Mun Amerískur bíla-iðnaður rísa á ný?

CAL%20CHEVYÞó svo ég sé Ford maður er ekki laust við að maður sé hálf sorgmæddur yfir örlögum General Motors og Chrysler.  Þrátt fyrir að GM verði endurreist sem ríkisfyrirtæki (hugsið ykkur!) er niðurlægingin stór og sárt að hugsa til þess að 20 þúsund manns munu missa vinnuna auk þess sem lífeyristekjur og sjúkratryggingar 650 þúsund eftirlaunaþega GM munu skerðast verulega.

Nýja GM sem mun verða í 60% eign Bandaríska ríkisins (eftir að $19 milljarða björgunarpakki dugði ekki og endurskipulagningin mun kosta Bandaríska skattgreiðendur aðra $30 milljarða) mun einungis framleiða Chevy, GMC, Cadillac og Buick en Hummer, Saturn og Pontiac heyra nú sögunni til.  Áfallið er mikið fyrir Detroit (MoTown) og raunar allt Michican ríki sem sér nú fram á allt að 15-20% atvinnuleysi og miklar fjárhagslegar hörmungar.

Þrátt fyrir að efnahags-hrunið hafi orðið til þess að ýta GM endanlega framaf bjargbrúninni á gjaldþrot GM þó mun lengri aðdraganda.  Rekstur GM hefur verið mjög erfiður síðustu 10-15 ár og hver stjórnunarmistökin á fætur annarri hafa átt sér stað þrátt fyrir endalausar hagræðingar sem litlu hafa skilað.  Það er sorgleg staðreynd að á síðustu 10-20 árum hafa gæði og áreiðanleiki Amerískra bíla dregist langt aftur úr Evrópskum og Asískum keppinautum og svo er nú komið að Ameríkanar eru hættir að vilja kaupa eigin bíla og Toyota, Honda og Volkswagen eru orðnir söluhæstu bílarnir í Bandaríkjunum.

Fall GM sem alltaf var sagt vera "too big to fail" er í raun táknrænt fyrir stöðu sjálfra Bandaríkjanna í dag, því miður.  Heimsveldið er á barmi hruns - iðnaðurinn í molum og innviðir samfélagsins (s.s. vegakerfið og orkubúskapurinn) eru komnir í óefni.  Einstök ríki eru við það að verða gjaldþrota - sérstaklega Kalífornía en Schwarzenegger ríkisstjóri tilkynnti það í gær að almenningsgörðum og baðströndum verði lokað í sumar í sparnaðarskyni.  Ríkisstjóri Texas hefur sömuleiðis opinberað þá hugmynd að Texas lýsi yfir sjálfstæði og gangi úr Bandaríkjunum!  Það er ljóst að Bandaríkin standa á miklum tímamótum og það mætti færa rök fyrir því að aldrei fyrr í sögu þeirra (frá Borgarastyrjöldinni) hafa þau staðið frammi fyrir jafn alvarlegum vanda.  Spurningin er sú hvort Obama takist hið ómögulega - að reisa Bandaríkin við til fyrri vegsemdar og virðingar eða hvort Bandaríkjanna bíði sömu örlög og Sovétríkjanna sálugu.  Við lifum svo sannarlega á áhugaverðum tímum en ég trúi því enn að vinir mínir í landi hinna "frjálsu og hugrökku" rísi úr öskustónni því það vita jú allir að "America is the Greatest Nation on Earth" og comebackið verður sætt eins og hjá Rocky Balboa...já og svo vinna góðu gæjarnir alltaf í Hollywood! Wink

En hvað sem því líður viðurkenni ég eftir að hafa átt nokkra Ameríska bíla (frá öllum þrem risunum) að ég gafst upp á þeim, gerðist Un-American og skipti yfir til Stuttgart.  Þrátt fyrir það sé ég svolítið eftir þessum skrapatólum:

Chrysler New Yorker - Fifth Avenue  (með  lúxus Mark Cross leðursófasetti en handónýtu loftpúðadempara-systemi)

1991_chrysler_newyorker_2764-300x189

Oldsmobile NinetyEight (GM skrapatól með eilífum rafmagnsvandræðum)

Mvc-010f

 

 

 

 

 

Lincoln Continental:  Sannkölluð lúxusbifreið en með gallað head gasket, loftpúða og lélega sjálfskiptingu)

Lincoln6Ford Crown Victoria:  Solid stál-flykki sem stóð þó undir nafninu Fix Or Repair Daily. Whistling

TIM_2928


mbl.is General Motors bjargað frá gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

"Það er sorgleg staðreynd að á síðustu 10-20 árum hafa gæði og áreiðanleiki Amerískra bíla dregist langt aftur úr Evrópskum og Asískum keppinautum [...]"

Tja... er það ekki frekar þannig að á síðustu 20-35 árum hafa amerísku bílaframleiðendurnir dregist aftur úr en þó jafnað allmikið bilið aftur síðustu 10 ár? A.m.k. ef maður skoðar áreiðanleikakannanir.

Þessir bílar hjá þér virðast einmitt hafa verið frá allra verstu árunum (þó ég hafi gaman af gamla Crown Victoria flekanum).

Páll Jónsson, 1.6.2009 kl. 19:01

2 identicon

Eftir olíukreppuna sem var í kringum 1974  komu Ameríkanar með sparneytnari og minni bíla eins og Chevy Chevette og fleiri .Því miður stóðu þeir TOYOTU HONDU eða NISSAN (Datsun) töluvert að baki í gæðum.Japanir unnu verulega á með litlum miðlungsbílum og á seinni árum í stærri líka.  Lýsing á  Chevette  á lista yfir slöppustu bíla áratugarins 1970_80 í hóp með Yugo og Trabant  :         " I include the Chevy Chevette only to note that even the most unloved and unlovely cars have their partisans. There are Pacer fan clubs and Yugo fan clubs, and if there is a Chevette fan club, let it begin with me. My girlfriend in college had a diaper-brown Chevette three-door hatchback, as bare bones as an exhibit at the natural history museum. It had a 51-hp engine and a four-speed manual transmission and not much else. It was loud and it was tinny, but we drove that car across the country three times and it never failed us. Once I got a 85-mph speeding ticket in it. That was on the down slope of the Appalachians, but still. The last time I saw that Chevette it was still plugging along. Vaya con Dios, old paint. "

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 23:24

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Páll:  Jú það kann að vera að þeir hafi nú eitthvað skánað aftur á allra síðustu árum.  Það er rétt að þessir skrjóðar mínir voru allir af árgerðum ´88 til ´94 sem hafa sennilega verið með lélegustu árgöngunum.  Það var reyndar ansi ljúft að keyra gömlu Crown Vikkuna á góðum degi - skemmtileg fjöðrun og nóg pláss.  Skrapp eitt sinn á henni einn léttann 7500 km hring   Frá Minnesota gegnum Suður Dakota (Mt. Rushmore, Badlands etc), Wyoming (Yellowstone Park), Montana, Idaho, Utah (Salt Lake City), Nevada (Las Vegas og Hoover Dam), Arizona, California (LA og upp til San Fran) og svo til baka aftur yfir Nevada, Utah, Colorado, Nebraska og Iowa.  Big Bertha eins og ég kallaði hana sló ekki feilpúst í þeirri ferð...hvorki í 11 þúsund feta hæð í Klettafjöllunum né í 46 stiga hita í Death Valley í Navajo eyðimörkinni. 

Hörður:  Bíll er ekki bíll nema hann vikti hálft tonn og sé með 8 strokka vél sem fer kannski 15-20 mílur á galloninu og sé með cup-holder fyrir super-sized Coke.   Þú treður meðalstórum Amerískum hormóna-hamborgararassi ekkert í bíl sem er hannaður fyrir Kóreu-mann.  En nú neyðist Kaninn sjálfsagt til að fara í ákveðnar lífsstíls-breytingar þegar hann hefur hvorki efni á olíu né mat.  Hugsanlega sjáum við brátt nýjan Chevy Chevette.  

Róbert Björnsson, 2.6.2009 kl. 01:12

4 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Þetta er náttúrulega ferlegt fyrir GM aðdáendur eins og mig. Sú aðdáun hangir reyndar nær alfarið á nú úreltri small block v8 sem ég hef notað til ýmissa hluta með góðum árangri.

Gm var of stór til að falla fyrir fjármálakerfið því búið var að hrúga slíkum ósköpum af CDS á fyrirtækið að ef það færi í þrot og þeir samningar virkjuðust þá yrði til enn og ný katastrófa fyrir helstu stórbanka US sem eru reynar ónýtir fyrri og á framfæri Obama stjórnarinnar. Það eru mikil vonbrigði að þessi geðþekki forseti skuli ekki hafa slátrað stórbönkunum á Wall Street, sem innihalda flest vandræði bandaríska bankakerfisins. Það segir manni því miður að hann hefur ekki frjálst spil og hagsmunir einhverra fjármagnseigendaklíka á Wall Street eru enn í fyrirrúmi. Sú stefna virðist óbreytt frá Bush tímanum.

Kv.

Ólafur Eiríksson, 2.6.2009 kl. 01:43

5 identicon

það er lítil eftirsjá í GM eins og þeir eru orðnir núna.  

Ótrúlegt að þeir ætli að halda áfram að framleiða Cadillac-rusl á borð við CTS áfram. Auðvitað áttu þeir að loka þeirri deild strax þegar í óefni var komið. Þessir nýju Cadillacar líta út eins og Toyotur með Cadillac-merki á. Skelfilega ljótir og að sama skapi lélegir.

Gunnar (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 09:03

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Átti einu sinni Cherokee.  88 módel.  Sá bíll var að bila jafnvel minna en Toyotan sem ég á núna.  Svo keyrði ég einu sinni 2000 módel Crown Vic... djöfull var það góður bíll.

Þetta bilar allt svipað, munurinn er kostnaður per bilun.

Vandamál kananna var að þeir voru að þröngva sér á Ríkisjötuna, og þetta var farið að verða eins og landbúnaðurinn hérna.  Þetta batnar ekkert úr þessu.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.6.2009 kl. 09:23

7 identicon

Hvað varð um viðkvæðið "What is good for GM is good for America"! Hafa nú Kanarnir ekki verið góðir í 4wd trukkum? Econoline, F serian, Suburban og fleiri.

Palli (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 10:06

8 identicon

Bílarnir, bjórinn, hormóna kjötid, erfdakuklid í raektun, health care, saklausir daemdir,  Enron, Madoff, bankarnir og svindl theirra,  Bush, FOX "NEWS", TORTURE, ....you name it.  If it's made in USA.....IT SUCKS!!! IT SUCKS BIG TIME!!!

Yá Yá (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 11:04

9 identicon

Hjá mér hefur thad alltaf verid JAPAN.  Mótorhjól og bílar....Japan, Japan, Japan, Japan, Japan, Japan, Japan, Japan, Japan, Japan...myndavélar, úr, sjónvörp, útvörp, reiknivélar, hljómtaeki....you name it....MADE IN JAPAN!!

Yá Yá (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 11:19

10 Smámynd: Páll Jónsson

Hvaða bílafréttum fylgist þú með Gunnar? Cadillac CTS er búinn að vera einn af ljósu punktunum hjá GM undanfarin ár og var einn af fyrstu vísum undanfarinna ára að GM kynni enn þá að búa til annað en Pikkuppa og Corvettuna.

Það hefði verið lítil synd að missa GM fyrir 10 árum... Í dag hefur Chevrolet Camaro, Corvettu, Silverado og Tahoe í toppklassa (og Volt á leiðinni); Pontiac hefur G8 og Solstice og Buick hefur Enclave...

Vissulega meira framleitt hjá þeim af rusli heldur en gæðum en það væri samt heilmikil eftirsjá af þeim bílum sem þó eru góðir.

Páll Jónsson, 2.6.2009 kl. 18:20

11 Smámynd: Einar Steinsson

Yá Yá þú gerir þér vonandi grein fyrir að flestir "japönsku" bílarnir sem þú getur keypt í dag eru hannaðir og framleiddir í Evrópu.

Einar Steinsson, 2.6.2009 kl. 19:42

12 identicon

Kannski ad thú hafir rétt fyrir thér Einsi kaldi úr Eyjunum.  En ekki minn bíll..minn bíll er MADE IN JAPAN...enda gamall en eins og nýr.  Frá fyrri hluta 10da áratugarins.  JAPAN BABY!!  JAPAN!!!!

Yá Yá (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 12:14

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sakna Yugo og Zastava. Nú hyllir undir að við fáum slík undur að nýju.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.6.2009 kl. 01:22

14 Smámynd: Heimir Tómasson

Og Dnepr, Jón Steinar minn, ekki gleyma þeim :-)

Heimir Tómasson, 8.6.2009 kl. 06:29

15 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Bílar í Ameríku hafa síðan 1980 eða fyrr verið óttalegir kassabílar. Í sjálfu sér er engin eftirsjá í bílunum sem slíkum, en það er eftirsjá í iðnaðinum, því mjög stórir hópar fólks vinna hjá þessum fyrirtækjum. Með auknu atvinnuleysi og verksmiðjum sem hverfa úr samfélögum riðlast heilu landsvæðin og falla í fátækt og skrælingjaskap. Skoðið hvað er að gerast í Detroit, stórir hlutar hennar að dragast saman og falla í frekari niðurníðslu með tilheyrandi niðurskurði á nauðsynlegri opinberri þjónustu.

Ólafur Þórðarson, 12.6.2009 kl. 13:44

16 Smámynd: Páll Jónsson

veffari: Ekki einfalda málin of mikið, þrátt fyrir sorglega sögu bandaríska bílaiðnaðarins undanfarin ár þá hafa komið þaðan nokkur heillandi ökutæki.

Páll Jónsson, 12.6.2009 kl. 23:00

17 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það er einföldun að einblína á nokkur gæðamódel inná milli. Ég er auðvitað að flækja málið með því að tengja þjóðfélagsleg mál í umræðuna.

Ólafur Þórðarson, 13.6.2009 kl. 02:56

18 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ég þurfti ekki að lesa nema 6-7 orð af þessari færslu til að vita ekki hvort ég ætti annaðhvort að æla eða hlæja. General Motors hafa risið upp úr kreppu, töluvert mikið stærri en þessari.

Ég segi þetta ekki vegna þess að ég er GM maður, heldur finnst mér þú byrja færsluna kjánalega. Tekur fram að þú sért Ford maður í byrjun færslunar.

Bandaríkjamenn munu ALDREY leggja niður samsteypu eins og General Motors. HINS VEGAR eiga GM í MIKLUM VANDRÆÐUM RÉTT EINS OG FORD OG CHRYSLER CO. Því er ekki að skipta að GM hefur núna, þegar þessi athugasemd er skrifuð, lýst yfir gjaldþroti.

Ég hef aldrey orðið var við að gjaldþrot setji mig á hausinn! Þvert á móti hreinsar gjaldþrot alltaf allar mínar skuldir og ég fæ miklu meiri fjárhagslega aðstoð á eftir.

General Motors var stærsta ( Ekki bara bílaframleiðandi í heimi) heldur STÆRSTA fyritæki í heimi í meira en 80 ár. Nú er lægð. Ekki sú fyrsta og ekki sú síðasta. Heldur bara lægð.

Eigum við ekki bara að bíða og sjá hvað verður?

Siggi Lee Lewis, 17.6.2009 kl. 03:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband