Færsluflokkur: Menntun og skóli

Átak gegn einelti

Heimili og skóli - Landssamtök foreldra og SAFT standa nú fyrir átaki gegn einelti og var því formlega ýtt úr vör í Austurbæjarskóla í dag.  Ingibjörg Baldursdóttir, stofnandi Liðsmanna Jerico, og Ögmundur Jónasson alþingismaður, tóku á móti fyrstu eintökum nýs fræðsluheftis um einelti fyrir foreldra og Þorkatla Sigurðardóttir, þolandi eineltis, sagði frá reynslu sinni og áhrifum langvarandi eineltis á barnæskuna og fullorðinsárin.

anti-bullying_927168.jpgÍ fyrrasumar sagði ég frá upplifun minni af einelti á formi vídeó-bloggs (sjá neðar).  Bekkjarbróðir minn, Haraldur Geir Eðvaldsson, sá frásögn mína og kom hún honum mjög í opna skjöldu því hann hafði ekki upplifað sig sem þátttakanda í einelti.  Það vill svo til að Haraldur starfar sem kennari í dag og starfar með börnum á svipuðum aldri og við vorum á umræddum tíma.  Haraldur fékk þá mögnuðu hugmynd að sýna nemendum sínum þessa frásögn mína á sérstökum degi tileinkuðum Olweusar-áætluninni - og í kjölfarið sagði hann krökkunum frá okkar tengslum og hvernig hann hefði upplifað okkar samskipti.  Hann endurtók svo leikinn á foreldrafundum.  Þetta skapaði auðvitað mjög sérstakar og gagnlegar umræður í skólanum  - því þó reynslusögur þolenda eineltis séu margar, vantar oft skiljanlega að sjónarhorn gerenda komi fram. 

Einelti getur verið flókið fyrirbæri og til þess að fyrirbyggja einelti þurfum við að skilja það frá öllum hliðum.  Þess vegna eru frásagnir gerenda ekki síður mikilvægar en þolenda.  Það hefði ekki hverjum sem er látið sér detta í hug að framkvæma það sem Haraldur gerði og ég er afar stoltur af honum og þakklátur.  Það er mér heiður að kalla hann góðan vin minn í dag.

poster_no_bully_zone.jpgNýlega vorum við Haraldur beðnir um að leggja átaki Heimilis og skóla lið með því að segja sögu okkar í Kastljósi.  Okkur er báðum hjartans mál að uppræta einelti og því gátum við ekki skorast undan því.  Vitanlega gátum við ekki komið öllu því til skila sem við vildum, en vonandi gátum við vakið einhverja til umhugsunar um eineltismál.  Þögnin er versti óvinurinn.  (Hér má sjá viðtalið)

Í tilefni dagsins endurbirti ég hér þetta vídeó-blogg mitt.  Ég vil taka það fram að þrátt fyrir að ég gagnrýni viðbrögð skólans í frásögn minni - er mér hlýtt til þess ágæta fólks sem þar starfaði.  Skólastjórinn og aðrir kennarar vildu mér vel og ég efast ekki um að þau gerðu sitt besta út frá þeim úrræðum sem í boði voru á þessum tíma.

 


Fyrirlestur Dr. Richard Dawkins í Minneapolis í kvöld

dawkins.jpgEr á leiðinni niður til Twin Cities á eftir í þeim tilgangi að sjá og heyra fyrirlestur hins heimsfræga þróunarlíffræðings frá Oxford og metsöluhöfundar bókarinnar The God Delusion, Dr. Richard Dawkins.  Dawkins er mættur hingað í boði félags trúfrjálsra nemenda við University of Minnesota og fyrirlesturinn mun fjalla um tilgang/tilgangsleysi lífsins.  Dawkins er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér, enda "elegant" rödd skynseminnar í eyðimörk hugsunarleysis.

Hér er kynning á efni fyrirlestursins The Purpose of Purpose:

"We humans are obsessed with purpose. The question, “What is it for?” comes naturally to a species surrounded by tools, utensils and machines. For such artifacts it is appropriate, but then we go too far. We apply the “What is it for?” question to rocks, mountains, stars or the universe, where it has no place.

