Hinsegin tilvera

Það er ánægjulegt að njóta dagskrár Hinsegin daga sem fara nú fram í Reykjavík eins og flestir vita.  Gleðigangan sem fram fer í dag verður án efa stórskemmtileg og gaman að upplifa stemmninguna sem myndast á þessari sér-íslensku fjölskyldu-hátíð, sem er töluvert öðruvísi og að mörgu leiti skemmtilegri en sambærilegar göngur í Bandaríkjunum sem ég hef mætt á.  Íslenska gangan er sennilega sú eina í heimi þar sem ganga mun fleiri gagnkynhneigðir en samkynhneigðir og er það í raun alveg frábært.  Maður verður hálf hrærður þegar maður sér allan mannskarann koma saman og fagna fjölbreytni í mannflórunni.

Því miður er staðan allt önnur ansi víða í veröldinni, þ.m.t. í ríkjum sem við skilgreinum sem vinaþjóðir okkar og ríki sem við eigum mikil viðskipti við.  Nú nýlega fóru Vilhjálmur borgarstjóri og Gísli Marteinn borgarbarn ásamt fríðu föruneyti í opinbera heimsókn til Moskvu.  Þar hittu þeir borgarstjóra Moskvu, Yuri Luzhkov, og færðu honum gjafir, m.a. tvo íslenska hesta og tilkynntu honum að nú stæði til að reisa rússneska réttrúnaðarkirkju á besta stað í Reykjavík.  Fyrr á árinu hafði Yuri þessi borgarstjóri beitt lögregluvaldi til að koma í veg fyrir að haldin yrði Gay Pride ganga í Moskvu, sem hann lýsti sem djöfullegri ónáttúru.  Er réttlætanlegt að púkka uppá svona lið?

Sögu-gangaÍslenska gleðigangan virðist vera farin að vekja nokkra athygli erlendis og er orðið þónokkuð um erlenda gesti sem gera sér far til landsins í þeim tilgangi að taka þátt í Hinsegin dögum. 
Í gær skellti ég mér í sögu-göngu um miðborg Reykjavíkur sem hjónakornin Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson stóðu fyrir.  Gengið var um staði sem tengdust sögu og menningu samkynhneigðra á Íslandi síðustu 150 ár og það var margt áhugavert og skemmtilegt sem fram kom í máli þeirra Felix og Baldurs.  Gangan í gær fór fram á ensku og var aðallega ætluð útlendingum, en önnur fjölmennari ganga fór fram í fyrradag á íslensku.
Það vildi svo sérkennilega til að einn útlendingurinn vatt sér að mér og spurði mig hvort ég væri frá Minnesota!  Það kom til af því að ég klæddist peysu merktri skólanum mínum en í ljós kom að viðkomandi var ættaður frá smábæ í nágrenni litlu borgarinnar minnar St. Cloud, og það sem meira var, bróðir hans stundar nú nám í skólanum mínum og er að læra það sama og ég!  How wierd is that!?  Þessi náungi var hins vegar búinn að fá nóg af Bandaríkjunum og fluttur til Vancouver í Kanada, sem hann sagði vera frábæran stað.

Meanwhile...í Bandaríkjunum fóru fram áhugaverðar kappræður forsetaframbjóðendanna í gær.  Það var sjónvarpsstöðin LOGO í samvinnu við HRC sem bauð til þessara kappræðna sem snérust eingöngu um málefni samkynhneigðra.  Slíkt hefur aldrei áður gerst en það kom fáum á óvart að allir frambjóðendur Repúblikanaflokksins hundsuðu boðið, en Demókratarnir mættu allir nema Joe Biden og Chris Dodd.

Hér má sjá útsendinguna í heild sem og brot úr viðtölum við einstaka frambjóðendur.  (Go Dennis Kucinich! Smile )

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolla

Ohh langadi svo ad vera tharna

Kolla, 12.8.2007 kl. 19:30

2 identicon

Fólk verður að vera hinsegin, ekki bara að vera samkynhneigður heldur að brjótast út úr forminu hvað svo sem það er.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 01:00

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Svona göngur eru bráðskemmtilegar fyrir kellingar og kalla á öllum aldri. Og krakka líka. Fór í mína fyrstu svona í New York 1987/88 og það var svaka stuð.

Ólafur Þórðarson, 24.8.2007 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.