Viðstaddur mótmælin í Hong Kong

Þar sem ég var staddur nálægt Victoria Park í Central hverfinu í Hong Kong í dag - komsDSC_0272t ég ekki hjá því að verða var við mannfjöldann sem ýmist fagnaði eða mótmælti stjórnvöldum Kínverja.  Þrátt fyrir að manni sýnist að lífskjör hér séu almennt mjög góð og hár lifistandard sé áberandi í þessari Mekka Kapítalismans í Asíu - er augljóst að margir eru ekki sáttir við sí-aukin áhrif kommanna í Beijing.  Þrátt fyrir að Hong Kong sé sjálfstjórnar-svæði hafa menn áhyggjur af versnandi mannréttindum - svo sem málfrelsi og ritskoðunum.  Eins eru íbúar uggandi yfir þróun fasteignaverðs sem gerir venjulegu fólki nánast útilokað að búa í Hong Kong og margt efnaminna fólk hefur þurft að flytja yfir til Kína þar sem lífsskilyrði hafa verið mun lakari.  Þess má geta að í Hong Kong búa 7 milljónir manns á svæði sem telur um eitt þúsund ferkílómetra (1% af landmassa Íslands).  Það þýðir um 7000 manns á ferkílómeter - en til samanburðar eru heilir 3 íbúar á ferkílómeter á Íslandi.  Það skal því engan undra að þeir byggja þétt og byggja hátt!

Í gærkvöldi gekk ég um höfnina í Kowloon og virti fyrir mér ljósa-showið "Symphony of Lights" en þá eru skýjakljúfarnir baðaðir í ljósum sem er vægast sagt tignarlegt ásýndar.  Vikudvöl mín hér hefur verið ógleymanleg í þessari ótrúlega kraftmiklu borg.  Frábærar almenningssamgöngur, hreinlæti og vingjarnlegt fólk einkennir borgina.  Á morgun tekur svo við löng heimferð með viðkomu í Ryadh, Sádí Arabíu og Brussel - tilvonandi höfuðborg okkar! Wink


mbl.is Fagnað og mótmælt í Hong Kong
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Góa ferð.

En Brussel verður aldrei höfuðborg eða Háborg Íslands !

Brussel veldið er einstreymisloki ólýðræðisins !

Gunnlaugur I., 1.7.2011 kl. 17:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa frásögn og að færa okkur fréttir almennings frá þessum fjarlæga stað.  Það er gaman að heyra beint frá býli það sem venjulegt fólk upplifir í útlöndum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2011 kl. 08:40

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gaman að því hvað Asíubúar eru svakalega tacky. Þessi tónlist er náttúrlega out of this world í því samhengi. Sjóið flott annars. Svona megaútgáfa af Jólaljósasjóum í ameríku.

Má ég heldur biðja um Jólatónlistina en þetta cheap skemmtaraglimmer. Ég meikaði þetta inn í helmig og þá þurfti ég að fá mér parasetamol. hehehe.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 10:20

4 identicon

Hérna leifi ég mér að grípa inn, og benda þér á andstæðurnar í því sem þú telur vera satt og rétt.

Fyrir það fyrsta, þá eru Kínverjar í sífellu að flytja yfir til Hong Kong, af mörgum ástæðum.  Og þetta veldur miklum óróa.  Íbúðar verð í Hong Kong, er sama og hér á vesturlöndum, enda hefur fram að þessu, lífsskilyrði þar verið svipuð.  Nú vilja menn fá "lækkaðan" íbúðarkostnað eins og er í Kína.  Sem alls ekki er svo lár, eins og þú heldur.  Ef Hong Kong búi ætti að leigja íbúð á 3000 RMB á mánuði, þá væri það lágt.  En fyrir Kínverja, sem þéna kanski 1000 RMB á mánuði, er það okur verð.

Hér ertu með tvö ólík viðmið.  Ef Kína, lækkar kostnað á íbúðum í Hong Kong, mun verða "flótti" frá Kína in í Hong Kong.  Og afleiðingarnar verða að lifnaðarkostnaður verður að minnka.  Með öðrum orðum, Hong Kong, inlimas í Kína.

Aðrar afleiðingar verða af þessu, og sú afleiðing er að "hagnaður" Kína á framleiðslu sinni, mun detta niður um helming.  Í dag, fer stór hluti vara frá Kína, í gegnum Hong Kong.  Þar á mun hærra verði, en í restinni af Kína.  þetta þýðir stór hagnaður fyrir þá ... tapast þetta, tapast einnig hluti tekna þeirra.  Og, hluti af því "sambandi" sem til er við umheiminn, sem er að miklu leiti í gegnum Hong Kong.  Margir í Peking, vilja að Shanghai verði "verzlunarmiðstöðinn" þeirra, en sú ósk ... þýðir einnig tap.  Því hvað haldið þið að gerist, ef Hong Kong búar fái nasaþef að því að Peking vilji inlima algerlega Hong Kong? 

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 12:04

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Zaraþústra hefur mælt.:D

Ekki þar fyrir að ég skilji bofs af því frekar en venjulega, en hann hefur mælt.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 12:21

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 12:38

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bjarne hefur verið í Kína og er því sérfræðingur og þarf að koma því að.

Hér er hann í klæðum innfæddra við tölvuna sína.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 12:43

8 Smámynd: Sigurður Antonsson

Gaman að fá pistill frá Hong Kong og Saudí. Lítið hefur breyst í Hong Kong síðan ég kom þarna fyrst fyrir 20 árum. Ákaflega brezk borg með tveggja hæða strætisvögnum, finum samgöngum og skólum. Veitingastaðir með úrvals þjónustu, góðan mat og grænmeti. Te og hrísgrjón ná æðra veldi í matreiðslu Kínverja. Ferðamaðurinn sér þó ekki allar breytingarnar og því er áhugavert að fá innlegg eins og Bjarna. Gef ekki mikið fyrir ljós næturgalans frekar en ég kunni að meta ofurlæti frá kínversku rakettunum hér á gamlárskvöld. Lífskjör virðast svipuð í Bretlandi og Hong Kong sem hefur verið dótabúð fyrir Vesturlandabúa. Hið þéttbýla svæði frá Shenzhen til Guangzhou ( um 30 milljónir ) er í mikilli sókn hvað varðar vestræna lifnaðarhætti. Eins og þú bendir á er fólksfjöldinn gífurlegur og segir okkur mikið um sérstöðu okkar. Hong Kongbúar sækja margir hverjir æðri menntun til Oxfordháskóla. Sýnir okkur hve heimurinn skreppur saman. Í meira en 70 ár hafa margir spáð kínverskri "innrás" á Vesturlönd og gert grín að hrísgrjónaáti þeirra. Veruleikinn er allt annar og enn hafa kínverskir veitingamenn ekki fengið að sýna listir sínar nema í litlum mæli á Íslandi.

Sigurður Antonsson, 8.7.2011 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.