Hin hliðin á L.A.

IMG_1619Þá er ég búinn að færa mig um set frá Hollywood og niður í downtown L.A., en ég var að tékka mig inn á Whilshire Grand hótelið sem er staðsett við hliðina á Staples Center, heimavelli L.A. Lakers, og L.A. Convention Center en þar hófst Star Wars Celebration IV "ráðstefnan" í dag.

Ég byrjaði daginn reyndar á því að fara uppá Hollywood Boulevard og fór í "VIP Tour" um Kodak Theater og Graumann´s Chineese Theater.  Kodak Theater er þekktast fyrir að þar fer fram hin árlega Óskarsverðlaunahátíð.   Húsið er auðvitað allt hið glæsilegasta og það var svolítið sérstakt að fá að labba uppá sviðið en þar var verið að fjarlægja sviðsmyndina frá úrslitaþætti American Idol sem fram fór þar í fyrradag.  

IMG_1597Ekki var síður skemmtilegt að koma í Graumann´s Chineese Theater en það er "aðal" bíóhúsið í Hollywood þar sem stjörnurnar mæta á frumsýningar.  Fyrir nákvæmlega 30 árum í dag (25. maí) var frumsýnd þar bíómynd sem átti aldeilis eftir að breyta kvikmyndasögunni.  Star Wars. Smile   Innandyra er bíóið ennþá í sinni upprunalegu mynd frá þriðja áratugnum og innréttað í kínverskum stíl.  Það er bara einn stór salur sem tekur 1200 manns í sæti, mjög stórt tjald og alvöru 35 þúsund watta hljóðkerfi.  Ég komst svo inní VIP stúkuna og meig í "stjörnu salernið". Cool

IMG_1582Það kennir ýmissa grasa á Hollywood Boulevard.  Það sem er kannski athyglisverðast eru hinar miklu andstæður.  Annars vegar sér maður fína fólkið keyrandi um á Ferrari bílunum sínum og svo á gangstéttinni sér maður heimilislaust fólk með aleiguna í verslunarkerru.  Maður fær hálfgert óbragð í munninn og þakkar fyrir að vera frá skandínavísku velferðarþjóðfélagi þar sem engann líður skort...erhem...ja eða er það nokkuð? 

IMG_1584Ég gangi mínum rakst ég svo á sérstakt safn tileinkað L. Ron Hubbard stofnanda "vísindakirkjunnar" (Church of Scientology).  Ég labbaði inn og var umsvifalaust færð bók um Scientology og það átti bara að heilaþvo mig á staðnum.  Mér þótti svo gaman að þessum vitleysingum að ég samþykkti að taka sérstakt "IQ" próf hjá þeim og útfrá því átti að vera hægt að segja til um hvort ég væri "einn af þeim" eða ekki.  Þegar þeir fóru að segja mér að ég væri geimvera þá skáldaði ég upp addressu og símanúmer og bað þá endilega um að senda mér nánari upplýsingar en nú væri ég að flýta mér.

IMG_1583Þegar ég slapp út úr Scientologíinu þá vatt sér að mér kona ein ansi ýturvaxin og spurði hvort ég væri að leita að "company tonight".  Ég afþakkaði pent og þá sagði hún að ef mér snérist hugur væri nóg úrval innandyra.  Ég afþakkaði aftur en smellti af mynd af staðnum - sjá hægri.

Nokkrum blokkum neðar varð ég svo var við mjög sterkan fnyk í loftinu.  Þegar ég nálgaðist götuhornið magnaðist lyktin og þar sá ég svo hóp fólks fyrir utan að vefja saman marijuana vindlingum, en lög í Kalíforníu leyfa gras-reykingar í lækningaskyni svo lengi sem fólk sé með vottorð frá lækninum sínum.  Það var ekki laust við að mér liði aðeins betur í bakinu eftir að hafa gengið í gengum mökkinn.  Joyful

IMG_1612En nú er ég að fara að glápa á Real Time þáttinn sem er að byrja á HBO (sjá síðustu færslu) og svo er það Star Wars conventionið á morgun og hinn!  W00t    To be continued...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

En gaman hjá þér liggur við að ég sé öfundsjúk, en frekar samgleðst ég þér þó að losna við bakverkinn var gott, ég þarf svona meðal Skemmtileg lesning hjá þér. C U

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.5.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband