna fleira "hátekjufólk" til að standa undir 15%-25% atvinnuleysi?  Senda fleira fólk til Kanada bara...eða út í sveit að stunda sjálfsþurftarbúskap á samyrkjubúi?

taxes_people.jpgSvo skemmtilega vill til að skynsemis-jafnaðarmaðurinn Barack Obama hefur sömuleiðis boðað til 3% hátekjuskatts hér í Bandaríkjunum.  Það er hins vegar smávægilegur munur á því hvernig Steingrímur J. og Obama skilgreina hátekjufólk og hverjir þeir telja að tilheyri hinni svokölluðu millistétt.  Jú sí, Obama áttar sig nefnilega á því að það er millistéttin sem verður að standa vörð um í þessu árferði og í stað þess að skattpína það fólk sem er þegar í hættu á að missa heimili sín og sjálfsbjargarviðleitni er skynsamlegra að gera þeim kleift að halda áfram að borga af sínum lánum, forðast gjaldþrot og ekki væri verra ef fólkið hefði svo einhvern aur afgangs til þess að fara út að borða eða í bíó svona endrum og eins til þess að halda atvinnulífinu gangandi.

3% hátekjuskattur Obama leggst því einungis á fólk með heildartekjur yfir $250 þúsund á ári (ca 28 milljónir kr. m.v. núverandi gengi).  Millistéttin stendur í stað og þeir sem lægstar tekjur hafa fá aukinn skatta-afslátt!  Athugið að þetta er gert þrátt fyrir að fjárlagahalli Bandaríkjanna sé nú yfir 1.8 trilljónir dollara (billjarðar samkvæmt evrópskum málhefðum) og heildarskuldir þjóðarbúsins sé yfir $11 trilljónum!  IceSave hvað?

En comrad Steingrímur J. er greinilega sannfærður um að 500 þús. kr. á mánuði séu ofurlaun.  Passleg millistéttarlaun í hans huga eru þá sennilega svona 250-350 þúsund á mánuði...sem er auðvitað fjandans nóg til þess að lifa af á íslandi í dag - ekki satt???   Já svo er um að gera að fækka þessum helvítis háskólum...alltof mikið af of-menntuðu fólki á íslandi í dag sem nennir ekki að vinna í framleiðslunni!  Angry

Munið X við O.


mbl.is 3% skattur á 500 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Russ Limbaugh heilkenni

Til er sú tegund fólks sem þrátt fyrir hugmyndafræðilegt gjaldþrot er of þrjóskt til þess að viðurkenna að lífsskoðanir þeirra ganga ekki upp.  Fremur en að játa mistök sín vilja íhaldsmenn og öfga-frjálshyggjumenn meina að ekkert hafi verið að stefnunni - henni hafi einfaldega ekki verið framfylgt nógu harkalega.

Hér í Bandaríkjunum er Repúblikanaflokkurinn í mikilli tilvistarkrísu og tekist er á um völdin og framtíðarstefnu flokksins sem er í augnablikinu eins og höfuðlaus her.  Nýlega fór fram hið árlega CPAC þing (Conservative Political Action Conference) en þar mæta íhaldsmenn til skrafs og ráðagerða.  Það vakti athygli að helstu stjörnur CPAC þetta árið voru Joe the Plumber og Russ Limbaugh!

Það virðist vera að 20-30% Bandarísku þjóðarinnar séu enn svo miklir sukkópatar að þeir ríghalda í veruleikafirrta og beinlínis stórhættulega hugmyndafræði.  Rétt eins og nefnd Ólafs Klemenssonar kemst að þeirri niðurstöðu að stefna Sjálfstæðisflokksins hafi ekki brugðist heldur hafi henni einugis ekki verið framfylgt nógu vel - eru til þeir íhaldsmenn hér westra sem trúa því að G.W. Bush hafi einfaldlega ekki verið nógu mikill öfgamaður!

Russ Limbaugh ásamt skoðanasystkinum sínum á Fox News eru að reyna að fabúlera þá kenningu að Obama sé að nýta sér efnahagsástandið til þess að skapa ótta í þjóðfélaginu og ná þannig fram sinni stórhættulega "Liberal Agenda".  Russ er harkalega andsnúinn efnahagspakkanum og hefur margoft lýst því yfir að hann voni að áætlanir Obama um að endurreisa hagkerfið mistakist!  Gleymum því ekki að maðurinn telur sig þrátt fyrir það hinn mesta föðurlandsvin!

Spunameistarar á borð við Glenn Beck, Bill O´Reilly, Sean Hannity, Ann Coulter og Russ Limbaugh eru jafnvel farnir að ræða upphátt um að "sannir Ameríkanar" verði að bjarga landinu úr klóm sósíalistanna með góðu eða illu.  Þeir eru farnir að ræða um hvers konar "byltingu" þeir vilji sjá og hvetja fólk jafnvel til þess að búa sig undir borgarastyrjöld!  Þess má geta að á undanförnum vikum og mánuðum hefur byssusala stóraukist sem og meðlimafjöldi í kristnum hriðjuverkasamtökum á borð við KKK. 

Hér er skemmtileg umfjöllun Rachel Maddow um CPAC:


mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn á fjárhagsvanda Kalíforníu fundin

Kalíforníu-fylki rambar á barmi gjaldþrots og leitar nú allra leiða til þess að draga úr útgjöldum og skapa tekjur.  Frumvarp hefur verið lagt fram á fylkisþingi Kalíforníu þess efnis að lögleiða og leyfa sölu á Maríjúana ásamt því að skattleggja vöruna.  Töluverðar líkur eru taldar á því að frumvarp þetta nái í gegn og verði að lögum á yfirstandandi þingi.  Líkur eru þó á að dómsmál yrði höfðað og að hæstiréttur yrði að úrskurða um lögmæti slíks gjörnings - en dómur í slíku máli yrði fordæmisgefandi fyrir allt landið.

En lítum nánar á málið - samkvæmt áhugaverðri skýrslu Dr. Jeffrey Miron prófessors við hagfræðideild Harvard háskóla eyða Bandaríkjamenn $12.9 Billjónum árlega í stríðið gegn Maríjúana - 775 þúsund manns voru handteknir fyrir vörslu Maríjúana árið 2007 og tugir þúsunda sátu í fangelsi en kostnaður per fanga er talinn um $20,000. (sjá skýrslur FBI)

Hagnaður af söluskatti á Maríjúana er talinn geta numið allt að $6.7 Billjónum.  Samkvæmt heimildarþætti á MSNBC sem ég sá nýlega - Marijuana, Inc. - kemur fram að Maríjúana ræktun telur um 2/3 af hagkerfi Mendocino-sýslu í Kalíforníu sem eru svipaðar tölur og fyrir kornrækt í Iowa og hveiti-rækt í Kansas!

prohibition.jpgMargir bera efnahagslegan ávinning þess að lögleiða Maríjúana við afnám Bannáranna á þriðja áratug síðustu aldar.  Bent er á að lögleiðing og söluskattur af áfengi vó þungt í að binda endi á Kreppuna miklu árið 1931.  Margir binda nú vonir við að sagan endurtaki sig.

Vert er að benda á að stríðið gegn Maríjúana er löngu tapað í Bandaríkjunum.  Samkvæmt tölum frá National Institute of Health hafa 40% útskriftarnema úr menntaksóla prófað að reykja Maríjúana.  Þá er áætlað að 14.8 milljónir Bandaríkjamanna (5.4% landsmanna) neyti Maríjúana að staðaldri (tölur frá 2006).  Þar sem aðgengi að Maríjúana er svo auðvelt nú þegar er ekki sjálfgefið að lögleiðing og sala undir eftirliti myndi fjölga neytendum verulega þó svo sjálfsagt mætti búast við einhverri aukningu.

Lögleiðing myndi væntanlega líka fækka glæpum tengdum Maríjúana-sölu mjög verulega.  Rétt eins og afnám áfengisbannsins losaði Bandaríkin undan oki gangstera eins og Al Capone á sínum tíma.  Þá yrði öryggi neitenda betur tryggt og eftirlit haft með ræktun og dreifingu rétt eins og með áfengi.

norml_remember_prohibition.jpgAfstaða mín gagnvart lögleiðingu Maríjúana er einungis byggð á þessum efnislegu og praktísku rökum.  Þar fyrir utan má rífast um siðferðilsegu hliðina á þessu - t.d. hvort það eigi að vera sjálfsagður réttur hvers einstaklings að ákveða sjálfur hvað hann lætur ofan í eigin líkama eða hvort ríkið eigi að skipta sér af því.  Ég ætla ekki að leggja mat á skaðsemi Maríjúana neyslu - það er efni í aðra umræðu sem mig skortir þekkingu til að tjá mig mikið um.  Samkvæmt lauslegri athugun sýnist mér þó ýmislegt styðja þá kenningu að Maríjúana sé jafnvel skaðlausara en áfengi - alltént er það ekki líkamlega ávanabindandi, ólíkt alkóhóli, og það hefur enginn látist vegna ofneyslu Maríjúana enda þyrfti að reykja yfir 680 kíló af grasi á innan við 15 mínútum til þess að fá banvæn eitrunaráhrif. (heimild: fræðigrein frá Lyfjafræðideild Hebreska háskólans í Jerúsalem - birt í "Science" 7 águst 1970)  Sömuleiðis virðast engin haldbær rök fyrir því að Maríjúana neysla leiði til neyslu harðari efna - ef svo væri mætti álykta að neytendahópur Maríjúana og harðra efna ætti að vera álíka stór - svo er alls ekki.

Því miður, þrátt fyrir að vera meðvituð um hugsalega skaðsemi, mun mannskeppnan ávallt leita í einhverja óhollustu - hvort sem það er koffein, hvítur sykur, tóbak eða alkóhól.  Því skyldi Maríjúana vera undanskilið?  Og hver veitir okkur móralskan rétt til þess að ákvarða hvað sé leyft og hvað ekki?  Persónulega hef ég ekki áhuga á að neyta Maríjúana - en ég tel mig ekki hafa rétt til þess að dæma sjálfsákvarðanir annara né fordæma þá sem kjósa að neyta Maríjúana hvort sem það er í lækningaskyni eður ey.

img_1612_801156.jpgEr ekki komin tími til þess að slaka á fordómunum sem byggjast að verulegu leiti á vanþekkingu og fölskum áróðri og horfa á þessi mál af yfirivegaðri skynsemi?  Þess má svo geta að sjálfur Barack Obama hefur viðurkennt fúslega að hafa reykt Maríjúana á sínum yngri árum - fæ ekki séð að hann sé stórskaddaður í dag!  Þá virðist þetta ekki aftra fólki frá því að vinna átta gullverðlaun á Ólympíu-leikunum sbr. Michael Phelps.

Verð svo að skjóta því að það var samkynhneigður þingmaður frá San Fransisco og samferðarmaður Harvey Milk - Tom Ammiano - sem hafði hugrekkið til þess að leggja fram umrætt frumvarp.  Annar samkynhneigður öldungardeilarþingmaður, Barney Frank frá Massachusetts undirbýr svipað frumvarp á Federal level - Trust the homos to save the economy! Wink

Jóhanna kveikir von í Uganda

Margir veltu fyrir sér hvort það var viðeigandi og yfir höfuð fréttnæmt að draga fram þá staðreynd að Jóhanna Sigurðardóttir yrði fyrsti opinberlega samkynhneigði einstaklingurinn til þess að gegna embætti forsætisráðherra eða stjórnarleiðtoga í heiminum.  Sem betur fer hefur réttindabarátta samkynhneigðra á íslandi loksins skilað þeim árangri að fólk er ekki dregið í dilka eftir kynhneigð og ungu kynslóðinni finnst fáránlegt að slíkt sé einu sinni rætt lengur og telur jafnvel að mismunun og fordómar tilheyri algerlega löngu liðinni tíð.  Þetta er feykilega jákvæð þróun - en við megum samt ekki blekkja okkur til að halda að svona sé þetta líka alls staðar annarsstaðar í heiminum.  Þess vegna þótti mér mjög mikilvægt að að útlendingar tækju eftir gleðifréttunum um Jóhönnu - sem því miður verður að sætta sig við að vera orðin mjög opinber persóna þó svo það sé henni eflaust þvert um geð.

uganda_gay_rights.jpgEn vonandi yrði hún sátt við þennan fjölmiðlasirkus ef hún læsi þetta blogg - skrifað af samtökum samkynhneigðra í Afríkuríkinu Uganda!  Það er hræðilegt að lesa um þær hörmungar og mannréttindabrot sem þetta fólk er að upplifa í dag - en hugsið ykkur - að fréttin um Jóhönnu skyldi vekja þvílíka von og efla baráttuandann hjá bræðrum okkar og systrum í Uganda!  Seriously folks...pælið í því!!!

Þetta er ástæðan fyrir því að ég ákvað að senda tilkynningar um þetta á Amerískar fréttaveitur, blogg og ýmis samtök samkynhneigðra um leið og ég áttaði mig á mikilvægi fréttarinnar fyrir fólk sem enn býr við óréttlæti í sínum löndum.  Þessar fréttir geta e.t.v. kveikt vonir einhverra samkynhneigðra ungmenna um betri tíð og gert þeim kleift að hugsa út fyrir ramma staðalímyndanna þegar þau taka ákvarðanir um eigið framtíðarstarf.

Og eins og mig grunaði hefur verið eftir þessu tekið - hér má sjá umfjöllun Associated Press í LA Times, umfjöllun á bloggveitunum Huffington Post og DailyKos...og meira að segja hjá sjálfum Perez Hilton  Whistling

En í tengdum fréttum þá horfir aldeilis til betri tíma fyrir samkynhneigða hér í Bandaríkjunum með tilkomu Obama - en hér er frétt um að hann hafi skipað 16 samkynheigða einstaklinga í embætti náinna samstarfsmanna sinna í Washington.  Þetta þykja fréttir hér þó svo ekkert þessara embætta komist í líkingu við starf forsætisráðherra.


Failure is Not an Option!

no failTrue leaders are only born during times of crisis.  When faced with overwhelming challenges - true leaders emerge just as the outlook is at its bleakest - and bring with them a new dawn of hope and determination!

The amazing story of Apollo 13 captures the true essense of leadership - as flight director Gene Kranz (played by Ed Harris in the movie) takes control of the situation in a calm professional manner.  He demanded the very best out of his crew and convinced everyone that they were going to succeed against all odds.  What appeared to be becoming NASA's worst catastrophe - instead became NASA's finest hour!

I'm reminded of this mindset everyday as I walk past my refrigerator and see a magnet I bought as a souvenir at the Johnson Space Center in Houston, with the words: "Failure is Not an Option".  I try my best to live by that slogan.

I was deeply encouraged last night when I heard a reporter ask Barack Obama what his Plan B was...in case his actions to revive the economy failed - Obama replied: "Failure is Not an Option...this is America we're talking about!" - I know Obama will succeed - there is no acceptable alternative.

If only Iceland had such a leader today.  If only Iceland had hope and inspiration.  If only Iceland had the good fortune of ridding itself of its incompetent and complacent leadership and realized that FAILURE IS NOT AN OPTION!  Iceland MUST shed the fear and despair and make the decision to OVERCOME!


mbl.is Geir: Árið verður mjög erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænt bandalag við Bandaríkin

Hvernig væri nú að gleyma IMF, Evrunni og ESB og taka upp Dollarinn (síðar Amero Joyful) og ganga í NAFTA?   Til vara getum við svo boðið þeim afnot og olíuborunarrétt á Drekasvæðinu og fengið ExxonMobil til þess að byggja tvær eða þrjár olíuhreinsunarstöðvar á norðurlandi-eystra eða á Vestfjörðunum.

Rakst á þessa áhugaverðu grúppu á Fésbókinni og hef heyrt margt vitlausara.  Birti hér tillögu grúppunnar:

us_geothermal_potential.jpg "Grænt Bandalag Við Bandaríkin
"Grænt Orkubandalag"


Hér er hugmynd um að Íslendingar, í stað umsóknar um aðild að Evrópusambandinu, tengist aftur okkar gamla Vínlandi og semji við Bandaríkin um laust bandalag.

Bandalagið yrði mun einfaldara heldur en Evrópusambands bandalag og gæti í megin atriðum snúið að þremur hlutum:
1. Ísland tekur upp bandaríkjadollar og fengi lán upp á t.d. $10B.
2. Víðtækur samstarfssamingur um Græna Orku og hefur Ólafur Ragnar, forseti, þegar rætt þau mál aðeins við Obama, eins og kom fram í sjónvarpinu 5. nóvember.
3. Tvíhliða atvinnusamningur þar sem Bandaríkjamönnum er frjálst að vinna á Íslandi og Íslendingum er frjálst að vinna í Bandaríkjunum.

344706532_ff6be9c6a0_724664.jpgKostir fyrir Ísland:
* Ekkert er gefið eftir af fullveldinu, eins og þarf að gera þegar gengið er í Evrópusambandið.
* Deilur Hollands, Bretlands og Íslands gera Evrópusambands umsókn líka erfiða og líklega verða skilyrðin hörð.
* Í stað 20+ ríkja sem deila um stefnu Evrunnar eru aðeins Bandaríkin og Federal Reserve sem stjórna bandaríkjadollar.
* Traustasta mynt í heimi og lágir vextir.
* Laðar að erlenda banka og bandarísk, Græn hátæknifyrirtæki.
* Skapar stöðugt umhverfi fyrir erlenda fjárfesta.

Kostir fyrir Bandaríkin:
* Samstarfið gæti orðið ein af burðarstoðum Grænu byltingar Obama. Ísland er þar í fararbroddi varðandi hátækniþróun í Grænni orku og gæti það gerst mjög hratt. Vegna smæðar landsins er hægt að skipta fljótt yfir í nýja tækni, eins og vetni, og getur allt landið orðið markaðstilraunasvæði fyrir Græna tækni.
* Rússar eru aftur orðnir meiri ógnun við Bandaríkin og hefur vægi staðsetningar Íslands aukist aftur til muna.
* Sýnir að stjórn Obama tekur strax stór skref í Grænu áætluninni sinni með því að tengjast sterklega inn í íslenska sérþekkingu á Grænni orku.

amero.jpgVið skorum á Forseta lýðveldisins, Ríkisstjórn og Alþingi og skoða þessa hugmynd alvarlega sem allra fyrst!

Ef þú ert sammála um að skoða þessa hugmynd, skráðu þig í þessa Facebook grúppu og sendu skilaboð til þinna vina."

http://www.facebook.com/group.php?gid=42789560971&ref=mf

P.S.  Öllu gríni fylgir einhver alvara! Cool


mbl.is Söguleg heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.