How about living things? Unlike rocks and mountains, animals and plants, wings and eyes, webbed feet and leaves, all present a powerful illusion of design. Since Darwin, we have understood that this, too, is an illusion. Nevertheless, it is such a powerful illusion that the language of purpose is almost irresistible. Huge numbers of people are seriously misled by it, and biologists in practice use it as a shorthand.I shall develop two meanings of “purpose”. Archi-purpose is the ancient illusion of purpose, a pseudo-purpose fashioned by natural selection over billions of years. Neo-purpose is true, deliberate, intentional purpose, which is a product of brains. My thesis is that neo-purpose, or the capacity to set up deliberate purposes or goals, is itself a Darwinian adaptation with an archi-purpose.

putting-the-win-in-darwin.pngNeo-purpose really comes into its own in the human brain, but brains capable of neo-purposes have been evolving for a long time. Rudiments of neo-purpose can even be seen in insects. In humans, the capacity to set up neo-purposes has evolved to such an extent that the original archi-purpose can be eclipsed and even reversed. The subversion of purpose can be a curse, but there is some reason to hope that it might become a blessing."


Fjölmenningarsamfélagið

Í gærkvöldi fór ég ásamt vinum mínum á afar eftirminnilega tónleika sem haldnir voru hér i háskólanum mínum.  Tónlistarfólkið var mætt í opinbera heimsókn frá systurskóla okkar í Kína - Nankai University og í boði var "traditional" kínversk tónlist leikin snilldarvel á aldagömul og framandi hljóðfæri.  Tónlistin ein og sér var heillandi en þó var ekki síður áhugavert að fylgjast með flytjendunum, samhæfni þeirra og "performance".  Þá var varpað upp á tjald svipmyndum frá Nankai ásamt kínverskum þjóðsögum og myndskreytingum.  Í lok tónleikanna komu Kínverjarnir svo á óvart með því að leika þekkt Bandarísk stef og þjóðlög á kínversku hljóðfærin sem vakti mikla lukku meðal viðstaddra.  Það var mjög táknrænt fyrir samstarf og vináttu skólanna og minnti okkur á að æðri menntun er lykillinn að samvinnu og gagnkvæmri virðingu ólíkra menningarheima.

kina

 

 

 

 

 Eitt mikilvægasta veganestið sem ég tek með mér út í lífið eftir að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda að stunda nám hér - og það sem hefur gefið mér einna mest - er sú upplifun að hafa fengið að kynnast sannkölluðu fjölmenningarsamfélagi.  Af um 17,000 nemendum í St. Cloud State University erum við yfir 1200 (frá yfir 80 löndum) sem titlum okkur "international students".  Því hef ég ekki einungis kynnst Bandaríkjamönnum (sem eru þó nokkuð fjölbreyttur hópur fyrir) heldur hef ég fengið að stunda nám með fólki frá öllum heimshornum og eignast kunningja frá Afríku, Suður-Ameríku, Kína, Indlandi, Nepal, Japan, Kóreu og svo mætti lengi telja. 

Þess má geta að langstærstur hluti innfæddra hér í Minnesota eru af Skandínavískum og Þýskum ættum.  Hér í St. Cloud eru 90% íbúanna hvítir og því óhætt að segja að erlendu nemendurnir marki lit sinn á staðinn og auðgi menninguna verulega.  Hér er hægt að bragða á mat, upplifa tónlist og leiklist, kynnast ólíkum trúarbrögðum og lífsskoðunum hvaðanæfa úr veröldinni.  Það sem stendur uppúr er að komast að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir allt sem skilur okkur að - erum við þó öll eins í grunninn.  Hvort sem við erum hvít, svört, gul eða rauð, kommar eða kapítalistar, trúfrjáls eða trúuð, gay or straight - öll erum við af sömu dýrategundinni og öll búum við á þessari litlu, viðkvæmu, jarðkringlu og deilum gæðum hennar.

childrenholdinghands_gif.pngFjölmenningar-hugtakið er því miður oft misskilið og vísvitandi gert tortryggilegt af þröngsýnu, illa upplýstu fólki sem þjáist af þjóðrembu og ótta við allt og alla sem eru öðruvísi en það sjálft.  Fjölmenning þýðir EKKI aðför að menningar-arfi, hefðum og gildum hvers þjóðfélags.  Þvert á móti gerir fjölmenning okkur kleift að njóta og fagna menningu hvers annars með gagnkvæmri virðingu.  Það er ekkert slæmt við að vera stoltur af sínum eigin menningar-arfi og uppruna, síður en svo!  Það er hins vegar slæmt þegar það stollt breytist yfir í hroka og vandlæti gagnvart fólki af ólíkum uppruna!

Þegar ég var lítill kynntist ég hugarheimi ættingja míns sem er blindaður af kynþáttahatri og sem fór ekki leynt með aðdáun sína á nasisma.  Að hlusta á ræður hans sem barn hafði djúpstæð áhrif á mig.  Öll hans orð virkuðu sem eitur í mínum eyrum og ég skildi ekki hvernig nokkur heilbrigð manneskja gæti hugsað svona.  Þetta mótaði mína réttlætiskennd fyrir lífstíð og gerði mig að jafnaðarmanni og húmanista.  Það er skrítið að segja það - en ég á þessum ættingja mínum því mikið að þakka!

Að lokum langar mig að sýna hér ágæta ræðu Keith Olbermann sem hann flutti nýlega á gala-kvöldverði Human Rights Campaign - þar sem hann fjallar m.a. um hvernig hann lærði að taka það persónulega nærri sér - í hvert skipti sem hann verður vitni að rasisma og hómófóbíu.  Celebrate Diversity! Smile


Svívirðileg forgangsröðun

Það eina sem hugsanlega getur bjargað þessari þjóð frá endanlegri glötun er mannauðurinn.  Það var hárrétt hjá Þorgerði Katrínu að farsælla væri fyrir atvinnulaust fólk að fjárfesta í menntun og sjálfsuppbyggingu en að sitja aðgerðarlaust á bótum til langframa.  Virkja verður nýsköpunarmátt þessara einstaklinga og gefa fólki von um bjartari tíð. 

Hvað verður um þessa 1600 einstaklinga sem sóttu um nám við HÍ nú þegar skólinn er knúinn til að skera niður um milljarð?  Einhverjir fara örugglega úr landi við fyrsta tækifæri og af hverju í ósköpunum ættu þeir að snúa aftur?

forks_562784.pngHvernig er það réttlætanlegt að á sama tíma og niðurskurðarhnífurinn er blóðugur í mennta- og heilbrigðiskerfinu sé nánast ekkert skorið niður til útgjalda til ríkis-kirkjunnar?  Rúmir 5 milljarðar á ári fara í að halda uppi þessu gjörsamlega gagnslausa og úrelda apparati sem engu skilar til baka til þjóðarbúsins.  Það á að fjarlægja þetta krabbamein af ríkisspenanum án tafar og ríkið á að taka til sín og selja allar eigur Þjóðkirkjunnar og verja þeim fjármunum til uppbyggingar þjóðarinnar.  Trúaðir hljóta að geta borgað úr eigin vasa fyrir þetta hobbý sitt eða beðið til síns guðs í einrúmi.  Það er ólíðandi forgangsröðun að skera niður í menntamálum á sama tíma og útgjöld til kirkjunnar aukast einungis ef eitthvað er.

Fullur aðskilnaður rikis og kirkju er réttlætismál og nú verður að taka á þessu bulli af alvöru!

Fyrir mína parta þá er það minn draumur að geta snúið til baka til Íslands einn góðan veðurdag og boðið fram mína krafta til þess að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.  Það er þó ljóst að áður en til þess kemur verða að fara fram margar grundvallar-breytingar á gildum landsmanna.  Fyrr sný ég ekki aftur ótilneyddur.


mbl.is Ekki hægt að taka inn nýnema
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Husky Pride!

huskyhelper-logo.gifEndilega smellið á þennan link og kíkið á hátíðarkveðju frá skólanum mínum. Smile

Þar sem ennþá eru 7-12 vikur í atvinnuleyfið er ég að vinna í því að bæta við mig tveimur kúrsum í kennslufræðum eftir áramót (Technology Education) og hugsanlega einum í hagfræði, auk þess sem ég vonast til að fá hálft starf í skólanum sem Graduate Assistant.  Ennfremur hefur einn prófessoranna minna beðið mig um að skrifa með sér fræðigrein til birtingar í "Akademískum Journal" og er ég nokkuð spenntur fyrir því.  Það þýðir víst lítið annað en að þrauka áfram...ekki að miklu að snúa á íslandi því miður og því um að gera að hafa nóg fyrir stafni á meðan biðin endaulausa eftir atvinnuleyfinu heldur áfram.

Svona leit skólinn minn út í sumar:


Frábær gestur frá Íslandi

profileimg_481_023629_743904.gifÞjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi (Icelandic League of North America) stóð fyrir heimsókn Yrsu Sigurðardóttur verkfræðings og rithöfundar í skólann minn í dag.  Yrsa hélt áhugaverðan fyrirlestur um jarðvarma og fallvatnsorkunýtingu á Íslandi fyrir nemendur í minni deild (Environmental and Technological Studies) og vakti mikla lukku hjá samnemendum mínum og prófessorum.

inl-logo---top-left_743906.jpgMér gafst kostur á að snæða hádegisverð með Yrsu, ásamt Claire Eckley forseta Icelandic-American Association of Minnesota, Dr. Erni Böðvarssyni prófessor í hagfræði hér við St. Cloud State og Dr. Balsi Kasi umsjónar-prófessornum mínum í ETS deildinni.

lastrituals-300px.jpgYrsa áritaði svo skáldsögur sínar í bókabúðinni en hún er á góðri leið með að verða mjög stórt nafn í glæpasagnaheiminum og hafa bækur hennar verið þýddar á 33 tungumálum.   Þar fyrir utan hefur hún starfað sem verkefnastjóri á Kárahnjúkum og við Jarðvarmavirkjanir.  Sannarlega fjölhæf og mögnuð kona sem var gaman að fá að hitta og ég hlakka til að lesa bækurnar hennar.

 


Alan Turing - Líf og örlög guðföður nútíma tölvunarfræði, stríðshetju og dæmds kynvillings

Alan TuringNafn Alan Turing er sennilega ekki mjög þekkt á Íslandi frekar en annarsstaðar.  Það er kannski helst að þröngur hópur tölvunörda og verkfræðinga kannist við nafnið, en Alan var einn af upphafsmönnum stafrænnar tækni og tók þátt í að smíða sumar af fyrstu stafrænu tölvum heims auk algóriþmanns sem kenndur er við "The Turing Machine".   Þar að auki var hann einn af hugmyndasmiðum gervigreindar (Artificial Intelligence) og í hjáverkum braut hann leynikóða Nasista (Enigma Machine) sem varð til þess að Bandamenn náðu að sigrast á kafbátaflota Þjóðverja og hafði þannig gríðarleg áhrif á gang Seinni heimsstyrjaldarinnar.  Þú værir hugsanlega ekki að skoða þig um á netinu núna ef ekki hefði verið fyrir Alan Turing.

Þrátt fyrir allt þetta er nafn hans enn þann dag í dag nánast ókunnugt enda var þessum snjalla Enska stærðfræðing (og heimsspeking) ekki hampað sem hetju af þjóð sinni í þakklætisskyni, heldur var líf hans og orðspor lagt í rúst á grimmilegan hátt.

Alan Touring fæddist í London árið 1912 og kom snemma í ljós að hann væri með snilligáfu á sviði stærðfræði. Á unglingsárunum nam hann við hinn virta einkaskóla Sherborne School þar sem hann fór létt með að útskýra og skrifa heilu ritgerðirnar um afstæðiskenningu Einsteins löngu áður en hann tók sinn fyrsta kúrs í grunn-kalkúlus!  Á menntaskóla-árunum í Sherborne varð Alan ástfanginn af skólabróður sínum Christopher Morcom og þeir áttu í sambandi uns Morcom lést skyndilega af völdum bráða-berkla sýkingar.  Fráfall Morcom´s hafði gríðarleg áhrif á Alan sem í kjölfarið gerðist trúleysingi og mikill efnishyggjumaður.

Alan vann síðar skólastyrk til þess að nema stærðfræði við King´s College í Cambridge þar sem hann byggði mikið á verkum Kurt Gödels og lagði fram grunninn að nútíma forritun eða algóriþmum.  Hann öðlaðist svo doktorspróf frá Princeton háskóla í Bandaríkjunum en þegar stríðið braust út hóf hann störf fyrir Bresku leyniþjónustuna þar sem hann vann við að leysa dulkóðanir í Bletchley Park í Milton Keynes.  Þar átti hann m.a. stóran þátt í að leysa ráðgátur "The Enigma Machine" og fyrir það var hann sæmdur tign OBE (Officer of the British Empire).  Eftir stríðið starfaði hann við rannsóknir við háskólann í Manchester og tók m.a. þátt í smíði og forritun á fyrstu tölvunum og "fann upp" gervigreind.

Alan fór aldrei mjög leynt með samkynhneigð sína en það var ekki vel séð af samfélaginu, hvað þá yfirvaldinu.  Kalda stríðið var hafið og yfirvöld óttuðust að "kynvillingar" væru líklegir til að gerast Sovéskir njósnarar og því var fylgst vel með Turing.  Árið 1952 var hann handtekinn og ákærður fyrir glæpinn samkynhneigð.  Alan viðurkenndi glæpinn og hann var því dæmdur sekur á sömu lagagrein og Oscar Wilde 50 árum áður.  Sem refsingu mátti Alan velja á milli 7 ára fangelsisvistar eða stofufangelsis gegn því að hann undirgengist vönun með hormónagjöf og sálfræðimeðferð.  Þar sem Alan óttaðist að lifa ekki af í fangelsi valdi hann síðari kostinn.

Eftir dóminn var Alan sviftur öryggisréttindum sínum og gat þar af leiðandi ekki starfað áfram fyrir leyniþjónustuna né komið að leynilegum rannsóknum og auk þess fylgdist lögreglan með hverju skrefi hans.  Hormónameðferðin hafði m.a. þær aukaverkanir að Alan uxu brjóst og hann fann fyrir erfiðum sálrænum kvillum sem gerðu honum ókleyft að einbeita sér að því eina sem skipti hann orðið máli í lífinu...stærðfræðinni.

Árið 1954 fannst Alan Turing látinn á heimili sínu, aðeins 42 ára gamall.  Við rúm hans fannst hálf-klárað epli sem reyndist fyllt af blásýru.  Opinber dánarorsök var skráð sjálfsmorð.  Enginn veit  hverju fleiru þessi snillingur hefði getað áorkað og skilað mannkyninu hefði hann ekki verið ofsóttur og í raun tekinn af lífi í blóma lífs síns. 

Turing styttaMörgum kann að koma á óvart að svona hafi þetta verið í vestrænu lýðræðisríki lang frameftir tuttugustu öldinni en það má heldur ekki gleyma því að þegar Bandamenn frelsuðu Gyðinga úr útrýmingabúðum Nasista voru hommarnir skildir eftir áfram í Þýskum fangelsum og á meðal "úrræða" Breskra yfirvalda sem beitt var fram til ársins 1967 þegar samkynhneigð var loksins "lögleidd", voru rafstuðs-meðferðir sem voru í raun ekkert annað en skelfilegar pyndingar.  Hugsið ykkur hvað er í raun stutt síðan!  Og hugsið ykkur að ef fólk eins og JVJ moggabloggari fengju að ráða (sem gekk jú í Cambridge háskóla líkt og Alan Turing) væri fólk enn ofsótt fyrir "glæpinn" samkynhneigð.

Alan Turing hefði orðið 96 ára í ár hefði hann lifað.  Loksins árið 2001 var honum sýnd sú virðing að reistur var minnisvarði um hann í Manchesterborg og í fyrra var sömuleiðis gerður minnisvarði honum til heiðurs í Bletchley Park.  Allt frá árinu 1966 hafa verið veitt Turing-verðlaunin fyrir afrek í tölvunarfræði sem líkt er við Nóbels-verðlaunin á því sviði.  Þá var gerð kvikmynd byggð á lífi Turings árið 1996 sem ber heitið "Breaking the Code" þar sem stórleikarinn Derek Jakobi fer með hlutverk Alans.  Hér má sjá brot úr myndinni.


Skemmtileg upprifjun...þegar FL Grúpp átti American Airlines

Fyrir réttu ári síðan skrifaði ég eftirfarandi færslu sem ég ákvað að endurbirta nú til gamans.  Nú vill svo til að American Airlines er aðeins að rétta úr kútnum (merkilegt nokk án hjálpar íslensku snillinganna)...á meðan að FL Grúpp er að....ehhh... well... þið vitið! Whistling   Ekki það að mér finnist gaman í þessu tilfelli að hafa reynst sannspár...en þetta vara bara aðeins of augljóst.  

 

Hvað verður þá um AA mílurnar mínar?

aviator-6Nú ætla verðbréfaguttarnir hjá FL grúpp að fara að kenna stjórn American Airlines alvöru Íslenska flugrekstrarfræði, enda sennilega ekki vanþörf á. 

Eins og segir í tilkynningu frá Hannesi Smárasyni: „FL Group hefur umfangsmikla reynslu af rekstri flugfélaga og við teljum að stjórn AMR beri að leita nýrra leiða til að auka verðmæti félagsins. Með því að aðskilja Vildarklúbb félagsins verður hægt að minnka skuldir og auka virði AMR.“

Það er nefnilega það.  Vonandi hlusta stjórnarmenn elsta og stærsta starfrækta legacy flugfélags Bandaríkjanna, sem fyrir örfáum árum létu sig ekki muna um að taka yfir rekstur TWA, flugfélagsins sem Howard Hughes stofnaði í gamla gamla daga, á nýríka íslenska braskara sem helstu afrek hingað til hafa verið að kaupa Lettneskt ríkisflugfélag og Tékkneskt lággjaldaflugfélag.  Jú, því stjórnarmenn FL Grúpp hafa nefnilega umfangsmikla reynslu af rekstri flugfélagaGetLost  Please!   Næst heyrir maður að Jóhannes í Bónus kaupi 8% hlut í Wal-Mart og fari að kenna Kananum hvernig eigi að selja kjötfars.  Gimme a break!

Nú er ég ekki að halda því fram að AA sé vel rekið flugfélag, langt frá því, og það sama má segja um hin gömlu legacy flugfélögin sem eftir eru; United, Delta og Northwest  Einungis Continental og US Airways virðast vera að ná að rétta eitthvað úr kútnum í harðri samkeppni við lággjaldaflugfélögin Southwest og JetBlue.  En einhvernveginn efast ég um að Icelandair módelið virki fyrir AA.

AAdvantage-logoAnyway...fyrir nokkrum árum flaug ég svolítið oft með TWA (Trans World Airlines) og gekk í vildarklúbbinn og átti orðið einhverjar mílur hjá þeim sem svo fluttust yfir í AAdvantage þegar AA tók yfir.  Hvað ætli verði af þessum mílum mínum ef Hannes nær sínu framgengt?  Kannski þær færist þá yfir í vildarklúb Icelandair?  GetLost  Það væri nú ekki nema sanngjarnt.

Annars held ég að FL grúpp ætti að vara sig á of-fjárfestingum í illa stæðum flugfélögum sem þeir halda að þeir geti snúið við eins og ekkert sé með því að fara að reka þau eins og Icelandair.  Ef þeir fara ekki varlega gæti endað fyrir þeim eins og Swissair sáluga.

Hér má sjá stutta ritgerð sem ég skrifaði einu sinni um endalok Swissair. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Játningar eineltisbarns - vídeóblogg

Dr. Phil hver??? Whistling


Þriðja sætið í háskólakeppni Bandarísku Flugmálastofnunarinnar

Um daginn fékk ég í pósti ávísun stílaða á mig frá Old Dominion University Research Fund án nokkurra útskýringa fyrir utan að það stóð "award" á meðfylgjandi w-9 skatta-skjali.  Ég kannaðist ekki við að hafa sótt um styrk hjá ODU en hugðist þó ekki afþakka svona "free money".  Það er ekki á hverjum degi sem maður fær sendan óvæntan tékka í pósti en áður en ég þorði að leysa út tékkann ákvað ég hins vegar að komast til botns í þessu og hafði uppá sendandanum sem reyndist þá starfa fyrir Virginia Space Grant Consortium og þá fóru málin að skýrast.  VSGC, sem er "umbrella organization" sem sameinar NASA, háskóla og hátækni-iðnað í flug-geiranum, sá um að halda utan um samkeppni á vegum FAA (Bandarísku Flugmálastofnunarinnar) sem ég tók þátt í s.l. vetur.

aviation_576964.jpgFljótlega barst tölvupóstur frá prófessornum mínum sem staðfesti að við hefðum unnið þriðja sætið í okkar category, "Airport Environmental Interactions Challenge" en verkefnið okkar var könnun á möguleikum þess að nýta jarðvarma til að koma í veg fyrir ísingu og létta snjóruðning á flugbrautum.  Alls kepptu 36 lið frá 16 háskólum í þremur viðfangsefnum, en það var Embry Riddle Aeronautical University og Kent State University sem tóku fyrsta og annað sætið í okkar category.  Embry Riddle og verkfræðideild University of Illinois tóku svo öll verðlaunin í hinum tveimur flokkunum.

Það er nokkuð stórt fyrir litla skólann minn að vinna til verðlauna í þessu því við kepptum við virta skóla eins og George Mason, Perdue, Georgia Institute of Technology og Indiana State.  Við fengum sérstakar hamingjuóskir frá deildarstjóranum enda fær skólinn sendan forláta viðurkenningar-platta frá FAA til að hengja uppá vegg.  Auk þess er ég að bíða eftir að fá mitt viðurkenningarskjal sent í pósti.

Þó ég segi sjálfur frá, þótti mér súrast að þurfa að deila heiðrinum og verðlauna-fénu jafnt með slugsurunum sem áttu að taka virkan þátt í þessu með mér.  Þetta var alfarið mín hugmynd og á endanum sá ég um a.m.k. 85% af vinnunni.  Málið var að gamli prófessorinn minn úr flugdeildinni bauðst til að gefa mér masters einingar fyrir að hjálpa þremur B.S. nemum til að taka þátt í þessari keppni, sem átti að vera "capstone project" fyrir þá.  Þeir áttu í raun að sjá um megnið af vinnunni og upphaflega átti ég bara að aðstoða þá við "research methods"...en á endanum neyddist ég til að draga þá í land og redda verkefninu.  Hefði ég ráðið, hefðu a.m.k. tveir af þeim fallið í áfanganum...en með minni hjálp fengu allir A+...og free money!

Hér er vefsíða kepnninnar þar sem hægt er að skoða öll verkefnin sem unnu til verðlauna...og hér má lesa verkefnið mitt okkar.

Hér er mynd af mér og einum "slugsaranum" ásamt prófessornum okkar þegar við kynntum verkefnið á Student Research Colloquium í vor og fengum þessar líka fínu medalíur fyrir. 

SRC

P.S. viðurkenningaskjalið skilaði sér loksins en aularnir gátu ekki einu sinni stafsett nafnið mitt rétt Woundering

thirdplace.jpg


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband