Sumarið er tíminn

Þá er seinna sumar-workshoppinu lokið og ég á núna að kunna að hanna eitt og annað í þrívíddar-CAD-forritinu Pro/Engineer Wildfire 3.  Öflugt forrit en eftir að hafa setið yfir því frá 9-4 síðustu tvær vikurnar í illa loftræstri skólastofu með létt-geggjuðum prófessor geri ég ekki ráð fyrir að snerta það aftur alveg á næstunni.  Og ég vil ekki heyra meira um útreikninga á kúlulegum, gormum og skrúfugöngum það sem eftir er!  Pinch

En en...nú er loksins komið að því að kíkja heim til Íslands, hvíla mig á Könunum og hlaða batteríin á sálartetrinu.  Geri ráð fyrir því að mæta á skerið í lok næstu viku (ef blessunin hún Jen hjá Icelandair í Baltimore getur breytt restrictaða farmiðanum mínum á mánudaginn) og verð sennilega fram í miðjan ágúst. 

Þjóðvegur 1Ég vonast til að geta ferðast eitthvað um landið í sumar.  Ég hálf skammast mín fyrir að viðurkenna það að þrátt fyrir að hafa um daganna ferðast til 18 landa og 38 af 50 fylkjum Bandaríkjanna þá hef ég aldrei á ævinni komið á Vestfirðina og á Akureyri hef ég ekki komið síðan ég var 12 ára! Blush  Þá fór fjölskyldan hringinn með hjólhýsi í eftirdragi og allir fengu nóg af þvottabretta-malarvegum og þjóðvegasjoppum. 

Pabbi gamli harðneitaði svo að fara í fleiri ferðalög innanlands og bauð fjölskyldunni uppá flug og bíl til Lúxemborgar í staðinn á hverju ári í fjöldamörg ár.  As a result man maður nú eftir hverju krummaskuði í Saar- og Móseldalnum en þekkir ekki muninn á Eyjafirði og Eskifirði! 

Ég verð alltaf svakalega hneykslaður þegar ég tala við lókal fólk hérna sem hefur aldrei komið út fyrir sín eigin fylkjamörk...eins og það er nú gaman og auðvelt að keyra um Ameríska þjóðvegi (ólíkt þeim íslensku).  En margir segjast bara ekkert hafa að sækja í næsta fylki...hvað þá til útlanda!  Reyndar þótti mér botninn alveg taka úr þegar fullorðin manneskja suður í Oklahoma spurði mig hvað ég væri lengi að keyra upp til Íslands!

Heimskt eru heimaalið barn, hugsa ég með mér...þangað til að ég uppgötva að mér þótti ég ekki hafa neitt að sækja á Akureyri, fyrst ég gat étið Akureyring (með frönskunum á milli) á Skalla í Reykjavík! Wink

Vonandi er búið að malbika þarna norðureftir!

Ég geri ekki ráð fyrir því að vera aktívur í blogginu næstu vikurnar en vonast þess í stað eftir að hitta á sem flest af ykkur í raunheimum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolla

Sumar kveðjur úr rigningunni.

P.S ef þú sérð sólina viltu byðja hana um að koma aftur :) 

Kolla, 14.7.2007 kl. 15:35

2 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Já ég varð vör við hvað Ameríkaninn gat verið vitlaus og fáfróður. Þegar ég bjó í Massachusetts var ég venjulega spurð að því í hvaða fylki Ísland væri í. Bara fyndið.

Eigðu góða ferð heim til Íslands.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 14.7.2007 kl. 16:25

3 identicon

Heyrðu gamli! Þú verður í bandi þegar þú ert mættur á Klakann.

Ingi Björn (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 23:45

4 Smámynd: K Zeta

Ekki sanngjarnt að segja að fólk sé vitlaust þó það viti ekki hvar Ísland sé.  Kannski fáfræði á sumum sviðum en það er ekki það sama og að vera vitlaus.  Staðreyndirnar tala sínu máli, BNA menn útvega heiminum flestar tækninýjungar sem gagnast mannkyninu og það gerir ekki vitlaust fólk.

K Zeta, 15.7.2007 kl. 23:46

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Kolla og Gunnhildur:  Takk fyrir kveðjurnar.  Kolla, það rignir alltaf í Norge þegar það sést til sólar á Íslandi og öfugt.  Fyrst þú ert líka á leiðinni á Frónið þá skulum við bara vona að háloftavindarnir haldist svona og að lægðirnar haldi sig þarna suðurfrá.  Annars væri ég alveg til í smá rigningu...það er búið að vera heitt og þurrt hér í allt sumar.

K Zeta:  Blessaður Kaninn er alls ekki svo vitlaus...þannig séð.  Þeir eru svolítið tregir þegar það kemur að landafræði og okkur Íslendingum fynnst það svolítið bjánalegt af því að í okkar grunnskólum er lögð nokkuð rík áhersla á landafræði og erlend tungumál, sem hér er afgangsstærð.  Það er bara eitthvað í þeirra kúltur að vera hálfgerðir "einangrunarsinnar"...fyrir þeim nær heimurinn yfirleitt ekki út fyrir sýslumörkin.  En það er ekki þar með sagt að þeir séu vitlausir og stundum finnst mér Íslendingar ganga full langt í að tala um "heimska Ameríkana" og fara mikinn í fordómum og staðalímyndum.  Vissulega má gagnrýna margt í þeirra lifnaðarháttum og stjórnkerfi...en það er líka margt sem þeir geta verið stoltir af og er til fyrirmyndar.

Eins og þú bendir á er hátækni-iðnaðurinn eitt af því sem þeir geta verið stoltir af, og það er gaman að sjá að þú átt í viðskiptum við eitt virtasta og öflugasta hátæknifyrirtæki Minnesota í dag, Medtronic.  Verkfræðideildin í skólanum mínum hefur átt mjög náið samband við Medtronic undanfarin ár og þeir hafa tekið við mörgum héðan í starfsnám (internship) á síðustu misserum. 

Róbert Björnsson, 16.7.2007 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband