Sæti 8D

Þá er maður mættur heim á blessað skerið í langþráð sumarfrí.

Ég las að flugdólgur hafi verið handtekinn eftir komuna frá Minneapolis í fyrradag.  Vil bara taka það fram að ég kom í gærmorgun...so it ain´t me!  En hafi flugdólgurinn þurft að sitja í sæti 8D á leiðinni heim þá gæti ég svosem skilið gremju hans.

Ég var frekar seinn uppá flugvöll vegna óvenjuþungrar umferðar á I-94.  Ferðin tekur yfirleitt ca. klukkutíma og korter en tók í þetta skiptið tvo og hálfan tíma.  Ég grátbað innritunar-klerkinn um að setja mig ekki í miðjusæti, en ég átti eftir að sjá eftir því.  Fyrir utan miðjusæti var nefnilega bara eitt sæti laust...sæti 8D.

Það er fátt leiðinlegra og óþægilegra en 6 tíma flugferð með Icelandair, svona to begin with.  Boeing 757-200 þotur eru almennt þröngar og óvistvænar (þær voru kúl árið 1989 þegar þær tóku við af áttunum) og er TF-FIP, Leifur Eiríksson, þar engin undantekning.  Sæti 8D er staðsett við ganginn rétt framan við aðalútganginn.  Hvað er líka fyrir framan aðalútganginn?  Jú mikið rétt, salernið!  Góðu fréttirnar voru þær að það var stutt að skreppa á klóið...bara að standa upp og taka eitt skref yfir ganginn...ca. einn meter.  Slæmu fréttirnar voru þær að eftir sex tíma var lyktin farin að vera óbærileg og umgangurinn var orðinn frekar pirrandi.  Þegar röðin myndaðist við salernið fyrir lendingu varð maður fyrir stanslausum áresktrum, fólk settist í tvígang ofan á mig til að hleypa öðru fólki framhjá og flugfreyjan rúllaði matarvagninum í öxlina á mér og gaf mér stærðarinnar marblett. 

Fólk var svo ekkert að hafa fyrir því að loka hurðinni á salerninu eftir notkun svo það hlutverk lenti á mér, svona til að sleppa við verstu lyktina rétt á meðan.

Ég hélt að flugfreyjan væri að grínast þegar hún rétti mér svo matarbakka, eins og einhver hefði matarlyst sitjandi nánast inná salerni.  Í boði voru hrísgrjón og einhverjar bollur í sojasósu.  Ég gat ekki greint hvað var í bollunum, hvort þetta væri kjöt, kjúklingur eða fiskur.

Í þessari sætaröð er svo enginn gluggi og maður er nógu nálægt Saga Class til að finna lyktina af hráa hreindýrakjötinu sem fína fólkið fær í forrétt (sem í bland við lyktina frá salerninu veldur léttri klígju).

Öskrandi smábarn og sí-hóstandi kona fyrir aftan mig var svo til að fullkomna ferðina.  Ég býst fastlega við að leggjast í rúmið eftir svona 3-4 daga. Pinch

I want my money back! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

I know the feeling.  Engin furða þótt fólk missi glóruna á köflum.  They are asking for it.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.7.2007 kl. 14:45

2 identicon

LOL................ Sorry!!!   Á ég ekki bara að sækja þig á mánudaginn?

Ingunn (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 18:42

3 identicon

Svaðilför í gegnum loftin blá! En í öllu falli velkomin til landsins. Vertu endilega í bandi og plönum hitting

Ingi (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 22:23

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Jón: Já, það er engin furða aðþað sjóði uppúr á köflum   Hérna áðurfyrr þegar íslendingarnir flykktust í sólarlandaferðir dauðadrukknir upp til hópa þá lækkuðu flugmennirnir stundum þrýstinginn í farþegarýminu svo þeir sem fullastir voru og leiðinlegastir féllu í yfirlið og sváfu værum blundi...þetta má víst ekki í dag.

Ingunn:  Ætli maður verði ekki að þrauka aðeins lengur en það...treysti mér ekki í annað flug alveg strax! 

Ingi:  Já, takk fyrir það gamli vin.  Við verðum að ná að hittast almennilega í þetta skiptið, síðast var það í soddan mýflugumynd.  Næ þér á MSN-inu bráðlega.

Róbert Björnsson, 25.7.2007 kl. 00:44

5 Smámynd: Janus

Hahaha og aumingja þú, sumt fólk biður nú um að fá að sitja í þessum sætum því það er svo mikið pláss fyrir fæturna. Ég legg til að veljir miðsætið á leiðinni heim eða bara splæsir á þig Saga Class :) Annars til hamingju með Ísland, kannski ég rekist á þig í stórborginni Selfoss.

kv. Jana 

Janus, 25.7.2007 kl. 17:56

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Jana:  Já, það er erfitt að gera sumu fólki til geðs!   Fótaplássið var svosem með skásta móti.  Í fyrra neyddist ég til að fljúga á Saga Class þar sem allt annað var orðið uppselt...það er virkilega erfitt að fara til baka á coach! 

Það væri gaman að rekast á þig hérna í stórborginni.

Jón Arnar:  Takk fyrir það...maður reynir svo að mæta vel andlega undirbúinn í flugið þegar þar að kemur

Róbert Björnsson, 26.7.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband