Busy World

Þessi færsla er nú bara rétt til að sýna smá lífsmark.  Það hefur ekki gefist tími til bloggerís undanfarið og má búast við svipuðu ástandi næstu 2-3 vikurnar. 

Í gær skrapp ég upp til Duluth í roki og rigningu.  Eins og þessi ágæta borg við Lake Superior getur verið skemmtileg að sumri til, getur verið ansi ömurlegt að koma þarna á öðrum árstímum.  Þó vorið sé loksins komið víðast hvar hér í Minnesota þá er ekki hægt að segja að það hafi verið vorlegt um að litast í Duluth í gær.  Ég fór úr 22 stiga hita í St. Cloud en 200km norðar í Duluth var hitinn kominn niður í 7 gráður og höfnin var ennþá full af íshrönglum.  Það lá þykk þoka yfir borginni sem gerði andrúmsloftið verulega drungalegt og maður hafði það helst á tilfynningunni að maður væri staddur einhversstaðar í Síberíu eða Murmansk enda mikið um gömul og niðurnídd hús og verksmiðjubyggingar sem ekki bæta ásýnd staðarins.  Duluth ber líka þann vafasama heiður að vera næst kaldasta byggða ból í Bandaríkjunum (á eftir International Falls, Minnesota).  Meðal-hitastig yfir árið er heilar 3.9°C.   Stórskemmtilegur staður samt sem áður, með ríka sögu og alltaf gaman að koma í heimsókn.  Líka gríðarlega fallegt upp með norðurströnd Lake Superior og gaman að skoða gamla vitann við Grand Marais. 

Í fyrra heimsótti ég Cirrus flugvélaverksmiðjuna í Duluth og kynnti mér framleiðsluna, sem var mjög áhugavert.  Cirrus framleiða vinsælar litlar einkaflugvélar sem eru tæknilega mjög skemmtilega hannaðar.  Þær eru búnar til úr koltrefjaplasti, hafa fullkomið "glass cockpit" og eru meira að segja útbúnar sérstakri fallhlíf sem hægt er að nota í neyð til að láta flugvélina alla svífa létt til jarðar í neyð.  Í Duluth er líka haldin flott flugsýning á hverju ári og í fyrra mætti Thunderbirds sýningarliðið frá flughernum.  Þeir bregðast aldrei þó mér finnist persónulega Blue Angels frá sjóhernum bjóða upp á flottari sýningar.

Chicago skylineÞað verður meira flakk á mér næstu daga því ég mun að öllum líkindum skreppa til Chicago á morgun.  Það verður stutt stopp en samt alltaf gaman að koma til The Windy City.  Ein af mínum uppáhalds borgum þar sem blúsinn ómar á hverju götuhorni.  Cool   Ómissandi að fá sér Deep Dish Pizzu á Giordano´s og kíkja í ghettóið við North Halsted Street.  Joyful

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Þú ert þá væntanlega búinn að tryggja þér miða á leikinn á morgun!!! :)

Íþróttir á blog.is, 23.4.2007 kl. 14:44

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehehe...efast um að ég komist á leikinn, hann var ekki erindið, en það væri vissulega gaman að kíkja í United Center.      Síðasti Playoffs leikur sem ég fór á var þegar L.A. Lakers komu í heimsókn í Target Center árið 2003 í úrslitum westur-deilarinnar.  K.G., Cassell, Sprewell, Szczerbiak og Troy Hudson áttu þá allir stórleik og unnu Shaq, Kobe, Karl Malone, Gary Payton og félaga...en serían tapaðist á grátlegan hátt...við hefðum haft Detroit  

Þar sem mínir menn eru jú "gone fishing" hefur maður annað augað á Bolunum þessa dagana...skemmtileg ungnaut þar á ferðinni.

Róbert Björnsson, 23.4.2007 kl. 15:17

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Erhm...2004 var það

Róbert Björnsson, 23.4.2007 kl. 15:17

4 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Timberwolves - Lakers rimman var rosaleg þarna 2004 og það er spurning hvernig þínum mönnum hefði gengið með Detroit.
Lakers áttu allavega ekki mikið breik þar.

Íþróttir á blog.is, 23.4.2007 kl. 15:55

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já Duluth er dauðans staður, en leynir á sér. Þar er mikið um uppskipun og stærðar höfn og ísinn endalaus. Hef komið þarna amk 5 sinnum fyrir meir en 20 árum síðan, þrisvar að vetri til. Úff. Keyrslan meðfram vatninu er ágæt og eitthvað um Kanóaleiðir vestan við sem ég mæli með. Næsta stopp norðan við er Winnipeg. Þangað hef ég ekki komið.

Ólafur Þórðarson, 27.4.2007 kl. 02:27

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Winnipeg er reyndar aðeins vestar, en Thunder Bay er næsta borg Kanada-megin við Duluth.  Ég skrapp til Winnipeg og Gimli síðasta sumar og var mjög gaman að koma þangað.  Landslagið reyndar ekki sérlega skemmtilegt en Winnipeg er lífleg borg.

Róbert Björnsson, 27.4.2007 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.