Ofurhetjur og bæjarfífl

St. Cloud SupermanFátt er Amerískara en ofurhetjur sem hvað eftir annað bjarga heiminum (eða að minnsta kosti Bandaríkjunum) frá glötun með einstaklingsframtakinu einu saman þótt þær eigi jafnan við ofurefli að etja.  Með óbilandi hugrekki sigrast þær á glæpónum, kommum og guðleysingjum og sjá til þess að réttlætið, frelsið og Amerísk gildi séu ætíð varin.
Allar betri borgir eiga sína hetju, svo sem Gotham, Smallville og Metropolis.

Ég er svo heppinn að eiga heima í borg sem á sína eigin ofurhetju sem birtist jafnan á vorin eins og Lóan og berst gegn illum öflum á sinn sérstaka hátt.  Á veturna heitir hann John Fillah og vinnur sem verkamaður.  John er rúmlega fertugur, yfir 190 á hæð og um 130 kg.  Sagan segir að hann sé fyrrverandi landgönguliði (US Marine) sem barðist í flóabardaga I.
Á sumrin birtist hann svo sem "St. Cloud Superman".  Hann stendur allan daginn á fjölförnum gatnamótum víðs vegar um bæinn, íklæddur súperman-búning, með stóran Amerískan fána og stereógræjur sem hann notar til að spila Súperman lagið og önnur ættjarðarlög.  Hann veifar til allra bílanna sem keyra framhjá og uppsker að launum annaðhvort létt flaut eða miðfingurinn.  Hann býður svo vegfarendum uppá að taka mynd af sér með honum gegn $5 gjaldi.

superman6Aðspurður í útvarpsviðtali hjá Minnesota Public Radio sagðist hann hafa byrjað á þessu eftir 11. september 2001 vegna þess að... "I'd say my first purpose is to represent truth, justice, and the American way, which is what Superman basically stands for. And because of the terrorist attack and because of all the corruption in our society and so forth, I think that it's very important that we revitalize that image, and I think it's very important that we all unite, all Americans who love justice and truth."

Ekki eru allir þó jafn ánægðir með St. Cloud Superman.  Hann á það víst til að brjúka kjaft við vegfarendur sem gera grín að honum og hefur margsinnis verið kærður fyrir kynferðislegt áreiti.  Lögreglan hefur margsinnis þurft að hafa afskipti af honum fyrir "disorderly conduct" og "civil disturbance".  Þá hefur Dairy Queen skyndibitastaðurinn fengið úrskurðað lögbann á hann og má hann ekki standa á gatnamótum Division Street og 25th Avenue því hann ónáðar og fælir frá viðskiptavinina.

Hvað svo sem því líður er alltaf gaman að sjá að hann sé kominn á kreik, því það táknar jú að það er komið vor.  Svona furðufuglar lífga líka alltaf svolítið uppá tilveruna og hversdagsleikann.

Að lokum er hér smá vídeó frá St. Cloud...enginn Superman sjáanlegur samt.  Tounge 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man reyndar svosem alveg eftir honum síðan allavega 1999 ... þannig að hann er búinn að hanga á götuhornunum ansi lengi. Alveg rétt er það ... hann er eins og lóan ... snautlegt er það vorið án hans.

Ofurliði Borinvetrar (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 06:45

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Var hann ekki bara Clark Kent í þá daga kæri nágranni?    Nei, annars ég man eftir að hafa séð gamlar myndir af honum frá the 90´s... þeir hafa eitthvað ruglast þarna á MPR.

Róbert Björnsson, 29.3.2007 kl. 07:34

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm...það er ekki tekið út með sældinni að vera á skjön, jafnvel þótt það sé vel meint.  Er ekki til term yfir allar athafnir í lögum þessarar lýðræðisparadísar?

Í heimabæ mínum, var einn sem var kallaður Vorboðinn Ljúfi.  Sá krúnurakaði sig og keypti sér v.s.o.p. flösku í fallbyssukerru og dró hana umallan bæ, alveg sótfullur.   Svo var hann hinn prúðasti þess á milli.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2007 kl. 11:56

4 Smámynd: Kolla

Híhí.

Góða helgi 

Kolla, 31.3.2007 kl. 12:42

5 identicon

Ætli það sé eitthvað lögmál að vorboðar séu fleygir? Eða því sem næst fleygir... 

Ingi Björn (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband