Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Ísskápur Bandaríkjanna

Ef International Falls er búið að tryggja sér nafnbótina "frystikista Bandaríkjanna" þá hljótum við hér 200 mílum sunnar að vera í ísskápnum.  Hér er allavega búið að vera nógu andskoti kalt að undanförnu.  Í fyrrinótt féll hitinn niður í um 28 stiga frost (-20 F) og auk þess var töluverður vindur þannig að með vindkælingu var raunhiti um -40°C.  Þessi vetur er sagður sá kaldasti í Minnesota síðan 1997 en það eru komnir 10 dagar sem hitinn hefur ekki farið upp fyrir 0 F (-17.7°C).

ice fishing buddiesEn íbúar Minnesota láta kuldann hérna up nord lítið bíta á sig, enda flestir með skandínavískt blóð og frostlög í æðum, og taka þessu bara með jafnaðargeði.  Þeir setja bara á sig köflótta húfu og keyra út á eitt af hinum 10,000 frosnu vötnum og dorga í gegnum ísinn hlustandi á Garrison Keillor í útvarpinu syngjandi á afsræmdri dönsku í þættinum sínum "A Prairie Home Companion" um Lake Wobegon "where all the women are strong, all the men are good looking, and all the children are above average".

En þó að nefhárin frjósi og mann verki í lungun við hvern andadrátt, þá verður maður nú að líta á björtu hliðarnar...kuldinn er í það minnsta "þurr kuldi" og venjulega lítil úrkoma...bara endalaus blár himinn, sólskin og logn.  Svo fer nú bráðum að vora úr þessu... mánuður í spring break og þá fer nú allt að gerast dontyaknow!  Ja, you bethca!  Uff-dah.


mbl.is „Frystikista Bandaríkjanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama heimsækir Minneapolis

obamaNæsti forseti bandaríkjanna kom til Minneapolis í gær og troðfyllti Target Center (heimavöll Minnesota Timberwolves) þar sem hann flutti magnaða ræðu fyrir ríflega 20 þúsund dygga stuðningsmenn sína.

Ég gerði mér að sjálfsögðu far í bæinn og stóð í tveggja mílna langri biðröð í kuldanum fyrir utan Target Center í rúma 3 tíma.  Ég hef satt að segja aldrei séð annað eins og þessa mögnuðu biðröð...stemmningin var engu lík og eftirvæntingin í andlitum fólks var greinileg.  Ég heyrði í fólki sem var komið langt að, sumir frá Wisconsin og aðrir frá "way up north" og öllum leið leið okkur eins og við værum að taka þátt í sögulegum viðburði...ógleymanleg stund.  Ég man ekki eftir sambærilegri stemmningu í Target Center fyrr, ekki einu sinni á tónleikum Bob Dylan né þegar Timberwolves spiluðu á móti L.A. Lakers í úrslitum vesturdeildarinnar í NBA vorið 2003.  Stjarna Obama skín skært.

Smellið hér til að horfa á sjónvarpsupptöku NBC frá ræðu Obama í Target Center í gær. 

Þess má geta að Hillary mætir til Minneapolis í dag og heldur fund í litlum íþróttasal Augsburg College (erhem...kristilegum einkaskóla!), Mitt Romney hélt í gær fund hjá einkafyrirtæki í Edina (úthverfi Minneapolis) og öfga-frjálshyggjumaðurinn skemmtilegi Ron Paul mætir í U of M á mánudaginn.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband