Færsluflokkur: Ferðalög

Flugtúr á Zeppelin NT loftskipi (myndband)

Við feðgarnir skelltum okkur til Friedrichshafen við Bodensee (Lake Konstanz) hvar Ferdinand von Zeppelin greifi hóf smíði á loftskipum fyrir um hundrað árum síðan.  

Fyrir um 15 árum síðan var Zeppelin Luftschifftechnik endurvakið og framleiðsla hafin á NT (Neue Technologie) loftskipum.  Farartæki þessi eru í raun 8500 rúmmetra helíum-blöðrur með þremur Lycombing 200 hestafla mótorum og gondóla sem tekur tvo flugmenn og 12 farþega.

Það var mögnuð upplifun að fljúga í þessu apparati með Svissnesku Alpana í baksýn og maður upplifði sig hálfpartinn sem Max Zorin úr Bond myndinni View to a Kill. ;)   

 


Jólamarkaðurinn í Trier

Þjóðverjinn er kominn í jólastuð og ég kíkti til Trier í gær til að kanna stemmninguna á jólamarkaðnum í þessari elstu borg Þýskalands og fæðingarstað Karls Marx. Kom við í Saarburg á leiðinni og þar var fólk líka byrjað að jólast.


Persona Non Grata í USA

Kaus í Bandarísku forsetakosningunum árið 2004 – stöðvaður við komuna til Minneapolis og neitað um landgöngu.  Dýrkeypt prakkarastrik og "tæknileg mistök".

"We cherish our democratic process" sagði landamæravörðurinn grafalvarlegur og ég passaði mig á því að bíta í tunguna á mér.

robert_dc3_925450.jpgTilgangur ferðar minnar um síðustu mánaðarmót var að sækja hluta búslóðar minnar sem ég skildi eftir í geymslu þegar ég snéri heim til Íslands í sumar.  Ég dvaldi við nám í Bandaríkjunum í tæp 9 ár og átti mér einskis ills von við komuna til Minneapolis enda búinn að ferðast mörgum sinnum til og frá Bandaríkjunum á undanförnum árum.  Um leið og ég steig út úr vélinni og gekk inn í salinn þar sem vegabréfaskoðunin fer fram, kom vígalegur landamæravörður á móti mér og bað mig um að fylgja sér inn í yfirheyrslu-herbergi.  Það var greinilegt að þeir áttu von á mér. 

Þetta kom mér þó ekki alveg í opna skjöldu því áður en ég lagði af stað hafði ég sótt um ferðaheimild á netinu (ESTA) og fengið neitun.  Ég hélt að það væri sökum þess að þegar ég yfirgaf Bandaríkin hafði mér ljáðst að láta skólann vita svo þeir gætu skráð mig út úr SEVIS tölvukerfinu sem fylgist með erlendum nemendum.  Ég hélt því að ég væri fyrir mistök “out of status” í kerfinu þrátt fyrir að vera með gilda námsmanna-vegabréfsáritun.  Ég fór því í sendiráðið og þeir staðfestu að ég væri enn skráður í SEVIS sem nemandi, svo ég varð að hringja í skólann og leiðrétta það auk þess sem ég þurfti að sækja um almenna ferðamanna-vegabréfsáritun sem ég og fékk og hafði ég því ekki frekari áhyggjur af því máli.  Það hvarflaði ekki að mér að forsetakosningarnar 2004 væru að bíta í rassinn á mér núna, 5 árum síðar, sérstaklega þar sem ég hef ferðast fram og til baka mörgum sinnum vandræðalaust síðan þá.

i_voted.jpgLandamæravörðurinn leit út eins og klipptur út úr klisjukenndri bíómynd.  Þessi stereótýpíska harða lögga sem tekur starfið sitt mjög alvarlega og nýtur þess að horfa á sjálfan sig í speglinum í skothelda vestinu með byssuna í beltinu.  Ég var látinn lyfta hægri hendi og sverja að segja sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann.  Þessu fylgdi að ég ætti rétt á að svara ekki spurningum þeirra en ef að ég segði ósatt gæti það þýtt fimm ára fangelsisvist ellegar $10,000 sekt. 

Því næst tóku við alls kyns furðulegar spurningar sem greinilega voru ætlaðar til þess að gera mig taugaóstyrkan og það virtist fara í skapið á mínum manni að ég skyldi ekki virka hræddur við hann.  Loks kom hann sér að efninu og spurði mig hvort ég hefði nokkurn tíma kosið í Bandarískum kosningum og þarmeð þóst vera Bandarískur ríkisborgari.  Þá var mér fyrst ljóst að ég væri í klandri og að ferðaáætlun mín myndi varla standast úr þessu.

Hvað kom til að ég kaus í Bandarísku forsetakosningunum?

florida-recount.jpgÞegar ég kom fyrst til Bandaríkjanna var Bill Clinton ennþá forseti og lífið var ljúft.  Ég hafði orðið vitni að mikilli hnignun Bandarísks samfélags næstu fjögur árin og stóð ekki á sama um hvert stefndi.  Íraksstríðið var í algleymingi og öfgasinnaðir kristnir hægrimenn háðu menningarstríð með tilheyrandi mannréttindabrotum.  Tilhugsunin um annað kjörtímabil George W. Bush var skelfileg.

Skólafélagar mínir voru virkir meðlimir í “College Democrats” og fengu mig til þess að taka þátt í sjálfboðastarfi fyrir forsetakosningarnar 2004.  Það leiddi meðal annars til þess að ég hitti og tók í spaðann á ekki ómerkari mönnum en Howard Dean, fyrrv. Ríkisstjóra Vermont, forsetaframbjóðenda   og síðar formanns Demókrataflokksins sem og Al Franken nýkjörinum Öldungardeildarþingmanni frá Minnesota.

Stuttu fyrir kosningarnar stungu kunningjar mínir upp á því að ég skyldi mæta á kjörstað og kjósa.  Þeir tjáðu mér að það eina sem ég þyrfti að gera væri að mæta með rafmagnsreikning til þess að sanna búsetu sem og einhver persónuskilríki með mynd.  Til þess dugði skólaskírteinið mitt.

Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri hægt – en svo las ég mér til um það á netinu að þessi galli á kosningakerfinu leiddi til þess að í hverjum kosningum kysu hundruðir þúsunda ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó sem og fjöldinn allur af látnu fólki.  Ennfremur kom fram að sjaldan kæmist upp um þá sem kjósa ólöglega og að nánast aldrei væri fólk ákært eða dæmt fyrir kosningasvindl.

i_voted2.jpgMér voru forsetakosningarnar árið 2000 enn í fersku minni sem og skandallinn í Flórída sem leiddi til þess að Bush gat stolið kosningunum.  Hann var að mínu mati ekki réttmætur forseti og það dró úr samviskubitinu yfir því að kjósa.  Ég taldi mér trú um að þeim væri nær að “bjóða upp á þetta” og að það væri m.a. þessu gallaða kosningakerfi að kenna að Bush væri nú forseti.  Ég vissi samt að það væri rangt af mér að mæta á kjörstað – en það var einhver skrítin samblanda af forvitni, spennufíkn, kæruleysi, prakkaraskap og öðrum tilfinningum sem ráku mig áfram.  Mig langaði til þess að komast að því hvort ég kæmist virkilega upp með þetta og hvort eftirlitið með kosningakerfinu væri virkilega svona lélegt.  Ennfremur báru tilfinningarnar mig ofurliði að því leiti að fyrr um daginn hafði ég mætt á kosningafund þar sem myndaðist gríðarleg stemmning.  Hvert einasta atkvæði gæti skipt sköpum um það hvort Bush yrði endurkjörinn og þarmeð var framtíð heimsbyggðarinnar að veði.  Ég lét glepjast í múgæsingnum, mætti á kjörstað með rafmagnsreikninginn minn og kaus John Kerry.  Heimskulegt já - en svo sannarlega áhugaverð upplifun.  Maður lifir ekki nema einu sinni.  Whistling

Kerry vann með yfirburðum í Minnesota en það dugði því miður skammt.

Þegar ég gekk út af kjörstað fékk ég forláta límmiða sem á stóð “I Voted” sem kjósendur áttu að bera á barmi til þess að minna aðra á að fara og kjósa.  Ég á þennan límmiða ennþá og hann er mér kær minjagripur um þá lífsreynslu sem þessi gjörningur átti eftir að valda. 

voter_registration_card.jpgTveim vikum eftir kosningarnar fékk ég svo bréf í pósti frá “Minnesota Secretary of State” þess efnis að ég væri nú skráður kjósandi í Sherburne sýslu og gæti því átt von á að vera kallaður fyrir kviðdóm (Jury duty).  Þetta þótti mér stórmerkilegt en jafnframt svolítið óþægilegt.

Svo leið og beið og ekkert gerðist fyrr en rétt fyrir “sveitarstjórnarkosningarnar” árið 2006.  Þá fékk ég óvænt símtal frá Skerfaranum í Sherburne sýslu og ég var spurður um hvort ég hefði kosið tveim árum fyrr.  Ég þorði ekki annað en að játa brot mitt fúslega og bjóst við hinu versta.  Samkvæmt lagabókstafnum hefði verið hægt að dæma mig í fangelsisvist.  Ég var gráti nær af iðrun í símanum og spurði Skerfarann ráða um hvort ég ætti að pakka niður og yfirgefa landið áður en mér yrði stungið í steininn.  Þá spurði hann mig hvern ég hefði kosið og eftir að ég sagðist hafa kosið Kerry varð hann ósköp kammó og sagði mér að hafa ekki miklar áhyggjur af þessu.  Ég skildi bara vera rólegur og klára námið.  Hann yrði að vísu að senda skýrslu til saksóknara en fullvissaði mig um að það væri ólíklegt að ég yrði kærður auk þess sem játning mín og samstarfsvilji myndi teljast mér til tekna.  Ég andaði því léttar og málið virtist úr sögunni.

voting.jpgEftir að hafa játað að hafa kosið tók við löng bið á flugvellinum á meðan þeir ráðfærðu sig um hvað skyldi gera við mig.  Þeir hringdu í Skerfarann í Sherburne sýslu og komust að því að málið hefði verið látið niður falla á sínum tíma.  Það var því loks ákveðið að ég yrði ekki ákærður enda var mér sagt að refsingin sem hefði getað beðið mín væri sennilega of hörð miðað við alvarleika brotsins.  Eftir sat þó að mér yrði ekki hleypt inn í landið heldur yrði ég sendur heim með næstu vél.  Ef ég vildi snúa aftur til Bandaríkjanna yrði ég að sækja um nýja vegabréfsáritun í Sendiráðinu og fá sérstaka undanþágu.  Ég hef því ekki verið gerður endanlega útlægur frá Bandaríkjunum en það er í sjálfu sér ekkert sjálfgefið að ég fái nýja vegabréfsáritun og ef ég þekki þá rétt mun það kosta mikið skrifræði og fyrirhöfn.

Þegar þarna var komið við sögu stóð eftir eitt vandamál.  Flugvélin var farin og ekki var von á annari Icelandair vél fyrr en tveimur dögum síðar.  Samkvæmt “standard procedure” átti því að ferja mig í St. Paul County Jail, klæða mig í appelsínugulan samfesting og láta mig dúsa þar og iðrast gjörða minna þar til hægt væri að senda mig heim.  Ég var myndaður í bak og fyrir og enn og aftur tóku þeir af mér fingraför, í þetta sinn með bleki á pappír.  Ég get eiginlega ekki lýst því hvernig mér leið á þessum tímapunkti.  Ég var farinn að undirbúa mig andlega undir að verða sendur í jailið og satt að segja þótti mér það hálf fyndið.  Ég sá fyrir mér auglýsingu fyrir þáttaröðina Fangavaktina.  Þetta var orðinn farsi.

pylsur.jpgLoks var mér tjáð að þetta væri “my lucky day” (einmitt það já!) því þeir hefðu ákveðið að þar sem það væri ólíklegt að ég reyndi að flýja, þá yrði mér sleppt inn í landið (paroled) gegn því skilyrði að ég gæfi mig fram fjórum tímum fyrir flug, tveim dögum síðar.  Ég varð hins vegar að skilja töskurnar mínar og ferðatölvuna eftir á flugvellinum og fékk bara að hafa með mér nærföt til skiptanna og tannburstann.  Loks var ég varaður við að láta mér ekki detta það í hug að mæta ekki á settum tíma því annars myndi téður landamæravörður persónulega sjá um að finna mig og þá fyrst væri ég í vondum málum!  Þvínæst þakkaði hann mér fyrir þolinmæðina og samstarfsviljann og gerðist svo biblíulegur og sagði “The Truth will set you free” (Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsan).  Ég verð að viðurkenna að mig langaði að sýna honum fingurinn...en sem betur fer tókst mér að halda aftur af mér.

Sá stutti tími sem ég hafði sem “frjáls maður” í Bandaríkjunum var skrítinn og fljótur að líða en mér tókst þó að sinna mínum helstu erindum, ganga frá dótinu mínu og svo átti ég mína “síðustu kvöldmáltíð” með mínum kæru vinum í St. Cloud.

acf3e41.jpgMér var sýnd fyllsta kurteisi á flugvellinum þegar ég gaf mig fram á tilsettum tíma en satt að segja var frekar óþægilegt að vera leiddur inn í flugvélina í lögreglufylgd eins og ótýndur glæpamaður fyrir framan alla hina farþegana.  Að lokum afhenti landamæravörðurinn yfirflugfreyjunni umslag sem innihélt vegabréfið mitt og öll málsgögn með þeim fyrirmælum að ég mætti fá umslagið þegar við værum komin inn í “alþjóðlega lofthelgi”.

Nú þegar heim er komið er ég varla búinn að átta mig á þessari skringilegu atburðarrás og ég veit eiginlega ekki hvort ég á að hlægja eða gráta.  Þetta er allavega lífsreynsla sem ég mun seint gleyma og maður hefur allavega frá áhugaverðri sögu að segja. Eftir að hafa eytt einum þriðja ævinnar í þessu “landi hinna frjálsu” þykir mér afar vænt um þessa kjána og ég vona svo sannarlega að ég eigi eftir að geta ferðast þangað aftur í framtíðinni.  Þó hef ég satt að segja ekki geð í mér til þess alveg á næstunni eftir þetta ævintýri.

god-bless-america_eagle-flag-liberty_925465.jpgMátti heldur ekki kjósa á Íslandi – Til gamans má geta að ég hef áður átt í vandræðum með forsetakosningar en mér var synjað um að fá að kjósa í mínum fyrstu kosningum á Íslandi á þeim forsendum að ég væri ekki Íslenskur ríkisborgari.  Sjá þá sögu hér. :-)


Rappandi flugþjónn hjá svalasta flugfélaginu

swa.jpgÞegar Herb Kelleher stofnaði fyrsta alvöru lággjaldaflugfélag heims í Dallas árið 1971 áttu fáir von á að Southwest Airlines ætti eftir að lifa lengur en Braniff, Pan-Am, TWA og nú NWA.  Ekki nóg með það heldur var Southwest eina flugfélagið í Bandaríkjunum sem skilaði hagnaði á síðasta ári.  Mörg flugfélög hafa reynt að herma eftir einstöku viðskipta-módeli Southwest (EasyJet, Ryan-Air, Jet-Blue, Sun-Country) en engu þeirra hefur þó tekist að herma eftir því sem í raun gerir Southwest frábrugðið öllum öðrum flugfélugum - léttleikanum um borð!

sw_gaytravel_logo_arc_4-07.jpgSouthwest hefur aldrei tekið sig mjög alvarlega (eins og sést í auglýsingum þeirra) og þeir markaðssetja sig sem "hip og cool" valmöguleika til höfuðs þurrkunntulegum íhaldssömum flugfélögum sem leggja meiri áherslu á "fágaða framkomu" heldur en að reyna að gera flugferðina sem ánægjulegasta.

Maður veit aldrei hverju maður á von á þegar maður stígur um borð í eina af 530 Boeing 737 vélum Southwest - flugmennirnir og flugfreyjur/þjónar eiga það til að reyta af sér brandara alla leiðina og viðmótið er afar létt og þægilegt.  Það hlakkar í mér núna því Southwest var að tilkynna að þeir ætla loksins að hefja þjónustu við Minneapolis og bjóða uppá hopp til Chicago fyrir aðeins $49. Smile

Endilega kíkið á þennan ágæta flugþjón bjóða farþega velkomna á sinn hátt.  Svolítið öðruvísi en hjá Icelandair! Wink

Flott auglýsing frá 1972 Heart


Oh Canada, eh!

arborg.jpgÞað eru virkilega skemmtileg tíðindi að hugsanlega er verið að opna leiðir fyrir Íslendinga til að setjast að í Kanada.  Manitoba er næsta fylki hér fyrir ofan mig í Minnesota og í hittifyrra tók ég mig til og keyrði norður til Winnipeg og Gimli þar sem ég hitti skemmtilegt fólk af íslenskum ættum og var boðið uppá íslenskar pönnukökur.

Winnipeg er skemmtileg borg sem hefur uppá allt að bjóða...menningu - stórborgarlíf.  Það sló mig að Kanada er svolítið skrítin blanda af Bandaríkjunum og Evrópu...Amerískt small town look en allar mælieiningar í metrakerfinu...maturinn bragðast öðruvísi...franskar útvarpsstöðvar...litlir bílar...svolítið wierd!

bifrost.jpgSvo verð ég að viðurkenna að það var mjög skrítin upplifun að keyra framhjá Husavik, Arborg og Bifrost...sjá gamla konu í Íslenskum þjóðbúning og tala íslensku við innfædda.  Og meira að segja landamæravörðurinn niður við Bandaríkin (um 200km fyrir sunnan Gimli) spurði mig hvort ég væri á leiðinni á Íslendingadaginn þegar hún sá passann minn.

husavik.jpgSvei mér þá ef ég væri ekki til í að flytja til Winnipeg þegar dvalarleyfið hér tekur enda...þokkalegur flug-iðnaður þar og stór flugvöllur...Boeing verksmiðja hvað þá heldur.  Tékka á þessu.

viking.jpgwinnipeg2.jpgfirefighter2.jpg

manitoba.jpg winnipeg.jpg


mbl.is Íslendingar á leið til Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama visits Lincoln Memorial and munches on a chili-dog

chili dogBarack Obama yesterday broke his silence regarding the situation in Gaza and pledged his unvawering commitment to work for peace in the region from Day One of his presidency.  He has proven able to talk the talk...the question is, will he walk the walk?

Meanwhile, he took his family to visit the Lincoln Memorial last night after enjoying a nice quarter pound Chili-cheese dog at a Washington fast food joint.  Abe Lincoln of course is Obama's favorite president and the two have a lot in common.  Obama served as a Senator representing the "Lincoln State" of Illinois and announced his run for the presidency on the steps of the Illinois State Capitol in Springfield, where Abe served as well.  Lets just hope that Obama's legacy will be equally impressive and that he avoids the tragic fate of Abe, who as we all remember, was assassinated at the Ford's Theater in Washington, by confederate sympathizer John Wilkes Booth.  Did I mention that Abe rejected organized religion, fought to end slavery and that there is considerable evidence suggesting he was America's first gay president! Tounge  Seriously - check out this NY Times article if ya don't believe me!

Bobby og LincolnOn a personal note, I must say I love chili-dogs!  And...it's quite a strange feeling to see pictures of Obama at the Lincoln Memorial just a few weeks after I was there myself, taking in the sights. Smile  Pretty damn cool.  Which reminds me...I've uploaded a bunch of pictures from my recent trip to D.C. online for your viewing pleasure (click here to access my photo album).

Bobby in WashingtonI still have hope in Obama...even though he plans to say "so help me God" during his inauguration and that he plans to use Lincoln's Bible for the swearing in...AND...most disturbingly...that he plans to invite fundamentalist pastor Rick Warren to perform the invocation.  If he stays true to his promises once in office...I'm willing to look past all that...for now.

Oh and here are some videos from my D.C. trip and also from when I went to see Obama in St. Paul last summer...some of my "awesomest" memories from last year! Smile


mbl.is Obama fékk sér chilipylsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vídeó frá flakkinu til Washington

Þá erum við félagarnir (við Alan Smithee myndatökumaður a.k.a. Skarphéðinn góðvinur minn og nágranni LoL) komnir heim í sveitina eftir vel heppnað road-trip til höfuðborgarinnar og samtals 38 klukkustundir á keyrslu (ca. 2500 mílur).  Auðvitað þýddi ekkert annað en klippa strax saman smá brot af ferðalaginu og skella á youtube, for your viewing pleasure.  (Ath. Mæli eindregið með að þið tvísmellið á myndböndin og farið inn á youtube síðuna og veljið "Watch in High Quality")

Og svona leit bíltúrinn út (38 tímar skornir niður í 10 mínútur) með undirleik Blues Brothers.

Og að lokum svipmyndir frá Smithsonian National Air & Space Museum.


Washington DC

Það gengur allt samkvæmt áætlun hér í Washington.  Maður getur varla staðið í lappirnar lengur sökum harðsperra, en ætli manni hafi nú nokkuð veitt af hreyfingunni.  Var búinn að lofa nokkrum myndum og get ekki svikist undan því.  Takið eftir sviðinu sem verið er að reysa á tröppum þinghússins en þar mum Obama verða svarinn inn þann 20. janúar næstkomandi.

cap

 bamaunionstationwashmemwhousebertihotelwindow


Mættur til D.C.

bertiwhouseÞá er maður kominn til höfuðborgar "hins frjálsa heims" þar sem kennir ýmissa grasa á hverju götuhorni.  Gisti rétt við Dupont Circle, um það bil átta blocks norður af Hvíta Húsinu.  Rakst reyndar á W. sjálfan núna áðan...eða a.m.k. einhvern í familíunni...en ég var í mesta sakleysi að ganga framhjá hliðinu á 1600 Pennsylvania Avenue þegar út kemur bílalest all svakaleg...10 mótorhjólalöggur, þrír svartir Cadillac limmar og þrír svartir Suburban jeppar á fleygiferð.  Hér er alls staðar verið að selja varning tengdan Obama, svo sem boli, húfur og þess háttar...en ég hef hvergi séð bol með mynd af aumingja Bush...það er sjálfsagt ekki tekið út með sældinni að vera Lame Duck.

Svo er það sendiráðið á morgun og svo á að kíkja á Capitolið og Supreme Court...já og Smithsonian söfnin...og allt.  Dembi kannski inn einhverjum myndum annað kvöld.

berticapital


Úti að aka - yfir hálfa Ameríku and back

Þakkargjörðar kalkúnninn verður étinn í Washington D.C. þetta árið.  Vegna vegabréfs-vesens neyðist ég til að gera mér ferð í íslenska sendiráðið í höfuðstaðnum.  Þar sem flugvélar eru allar meira og minna uppbókaðar á þessum tíma og fargjöld himinhá var ákveðið að keyra bara, enda bensínið komið niður í $1.69.  Aðra eins vitleysu hefur maður svosem lagt út í en vegalengdin frá Minnesota til D.C. og aftur til baka er um 3760 kílómetrar...sem samsvarar um þremur hringjum í kringum Ísland!  Planið er að ferðalagið taki eina viku með 3-4 daga stoppi í Washington.  Piece of cake.

on the road againEf ekkert heyrist frá mér næstu daga þá sit ég sennilega fastur í snjóskafli einhversstaðar í Appalachia fjöllunum...en veðurspáin er freker leiðinleg fyrir þann hluta leiðarinnar...heavy "Lake Effect" snjókoma frá Ohio og í gegnum Pennsylvaniu...þannig að þetta gæti orðið áhugavert ævintýri.  Pouty  

Svo skemmtilega vill til að í síðasta mánuði voru liðin nákvæmlega 10 ár frá minni fyrstu og einu heimsókn til Washington D.C. og var það sömuleiðis fyrsta ferð mín til Bandaríkjanna.  Það verður áhugavert að sjá hvort eitthvað hafi breyst þar í forsetatíð W.  Ætli ég noti ekki tækifærið og kíki á nokkur söfn og minnisvarða fyrst maður verður þarna á annað borð.

Kannski læt ég vita af mér annað slagið þegar ég kemst í netsamband á leiðinni en ég legg í hann snemma í fyrramálið og ætla mér keyra sem leið liggur í gegnum Wisconsin og Illinois, framhjá Chicago og áætla að gista í South Bend, Indiana fyrstu nóttina.  Svo held ég áfram í gegnum Ohio með viðkomu í Cleveland og þaðan inn í Pennsylvaniu og stefni á að gista í Pittsburgh.  Þaðan er svo ekki nema 4-5 tíma keyrsla inn í Maryland og til D.C. þar sem ég vonast til að vera mættur seinni partinn á þriðjudaginn.  

Wish me luck! Smile


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband