Pólitíkin í flugdeildinni

Háskólaprófessorar eru eins misjafnir og þeir eru margir og hef ég verið nokkur sáttur við flesta mína prófessora hérna hingað til þó svo sumir séu svolítið sérvitrir og erfiðir í umgengni.

avitLogoÍ flugrekstrarfræðinni átti ég mér mína uppáhalds prófessora og svo var reyndar einn sem fór í taugarnar á mér.  Sá heitir Jeff Johnson og er um margt sérstakur karakter. (Sjá SCSU Aviation faculty)   Ég sat bara einn kúrs hjá honum en mér þótti mjög skrítið þegar hann eyddi heilli kenslustund í að segja okkur hversu mikilvægt það væri fyrir fólk í flugbransanum, sérstaklega þá sem eru langtímum frá heimili sínu, að sækja kirkju reglulega til að viðhalda heilbrigðu fjölskyldulífi! Shocking  Ok...svo stofnaði hann kristilegt nemendafélag og fékk fyrrverandi hershöfðingja úr Flughernum til að halda fyrirlestur á samkomu sem hann kallaði "Soldiers for Christ".

Johnson var svo orðinn forseti "College Republicans" og í fyrra bauð hann sig fram til þingsetu á fylkisþingi Minnesota - Sjá framboðsvef hans hér.  Hann tapaði í kosningunum en fékk stuðning rótækra "lífsverndarsinna" vegna skoðana hans á fóstureyðingum.

Um daginn gróf ég svo upp smá dirt um manninn, en ég komst að því að hann hafði verið rekinn úr stöðu sinni sem prófessor við flugdeild háskólans í Nebraska. (Sjá grein hér)  Skýring brottrekstursins var sú að Johnson hafði ekki staðist fagleg skilyrði um starfsárangur og gæði kennslu var ábótavant.  Johnson heldur því hins vegar fram að orsök brottreksturins hafi verið af pólítískum toga en hann hafði stuttu áður sent tölvupóst á nemendur og starfsfólk skólans þar sem hann gagnrýndi harðlega þá nýju stefnu skólans að réttindapakki (m.a. sjúkratryggingar og lífeyrisgreiðslur) sem fram að þessu hafði verið í boði fyrir maka starfsfólks skólans yrði nú líka gerður aðgengilegur fyrir samkynhneigt starfsólk skólans og þeirra maka.

Ég sendi þessa grein að gamni mínu til míns fyrrum umsjónar-prófessors en skrifstofur þeirra Johnsons eru hlið við hlið og nýlega sá ég svo regnbogalitaðan límmiða á skrifstofuhurðinni hans sem á stendur "GLBT Safe Space" Wink  Það ættu því að fara fram líflegar umræður á kennarastofunni þessa dagana, hehe.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha... glæsilegt!

Ég er að "villast" hingað inn aftur eftir langt hlé... alltaf gaman að lesa pistlana þína, þú ert fínn penni!

kv. Stefán Freyr  (gamall skólafélagi)

Stefán Freyr (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir innlitið Stefán   Ég hafði uppá síðunni ykkar Önnu og það var gaman að sjá að þið hafið verið dugleg að bæta við mannkynið!  Það verða víst einhverjir að sinna því göfuga verkefni.   Vonandi sjáumst við á reunioni ef af verður á næsta ári.

Róbert Björnsson, 23.9.2007 kl. 00:18

3 identicon

Haha, já, það gengur ágætlega hjá okkur með framleiðsluna.

Já ég ætla svona rétt að vona að það verði af reunioni. Ég var einmitt í einu þrítugsafmælinu núna um daginn þar sem þetta barst í tal. Í því tali kom einmitt upp sá punktur að það ætti bara að fara að negla niður dagsetningu sem allra fyrst þannig að allur sá fjöldi sem flúið hefur land geti planað "sumarheimsóknina" sína á réttum tíma. 

Stefán Freyr (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.