Kristna íhaldinu úthýst í Lúxemborg – frjálslynd miđju-vinstristjórn tekur viđ – samkynhneigđur forsćtisráđherra!

 

Luxembourg_Lion

Undur og stórmerki eru ađ eiga sér stađ hér í Stórhertogadćminu Lúxemborg.  Eftir nýafstađnar kosningar er útlit fyrir ađ samsteypustjórn ţriggja flokka muni binda endi á valdatíma Kristilegra demókrata sem hafa leitt allar ríkisstjórnir landsins frá lokum Seinni heimsstyrjaldar ađ undanskildu einu kjörtímabili.  Leiđtogi Kristilegra, Jean-Claude Junker, hefur gegnt forsćtisráđherra-embćttinu í heil 18 ár en nú virđist komiđ ađ leiđarenda hjá “ţeim gamla” sem líklega hverfur á braut til Brussel.

 

Í Lúxemborg er kosiđ um 60 ţingsćti og er kjörtímabiliđ 5 ár.  Allir ríkisborgarar eru skyldugir til ađ kjósa ađ viđurlögđum fjársektum.  Úrslit kosninganna fóru á ţann veg ađ Kristilegir fengu 33.7% atkvćđa og 23 ţingsćti (töpuđu ţremur) – Sósíalistar (LSAP) fengu rúm 20% atkvćđa og héldu sínum 13 ţingmönnum, Frjálslyndir (Democratic Partei) unnu mest á í kosningunum og fengu rúm 18% og sömuleiđis 13 ţingsćti.  Loks náđu Grćningjar 6 ţingsćtum en töpuđu einu.  Píratar buđu sig fram í fyrsta skipti en náđu ekki inn á ţing međ einungis 3.7% atkvćđa.

 

20121021

Forsćtisráđherra-efni nýju samsteypustjórnarinnar er Xavier Bettel – fertugur formađur Frjálslyndra og núverandi borgarstjóri Lúxemborgar-City.  Hann hefur ţótt farsćll borgarstjóri og nýtur vinsćlda međal yngri kynslóđa.  Athygli vekur í ţessu litla kaţólska ríki ađ forsćtisráđherra-efniđ er samkynhneigđur og í sambúđ međ lífsförunaut sínum en hér eru lagaleg réttindi samkynhneigđra töluvert á eftir ţví sem áunnist hefur í nágrannaríkjunum.  Svo skemmtilega vill til ađ forsćtisráđherra nágranna okkar í Belgíu, Elio Di Rupo er sömuleiđis hýr og verđur Xavier ţriđji hýri ţjóđarleiđtogi heims á eftir Jóku okkar og Di Rupo.

 

Nýrrar ríkisstjórnar bíđa ýmis brýn verkefni og nútímavćđing eftir áratuga stjórn íhaldsins.  Til ađ mynda er búist viđ ađ ráđist verđi í ađskilnađ ríkis og kirkju nú ţegar krumlur Kristilegra hafa loks veriđ hraktar af stjórnartaumunum.  Sjá meira á fréttavef Luxemburger Wort:  www.wort.lu/en

 

Ađ öđru leiti er allt gott ađ frétta úr ESB sćlunni í Mósel-dalnum og vínuppskeran lofar góđu. Launţegar í Lúxemborg eru sáttir međ hina árlegu leiđréttingu á laununum okkar samkvćmt blessađri verđtryggingunni sem skilar okkur 2.5% meira í vasan nú um mánađarmótin í takt viđ verđbólguna. :)  Ekkert ströggl og vesen... bara sólskin og 22°C í dag...og best af öllu...engin *$!#%&* Vigdís Hauks í sjónvarpinu!  Joyful

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Gay party?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.10.2013 kl. 08:37

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Jamm ţađ verđa örugglega mjög "lekker" kvöldverđarbođ í höllinni ţegar Belgarnir koma í heimsókn.

Róbert Björnsson, 23.10.2013 kl. 11:19

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

.....Og ekkert í-hald.

Helga Kristjánsdóttir, 23.10.2013 kl. 12:53

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki er ţetta gćfulegt, ef ţví fylgir bylting í löggjöf eins og hér.

En hvađ er ţetta "Lúxemborg-City"?!

Jón Valur Jensson, 23.10.2013 kl. 13:01

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Veraldarhyggjan er víđa í uppgangi, en mikil stođ í kristnu flokkunum gegn ţeirri afkristnun og afhelgun sem ţví fylgir á ýmsum siđum. Kristilegir demókratar eru enn međ langstćrsta flokkinn í Lúxemborg, en ţví miđur dugđi ţađ ekki til.

Jón Valur Jensson, 23.10.2013 kl. 13:04

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, heimur versnandi fer Jón minn!  Viđ hćttum auđvitađ ekki fyrr en Clervaux klaustrinu hans Kiljans verđur breytt í homma-diskótek.  

Róbert Björnsson, 23.10.2013 kl. 17:13

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ađ ţú skulir geta talađ svona. En ţetta liggur sennilega nćrri hugsun ykkar. Fćstum gezt ađ ţví.

Jón Valur Jensson, 24.10.2013 kl. 09:52

8 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, ađ ég skuli geta talađ svona... og gantast međ hluti sem eru sumu fólki heilagir.  Ég var samt ađ vona ađ ţú gćtir hlegiđ ađ ţessu međ mér í stađ ţess ađ móđgast. 

Hvort mörgum geđjist hugsanir mínar og kaldhćđinn húmor veit ég svosem ekki enda er ţađ aukaatriđi... en ţó býst ég viđ ađ fleiri íslendingar séu nćr mér í hugsun en ţér ţegar kemur ađ afstöđu til trúmála og stöđu samkynhneigđra í samfélaginu.  En ég dáist ţó á vissan hátt ađ úthaldi ţínu í baráttunni og hef alltaf haft ákveđinn húmor fyrir ţér - enda getur ţú veriđ bráđskemmtilegur penni!

En af ţví ađ ţú undrast á ţví hvernig ég get talađ svona... ţá finnst mér ţađ satt ađ segja koma úr hörđustu átt.  Ég hef nefnilega ansi oft velt ţví sama fyrir mér varđandi ţín skrif...ekki ţađ ađ ég taki ţau mjög alvarlega (ţó svo ţér sé sennilega yfirleitt full alvara)...en margar viđkvćmari sálir túlka skrif ţín sem ákaflega sćrandi og niđurlćgjandi.  Ţađ getur ţó varla veriđ ćtlunin hjá ţér enda vćri slíkt varla í anda Krists, eđa hvađ?

En hvernig er ţađ... er ég enn í straffi á kommentakerfinu ţínu eftir hiđ meinta guđlast áriđ 2008 eđa 2009?  Ekki ţađ ađ ţađ trufli mig mikiđ ţar sem ég ćtti auđvitađ ekki ađ eyđa tíma mínum í ađ stríđa heiđvirđu fólki međ háđsglósum hvort sem er, ţó svo ég hafi nú haft svolítiđ gaman ađ ţví ađ ćsa ţig upp á sínum tíma...ţó ekki illa meint.   En ţađ er ţó svolítiđ sérstakt ađ ţér finnst allt í lagi ađ eiga samskipti viđ "bannfćrt fólk" á ţeirra eigin síđum en ekki ţinni.  Hafđu ţađ samt eins og ţú vilt Jón - ţér er velkomiđ eins og öđrum ađ kommenta hér enda set ég enga skilmála og skemmtilegast ţykir mér ađ heyra í fólki sem er á öndverđum skođunum viđ mig...ţađ lífgar stundum uppá tilveruna. 

Róbert Björnsson, 24.10.2013 kl. 13:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.