Flugkappinn Robert Svendsen

Áriđ 1910 fćddist drengur í útjađri Álaborgar á Jótlandi.  Foreldrar hans, Johanna og Marius Jensen skraddarameistari, ákváđu ađ skíra barniđ í höfuđiđ á einum umtalađasta töffara Danmerkur á ţessum tíma - flugkappanum Robert Svendsen. 

100613 R Svendsen cert. nr. 1

Robert ţessi hafđi fyrr um sumariđ flogiđ fyrstur manna yfir Eyrarsundiđ frá Amager í Köbenhavn til Malmö á Skáni.  Ţá var hann sömuleiđis fyrsti norđurlandabúinn til ţess ađ ljúka flugnámi (hér skammt frá í Reims í Frakklandi) og fékk úthlutađ flugskírteini nr. 1 í danmörku.  Robert var sömuleiđis mikill bílaáhugamađur og einn fyrsti danski motorsport-ökuţórinn og sigurvegari dönsku Grand-Prix keppninnar áriđ 1913.

Hinn ungi nafni hans, Robert Jensen afi minn, var líkt flugkappanum haldinn ćvintýraţrá og sigldi áriđ 1935 til útnára danska konungsríkisins og settist ađ viđ bakka Ölfusár á Selfossi, hvar hann starfađi sem mjólkurfrćđingur í Mjólkurbúi Flóamanna. 

Ekki er útilokađ ađ ég hafi erft ćvintýraţránna og löngunina til ađ sjá heiminn frá afa gamla.  Flugdellan er svo hugsanlega arfgengur andskoti líka, a.m.k. hljóta langafi/langamma ađ hafa heillast af afrekum Svendsens fyrst ţau kusu ađ nefna son sinn í höfuđiđ á kappanum. 

RSbig

Hvađ sem ţví líđur man ég hversu uppnuminn ég var er ég stóđ, sennilega 7 eđa 8 ára, fyrir framan flugvél nafna míns í tćknisafninu í Helsingör og pabbi sagđi mér söguna af nafnagiftinni.   

UBbig 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband