Loksins snjór

Af svölunumÞað hlaut að koma að því...það hefur ekki snjóað mikið það sem af er vetri í Minnesota.  Það er búið að vera kalt og þurrt í allan vetur og úrkoman langt undir meðalári.  En loksins gefst færi á að búa til snjókarl og moka af svölunum. 

Mikið er ég annars feginn núna að vera með upphitaðan bílskúr með sjálfvirkum hurðaopnara.  Lúxus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gæti verið mynd ú Æsufellinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2007 kl. 03:25

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Margt er líkt í Súdan og Grímsnesinu sagði skáldið     Já, þessar blokkir gætu alveg verið í fellahverfinu.  Kaninn er annars ekki hrifinn af íbúðarblokkum...það eru bara kommúnistar, námsmenn og fátæklingar sem deila húsarkynnum.  En ég er bara sáttur...90 fermetrar, stutt í skólann og leigan ekki nema $570 á mánuði (ca. 37 þús. kr.)...maður fær víst ekki merkilega kitru í Reykjavík fyrir slíka upphæð í dag. 

Róbert Björnsson, 28.2.2007 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband