Flagð undir fögru skinni?

Satt að segja var ég að vona að Sigmundur Davíð yrði allt öðruvísi stjórnmálamaður en við höfum átt að venjast.  Hann var nýtt og ferskt andlit sem lofaði öllu fögru - að því er virtist óháður hinni gömlu flokkapólitík.  Þrátt fyrir að enginn vissi í raun og veru fyrir hvað Sigmundur stæði þá var þorsti almennings í breytingar svo mikill að einn og sér reif hann fylgi Framsóknar frá núlli uppí 17% í síðustu skoðanakönnun og drengurinn úr MR og Oxford virtist á fljúgandi siglingu.

lipstick-on-a-pig-400.jpgEn í gær fór aftur að bera á gömlu Framsókn.  Eftir forkastanleg og ósvífin vinnubrögð Einars K. Guðfinnssonar tilkynnti Sigmundur litli að Framsókn myndi ekki sætta sig við að hvaladráps-heimildin yrði dregin til baka.  Nú var ljóst að Framsókn ætlaði sko engan veginn að sitja á hlutlausu hliðarlínunni eins og þeir höfðu lofað heldur ætluðu þeir sér að notfæra sér sína lykilaðstöðu til his ýtrasta, eins og Framsóknarmanna er von og vísa.  Það fékkst svo endanlega staðfest í dag þegar þeir draga lappirnar við myndun nýrrar ríkisstjórnar sem þeim lá samt svo svakalega mikið á að mynda fyrir viku síðan.  Sem fyrr eru það hagsmunir Framsóknarflokksins sem skipta þá meira máli en hagsmunir þjóðarinnar.  Hvað er nýtt?

Breytingar hvað?  Trúverðugleiki hins "nýja" Framsóknarflokks hefur beðið mikla hnekki og von þeirra um endurreisn flokksins er að öllum líkindum draumórar einir.  - You can put lipstic on a pig...but it´s still a pig!


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við eigum að drepa alla þá hvali sem við nám í og ef þú vilt venda ein hvern snúðu þér að sakaausufólki sem Ísraels menn eru að drepa t.l.d.

Adolf (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:53

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Dolli:  hvað hafa hvalveiðar með dráp Ísraela á saklausu fólki að gera?  Það vill svo til að ég hef áður á þessu bloggi gagnrýnt Ísraela fyrir þeirra grimmdarverk - en ég sé ómögulega samhengið við hvalveiðar!

Það sem ég hef á móti hvalveiðum er sú staðreynd að hún mun skemma fyrir ferðaþjónustu og mun skaða enn frekar hina löskuðu ímynd lands og þjóðar.  Það er verið að fórna stórum hagsmunum fyrir kjaftforan einkavin fyrrum sjávarútvegsráðherra.  

Róbert Björnsson, 30.1.2009 kl. 21:05

3 identicon

Það er ekki einfalt að verja stjórn vantrausti og mörg atriði sem þarf að huga að. Segjum svo að menn hoppi bara út í þetta og ný ríkisstjórn taki ákvörðun sem gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, t.d. varðandi ríkisfjármál. Hverjum mun þá vera kennt um? Þetta er ekkert grín. Þótt Framsókn ætli sér ekki taka þátt í ríkisstjórn þá er það ábyrgð að verja stjórn falli í ákveðnum málum. Menn hljóta að mega hafa skoðun á hvernig það er gert, ekki bara samþykkja óútfylltan tékka.. og hvað svo?

Jóhanna (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 22:40

4 identicon

Ég hef ekkert á móti hvalveiðum sem slíkum en ef við erum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni þá held ég að hvalveiðar séu ekki þess virði. Ég spyr mig er þetta ekki bara hræðslu áróður að ferðaþjónusta verði fyrir skaða ef hvalveiðar séu stundaðar. Er það stórt hlutfall ferðamanna sem kemur bara til Íslands bara til að fara í hvalaskoðun og myndi fólk sem kæmi til Íslands  til að sjá landið hætta við að fara í hvalaskoðun af því að Íslendingar veiða hval. Ég get ekki séð að venjuleg fjölskylda í evrópu eða usa myndi hætta við að koma til Íslands bara af því að við veiðum hval.

Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 23:48

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Jóhanna:  Já, en maður spyr sig af hverju Framsókn er að þessu yfir höfuð ef þeir treysta ekki S og VG betur en svo að þeir telji þá fara með landið í gjaldþrot fyrir kosningar...ef Þeir hinir ábyrgu og flottu Framsóknarmenn fá ekki að handstýra þessu öllu bakvið tjöldin og maka eigin krók...í umboði hvers spyr maður sig?

Það skyldi þó ekki vera að þetta endi í sömu hringavitleysunni og hjá Reykjavíkurborg?   

Þórarinn:  af hverju væru talsmenn ferðaþjónustunnar að hafa áhyggjur af þessu ef þetta ætti ekki við nein rök að styðjast?  Svo er það tímasetningin maður...mitt í öllum þessum ólgusjó þá velja þeir þennan tíma til þess að draga að sér athygli út af þessu máli!  Þegar við þurfum mest á velvilja annara þjóða að halda.  En ef fólk vill breyta íslandi í Norður-Kóreu vesturins þá verði þeim að góðu.

Róbert Björnsson, 30.1.2009 kl. 23:58

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Framsók...=

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.1.2009 kl. 00:23

7 identicon

Hvalveiðar eru svolítið flóknari mál en með eða á móti. Sumir eru á móti hvalveiðum af markaðs ástæðum telja að það sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og svo eru það aðrir sem eru á móti hvalveiðum af því að þetta sé svo merkileg skeppna og að hvalur sé í útrímingar hættu og ég hef það á tilfinninguni að þeir talsmenn í ferðaþjónustuni séu á móti hvalveiðum af seinni ástæðuni. Ég veit ekki hvort það hafa verið gerðar einhverjar marktækar kannanir á því hvort þetta skaði ferðaþjónustu á Íslandi og hvort það séu marktækar kannanir og framkvæmdar af hlutlausum aðilum því ekki tek ég mark á skoðunarkönnum frá Greenpeace eða öðrum skildum aðilum.

Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 00:31

8 Smámynd: Róbert Björnsson

Þetta er ekki bara spurning um ferðamenn Þórarinn - hér eru líka almennir viðskiptahagsmunir í húfi!  Af hverju heldurðu að Jón Asgeir (af öllum) hafi verið að vara við þessu? 

Sjálfur man ég vel eftir því þegar að ALDI verslunarkeðjan í Þýskalandi sniðgekk allar íslenskar vörur (aðallega íslenskan þorsk) vegna hvalveiðistefnunnar.  Það er raunveruleg hætta á því t.d. að Whole Foods hér í Bandaríkjunum hætti að selja íslenskt lambakjöt, smjör og skyr - því stór hluti þeirra kúnnahóps eru "grænir" hvalavinir sem fylgjast með hetjulegri baráttu Paul Watsons á Discovery Channel! 

Þannig er þetta bara...

Róbert Björnsson, 31.1.2009 kl. 00:40

9 identicon

Hvernig veist þú það Róbert að viðskiptavinir Whole Foods séu grænir hvalavinir er ekki bara Íslenska varan sem er verið að selja góð lambakjötið smörið og skyrið? Noregur hefur stundað hvalveiðar árum saman og ekki veit ég til að það hafi skaðað þá hvers vegna ættu þá hvalveiðar að skaða okkur?

Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 00:52

10 Smámynd: Róbert Björnsson

Hefur þú komið inn í Whole Foods verslun og séð hippana sem versla þar?

Og það þarf ekki hippa til - mig minnir að ég hafi séð Gallup könnun þar sem 80% Bandaríkjamanna sögðust vera á móti hvalveiðum - og Japanir hafa lent í basli með almenningsálitið.

Mér finnst bara fáránlegt að taka þessa áhættu - sérstaklega þar sem tekjurnar af hvalveiðum yrðu aldrei nema dropi í hafið.  Tilgangslaust bull og þjóðrembingur.  Og þar með er umræðunni um hvalveiðar lokið að minni hálfu.

Róbert Björnsson, 31.1.2009 kl. 01:08

11 identicon

Er það ekki hlægilegt að einn mesti skítaflokkur landsins hefur okkur í hendi sér AFTUR......
Birkir + næyji formaðurinn.. hahahahahah goodbye iceland!!

DoctorE (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 12:30

12 Smámynd: Heimir Tómasson

Róbert, ég hef einmitt séð þetta svo vel. Bý stutt frá Whole Foods verslun Í Seattle og það er stundum varla hægt að komast að hurðinni þar - fyrir reiðhjólum. Ekki það að ég sé að kvarta yfir því, það mættu fleiri hjóla en það sem þarf að gera er að koma þeim upplýsingum til skila að hvalirnir eru ekki í útrýmingarhættu. Þar hafa reyndar GreenFreeze og þeir lúðarnir allirsaman töglin og haldirnar því þeir hafa peningana. Ég er staddur uppi í Alaska núna og ég hef heyrt marga (utanaðkomandi - þ.e. ekki frá Alaska) tala um að nú þurfi að fara að vernda fiskinn í sjónum svo hvalurinn fái nú eitthvað að borða..... Ég segi bara, sláum tvær flugur í einu höggi og fóðrum hvalinn á þeim sem halda þessari vitleysunni fram!

Heimir Tómasson, 1.2.2009 kl. 11:35

13 Smámynd: Róbert Björnsson

Góður punktur Heimir! 

Væri ekki hægt að gera díl við græningjana um að friða bara skíðishvelin (grænmetisætur hafsins)?   Og sýna þeim í leiðinni myndir af því þegar hópur af litlum sætum Keikó-um ræðst á stórhveli og étur það lifandi.  

Róbert Björnsson, 1.2.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband