Icelandic snake-oil-salesmen

Vaknaði hríðskjálfandi klukkan hálf fjögur í morgun og áttaði mig á því að ég hafði sofnað við galopinn glugga og úti er 12 stiga gaddur.  Eftir að ég hafði náð mér í teppi og örlbylgjað Nestlé kakó kveikti ég á imbanum og vildi ekki betur til en svo að sjónvarpsmarkaðurinn var að auglýsa "the Secret of Icelandic Health and Long Life"... hvorki meira né minna.

320as-seen-on-tv.jpgVaran virðist einfaldlega vera hið rammíslenska Lýsi, þó svo ekki sé notast við það vörumerki.  Þó svo innihaldið virðist aðallega vera Omega-3 fitusýrur tekst þeim að markaðssetja Lýsið sem 9 mismunandi "formúlur" sem hver um sig á að gagnast við liðverkjum, veiku ónæmiskerfi, slæmri húð og minnisleysi auk þess sem sumar formúlurnar eru góðar fyrir hjartað, blöðruhálskirtilinn og góða skapið.

Þriggja mánaða skammtur kostar ekki nema $250 og ef þú finnur ekki fyrir bættu skammtímaminni innan þriggja vikna þá færðu endurgreitt!  100% Money Back Guarantee.

Svo er bara spurningin hvort þetta sé enn eitt Ice-Save Nígeríu-svindlið...og þá hvort íslensku þjóðinni beri að endurgreiða...og gert sé ráð fyrir þessu í lánapakkanum frá IMF. Joyful

Hér er vefsíða icelandhealth.com

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.