Færsluflokkur: Spaugilegt

Santorum

Ég gat ekki annað en glott út í annað þegar ég sá að Rick Santorum, "uppáhalds" repúblikaninn minn á eftir Michelle Bachman stóð sig vel í forkosningunum í Iowa.

Þessi forpokaði kristni öfga-íhalds trúður hefur í gegnum árin látið mörg gullkornin falla og hann hefur ítrekað opinberað heimsku sína og sjúkan hugsunarhátt.  Það væri því fullkomið fyrir Obama ef Santorum tækist að verða mótframbjóðandi hans, því ekkert heilbrigt fólk utan biblíu-beltisins tekur hann alvarlega.

Líkt og Michelle Bachman hefur Santorum óeðlilegan áhuga á samkynhneigð, sem hann telur rót alls ills í heiminum og beint frá Satan komin.  Eitt af hans helstu baráttumálum er að ógilda dóm Hæstaréttar bandaríkjana gegn hinum svokölluðu "anti-sodomy laws" sem til ársins 2003(!!!) heimiluðu lögreglunni í Texas að ráðast inn á heimili grunaðra homma, grípa þá í bólinu og handtaka fyrir brot gegn náttúrunni!

Þetta varð upphafið að hinu svokallaða "Google vandamáli" Santorums, því nokkrir samkynheigðir grallarar (með Dan Savage í broddi fylkingar) tóku upp á því að stríða Santorum með því að hvetja almenning til þess að finna uppá skilgreiningu á orðinu Santorum sem síðar yrði í krafti fjöldans efsta niðurstaðan þegar flett er uppá Santorum á Google (endilega gúgglið karlinn!) Wink
Nú er skilgreiningin komin í "Urban Dictionaries" og trónir efst á Google.  Það er varla að maður kunni við að hafa þetta eftir...en ég eiginlega verð...

"Santorum - 1. The frothy mix of lube and fecal metter that is sometimes the byproduct of anal sex.    2. Senator Rick Santorum"

Við þetta má bæta að veitingastaður í Iowa selur nú girnilegt salat sem þeir gáfu nafnið Santorum til heiðurs forsetaframbjóðandanum.  Annaðhvort eru þeir miklir húmoristar eða hafa ekki gert sér grein fyrir kaldhæðninni, því svona lítur salatið út! Tounge
ssalad
 

mbl.is Romney og Santorum jafnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grín-uppistandarinn Obama

Barrack Obama reytti af sér brandarana á árlegum kvöldverði með blaðamönnum í Hvíta Húsinu nýlega.  Meðal annars gerði hann grín að fréttaflutningi CNN af gosinu í Eyjafjallajökli.  Sjón er sögu ríkari.


Fyrirskipun Obama til yfirmanns heraflans í Írak

Snoðaðu Stephen Colbert!  Snillingar. Grin


Hindurvitna-ráðuneytið

Eins og allir vita er mannorð íslendinga réttilega og gjörsamlega farið niður í svaðið út um allan heim.  Hér í Bandaríkjunum erum við aðhlátursefni eins og annarsstaðar og ekki skánaði það eftir að svæsin en því miður mjög raunsæ grein Michael Lewis birtist í apríl-útgáfu Vanity Fair.  Greinin hefur hefur greinilega vakið töluverða athygli en í fyrradag vitnaði hin stórskemmtilega og fluggáfaða Rachel Maddow, þáttastjórnandi á MSNBC í greinina og gantaðist með trú íslendinga á álfa og huldufólk! Joyful  Hvernig væri að reyna að snúa þessu okkur í hag og taka upp formleg siðaskipti - leggja niður hina Evangelísk-Lúthersku Þjóðkirkju og breyta Kirkjumálaráðuneytinu í álfa-og huldumanna-ráðuneytið...eða bara Hindurvitna-ráðuneytið?  Þetta gæti reynst frábært trick fyrir ferðamanna-iðnaðinn og svo er hvort sem er ósköp lítill munur á því hvort fólk trúir á ósýnilegan vin á himnum, bleika einhyrninga eða álfa og huldufólk!  Sama ruglið en þó sýnist mér álfatrúin mun skaðlausari en Kristnin. Tounge  Bjarni Harrrðar og Magnús Skarphéðinsson væru svo náttúrulega tilvalin ráðherra-efni! Alien


Kristnir íhaldsmenn eru klámhundar!

porno_dog_804555.gifSamkvæmt nýrri rannsókn á netnotkun og ásókn á klámsíður kemur í ljós að mun meiri áhugi á klámi er í þeim fylkjum Bandaríkjanna sem eru hvað þekktust fyrir að vera íhaldssöm og trúuð.  Sjá frétt ABC News um málið.   Farið var yfir kreditkorta-reikninga til þess að sjá hvar mesta salan á klámi fór fram.  Lang mestu klámhundarnir eru íbúar Utah sem flestir eru afar íhaldssamir Mormónar.  Landsmeðaltalið er um 2.3 áskriftir að klámsíðum per 1000 breiðbandstengingar en Mormónarnir í Utah hafa 5.47 áskriftir.  Athygli vekur að 8 af þeim 10 fylkjum þar sem klám-stuðullinn er hæstur - eru þau fylki sem John McCain vann sína stærstu sigra í síðustu kosningum (undantekningarnar eru Flórída og Hawaii) á meðan frjálslyndustu fylkin sem Obama vann auðveldlega verma neðstu sætin hvað varðar ásókn í klám.  

ted-haggard-loser_804556.jpgEnnfremur má geta þess að í þeim fylkjum þar sem kjósendur hafa bannað hjónabönd samkynhneigðra og fólk trúir á "hefðbundin fjölskyldugildi" og að "AIDS sé refsing Guðs vegna siðferðisbrests" er ásókn í klám 11% yfir landsmeðaltali.  Þar að auki eru skilnaðir og framhjáhöld hvergi algengari en í þessum sömu fylkjum.

Satt að segja koma þessar niðurstöður mér alls ekki á óvart - en það er gaman að hafa tölulegar sannanir fyrir þeirri vitneskju að oftast eru mestu siðferðispostularnir sjálfir mestu perrarnir!  Enn og aftur sannast það á kristna íhaldsmenn hversu sjúkir hræsnarar þeir eru.


Wonkette um "ástandið" á Fróni

Okkur mörlandanum finnst fátt skemmtilegra en að heyra útlendinga tala vel um okkur og jafnframt móðgumst við agalega þegar glökkt gests-augað varpar ljósi á óþægilegar staðreyndir um land og þjóð.  Hvort það skrifast á barnslega minnirmáttarkennd eða sjálfhverfu skal ég ekki segja - en spurningin sígilda "How do you like Iceland?" hefur alltaf farið svolítið í taugarnar á mér - því fólk býst alls ekki við að fá nein önnur svör en að ísland sé ávallt "best í heimi miðað við höfðatölu"...og öllum öðrum löndum til fyrirmyndar.

íslendingurÞað verður að viðurkennast að ímyndar-áróðurs-maskínunni tókst mjög vel upp að byggja upp þá hugmynd í útlöndum að á Fróni byggi fallegasta, sterkasta og gáfaðasta fólkið í fallegasta landi í heimi... en eins og flestir vita hefur sú ímynd beðið mikla og óafturkræfa hnekki á undanförnum mánuðum - þökk sé fráfarandi valdhöfum og siðlausum útrásarvíkingum.

En hvað um það... í Washington D.C. er haldið úti skemmtilegu frétta-satíru bloggi er nefnist Wonkette þar sem fjallað er um pólitík og atburði líðandi stundar á svolítið sérstakan hátt.  Ekki er um verulega vinstri- né hægri slagsíðu að ræða en kaldhæðnin og "cynicisminn" er í fyrirrúmi.  Lesendur bloggsins taka fréttaflutninginn ekki alltof alvarlega en skrifa oft ansi skemmtileg komment sem eru ekki síður athyglisverð en greinarnar sjálfar.

Hér má lesa ansi áhugaverða "frétt" Wonkette um ástandið á Fróni - og það er ekki síður áhugavert að lesa komment lesenda og skoðanir þeirra á landi og þjóð. 


Moral Orel

Frá framleiðendum Family Guy og Robot Chicken:  Fylgist með uppvexti Orel litla, sem er guðhræddur snáði frá Moralton, Statesota.   Meira á vef adult swim.


I´m a PC

Skemmtileg ný auglýsing frá Microsoft.


Untitled Kevin Smith Minnesota Project

zackmiri.jpgKevin Smith er einn af mínum uppáhalds leikstjórum.  Myndirnar hans, sem hann yfirleitt framleiðir, leikstýrir og skrifar handritið að sjálfur, auk þess sem honum bregður oft fyrir í aukahlutverkum, höfða kannski ekki til allra enda er húmorinn töluvert sérstakur.  Frægustu myndirnar hans eru Clerks, Mallrats, Chasing Amy, Dogma og Jay & Silent Bob Strike Back.

Nýjasta mynd meistarans (sem þar til nýverið bar vinnuheitið "Untitled Kevin Smith Minnesota Project samkvæmt imdb.com) verður frumsýnd 31. október næstkomandi og ber hið frumlega heiti "Zack and Miri Make a Porno" Shocking  Hún ku eiga að fjalla um hálfgerða lúsera (héðan frá St. Cloud, MN samkvæmt handritinu - sjá hér og hér) sem ákveða að redda fjárhagnum með því að búa til klám-mynd!  

Af hverju elsku bærinn minn St. Cloud varð fyrir valinu veit ég ekki...en ég bíð spenntur eftir því að sjá hvernig útreið bæjarbúar fá í myndinni...þ.e.a.s. ef handritinu hefur ekki verið breytt.  Það stóð víst upphaflega til að taka myndina upp hér en því var breytt og hún tekin upp í Pittsburgh, PA í staðinn.   Mig grunar reyndar að Kevin Smith hafi fengið hugmyndina að handritinu hér þegar hann kom í heimsókn í skólann minn og hélt fyrirlestur og Q&A session hér fyrir ca. 2 árum.  Hann hlýtur að hafa lent í einhverju villtu partíi á eftir! Whistling

Með aðalhlutverk í myndinni fara nýstirnið Seth Rogen, Elizabeth Banks, Jason Mewes (Jay), Justin Long og Brandon Routh...auk einhverrar Tracy Lord (!).

Samkvæmt fréttum stendur Smith í harðri baráttu við kvikmyndaeftirlitið en þeir hafa gefið myndinni "NC-17" stimpil í stað R...sem þýðir að sum kvikmyndahús gætu neitað að sýna myndina.  Er það ekki týpískt að það má sýna endalausar blóðsúthellingar a la Hostel og Rambo...en smá sex og þá hrökkva þessar teprur í kút! 

Teaser trailer myndarinnar gjörið þið svo vel:


Canadian Idiot

Weird Al gerir léttúðlegt grín að nágrönnum mínum í norðri...paródía af American Idiot lagi Green Day.  Nota Bene myndbandið er ekki frá sjálfum meistara Al augljóslega...en fyndið engu að síður.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband