Láglaunastétt

Pilot_CaptainÞað er algengur misskilningur að flugmannsstarfið sé yfirleitt mjög vel launað.  Staðreyndin er því miður allt önnur hjá flestum.  Í Bandaríkjunum eru byrjunarlaun flugmanna svo lág að þau teljast undir fátæktarmörkum.  Kunningi minn og skólabróðir sem flaug 19-sæta vél fyrir NorthWest Airlink þénaði einungis um $9 á tímann eða um $18,000 í árstekjur.  Hann gat ekki lifað af öðruvísi en að flippa borgurum á McDonalds í aukastarfi þar sem hann hafði meira að segja ýfið hærra tímakaup.

Þess má geta að aukastarfið stundaði hann í lögboðnum hvíldartíma sínum.  Það er umhugsunarvert að á þessum tímum lággjaldaflugfélaga eru flugmenn oft að þéna mun minna en strætóbílstjórar þrátt fyrir að hafa lagt á sig strangt og mjög dýrt nám.  Launin eru oft í engu samræmi við þá ábyrgð og álag sem fylgir starfinu og maður spyr sig hvort svo lág laun geti ógnað flugöryggi.  Vildir þú vita til þess að flugmaðurinn þinn væri nýkominn af vakt á McDonalds?  Errm

Oh well...þeir hafa þó allavega uniformin sín!  Cool


mbl.is Flugmenn samþykkja launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

USA er sjúkt thjódfélag.  Fólk gerir sér alls ekki grein fyrir hve stór hluti fólks í USA lídur sökum fátaektar.  Meirihluti...MEIRIHLUTI bandaríkjamanna er á nálum vegna fjárhagsstödu sinnar. 

Engin helbrigd umraeda á sér stad í fjölmidlum thar.  Thad er ekki undarlegat ad kreppa sé í heiminum thegar fjármagnid safnast á ae faerri hendur.

"THE RICHEST 1 (ONE) PERCENT OF AMERICANS possess more wealth than
THE COMBINED WEALTH OF THE BOTTOM 90 (NINETY) PERCENT."

http://afgen.com/feudal2.html

Ninni (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 19:14

2 identicon

Þetta er að verða síalgengara um allann heim. Fólk heldur að flugmenn hafi einhver ofurlaun, en því fer fjarri. Fólk sem búið er að vinna í þessum bransa í fjölda ára getur ennþá haft það ágætt, en það er af sem áður var að flugstjórar ættu stærstu villurnar á Arnarnesinu og lifðu í einhverjum vellystingum á við bankamenn hér hin síðustu misseri.



Eftir að flugfélög víða um heim með fullþingi stjórnvalda riðu húsum í stéttarfélögum flugmanna með því að kynna verktakaflugmanninn til sögunnar, þá hefur hallað gríðarlega undan fæti í kjaramálum flugmanna. Lágfargjaldaflugfélögin ruddu sér til rúms og mörg hver bönnuðu flugmönnum sínum að vera í stéttarfélagi sbr. Ryanair, þó að slíkt bann standist ekki fyrir lögum. Önnur bönnuðu fólki slíkt ekki beint, en hafa passað sig á því hverjir ráðnir eru til starfa, sbr. Primera flugfélagið íslenska sem áður hét JetX, en það flugfélag ræður ekki til sín íslenska flugmenn af því að þeir eru svo ósvífnir að vilja vera í stéttarfélagi.



Fyrr myndi ég dauður liggja en að fljúga með þessu félagi, enda ágætislíkur á að maður endi þannig fljúgi maður með þeim. Þegar þeir fóru útaf brautinni í Keflavík voru flugmennirnir farnir yfir öll hvíldartímamörk, enda kom það á daginn að flugskrár flugmanna félagsins voru langt yfir því sem lögin leyfðu. En eins og venjulega, þá var aðeins slegið á puttana á þeim og þeir beðnir um að gera þetta ekki meira. Þess má geta að flugvélin sem um ræddi var Boeing 737-800 sem er lítil vél í heimi farþegaþotna, en flugbrautin sem um ræðir er um 3 kílómetrar að lengd og hefur verið notuð sem varabraut fyrir geimskutluna. Að geta ekki stoppað litla farþegaþotu á þessu gímaldi, þrátt fyrir að aðstæður hafi verið erfiðar ætti að segja það sem segja þarf um ástand flugmanna vélarinnar í lendingunni.



Spurning hvort að þeir hafi verið að flippa borgurum nóttina áður en þeir lögðu af stað í þennann 16-17 tíma flugtúr sinn í stað þess að hvílast?



En hversvegna gera menn svona? Hversvegna fara flugmenn ekki eftir settum hvíldartímareglum? Við skulum líka átta okkur á því að vinnutímareglur flugmanna eru með ólíkindum rúmar. Flugmenn mega vinna 60 tíma vinnuviku hvenær sem er sólarhringsins. Það eru ekki margar stéttir sem hafa lögboðinn rétt til að vinna jafn mikið nema ef ské kynni sjómenn. Dýr í mega ekki vera jafn lengi í flutningum og flugmenn í vinnunni. Skrifstofufólk og má ekki vinna svona mikið, en þar gæti blýanturinn  dottið í gólfið ef einhver brýtur vinnutímareglur.



Ástæða þess að fólk fer fram úr þessum afar rausnarlegu vinnutímatakmörkunum (eitthvað sem flugfélögin hafa barist fyrir að fá í gegn í fjölda ára) er sú að þegar þú vinnur sem verktaki, þá er enginn til að bakka þig upp ef þú ætlar að fylgja reglunum. Þú verður bara leiðinlegi gaurinn sem ert aldrei "teamplayer" í augum yfirmannanna og af því að það er enginn starfsaldurslisti eins og gengur og gerist í stéttarfélögum flugmanna, þá ert þú fyrstur til að fjúka ef þú beygir og brýtur engar reglur fyrir vinnuveitandann. Þetta hafa allir verktakaflugmenn á bakvið eyrun þegar þeir mæta til starfa.



Svo skulum við ekki gleyma þeirri staðreynd að það hefur færst gríðarlega í vöxt að verktakaflugmenn borga ekki skatta. Td. benti Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna skattayfirvöldum á íslandi á það að óvíst væri hvort danskir flugmenn Primera flugfélagsins greiddu skatta yfirhöfuð. En ég veit ekki til þess að skattayfirvöld hafi nokkurntíman hrært í því máli, enda er mun mikilvægara að passa að upp á það að Jón Jónsson verkamaður sé ekki að  moka neinstaðar á svörtu eftir vinnudaginn hjá sér. Er það þetta sem við viiljum? Erum við svo fullviss um það að þessir helvítis flugmenn hafi það svo gott að þeeir megi éta það sem úti frýs? Viljum við ekki að flugvélum stjórni fagmenn sem leggja metnað í sín störf, en ekki fólk sem telst til dreggja samfélagsins? Það verður sannarlega framtíðin ef heldur sem horfir. Það fæst ekkert mektarfólk til að vinna skítadjobb á ofurlöngum vöktum á skítalaunum sem þarf í ofanálag að eyða langtímum frá fjölskyldum sínum oft á tíðum. Viljum við hafa stétt verktaka sem leggur lítið sem ekkert til samfélagsins? Nú er ég ekki að saka alla verktakaflugmenn um þetta en þó veit ég að þetta er að verða síalgengara meðal þeirra.



Hver vilt þú að stjórni flugvélinni sem þú ferð með í sumarfríið? Svarið ætti ekki að velkjast fyrir fólki.

Jói (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 22:43

3 identicon

Ninni (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 17:50

4 identicon

Ég veit reindar um einn Íslending sem borgar með sér hjá Easy Jet til að komast í flugstjórastöðu.    Það er reinar flugmaður sem átti ekki aðra möguleika til að komast inn í þessa starfsgrein að námi loknu.   
 Það væri gaman að kynna sér hversu margir af þeim sem klára atvinnuflugmannsnám ná að verða sér úti um vinnu í faginu.   Ég giska á ca.30%.   Restin fellur í þá grifju að komast aldrei í vinnu í faginu og drukkna í himinháum námslánu.   Þetta er dýrt nám.  

   Ég skil vel hvers vegna þessi lággjaldaflugfélög bjóða mönnum uppá starfsframa gegn greiðslu og ennþá betur þá flugmenn sem þyggja slíkan díl. 

 Steini

Steini (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband