Vatíkanið hafnar frönskum sendiherrum

nice hatFrakkar eiga í vandræðum með að fylla sendiherrastöðuna í Vatíkaninu og hefur staðan nú verið laus síðan í desember 2007.  Vandinn er sá að Páfinn hefur ákveðna standarda... fyrst höfnuðu þeir hinum virta rithöfundi og blaðamanni Denis Tillinac, góðvini Jacques Chirac, því hann hafði framið þá regin synd að hafa skilið við konuna sína og gifst aftur.

Þá ákvað Franska utanríksiráðuneitið að skipa fyrrum sendiherra Frakka í Búlgariu, Jean-Loup Kuhn-Delforge, sem nú er yfirmaður "Consular Affairs Directorate" í París og er virtur diplómat.  Ekki líkaði Páfa það val og aftur var svarið: "grazie, ma non grazie".   Að þessu sinni var ástæðan sú að Jean-Loup fer ekki leynt með samkynhneigð sína og er í staðfestri sambúð með manni sínum til margra ára.   Doh! Tounge

Sumir segja að Frakkar séu með þessu að "stríða" Vatíkaninu en það er alls óvíst hvenær þeir finna "hæfan" diplómat til að senda í Vatíkanið.  Það er erfitt að gera sumu fólki til geðs.  Sjá frétt hér .


mbl.is Páfi hefur áhyggjur af trúleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þeir eru sko að mista kosti 100 árum á eftir tímanum þarna hjá Vatíkaninu....ef kaþólikkar hafa þá nokkurn tíma fylgt tímanum. Það er örugglega erfitt að gera þeim til geðs....þó hafa þeir nú ýmislegt á samviskunni, eins gott að kaþólikkar geta skriftað í tíma og ótíma, það bjargar þeim.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 5.10.2008 kl. 20:01

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Æ, þetta er sorglegt lið! 

Róbert Björnsson, 5.10.2008 kl. 20:25

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Svo er fólk að tala um að Talibanarnir og orthodox Gyðingarnir séu vitlaust pakk... allt sama tóbakið.   

Sem betur fer er hinn vestræni heimur að losna undan oki trúarbragða og þá er skiljanlegt sumir sem tapa völdum og peningum fari í fýlu.

Róbert Björnsson, 5.10.2008 kl. 20:28

4 identicon

Sorglega heimskt lið í vatíkaninu... sorglegra er það að fólk hlusti á þessa fávita og óvini mannkyns

DoctorE (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 10:53

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Góður hann Stewart! Lá af hlátri við að skoða myndskeiðið! Takk fyrir það.

xx

Ólafur Þórðarson, 7.10.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.