PATCO

patco_logo_971053.pngFlugumferðarstjórar muna sjálfsagt flestir eftir því hvað gerðist þegar kollegar þeirra í bandaríkjunum fóru í verkfall.  Það var árið 1981 að stéttarfélag þeirra PATCO (Professional Air Traffic Controllers Organization) boðaði ólöglegt verkfall (alríkis-starfsmenn höfðu ekki verkfallsrétt) og Ronald Reagan brást við með að reka hvern einasta flugumferðastjóra úr starfi sem ekki mætti í vinnuna - alls rúmlega 11 þúsund flugumferðarstjóra.  Auk þess setti Reagan lög þess efnis að þessir fyrrverandi flugumferðarstjórar fengju aldrei vinnu hjá ríkinu.

Á meðan ný kynslóð flugumferðastjóra var þjálfuð upp tók herinn að sér að sinna flugumferð í bandaríkjunum.   

Það er áhugavert að vinstri-stjórn á Íslandi skuli í dag brjóta á rétti fólks til kjarabaráttu með næstum því álíka hörku og Ronald Reagan gerði forðum!  


mbl.is „Enginn samningsvilji“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýnir bara hvers kyns "velferðarstjórn" var kosin.

Ekki það að ég finni til með flugumferðarstjórum eins og er, þeir hafa mannsæmandi laun. Punktur.

Tómas (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 19:38

2 Smámynd: Kristján Haukur Magnússon

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ríkisstjórn á Íslandi myndi setja lög á verkfall. Þar sem það kemur ekki fram hvað flugumferðastjórar eru að biðja um miklar kjarabætur þá á ég bágt með að meta og vega hvor aðillinn er ósanngjarn. Ekki má gleyma keðjubundnum áhrifum, ef ein stétt heimtar og fær 10%, þá vilja allar hinar 10%, nær sama hvað hver er með í laun.

Kristján Haukur Magnússon, 16.3.2010 kl. 20:23

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Flugumferðastjórar eru ekki í öfundverðu stöðu.Þar sem að liggur fyrir,að ef þeir hyggast nota verkfallsrétt sinn,verði sett lög á verkfallið.

 Sjómenn þekkja þetta,á eigin raun,ekki einu sinni heldur oft.Þá hefur verið sett lög á samninga,þangið að sjómenn hafa starfað að lögum,með laun sem LÍÚ áhvað hverju sinni.

Annars verður það spurning.Hvort lög verða sett á verkfall flugumferðastjóranna eða lög á samninga þeirra.Þeir verða að gera,það upp við sig,hvort þeir fari í verkfall og láti setja lög á það,sem þyrfti einnig að setja lög á samninga þeirra,með að launanefnd gangi í málið og meti kröfur þeirra.

Mín persónulega skoðun,er sú að allar launakröfur á þessum tíma,fer illa í alþjóð,sem þarf ekki að skýra nánar.

Ingvi Rúnar Einarsson, 16.3.2010 kl. 20:37

4 identicon

Róbert aðeins til að hressa uppá þetta hjá þér þá var PATCO endurreist árið 1988 þar sem mikill skortur var orðinn á flugumferðarstjórum í USA með það fyrir augum að endurráða sem flesta þeirra sem Regan rak.  Þetta gerðu þeir með loforði um að félagið myndi ávallt virða alríkislög og að þeir myndu aldrei aftur fara í ólöglegt verkfall.  En verkfallið þeirra sem varð til þess að þeir voru reknir var einmitt ÓLÖGLEGT!!  Þetta tókst ekki betur en svo að innan við 800 stóttust eftir að koma til baka til starfa!

Í dag er staðan þannig að næstum helmingur flugumferðarstjóra í USA fer á eftirlaun næstu 10 árin.  Það er tilkomið af því að þar fá flugumferðarstjórar ekki að starfa við flugumferðarstjórn eftir að 56 ára aldri er náð.  Þeir mega vinna sem varðstjórar, svæðisstjórar, kennarar eða hvað sem er en bara EKKI starfa beint við flugumferðarstjórn.  Þannig hefur verið mjög mikil pressa á þá sem starfa að framlengja ráðningarsamninginn sinn en þeir eiga rétt á að fara á FULL eftirlaun eftir 20 ára starf miðað við að hafa náð 50 ára aldri eða eftir 25ára starf hvenær sem er.  Þ.a. sá sem byrjar 20 ára má fara á eftirlaun 45 ára og þekki ég einn sem gerði það og fór að læra lögfræði og er í dag rúmlega 60 ára starfandi lögfræðingur í New Jersey.

Þetta hefur gert það að verkum að þó svo allir flugumferðarstjórar hersins verði fluttir í borgaralegakerfið og nýþjálfun sett á fullt þá mun aldrei takast að manna þessar næstum 12þús stöður sem þarf að manna á næstu 10 árum.  Því verða bandaríkjamenn að fara að ráða útlendinga til vinnu og gangi þeim vel við það því það er viðvarandi skortur á flugumferðarstjórum um allan heim og þeir bandarísku eru ekki hæstlaunuðustu flugumferðarstjórarnir í hinum vestræna heimi!

Matti (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband