Þáttastjórnandi Fox hæðist að dauða Heath Ledger

Þáttastjórnendur Fox "News" eru nú hver öðrum aumkunarverðari, en fáir toppa þó helvítis ógeðið hann John Gibson sem stýrir vikulegum "fréttaskýringaþætti"; The Big Story, auk þess að vera með daglegan útvarpsþátt á Fox News Radio.

Það virðast engin takmörk fyrir því hvað þetta scumbag getur lagst lágt, en um klukkustund eftir að fregnir bárust af sviplegu fráfalli Heath Ledger, kom Gibson með þetta einstaklega ósmekklega innskot í útvarpsþáttinn sinn, þar sem hann spilar m.a. setningar úr kvikmyndinni Brokeback Mountain og gerir svívirðilegt grín að dauða Ledgers.  Það er ótrúlegt en satt að það virðist vera að ákveðinn hópur fólks hafi beinlínis hatað Heath Ledger fyrir að hafa leikið í Brokeback Mountain, sennilega vegna vinsælda myndarinnar og þeirra jákvæðu áhrifa sem myndin hafði á viðhorf margra sem sáu hana.  Augljóslega eru það ekki bara meðlimir Westboro Babtist Church sem hugsa svona, því miður.

Hér má hlusta á þetta innskot Gibsons:

Fyrir athæfið fékk Gibson réttilega titillinn "Worst Person in the World" hjá Keith Olbermann:

Og meira að segja fíflinu honum Joe Scarborough ofbýður ósmekklegheitin hjá kollega sínum:


mbl.is Mótmæla minningarathöfnum um Ledger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Scarborough er nú ekki fífl! Maður er kannski stundum ósammála honum, en hann er samt með klókari kapalfréttaþáttastjórnendum... Fíflið hann Tucker er fífl!

Ég hef líka verið að fylgjast með þessu djöfuls Gibsonmáli. Og ég verð að segja að ég er mjög ánægður. Í alvörunni. Þetta er með því besta sem Gibson hefði getað gert, því nú vita allir hverskonar viðurstyggileg padda hann er. Þessir skíthælar þurfa nefnilega að sýna sitt rétta eðli til þess að fólk geti passað sig á þeim!

Viðbrögðin hafa líka verið öll á einn veg - og það mikil að Gibson hefur neyðst til að biðjast afsökunar, sem er nánast óþekkt í þessum kreðsum sem hann er í!

En talandi um hate-mongers: Hefurðu fylgst með Michael Savage-málinu?

Magnús (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 05:46

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe jæja kannski er ég svolítið ósanngjarn út í Scarborough...það er rétt að Tucker Carlson er langtum verri.   Það var t.d. magnað þegar hann játaði að hafa ráðist á mann á almenningssalerni í Georgetown sem honum fannst horfa skringilega á sig...(af wikipedia):

"On MSNBC Live, on 28 August 2007, Carlson told host Dan Abrams that as a teenager, he and a friend physically assaulted a man who reportedly "bothered" Carlson in a public restroom in Georgetown in Washington, D.C. As Carlson explained, "I went back with someone I knew and grabbed the guy by the -- you know, and grabbed him, and...hit him against the stall with his head, actually.... And then the cops came and arrested him.""

Annars er ég sammála þér að það var fínt að Gibson lét þetta útúr sér.  Ef hann starfaði á annari kapalstöð myndi hann sennilega missa vinnuna rétt eins og Don Imus um daginn...og já Michael Savage var rekinn frá MSNBC í fyrrasumar fyrir þetta: (af Wikipedia)

"on July 7, Savage was fired from his MSNBC television show after remarks made in response to a caller, later identified as prank caller Bob Foster, who insulted Savage's teeth. Savage then asked if Foster was a "sodomite", to which the caller answered, "Yes." Savage then said to the caller, "Oh, so you're one of those sodomites. You should only get AIDS and die, you pig; how's that? Why don't you see if you can sue me, you pig? You got nothing better to do than to put me down, you piece of garbage? You got nothing to do today? Go eat a sausage, and choke on it. Get trichinosis. Now do we have another nice caller here who's busy because he didn't have a nice night in the bathhouse who's angry at me today? Put another, put another sodomite on....no more calls?...I don't care about these bums; they mean nothing to me. They're all sausages."

Og nú hafa sem betur fer allir auglýsendur í útvarpsþættinum hans látið undan þrýstingi og sagt skilið við hann útaf haturs-ræðum hans í garð múslima.  Bilaður gaur...fyndið að hann er menntaður grasafræðingur (ph.d.) og skrifaði áður bækur um smáskammtalækningar (homeopathy)!

Róbert Björnsson, 25.1.2008 kl. 06:20

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ótrúlega firrt þetta lið þarna. Nú bíður maður bara eftir Reverand Frank Phelps.  Hann á örugglega einhverja smekklega líkræðu upp í erminni til að toppa þetta.

Geeesh! Repulsive clot of slime!

Jón Steinar Ragnarsson, 26.1.2008 kl. 04:48

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jú, jú...Dóttir Phelps komin af stað í undirbúningnum. Hvernig getur þetta fallið undir málfrelsi?  Má þá kannski líka prómótera barnaníð?  Er ekki kominn tími á að draga línu einhverstaðar?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.1.2008 kl. 05:00

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Já...málfrelsið er tvíeggja sverð...það er erfitt að þurfa að umbera svona vitleysinga en þegar öllu er á botninn hvolft er víst skárra að þessir bjánar fái að tjá sig og sýna umheiminum hvers konar vitfirringar þeir eru, heldur en að ríkið ákveði hver megi segja hvað.

En það er oft ansi stutt yfir í "hate speech" hjá þessu liði, sem er lauslega skilgreint sem hvatning til ofbeldis.  Þess vegna börðust Kristnir menn svo harkalega gegn því að "Hate Crimes" löggjöfin hér innihéldi ofbeldi gegn samkynhneigðum, því þá óttuðust þeir að þeirra biblíu-boðun yrði túlkuð sem "hate speech" og það bryti gegn "freedom of religion"!   Þetta er ástæðan fyrir því að Bush hótaði að beita neitunarvaldinu gegn þessari lagabreytingu...sem enn er ekki komin í gegn. 

Róbert Björnsson, 27.1.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband