Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Delta II geimskot

Delta2Fyrir rúmum tveimur árum gafst mér tækifæri til að fylgjast með flugtaki Delta II eldflaugar frá Canaveral-höfða á Flórída.  Að sjá, heyra og finna fyrir ca. 5.5 milljón Newtona afli er nokkuð sem maður gleymir ekki í bráð.  Það er eitthvað "magical" við það að upplifa geimskot.  Maður fyllist lotningu og stolti yfir mannsandanum og því hverju við getum áorkað.

Ekki fékkst uppgefið hvað var um borð í eldflauginni sem ég horfði á yfirgefa jörðina, einungis að það væri "classified payload" fyrir flugherinn.  Það þýðir væntanlega njósnagervihnöttur.  Það hefði satt að segja verið skemmtilegra að vita til þess að þarna hefði verið vísindabúnaður frá NASA eins og þessi sem á að rannsaka norðurljósin.

Ástæða þess að ég var að flækjast þarna suðurfrá var sú að ég hafði hugsað mér að sækja um skólavist við Embry-Riddle Aeronautical University á Daytona Beach og fór ég því í skoðunarferð til að kynna mér staðinn.  Þrátt fyrir að lítast vel á skólann ákvað ég samt á endanum að halda kyrru fyrir í kuldanum í Minnesota...ákvörðun sem ég hef stundum nagað mig í handarbökin yfir...sérstaklega á köldum febrúarkvöldum. Errm

Fyrst ég var kominn til Flórída gat ég ekki annað en heimsótt Kennedy Space Center sem er hreint magnaður staður fyrir "geim-nörda" eins og mig.  Áður hef ég reyndar heimsótt Johnson Space Center í Houston, Texas (Mission Control) sem er ekki síður áhugavert, sem og eytt nokkrum dögum á Smithsonian National Air and Space Museum í Washington, D.C.

National Air and Space AdministrationÞað er erfitt að útskýra þennan áhuga minn á geimferðum...en ætli Star Wars og Star Trek fyrirbærin hafi ekki veitt mér þessa "inspirasjón".

Það eina sem Bush karlinn hefur gert rétt að undanförnu að mínu mati var að veita NASA fyrirskipun um að snúa aftur til tunglins fyrir árið 2020.  Fjörutíu-og sjö árum eftir að Apollo 17 yfirgaf það síðast mannaðra geimfara.  Í þetta skiptið er ætlunin að byggja varanlega bækistöð á tunglinu sem lið í undirbúningi að mönnuðum ferðalögum til Mars.  Lockheed Martin hefur þegar hafist handa við smíði á nýju geimfari sem hefur fengið nafnið Orion.

Gagnrýnendur geimferðaáætlunarinnar kvarta skiljanlega yfir háum kostnaði.  NASA mun eyða 104 milljörðum dollara á næstu 12 árum í tungl-áætlunina.  Það hljómar afskaplega dýrt, en til samanburðar má þó geta þess að stríðið í Írak mun kosta bandaríska skattgreiðendur yfir 2 trilljónir dollara þegar upp verður staðið...svo ekki sé talað um mannfórnirnar. 

Af hverju að fara aftur til tunglsins?  Hér eru 10 góðar ástæður.


mbl.is NASA rannsakar norðurljósin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Risa-kanínur til bjargar Norður-Kóreu

Robert the RabbitKarl Szmolinsky, 67 ára gamall Þjóðverji og fyrrverandi vörubílsstjóri, hefur tekið að sér að bjarga Norður-Kóreu frá hungursneið.  Karl hefur undanfarin 40 ár, ræktað heimsins stærstu kanínur.  Í fyrra sigraði Karl í samkeppni um stærstu kanínu Þýskalands, þegar stoltið hans sem hann kallar Robert, vigtaði heil 10.5 kg.

Þetta vakti athygli sendinefndar frá Norður-Kóreu sem setti sig í samband við Karl í von um að geta keypt nokkrar kanínur og tekið með sér heim til undaneldis.  Ekki er langt síðan almenningur í Norður-Kóreu hafði ekki annað að bíta og brenna en gras...en nú sjá þeir fyrir sér að kanínurnar nærist á grasinu og mannfólkið á kanínunum.

Karl sem á heima í bænum Eberswalde í gamla Austur-Þýskalandi er fyrrverandi kommúnisti og varð því mjög glaður með að geta hjálpað alþýðunni í Norður Kóreu.  Markaðsvirði risa-kanína er á bilinu 200-250 evrur en Karl ákvað að taka tilboði Kóreumannana í 80 evrur stykkið. 

Robert risa-kanína var meðal þerra sem sendar voru til Norður Kóreu en hvert kanínupar er fært eiga um 60 afkvæmi á ári.  Karl Szmolinsky tók fram að hægt væri að nýta nánast hvert einasta kíló af kanínunni til manneldis.  Úrvals rúllupylsa og liverwurst fengjust úr innyflunum.

Sjá umfjöllun NPR.

 


DirectX 10

dx10dx9Einu sinni tölvunörd...ávallt tölvunörd.  Ég lét loksins verða af því að uppfæra riggið mitt aðeins, enda gamla dótið að verða 3ja ára...sem er reyndar óvenju góður endingatími .  Það hefur að vísu ríkt ákveðin stöðnun í tölvubransanum að undanförnu.

Ég fór inná newegg.com sem er langbesta online dótabúðin...ódýrari en tigerdirect.com, ókeypis UPS Ground flutningur, enginn söluskattur og engin helv. mail-in rebates.

Ég ákvað að byggja í kringum nýja GeForce 8800 GTS skjákortið.  Fyrsta GPU-inn hannaðan fyrir Vista og sá fyrsti sem styður

DirectX 10 og Pixel Shader 4.0.  Þetta skrímsli er með 640 Mb skjáminni en ef það verður ekki nóg í framtíðinni er hægt að dobbla það með því að bæta við öðru skjákorti með aðstoð SLI tækninnar og PCI-Express brautarinnar Smile  Þetta þýðir auðvitað nýtt 1 kílóvatta PSU og nokkrar kæliviftur eða vatnskælingu.

Að öðru leiti er þetta Intel Core 2 Duo E6600 2.4 GHz klukkanlegt uppí 3.3 GHz á nForce 680i móðurborði og 2 Gb ram (PC6400 DDR2 800MHz).

Þetta ætti að duga til að keyra Flight Sim X í fullum gæðum en það er fyrsta forritið sem nýtir sér DirectX 10...hafi maður hardware-ið og Windows Vista.  Myndirnar hér að ofan sýna muninn á renderingu Flight Sim X annars vegar með DirectX 9.c og hins vegar DirectX 10!  W00t

Ég leyfi mér bara að segja það...Windows Vista (Ultimate) rúlar!!!


Er Selfosskirkja kaþólsk?

Þýska gæðablóðið Benedikt XVIÞessari spurningu velti ég ekki upp sökum þess óvenjulega siðar sem tíðkast hefur í Selfosskirkju undanfarin ár, að halda altarisgöngu með tilheyrandi synda-aflausn í lok hverrar einustu messu.  Það kemur mér trúleysingjanum og efnishyggjumanninum svosem ekkert við, enda nokkuð síðan ég náði andlegum þroska og sagði skilið við kirkjuna.

Nei, ástæða spuringarinnar er sú að heimasíða Selfosskirkju er vistuð sem undirsíða á léni Kaþólska kirkjunetsins, www.kirkju.net.  Þar á bæ, rita öfgafullir kaþólikkar ýmiskonar pólitískan og menningarlegan áróður.  Í nafni trúar sinnar fordæma þeir fóstureyðingar og samkynhneigð og líkja vinstri-sinnuðu fólki sem og baráttufólki fyrir mannréttindum við nasista! (þeir ættu að líta sér nær)

Pseudo-scientistinn Jón Valur Jensson hefur þarna verið hvað duglegastur við að boða sín fagnaðar-erindi í formi meiðandi ummæla og lyga um samkynhneigða.  Oftar en ekki vitnar hann í erlendar "rannsóknir" máli sínu til stuðnings og snýr allskonar tölfræði á haus, en taki fólk tíma til að skoða heimildir hans kemur dellan í "fræðunum" fljótt í ljós. 

Nú þykist ég vita að skoðanir þær sem birtast á www.kirkju.net endurspegla ekki skoðanir flestra sóknarbarna Selfosskirkju né þess ágæta fólks sem starfar innan Selfosskirkju.  Þess vegna þætti mér við hæfi að A) það kæmi skýrt fram á vefsíðu Selfosskirkju að engin tengls séu á milli Selfosskirkju og aðstandenda Kaþólska kirkjunetsins, eða B) að vef Selfosskirkju yrði komið fyrir á öðru léni.  Eða hvað finnst ykkur?

 


Bölvað klink

dollarNú á að gera enn eina tilraunina til þess að koma dollara-klinkinu í umferð. 

Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér þá er það klink.  Mér fynnst ég vera miklu ríkari með troðið seðlaveski af einsdollaraseðlum heldur en með fulla vasa af íþyngjandi klinki sem er öllum til vansa. 

Verðgildi dollarsins í augum almennings (perceived value) myndi örugglega stórlækka ef dollaraseðillinn yrði tekinn úr umferð.  Fólki finnst minna mál að eyða klinki heldur en seðli.  Kannski væri það gott fyrir hagkerfið...ég skal ekki segja.  Mikið hefur verið rætt um að úrelda Penný-íð (eins centa klinkið) og þó ég hati klinkið þá er ljóst að það myndi þýða að það yrði að rounda upp öll verð uppí næsta tug.  99 centa borgarinn yrði 1 dollara borgari...en síðan legst reyndar söluskatturinn ofan á þannig að í staðinn fyrir að 99 centa borgarinn kosti á endanum $1.07 þá færi hann upp í $1.10...það myndi þýða stórhækkað verðlag og aukna verðbólgu.

Hvað svo með alla sjálfsalana?  Það myndi kosta gríðarlegar fjárhæðir að uppfæra alla sjálfsala svo þeir tækju við dollara klinkinu.  Flestir nýjir sjálfsalar í dag taka reyndar líka bæði $1 og $5 seðla.

Ég hélt að ég væri nú ekki svona svakalega íhaldssamur...en mér þykir vænt um gamla græna George Washington og kæri mig ekkert um að hafa gulli slegna Richard Nixon og Ronald Reagan í vasanum.

 


mbl.is Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum andvígir dollaramynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hulunni svift af SAIC

saicÉg hlustaði á athyglisverða umfjöllun á NPR úvarpsstöðinni í dag um fyrirtæki sem heitir Science Application International Corporation eða SAIC.  SAIC er leynilegur verktaki fyrir Bandaríkjastjórn sem velti $8 billjónum á síðasta ári.  Hjá fyrirtækinu starfa nú um 44 þúsund manns, þar af flestir við svokölluð "svört verkefni" sem er haldið algerlega leynilegum fyrir almenningi.  Helstu "viðskiptavinir" SAIC eru CIA og NSA. 

Það merkilega er að hjá þessu fyrirtæki starfa margir háttsettir aðilar innan ríkisstjórnarinnar, þar af nánir samstarfsmenn Dick Cheney varaforsteta.  Einnig hefa komið í ljós eignartengsl við Halliburton.   Hafi einhver grætt á stríðinu í Írak þá eru það mennirnir á bak við þetta fyrirtæki og jafnvel er sagt að SAIC hafi haft hugmyndina að stríðinu og komið því í framkvæmd enda sé fyrirtækið svo valdamikið að það sé í raun og veru við stjórnvölinn í Washington á bak við tjöldin.

Í mjög ítarlegri grein í Vanity Fair er hulunni loksins svift af þessu dubious "skugga-fyrirtæki" og hvet ég áhugasama um að kíkja á þessa áhugaverðu lesningu.

 


Snillingurinn Bill Maher

Fleiri frábær komment frá meistara Bill Maher.

 

 


Log Cabin Republicans

GayRepubsÞað er alltaf jafn gaman að honum Berlusconi.  Tounge   Litríkasti karakterinn í Evrópskum stjórnmálum fyrr og síðar.

Ég held að hann hafi þarna alveg rétt fyrir sér.  Ég efast um að það séu margir hommar í Forza Italia...og séu þeir einhverjir hljóta þeir að vera eitthvað meira en lítið brenglaðir í kollinum.

Svona rétt eins og furðufuglarnir í Log Cabin Republicans hér í Bandaríkjunum, en það er sem sagt félag samkynhneigðra Repúblikana sem dá og dýrka G.W. Bush.   Þetta er svona álíka "oxymórónískt" fyrirbæri eins og að heyra talað um blökkumannadeild KKK!   Ég sá um daginn heymildarmynd um þessi viðundur sem nefnist "Gay Republicans".  Ég vissi eiginlega varla hvort ég átti að hlægja eða gráta.

Ég hvet fólk til að kíkja á þetta skemmtilega brot úr spjallþætti Bill Maher´s þar sem hann ræðir m.a. við Barney Frank þingmann (D- Massachusetts) um gay republicans...og gott ef George úr Seinfeld er ekki þarna líka...

 


mbl.is Allir samkynhneigðir vinstra megin í stjórnmálum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NBA leikmaður út úr skápnum

AmaechiJohn Amaechi fyrrverandi miðherji í NBA deildinni hefur nú ákveðið að koma út úr skápnum, fyrstur allra NBA leikmanna. 

Amaechi lék með Cleveland Cavaliers, Orlando Magic og Utah Jazz en lét skóna á hilluna fyrir þremur árum.  Besta tímabil hans var árin 99/00 þegar hann lék með Orlando en þá skoraði hann að meðaltali rúm 10 stig í leik en mest skoraði hann 31 stig í leik á móti Denver Nuggets árið 2000.

Amaechi er ættaður frá Manchester á Englandi og er breskur ríkisborgari.  Hann hafði orðspor á sér um að vera frekar sérlundaður, þurfti alltaf að drekka Earl Gray te fyrir leiki og spjallaði við blaðamenn um heimsspeki.  Á meðan félagar hans spiluðu tölvuleiki í frístundum sínum stundaði John doktors-nám í sálfræði í gegnum fjarnám á milli leikja! 

Viðtal verður við John á ESPN sjónvarpsstöðinni á Sunnudagskvöld en í ævisögu hans sem kemur út í næstu viku, og ber nafnið "Man in the Middle" segir hann m.a. frá andrúmsloftinu í NBA deildinni og viðhorfum leikmanna og þjálfara í garð samkynheigðra.  Ennfremur fjallar hann um samskipti sín við Jerry Sloan, þjálfara Utah Jazz, en hann mun m.a. margsinnis hafa kallað John "faggot".

John Amaechi er einungis sjötti íþróttamaðurinn úr atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum (NFL, NHL, MLB og NBA) sem kemur út úr skápnum og enginn hefur gert það fyrr en eftir að ferlinum lýkur.  Fyrir nokkrum árum kom NFL fótboltamaðurinn Esera Tuaolo úr skápnum og sagði hann þetta um John:

 "What John did is amazing. He does not know how many young kids he has saved. He does not know how many lives he's saved by speaking the truth."

David Stern framkæmdastjóri NBA deildarinnar sagði svo þetta í dag: 

"A player's sexuality is not important.  We have a very diverse league. The question at the NBA is always 'have you got game?' That's it, end of inquiry."

Sjá umfjöllun Sports Illustrated.


Saklaus húmor

snickersÉg skil ekki hvað fór svona fyrir brjóstið á fólki varðandi þessa auglýsingu.  Nú vill svo til að ég er meðlimur í GLAAD samtökunum (Gay & Lesbian Alliance Against Defamation) og þau hafa  unnið ljómandi gott starf í gegnum tíðina...en þetta er að mínu mati bara dæmi um skort á smá húmor fyrir sjálfum sér.

Ég horfði nú á blessaðan Super Bowl leikinn (hélt reyndar með Da Bears sem töpuðu Frown) og mér fannst þetta bara fín auglýsing.  Hversu oft sér maður tvö karla kyssast á skjánum í prime time?  Ég hefði haldið að þetta ætti að fara meira í taugarnar á hommahöturunum heldur en okkur hommunum.  Ef eitthvað er þá gerði þessi auglýsing grín að homofóbíunni í þessum karakterum.

Svona pempíuskapur og öfga-spéhræðsla er ekki vel til þess fallin að hjálpa málstað okkar.

En hér er auglýsingin og dæmi hver fyrir sig.

 


mbl.is Baráttusamtök samkynhneigðra ósátt við Snickers-auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband