Alan Turing - Líf og örlög guðföður nútíma tölvunarfræði, stríðshetju og dæmds kynvillings

Alan TuringNafn Alan Turing er sennilega ekki mjög þekkt á Íslandi frekar en annarsstaðar.  Það er kannski helst að þröngur hópur tölvunörda og verkfræðinga kannist við nafnið, en Alan var einn af upphafsmönnum stafrænnar tækni og tók þátt í að smíða sumar af fyrstu stafrænu tölvum heims auk algóriþmanns sem kenndur er við "The Turing Machine".   Þar að auki var hann einn af hugmyndasmiðum gervigreindar (Artificial Intelligence) og í hjáverkum braut hann leynikóða Nasista (Enigma Machine) sem varð til þess að Bandamenn náðu að sigrast á kafbátaflota Þjóðverja og hafði þannig gríðarleg áhrif á gang Seinni heimsstyrjaldarinnar.  Þú værir hugsanlega ekki að skoða þig um á netinu núna ef ekki hefði verið fyrir Alan Turing.

Þrátt fyrir allt þetta er nafn hans enn þann dag í dag nánast ókunnugt enda var þessum snjalla Enska stærðfræðing (og heimsspeking) ekki hampað sem hetju af þjóð sinni í þakklætisskyni, heldur var líf hans og orðspor lagt í rúst á grimmilegan hátt.

Alan Touring fæddist í London árið 1912 og kom snemma í ljós að hann væri með snilligáfu á sviði stærðfræði. Á unglingsárunum nam hann við hinn virta einkaskóla Sherborne School þar sem hann fór létt með að útskýra og skrifa heilu ritgerðirnar um afstæðiskenningu Einsteins löngu áður en hann tók sinn fyrsta kúrs í grunn-kalkúlus!  Á menntaskóla-árunum í Sherborne varð Alan ástfanginn af skólabróður sínum Christopher Morcom og þeir áttu í sambandi uns Morcom lést skyndilega af völdum bráða-berkla sýkingar.  Fráfall Morcom´s hafði gríðarleg áhrif á Alan sem í kjölfarið gerðist trúleysingi og mikill efnishyggjumaður.

Alan vann síðar skólastyrk til þess að nema stærðfræði við King´s College í Cambridge þar sem hann byggði mikið á verkum Kurt Gödels og lagði fram grunninn að nútíma forritun eða algóriþmum.  Hann öðlaðist svo doktorspróf frá Princeton háskóla í Bandaríkjunum en þegar stríðið braust út hóf hann störf fyrir Bresku leyniþjónustuna þar sem hann vann við að leysa dulkóðanir í Bletchley Park í Milton Keynes.  Þar átti hann m.a. stóran þátt í að leysa ráðgátur "The Enigma Machine" og fyrir það var hann sæmdur tign OBE (Officer of the British Empire).  Eftir stríðið starfaði hann við rannsóknir við háskólann í Manchester og tók m.a. þátt í smíði og forritun á fyrstu tölvunum og "fann upp" gervigreind.

Alan fór aldrei mjög leynt með samkynhneigð sína en það var ekki vel séð af samfélaginu, hvað þá yfirvaldinu.  Kalda stríðið var hafið og yfirvöld óttuðust að "kynvillingar" væru líklegir til að gerast Sovéskir njósnarar og því var fylgst vel með Turing.  Árið 1952 var hann handtekinn og ákærður fyrir glæpinn samkynhneigð.  Alan viðurkenndi glæpinn og hann var því dæmdur sekur á sömu lagagrein og Oscar Wilde 50 árum áður.  Sem refsingu mátti Alan velja á milli 7 ára fangelsisvistar eða stofufangelsis gegn því að hann undirgengist vönun með hormónagjöf og sálfræðimeðferð.  Þar sem Alan óttaðist að lifa ekki af í fangelsi valdi hann síðari kostinn.

Eftir dóminn var Alan sviftur öryggisréttindum sínum og gat þar af leiðandi ekki starfað áfram fyrir leyniþjónustuna né komið að leynilegum rannsóknum og auk þess fylgdist lögreglan með hverju skrefi hans.  Hormónameðferðin hafði m.a. þær aukaverkanir að Alan uxu brjóst og hann fann fyrir erfiðum sálrænum kvillum sem gerðu honum ókleyft að einbeita sér að því eina sem skipti hann orðið máli í lífinu...stærðfræðinni.

Árið 1954 fannst Alan Turing látinn á heimili sínu, aðeins 42 ára gamall.  Við rúm hans fannst hálf-klárað epli sem reyndist fyllt af blásýru.  Opinber dánarorsök var skráð sjálfsmorð.  Enginn veit  hverju fleiru þessi snillingur hefði getað áorkað og skilað mannkyninu hefði hann ekki verið ofsóttur og í raun tekinn af lífi í blóma lífs síns. 

Turing styttaMörgum kann að koma á óvart að svona hafi þetta verið í vestrænu lýðræðisríki lang frameftir tuttugustu öldinni en það má heldur ekki gleyma því að þegar Bandamenn frelsuðu Gyðinga úr útrýmingabúðum Nasista voru hommarnir skildir eftir áfram í Þýskum fangelsum og á meðal "úrræða" Breskra yfirvalda sem beitt var fram til ársins 1967 þegar samkynhneigð var loksins "lögleidd", voru rafstuðs-meðferðir sem voru í raun ekkert annað en skelfilegar pyndingar.  Hugsið ykkur hvað er í raun stutt síðan!  Og hugsið ykkur að ef fólk eins og JVJ moggabloggari fengju að ráða (sem gekk jú í Cambridge háskóla líkt og Alan Turing) væri fólk enn ofsótt fyrir "glæpinn" samkynhneigð.

Alan Turing hefði orðið 96 ára í ár hefði hann lifað.  Loksins árið 2001 var honum sýnd sú virðing að reistur var minnisvarði um hann í Manchesterborg og í fyrra var sömuleiðis gerður minnisvarði honum til heiðurs í Bletchley Park.  Allt frá árinu 1966 hafa verið veitt Turing-verðlaunin fyrir afrek í tölvunarfræði sem líkt er við Nóbels-verðlaunin á því sviði.  Þá var gerð kvikmynd byggð á lífi Turings árið 1996 sem ber heitið "Breaking the Code" þar sem stórleikarinn Derek Jakobi fer með hlutverk Alans.  Hér má sjá brot úr myndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kannast við kauða, vill svo vel til að hann kom fram í mynd sem ég sýndi á blogginu mínu um helgina.. þú hefur eflaust gaman að; Hættuleg þekking heitir ræman

DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 09:14

2 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Flott grein Róbert. Ég held ég hafi heyrt heilmikinn þátt á BCC um hann Trouring um daginn, mjög merkilegt allt saman, og endalok hans sorgleg og skýrt dæmi um fordómana og hörkuna sem fólk leyfir sér gagnvart þeim sem lenda í því að teljast "óeðlilegir".

Ekki er heldur langt í annað eins tímabil ef Baptistarnir komast til valda, eða er það ekki rétt metið?

mbk,

Kristinn Theódórsson, 22.9.2008 kl. 09:31

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Minn kæri DoktorE: Ég horfði einmitt á þáttinn á blogginu þínu og þá rifjaðist kallinn upp fyrir mér og varð það kveikjan að þessum skrifum mínum.

Kristinn: Já, "thank God" for the BBC   Nei, ég efast nú um að þróun undanfarinna áratuga verði snúið við úr þessu, hvað svo sem þessir "Baptistar" rífa sig hehe.  En við verðum að vera á varðbergi og stríðið er ekki unnið ennþá.

Óli:  Já, það eina sem skyggði á myndina var, með fullri virðingu fyrir David Jakobi sem stóð sig vel, að hann var 58 ára gamall að leika 32 ára mann!   Legg til að Jude Law taki að sér hlutverkið í endurgerðinni hahaha.


Róbert Björnsson, 22.9.2008 kl. 18:39

4 identicon

Kúl... að einhverjir horfi á alla þessa svölu þætti sem ég pósta :)

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 11:45

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe takk sömuleiðis uppáhalds kristilegi þjóðernisfasistinn minn!

DoctorE:   Hey, þú sparar mér $30 á mánuði í kapalstöðvareikninga!    Annars er maður kominn með þvílíkt hundleið á Amerísku sjónvarpi að það hálfa væri nóg... af þessum 150 stöðvum sem ég er með eru kannski 5 rásir sem maður kveikir á við og við.

Róbert Björnsson, 25.9.2008 kl. 03:09

6 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Það er skelfilega stutt síðan þessar ofsóknir voru við líði, annars eru ótrúlegir fordómar í gangi og þekki ég persónulega til þess, bara vegna þess að ég neitaði að dæma fólk sem hefði  þessa kynhneigð er ég meira og minna útí kuldanum. Og þó er mín kynhneygð samkvæmt Biblíunni; kona og karlmaður, það er víst það rétta.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 25.9.2008 kl. 15:22

7 identicon

Heyrðu þegar ég leit á þessa mynd af kallinum þá hugsaði ég að nú værir þú búin að breyta mynd af pabba þínum eða Halldóri bróður þínum í forritinu þarna "árbókaðu þig" . Ferlega líkur þeim báðum , og jafnvel Jensen gamla líka.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 12:04

8 Smámynd: Róbert Björnsson

Hahaha...þú segir nokkuð Ragnhildur.  Hann minnir etv. svolítið á afa Jensen þegar hann var ungur. 

Róbert Björnsson, 28.9.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband