NBA nýliðavalið

Corey BrewerÉg er í skýjunum eftir að Timberwolves kræktu í Corey Brewer með sjöunda valréttinum í nýliðavalinu í gærkvöldi.  Brewer var einn af lykilmönnum Florida Gators sem sigruðu háskólaboltann síðastliðin tvo ár, en þess má geta að félagar hans úr Gators liðinu Al Horford var valinn þriðji af Atlanta Hawks og Joakin Noah níundi af Chicago Bulls.

Brewer er 6´9 (2.06m) á hæð og getur spilað bæði skotbakvörð og lítinn framherja.  Hann er frábær varnarmaður en getur líka skorað og höndlað boltann í sókn.  Margir spá honum glæstri framtíð í NBA, en bæði Michael Jordan og Kobe Bryant hafa spáð því að hann verði fljótt einn af bestu leikmönnum deildarinnar.  Þá sagði Dwayne Wade eftir draftið í gær að "The teams that could have had the chance to draft him blew it in their girddlefolds.  Teams like Seattle and Milwaukee took a machete to the head by passing on him". 

brewer_draftVonandi eru því bjartari tímar framundan hjá Minnesota Timberwolves, með þá Corey Brewer, Randy Foye, Rashad McCants og Craig Smith innanborðs.  Svo á eftir að koma í ljós hvað gerist með Kevin Garnett.  Þrátt fyrir að ekkert hafi orðið af treidi fyrir nýliðavalið, halda kjaftasögurnar áfram og maður fylgist spenntur með.

 

Hér er að lokum myndband sem sýnir Corey Brewer "ökklabrjóta" andstæðing sinn í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.