Amerískur infrastrúktúr að hruni kominn

Það muna kannski einhverjir eftir hruni 35-W brúarinnar í Minneapolis í fyrrasumar sem kostaði 13 manns lífið.  Nú í kvöld var verið að loka mestu umferðar-brúnni hér í Saint Cloud sem ég keyri yfir á hverjum degi, þar sem óttast er að hún sé að hruni komin.  Brúin sem um ræðir er fjögurra akreina og af sömu hönnun og sú sem hrundi í Minneapolis, smíðuð árið 1957.  Við skoðun í dag kom í ljós að burðarbitar voru bognir á sama stað og talið var að þeir höfðu gefið sig á 35-W brúnni. 

Umrædd brú er á mikilli umferðaræð yfir Mississippi fljótið, rétt við miðbæ Saint Cloud (hwy 23 - Division Street) og daglega keyra yfir hana 31 þúsund bílar.  Ekki er ljóst hvort hægt sé að gera við brúnna eða hvort það verði einfaldlega að rífa hana og byggja nýja, en slíkt var reyndar á áætlun fyrir árið 2015 samkvæmt MN-DoT.  Það er ljóst að þetta á eftir að gera traffíkina hérna skelfilega en það er þó ágætt að þeir taka enga sénsa lengur og enginn þarf að enda bíltúrinn ofan í Mississippi River. 

Fyrir áhugasama, þá er hér linkur á frétt KSTP (ABC) um málið (video er í glugga hægra megin) og hér er video úr fréttum KARE11 (NBC).

Að öðru leiti tek ég til baka allt slæmt sem ég sagði um Mercedes Benz í pirringskastinu í síðustu færslu.  Eða sko þannig... fyrir utan smá reliability issues...þjónustan er allavegana góð.  Öðlingarnir í umboðinu lánuðu mér barasta, free of charge, þennan líka geeðveika luxury SUV til afnota þangað til þeir koma gamla mínum í lag.  Probblemið er að ég vil helst ekki skila honum...glæsplunkunýr ML350 með öllu...$55 þúsund dollara kvikindi.  Fer á honum á morgun í mína árlegu Casino ferð, en undanfarin ár hef ég lagt það í vana minn á föstudaginn langa að skreppa uppá indíjánaverndarsvæði hjá Ojibwe ættbálknum og fara í smá bingó...já eða rúllettu og blackjack...spurning um að leggja jeppann undir?   Alltaf hægt að flýja til Mexíkó ef illa fer.

2008-mercedes-benz-m-class-ml350-edition-10-front-left


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband