Fjölónæm Xenophobia

xenophobiaSem betur fer hafa Íslendingar ekki þurft að hafa áhyggjur af berklaveiki í nokkra áratugi en því miður hefur annar skæður og illkynja sjúkdómur verið að grassera á þessari litlu afskekktu eyju undanfarin misseri.  Sjúkdómurinn leggst sérlega illa á smáborgara með skerta greindarvísitölu og hefur reynst erfitt að halda honum í skefjum með hefðbundnum sýklalyfjum en vonir eru helst bundnar við forvarnir, uppfræðslu, svo og hugsanlega hugrænar atferlismeðferðir hjá sálfræðingum. 

Sjúdómurinn er sérlega útsmoginn og tekur örum stökkbreytingum og þarf lítið til að koma sjúklingum úr jafnvægi.  Smitleiðir eru margskonar og hafa sýktir einstaklingar nú m.a. verið kosnir á Alþingi þar sem þeir hafa að undanförnu séð sér leik á borði til að ala á ótta illa upplýstra Íslendinga og meðvitandi breytt út sjúkdóminn.  Nú er svo komið að Xenophobian er orðin að lýðheilsuvandamáli sem við verðum að bregðast við með öllum tiltækum ráðum áður en alvarlegur faraldur brýst út og þjóðfélagslegur skaði hlýst af.

Verum á varðbergi og hjálpum sýktum einstaklingum að vinna bug á sjúdómnum.  Sé gripið í taumana nógu snemma er sjúkdómurinn ekki ólæknandi!


mbl.is Kom berklasmitaður til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Því miður grasserar sjúkdómurinn hér í "sæluríki Bush" á jafnvel enn hærra stigi en á klakanum... en varla gerir það ástandið á Íslandi eitthvað léttvægara?  Það ætti þó að vera auðveldara að kæfa sjúdóminn í fæðingu á Íslandi fremur en þar sem hann er orðinn að rótgrónu og krónísku vandamáli, ekki satt?

Ég kannast ekki við að búa í glerhúsi í þessu sambandi, því ekki hef ég reynt að réttlæta eða gera lítið úr þjóðfélagsmeinum "sæluríkis Bush"...þvert á móti.

Róbert Björnsson, 18.12.2007 kl. 21:49

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þú átt við útlendingatortryggni og hatur, þá held ég að xenophobia, sé hálfgert öfugmæli hér.  Hér er hlutfall nauðgunar og auðgunarglæpa frömdum af erlendum farandverkamönnum algerlega út úr kortinu, hvað varðar hlutfall miðað við fjölda. Ljótir glæpir. Hér má ekki minnast á né ræða að hugsanlega þurfi að grípa til aðhaldaðgerða.  Blöðin segja ekkert.  Hlutfall þessara nokkurra þúsunda í ölvunarakstri er fjórðungur heildarbrotanna og var lítið barn drepið af einum slíkum, sem ók af vettvangi.

Hér er ekki útlendingahatur eða útlendingaótti, þótt alltaf séu til vanþroska einstaklingar, sem eru til undantekninga.  Það að ræða ekki né gera ekkert í hegðuinarvanda útlenskra verkamanna, aðallega frá austantjaldslöndum, mun byggja upp spennu og þegar sú blaðra springur, segjum t.d. ef annað barn verður drepið eða hópnauðgun leiðir til limlestingar eða dauða, þá mun blaðran springa og reiðin bitna á öllum útlendingum, sem er að sjálfsögðu að langmestum hluta sómafólk.  Fyrir þessu eru mörg fordlæmi í nærtækri sögu Evrópu.

Hér er mikil þensla og umbreyting og eru þetta einhverjir af vaxtaverkjunum. Að taka á þeim jafn óðum er að mínu mati farsælla en að sópa öllu undir teppið. Það samræmist ekki einu sinni það jafnræði, sem við þykjumst bera svo fyrir brjósti.

Hér eru menn að mikið frekar að drepast úr sósíaldemókratískum réttrúnaði, sem meinar þeim að tala út um aðsteðjandi vanda á mörgum sviðum.  Þessi pólitíska rétthugsun er á faraldsfræðilegu stigi hér og hræsni fjölmiðla yfirfljótandi.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.12.2007 kl. 22:15

3 identicon

Gler hús hvað??  Ef við setjum ekki einhverjar reglur varðandi þetta erlenda vinnuafl þá munum við súpa seiðið af því!!!!!   Það verður að krefja þá sem koma hér til lengri dvalar, um nýlegt læknisvottorð og sakavottorð.  Erum við ekki búin að fá nóg af axarmoðingjum og nauðgurum til að stoppa þetta??  Hvað þarf til?  skæðan Berklsjúkdóm? 

 Ég er ekki á móti erlendu vinnuafli, tel að þjóðfélagið okkar þurfi á því að halda, en eitthvað verður að gera og það strax!!!

kv

Bjössi 

Bjössi (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:17

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Hvað eru margir erlendir verkamenn á Íslandi um þessar mundir?  15-20 þúsund?  Hversu hátt hlutfall þeirra er heiðvirt og harðduglegt fólk sem vinnur störf sem Íslendingar vilja ekki vinna fyrir smánarlaun og þarf svo að þola kaldranalegt viðmót þeirra sem koma fram við það eins og annars flokks manneskjur af því það er kannski ekki búið að læra íslensku!? 

Þegar svona stór fjöldi kemur til landsins á örstuttum tíma skapast auðvitað núningur og ekkert skrítið að það fljóti með rotin epli sem eyðileggja mannorð allra hinna.  Auðvitað vekur það meiri athygli þegar útlendingur brýtur af sér á Íslandi en ef um innfæddan væri að ræða...það er bara gamla góða "utanbæjar syndrómið".

Það er líka undarleg stefna hjá stjórnvöldum að loka algerlega á vel menntað og hæft fólk utan EES svæðisins sem myndi auka menningarlegan fjölbreytileika og auðga mannlífið á Íslandi á sama tíma og unnið er markvisst að því (með stóriðjuframkvæmdum og þenslu undanfarinna ára) að fá til landsins mikinn fjölda af ómenntuðu láglaunafólki/þrælum sem skiljanlega eiga við ýmis félagsleg vandamál að etja. 

En varðandi þetta berklatilfelli...hvað nú ef þetta hefði verið íslendingur sem hefði nælt sér í sjúkdóminn á ferðum sínum erlendis?  Hefðu viðbrögðin verið þau sömu?  Bönnum íslendingum að ferðast erlendis...nú eða bönnum þeim að snúa til baka fyrr en að undangenginni ítarlegri læknisskoðun/sóttkví?

Við íslendingar þurfum ekki að sýna sakavottorð né læknisvottorð þegar við ferðumst víðast hvar erlendis, er það?  Okkur þætti það sennilega brot á friðhelgi einkalífsins/mannréttindabrot.   Var fólk ekki skiljanlega óhresst um daginn þegar í ljós kom að íslensk yfirvöld virðast hafa lekið upplýsingum um sakaferil íslendinga marga áratugi aftur í tíman til bandaríska yfirvalda?

Við verðum að líta á gesti og innflytjendur sem einstaklinga en ekki sem hópa sem við skilgreinum fyrirfram sem óæskilega og stórhættulega glæpamenn og sjúkdómabera.  Það á ekki að banna fólki að koma til landsins, heldur á að hjálpa þvi að aðlagast íslenskum aðstæðum og sjá til þess að það búi við mannsæmandi kjör, menntun og jafnrétti.  Svo er það í verkahring lögreglunnar og dómskerfisins að sjá til þess að "rotnu eplin" fái viðeigandi meðferð og verði send úr landi, gerist þau brotleg við íslensk lög.

Og Kolbrún:  Ég trúi því að Obama muni hafa betur.

Róbert Björnsson, 18.12.2007 kl. 23:17

5 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Því miður þá er ég ekki að skilja hvernig hugræn atferlismeðferð kemur hérna inní...

Það er kannski óhætt að segja að íslendingar hafi sloppið vel núna. Þar sem maðurinn er búinn að vera í meðferð fyrir berklum og útaf því hann kláraði ekki meðferðina voru berklanir orðnir ónæmir fyrir hefðbundnum lyfjum fyrir berklum.

Óskar Sigurðsson, 19.12.2007 kl. 00:38

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Óskar hinn fyrri:  hugræn atferlismeðferð virkar í sumum tilfellum ágætlega við fóbíum af ýmsu tagi - sennilega er Xenophobian (hræðsla og tortryggni í garð útlendinga) þar á meðal. 

Ég vildi bara með þessari færslu benda fólki á að þó svo að einn erlendur gestur greinist með smitsjúkdóm sem þarfnast læknismeðferðar, þá er óþarfi að spretti upp hystería í kjölfarið og allir útlendingar séu málaðir sem líklegir smitberar og að það eigi í kjölfarið að loka landinu!

Óskar hinn síðari:  Við virðumst vera á svipaðri línu hvað þetta varðar...takk fyrir athugasemdina. 

Róbert Björnsson, 19.12.2007 kl. 02:02

7 Smámynd: Róbert Björnsson

Ég tek undir það, Guðmundur, að "farandverkamannakerfið" eins og það hefur þróast...eða því verið stýrt...býður uppá ýmiskonar erfið félagsleg vandamál.

Það er hins vegar ekki við fólkið að sakast heldur þá aðstöðu sem því er boðið uppá og það er sorglegt að horfa uppá þessar starfsmannaleigur komast upp með nútíma þrælahald.

Róbert Björnsson, 19.12.2007 kl. 03:14

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Berklar hafa verið í vexti austantjalds og er líklegast að smitberar komi þaðan. Í flestum öðrum löndum með starfhæf heilbrigðiskerfi og almannatryggingar er þeim útrýmt.

Ég sagði akkúrat að þetta væru vaxtaverkir en það er frumskylyrði að vita hvaðan vont kemur til að geta brugðist við því og lágmarkað skaðann.  ´Þá verður líka fólk að tala um hlutina eins og þeir eru, en öfga og fordómalaust þó. Almennur övunarakstur í þessum hóp,´má vera kúlturblæbrigði en er þó ólíðandi og nausynlegt að fræða þessa menn um slíkt ef svo ólíklega vildi til að þeir skyldu ekki vita þetta.  Eftirlit með því að sakamenn komi hér inn er ekkert af því að samkomulag er um að það megi ekki biðja um sakavottorð eða athuga bakgrunn manna.  Það er pottur brotinn í þessu. Við erum fámenn og þurfum aðlögunartíma og aðhald. Ef ekki þá mun allt springa í trýnið á okkur og er það sorglegt að þurfa þess, af þeirri einföldu ástæðu að ekki má ræða menningarmun og almennan félagsvanda og samskiptavanda af ótt a við að vera kallaður rasisti eða xenophobe. 

Í minni sveit er það rasismi per se að kalla fólk rasista af minnsta tilefni. Í besta falli ósanngjarnar svífyrðingar í flestum tilfellum ef tekið er tillit til, hver merking þessara orða er og úr hverju þau eru sprottinn.  Hér veit ég ekki betur en menn taki eindregið saman höndum að gera þessar breytingar sem sársaukaminnstar með opinberu námskeiðshaldi og eftirliti með að fólk sé ekki hlunnfarið í kjörum. Þetta er vel gert, þótt vissulega megi gera betur.

Þú þekkir það vafalaust sjálfur að það virðist liggja í sumum þjóðarbrotum, eða allavega stéttum (sem hér er líklegra tilfelli) að fólk virðist algerlega óalandi og óferjandi.

Af þeim 8 austantjaldsmönnum, sem búa í sama húsi og ég,verð ég að segja að þeir eru ljómandi kurteysir og látlausir í framkomu, en algerar bestíur í umgengni. Þeir drekka mikið og tala hátt á göngum, reykja um alla ganga og drepa í sígarettum í gluggakistum.  Þeir anga af svita og fara ekki í bað.  Þeir skilja ekki ef það er reynt að tala við þá, .ótt ég viti að þeir kunni margir hrafl í ensku. Þeir halda hávaðasöm partý og spila tölvuleiki á nóttum, sem drynja um allt og virðast alveg dofnir fyrir því að aðrar manneskjur, séu í kringum þá. Þeir æla á salernum í þynnkunni og ekki þrífa þeir bremsuförin né sturta niður.  Hér hefur nokkrum sinnum allt fyllst af reyk af því að þeir sofna drukknir út frá eldamennsku og löggan er talsvert á vappi í tengslum við þá. Þeir slangra hér fullir út í bíla og aka burt. Annoying sambýlisfólk í alla staði.

Aldrei...jafnvel í verbúðum, hef ég séð aðra eins umgengni og tillitsleysi, því miður.  Þessir menn verða líka svona, því þeir aðlagast illa á stuttum tíma. Kannski er þetta vegna lágra launa og að þeir finna að þeir eru misnotaðir. Þá er ráð að herða reglur um starfsmannaleigur. Ég held hinsvegar, að flestir þeir, sem eru á faraldsfæti, séu fólk í einhverskonar upplausn og undirmáls í sínum samfélögum. Kannski vegna glæpa eða alkohólisma eða hvors tveggja.  Ég fullyrði af reynslu að hér eru sóma´mennirnir í minihluta. Ég tek því náttúrlega fram að ég er ekki að tala um fastbúndi landa okkar, né önnur þjóðarbrot, sem virðast algerlega til friðs. Þar er til dæmis himinn og haf í aðlögun og hegðun á milli Asíufólks og austantjaldsþjóða. 

Jón Steinar Ragnarsson, 19.12.2007 kl. 05:44

9 Smámynd: Róbert Björnsson

Úfff...já, ég skil vel gremju þína að þurfa að búa við svona nágranna! Þetta er örugglega hárrétt greining hjá þér að margir þessara farandverkamanna eiga við margs konar vandamál að stríða og er alls ekki auðvelt að aðlaga þá íslenskum aðstæðum.

Ég á bágt með að dæma um það hvort sómamennirnir eða slæmu eplin séu í meirihluta...þú hefur sjálfsagt betri fílíng fyrir því en ég.

Það er rétt að sumir "kúltúrar" og stéttir eiga mun erfiðara með að aðlagast en aðrir. Þessar lýsingar þínar á nágrönnum þínum minna mig svolítið á hóp Mexíkana sem ég átti sem nágranna suður í Oklahoma. Ekki kannski skrítið þar sem aðstæður þeirra voru sennilega mjög sambærilegar.

Ég er líka sammála því að það þarf að vera hægt að tala um þennan félags- og samskiptavanda af hreinskilni, en jafnframt af virðingu.

Róbert Björnsson, 19.12.2007 kl. 06:52

10 identicon

Róbert, vildi bara skjóta því inn að ég er þér hjartanlega sammála. Það eru því  miður háværari raddir sem að kvarta, en það er til fólk hér sem að tekur þessu öllu með ró.

Linda (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 07:07

11 identicon

Margir útlendingar hér eru góðir vinir mínir, allt saman besta fólk, eiginlega betri en íslendingar.
Málið er að hér komast kexruglaðir krimmar inn án þess að nokkuð eftirlit sé með einu eða neinu, þar liggur vandamálið og þetta vandamál kemur óorði á allt það góða fólk sem er hér.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 09:27

12 identicon

Góð færsla. Xenophobiu má líka skilgreina svo: Sú afstaða, að líkja útlendingum við hættulegar dýrategundir og vilja því setja svipuð lög um þá eins og dýrin til þess að vernda okkur hin gegn sjúkdómum (eins og hjá dýrunum) og glæpum (af sömu ástæðum og við viljum ekki fá ísbirni til landsins, þeir geta ráðist á okkur).

Hildur (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 09:49

13 Smámynd: Róbert Björnsson

Linda, DoctorE, Hildur og Brynja:  Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar.

DoctorE: Já, því miður læðast með krimmar og vandræðagemlingar sem koma óorði á hina (rétt eins og hefur gerst með íslendinga í danmörku).

Brynja:  Alveg sammála þér...en Það er líka rétt sem Jón Steinar bendir á að það er ekki hægt að bera saman það góða fólk sem vill setjast hér að og marga farandverkamennina sem vilja eða geta ekki aðlagað sig að íslensku samfélagi.  Það eru tvennir og ólíkir hópar.

Að sjálfsögðu er svo mjög áríðandi að öllum sé greitt á íslenskum töxtum því annað er líka verulega ósanngjarnt gagnvart íslensku iðnaðarfólki (sem ennþá fyrirfinnst) og annars er verið að undirbjóða.  Ég held reyndar að það sé stór orsök "rasismans" hjá mörgum...skiljanlegur ótti við að tapa vinnu og tekjum í hendurnar á innflytjendum.  Það vandamál ætti ekki að vera til staðar ef farið væri eftir lögbundnum kjarasamningum og allir sætu við sama borð.  Það þarf að taka mun harðar á þessum starfsmannaleigum og verktökum sem stunda klárleg lögbrot.

Róbert Björnsson, 19.12.2007 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband