Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Trick or Treat

happyholloween.jpgNú er ekki seinna vænna en að skera út grasker og finna sér grímubúning... það liggur við að kanarnir geri jafn mikið úr Halloween og jólunum og Thanksgiving deginum...sem nú nálgast reyndar líka óðfluga...með kalkún og stöffing og all the trimmings. Joyful  

Fólk var farið að undrast um mig og óttast að ég væri hrokkinn uppaf þar sem ég hef ekkert bloggað í tæpar 2 vikur.   Datt því í hug að setja inn þessa tiltölulega innihaldslausu færslu svona bara til að reyna að koma mér í gang aftur.   Satt að segja hef ég einfaldlega ekki haft orku í að taka þátt í kreppu umræðunni.  Það er svo margt sem maður vill segja sem sennilega er best að láta kyrrt liggja.  Það hefur reynst mér ágætlega að halda mér sem lengst frá lyklaborðinu þegar ég er reiður og sorgmæddur.  Hverju getur maður svosem líka bætt við sem ekki er búið að segja annarsstaðar.  Annars hef ég reynt eftir besta megni að leiða þetta hjá mér...hættur að geta horft á fréttirnar á ruv.is í bili...sting bara hausnum í sandinn eins og strúturinn. 

Fékk í gær símhringingu frá College Democrats og var beðinn um að taka þátt í sjálfboðastarfi fyrir Obama nú um helgina og fram að kosningum.  Er að pæla í að slá til... felst aðallega í að hringja í fólk og hvetja það til að mæta á kjörstað og kjósa rétt.  Gæti verið gaman að taka þátt í svona grasrótarstarfi og örugglega ágæt reynsla.  Það er mikið undir núna og ekki bara mikilvægt að Obama vinni (stefnir allt í stórsigur núna) heldur er líka mikil vinna hér í Minnesota lögð í að koma Al Franken í öldungardeildina (stefnum á 60 sæta supermajority) og ekki síður á að sigra skrímslið hana Michele Bachmann, hér í 6th Congressional District, en það var einmitt hún sem sagði um daginn að Obama væri "anti-American" og kallaði á "McCarthy style" rannsókn á því hvaða þingmenn væru nógu "Pro-American".  Sick

Keith Olbermann tjáir sig um Michelle Bachman á snilldarlegan hátt

Og smá skilaboð frá nokkrum vel kunnum andlitum


Bill Maher ræðir um ástandið á Íslandi

Það vantar ekki að Bill Maher er upplýstur maður með eindæmum og ræðir hér á léttu nótunum við Pulitzer-rithöfundinn og dálkahöfund New York Times, Thomas Friedman, sem nýlega gaf út bókina "Hot, Flat and Crowded".  Meðal þess sem þeir ræða um er bráðnun hagkerfisins á litla Íslandi og hvað það þýðir í stærra samhengi.

 


Haustlitirnir

Haustið er fagurt hér í Minnesota og fátt er betra fyrir geðheilsuna á þessum síðustu og verstu en að fara út í göngutúr og virða fyrir sér náttúruna.  Við félagarnir gengum meðfram Mississippi fljótinu í gær í 22° hita og hressandi úða.  Myndavélin var að sjálfsögðu með í för. Smile  (afsakið léleg myndgæði...mæli sterklega með að þið smellið hér og veljið "watch in high quality")

Einn prófessoranna minna hafði svo samband við mig um helgina og kallaði mig á sinn fund í dag.  Prófessorinn hafði fengið heimsókn frá hausaveiðara í leit að útskriftarnemum og hann ákvað að segja frá mér og þeim verkefnum sem ég hef unnið að.  Hausaveiðarinn var víst áhugasamur um að heyra í mér og bað prófessorinn um að skila til mín nafnspjaldinu sínu ásamt kynningarpakka frá fyrirtækinu...já og kaffi-hitabrúsa!
Fyrirtækið sem um ræðir er alhliða verkfræðistofa sem sérhæfir sig m.a. í flugvöllum.  Höfuðstöðvarnar eru í Fargo, ND...af öllum stöðum...en ég ætla engu að síður að reyna að grípa gæsina og hafa samband við hausaveiðarann.  Hér er vefsíðan þeirra.


Framtíðardraumar hrynja - ber enginn ábyrgð?

Nú þegar þessari örlagaviku er að ljúka og hægist aðeins á glundroðanum sem hélt manni dofnum, orðlausum og í einskonar sprengjusjokki út vikuna, sækir að manni reiði og sorg.  Þó maður geri sér enn í raun litla grein fyrir endanlegum afleiðingum "hrunsins" er þegar nokkuð ljóst að veruleikinn er breyttur.  Öll framtíðaráform, allir draumar þúsunda íslendinga eru orðnir að engu, eða í besta falli í algerri óvissu.  Orðspor og mannorð íslendinga er orðið að háði í erlendum fjölmiðlum.  Í gærkvöldi horfði ég til að mynda á Conan O'Brien í Late Night á NBC gera grín að ástandinu á Íslandi...ég reyndi að hlægja en gat það ekki.

Stjórnmálamenn segja nú hver ofan í annan að nú sé ekki rétti tíminn til að leita sökudólga...nú verði "allir að standa saman".  Það þýðir væntanlega á mannamáli að enginn á að svara til saka.  Enginn á að axla ábyrgð á einu eða neinu.  Fólkið í landinu situr uppi með skaðann og fær ekkert réttlæti.

Það ber enginn ábyrgð á því að draumar ungs fólks sem farið hafa utan til að afla sér menntunar séu orðnir að engu.  Að hugsanlega þurfi fleiri tugir eða hundruðir íslenskra námsmanna erlendis að hætta námi og hrekjast heim þar sem fátt bíður þeirra annað en atvinnuleysi og skuldir.   Það ber enginn ábyrgð á því að líf fólks er lagt í rúst.

privategriefNákominn ættingi minn sem nýlega lagðist í helgan stein eftir að hafa verið bankastarfsmaður í yfir 30 ár og hafði skrapað saman í gegnum árin og keypt hlutabréf í bankanum sínum sem öruggan sparnað til efri áranna hefur nú glatað því fé og striti fyrir fullt og allt.  Það ber enginn ábyrgð á því.

Persónulega veit ég ekki hvað verður um mína framtíð.  Það var markmið mitt að skrimta hér í Bandaríkjunum og bíða eftir því að fá í hendur tímabundið atvinnuleyfi sem nemendur eiga rétt á að loknu námi.  Venjulega er um eins árs atvinnuleyfi að ræða en í sumar var lögum breytt í þá átt að þeir sem útskrifast með gráður á tækni, verkfræði og vísindasviðum geta sótt um 17 mánaða framlengingu eða þá samtals 29 mánuði.  Minn draumur var að reyna að nýta mér þetta tækifæri til að öðlast starfsreynslu og hugsanlega að fara svo í doktorsnám í framhaldi af því.  Atvinnuleyfið fæ ég hins vegar að öllum líkindum ekki fyrr en í desember eða janúar og ef ég fer úr landi í millitíðinni dettur umsóknin og dvalarleyfið úr gildi.  Það er ansi erfitt að vita ekki hvort fyrirgreiðsla fáist í hinum nýja íslenska ríkisbanka til þess að brúa þetta tímabil og í raun hvort maður geti greitt húsaleigu um næstu mánaðarmót.  Sem betur fer hef ég fyrir mat og nauðsynjum út mánuðinn en svo kemur í ljós hvort örlögin séu áframhaldandi dvöl í "landi tækifæranna" eða one-way ticket to Iceland.  

Þó svo það væri kannski ekki beint heimsendir fyrir mig að þurfa að flytjast til Íslands...þannig séð...þá hefði það verið ákvörðun sem ég hefði viljað fá að taka sjálfur og undir öðrum kringumstæðum.  Það er óþægileg tilfinning að vita til þess að heimska, vanhæfni og græðgi nokkurra einstaklinga verði til þess að eyðileggja framtíð heillar þjóðar.

Undir þessum kringumstæðum er erfitt að halda tilfinningunum í skefjum.  Vonin þverrar og reiðin vex.  Þó svo ég geri mér fulla grein fyrir því að reiði er tilgangslaus þá er hún einfaldlega eðlilegur hlutur af sorgarferlinu sem allir ganga nú í gegnum og fólk verður að vinna sig í gegnum það.  Auðvitað á ekki að leggjast í nornaveiðar og aftökur en það hlýtur að verða skipuð rannsóknar-þingnefnd (líkt og Senate Hearings hér í US) sem dregur menn (og hugmyndastefnur) til ábyrgðar.  

Varast ber þann blekkingaleik og smjörklípuaðferð að beina reiðinni að Bretum.  Þrátt fyrir óheppilega og sumpart ósanngjarna umfjöllun þeirra bera þeir ekki ábyrgð á hvernig fór.  Leyfum ekki íslenskum stjórnmálamönnum að komast upp með að firra sig ábyrgð með því að kvarta yfir viðbrögðum Breta, sem þrátt fyrir allt voru að vissu leiti skiljanleg.

Einhverntíma styttir upp og bjartsýni og þor taka völdin á ný.  Við verðum reynslunni ríkari.  Breytt gildismat.  Okkar sjálfsvorkunar-væl um brostna drauma og fjárhagsáhyggjur myndi hljóma furðulega í eyrum 90% mannkyns sem býr við alvarlegan skort, mannréttindabrot og ófriðarástand.  Sömuleiðis í eyrum þeirra sem glíma við veikindi og ástvinamissi.  

Fyrir ofdekraða íslendinga er þetta samt afar "hörð lending".


mbl.is Námsmenn erlendis í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

We´ll Meet Again!


mbl.is Forsætisráðherra flytur ávarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatíkanið hafnar frönskum sendiherrum

nice hatFrakkar eiga í vandræðum með að fylla sendiherrastöðuna í Vatíkaninu og hefur staðan nú verið laus síðan í desember 2007.  Vandinn er sá að Páfinn hefur ákveðna standarda... fyrst höfnuðu þeir hinum virta rithöfundi og blaðamanni Denis Tillinac, góðvini Jacques Chirac, því hann hafði framið þá regin synd að hafa skilið við konuna sína og gifst aftur.

Þá ákvað Franska utanríksiráðuneitið að skipa fyrrum sendiherra Frakka í Búlgariu, Jean-Loup Kuhn-Delforge, sem nú er yfirmaður "Consular Affairs Directorate" í París og er virtur diplómat.  Ekki líkaði Páfa það val og aftur var svarið: "grazie, ma non grazie".   Að þessu sinni var ástæðan sú að Jean-Loup fer ekki leynt með samkynhneigð sína og er í staðfestri sambúð með manni sínum til margra ára.   Doh! Tounge

Sumir segja að Frakkar séu með þessu að "stríða" Vatíkaninu en það er alls óvíst hvenær þeir finna "hæfan" diplómat til að senda í Vatíkanið.  Það er erfitt að gera sumu fólki til geðs.  Sjá frétt hér .


mbl.is Páfi hefur áhyggjur af trúleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Religulous frumsýnd í kvöld

Ég hef beðið eftir þessari stund með þónokkurri eftirvæntingu enda fátt skemmtilegra en að hlægja að trúarnötturum.  Þó svo trúarbrögð séu yfir höfuð reglulega sorgleg fyrirbæri og mannskemmandi þá nær minn Messías, Bill Maher, yfirleitt að sýna okkur fyndnu og fáránlegu hliðarnar á trúarbrögðunum...í bland við hræsnina og ógeðið.   Ég er viss um að þessi mynd á eftir að slá í gegn og vonandi "frelsa" einhverja úr viðjum trúar sinnar...þrátt fyrir að á þessum erfiðu tímum sé örugglega fró í að eiga ýmindaðan vin á himnum sem segir þeim að hafa nú ekki áhyggjur af lánunum sínum því heimsendir sé hvort eð er handan við hornið og Guddi veitir öllum lán í himnaríki á 2.25% vöxtum til 1000 ára! Wink 

Það kom mér ekki á óvart að Religulous er ekki sýnd hér í litla sæta kaþólska háskólaþorpinu mínu og verð ég því að gera mér ferð til Minneapolis þar sem einungis eitt bíó (Landmark í Edina) þorir að sýna myndina...geri þó ráð fyrir að hún fari í stærri dreifingu á næstu vikum...en ég get ekki beðið eftir því.  Býst við húsfylli í kvöld svo ég er búinn að panta miðana á netinu og er að leggja í hann niðureftir í stórborgina.  Svo verður maður að vera kominn heim fyrir miðnætti til að ná nýjasta þætti Real Time with Bill Maher...sem sé double dose af Maher í kvöld. Smile  (sem minnir mig á þegar ég mætti í stúdíóið og horfði á karlinn í eigin persónu í fyrra, sjá hér og hér og hér)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.