Vopnaðir flugmenn

pilot_mg250Það voru miklar deilur um það á sínum tíma hvort leyfa ætti flugmönnum að bera skotvopn um borð í bandarískum farþegaflugvélum í kjölfar 9/11.  Eftir miklar vangaveltur skiluðu flugmálastjórnin (FAA) og samgöngumálaráðuneytið (DoT) frá sér ályktun gegn því, af öryggisástæðum, í maí árið 2002, en dómsmálaráðherrann John Ashcroft ásamt þingflokki Repúblikana og lobbí-hóps NRA virtu FAA og Dot að vettugi og stofnuðu hið svokallaða Federal Flight Deck Officer Program í apríl 2003.  Nú bera um 4000 bandarískir flugmenn á sér skotvopn en þeir þurfa einungis að fara á einnar viku námskeið til þess að fá heimild til að bera vopn, óháð því hvort þeir séu fyrrum hermenn eða hafi aldrei haldið á byssu áður. 

Helsta hættan sem stafar af því að hafa byssu í flugstjórnarklefanum er sú að hún falli í rangar hendur.  Það er vel hægt að ímynda sér slíkt scenario að flugræningi nái að yfirbuga flugmanninn og ná af honum byssunni.  Einnig er hægt að ímynda sér scenario þar sem að flugmaður snappar og beitir byssunni gegn öðrum áhafnarmeðlimum eða farþegum (þó slíkt sé væntanlega ólíklegt) og að lokum er greinilega hætta á voðaskotum.

Það er hins vegar alger mýta að flugvél "hrapi" þó svo að lítið gat komi á skrokkinn eftir byssukúlu.  Þess má geta að þrátt fyrir að það hafi ekki komið fram í frétt MBL þá fór kúlan í þessu atviki út um skrokk vélarinnar á vinstri hlið vélarinnar.  Gat eftir .40 cal. byssukúlu er mjög lítið og veldur ekki undir venjulegum kringumstæðum "explosive decompression".   Félagarnir í Mythbusters þáttunum ágætu eru löngu búnir að bösta þessa mýtu.   Atvikið sem átti sér stað í gær átti sér að vísu stað í aðflugi þar sem vélin var komin í litla hæð og þrýstingsmunurinn því minni en ella en engu að síður er það bara della að byssukúlugat geti grandað flugvél, jafnvel þó skotið sé í gegnum glugga.  Jafnvel þó svo kúlan færi í stjórntæki vélarinnar í flugstjórnarklefanum, þyrfti verulega óheppni til þess að mikil hætta stafaði af því.  Nú er ég að tala um eina kúlu...auðvitað eykst hættan ef við erum að tala um að heilu magasíni sé spreðað í flugstjórnarklefanum.

Mín skoðun er sú að vopnaðir flugmenn auki ekki öryggi flugfarþega og að nær væri að fjölga Federal Air Marshalls (óeinkennisklæddum sérþjálfuðum lögreglumönnum) sem eru um borð í um 1% innanlandsflugferða í bandaríkjunum í dag, séu menn virkilega svona stressaðir yfir hugsanlegum flugránum.  Flugmenn eru sérstakur þjóðfélagshópur, drykkfelldir montnir macho andskotar með yfirvaraskegg og tyggjó sem halda að þeir séu eitthvað og vilja bara fá að bera byssur til að bústa ego trippið hjá sér og fá aukna virðingu fyrir uniforminu! Wink  Persónulega þekki ég alltof marga flugmenn sem ég myndi aldrei treysta fyrir skotvopni! 


mbl.is Skot hljóp af í flugstjórnarklefanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já mér datt strax í hug fullur flugmaður með frethólk :)

DoctorE (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er skíthrædd við byssur, meira að segja vatnsbyssur

Kveðja og knús til þín

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.3.2008 kl. 01:11

3 identicon

Sæll Félagi! Hérna verð ég að setja athugunarsemd á greinina þína.

Samkvæmt FAA hefur frá 9/11, 3 slysaskot af byssu flugstjóra í flugi hlotist af. EKKERT af þeim, kom farþegum né áhöfn í nokkura hættu.

Á þessum sömu árum hefur byssa flugmanns í USA (né annarstaðar í heiminum ) ALDREY fallið í rangar hendur.

Enn síður hefur Flugmaður eða Flugstjóri "snappað" með skotvopn um borð í flugvél.

Það eina sem ég vil gera með þessari athugasemd er að raða líkunum á byssunotkun um borð í farþegaflugvélum, í rétta röð.

Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.