Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Víðeó-bloggur

Kæru vinir og vandamenn, ég vona að þið sjáið ykkur fært að kíkja á eftirfarandi myndbönd.  Gærdagurinn fór í að taka þetta upp og ég vakti til 5 í morgun til að klippa þetta saman og hlaða inná youtube...eins gott að það er sunnudagur...zzzZZZzzz...   Vona að þið hafið smá gaman af þessu! Smile   ATHUGIÐ -  Til að sjá myndböndin í betri myndgæðum er hægt að tvísmella á myndbandið (þá opnast nýr gluggi inn á youtube síðunni) - þar er hægt að smella á "watch in high quality" hægra megin undir myndbandinu - svo er um að gera að stækka gluggan og horfa í full screen. (smellið á íkon neðst í hægra horni myndbandsins)

Saint Cloud - Part 1

Saint Cloud Part 2

Saint Cloud State University - skoðunarferð um campusinn

 


Tornado Warning

Eitt af því sem fylgir því að búa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna er að á þessum árstíma ganga oft yfir heljarinnar þrumuveður sem geta myndað skýstrokka (tornadoes).  Við sluppum við skrekkinn í kvöld, en þó brá manni svolítið í brún þegar ég yfirgaf kínverskan veitingastað hér í bæ en þá tóku að glymja háværar loftvarnarflautur.  Fólk átti sem sé að drífa sig ofan í kjallara eða ofan í baðkarið sitt og hylja sig með rúmdýnunni sinni...en...auðvitað er ekkert fútt í því svo við bara störðum upp í loftið og náðum ágætum myndum af skýjunum...m.a. ský sem virtist vera svokallað "funnel cloud" með "vertical rotation".  Alltént gerði svo hellidembu og ágætis rok, eða ca. 60 mph.  Endilega kíkið á! Smile


Hver verður Veep?

obama richardsonRæða Hillary núna áðan var nokkuð góð og hún nær að halda andlitinu og hættir með reisn.  Þá er bara stóra spurningin eftir...hver verður fyrir valinu sem varaforsetaefni?  Margir hafa verið nefndir til sögunnar, þar á meðal Hillary, en spekingar eru flestir sammála um að hún sé ólíklegur kandídat eins og staðan er í dag.

Kannski væri best fyrir Obama að velja kjaftforan, hvítan suðurríkjamann og stríðshetju frá Virginíu sem þar til fyrir stuttu var Repúblikani, Senator Jim Webb.  Hans nafn er mikið rætt um þessar mundir og ég er svosem ekki frá því að hann gæti verið strategíst réttur leikur.  Önnur nöfn sem hafa heyrst eru General Wesley Clark, Sam Nunn (annar suðurríkjamaður með "strong military background"), Kathleen Sebelius ríkisstjór Kansas, Ted Strickland ríkisstjóri Ohio og Joe Biden senator frá South Dakota...to name a few.

Sá kandídat sem ég er hrifnastur af er hins vegar Bill Richardson, ríkisstjóri New Mexico.  Hann myndi tryggja mörg mikilvæg Latino atkvæði og hugsanlega ná New Mexico og suðvesturríkjunum yfir til demókratanna, en á hinn bóginn væri kannski of risky að hafa báða kandídatana tilheyrandi minnihlutahópi...það væri kannski of stór biti fyrir hvítt suðurríkjafólk til að kyngja í einu.  Reynsla Richardson´s er hins vegar gríðarleg og hann myndi bætu upp þá veikleika sem andstæðingar Obama munu væntanlega reyna að hamra á í haust.


mbl.is Clinton lýsir yfir stuðningi við Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Franskur fréttavefur birtir myndbandið mitt

french_takeitbackNetútgáfa franska fréttablaðsins Le Nouvel Observeur birti myndbandið mitt sem ég tók af Obama í St. Paul á vefnum sínum í gær...án þess að spyrja leyfis eða láta mig vita auðvitað.  Það var bara tilviljun að ég tók eftir því á youtube þegar ég fór að athuga hvaðan þessi þúsund áhorf hefðu komið allt í einu.

Æ, þessir Frakkar...tsk, tsk... Cool   


Farið að hitta Obama

Hér kemur loksins smellur sumarsins, as promised...  heimildar-grínmynd í tveimur þáttum eftir þriðja Coen bróðirinn!  Fylgist með söguhetjunni leggja á sig ferðalag til stórborgarinnar til þess að sjá idolið sitt og sjarmatröllið Barack Obama.  Joyful

 

Part 2


mbl.is Clinton mun leggja upp laupana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var viðstaddur sigurræðu Obama

Það var ógleymanleg upplifun að sjá og heyra næsta forseta bandaríkjanna flytja magnaða ræðu í Xcel Energy Center í St. Paul núna áðan, ásamt 22 þúsund dyggum stuðningsmönnum hans.  Það er erfitt að lýsa stemmningunni en ég rétt slapp inn eftir að hafa staðið í 2ja mílna langri biðröð í 3 tíma.  Þúsundir til viðbótar komust ekki inn en horfðu á ræðuna á jumbotron skjá fyrir utan höllina.

Hérna er stutt vídeó sem ég tók þegar kappinn mætti í höllina...en ég er með töluvert meira myndefni sem ég á eftir að klippa saman og upplóda hérna væntanlega annað kvöld.  Þetta verður að duga í bili, enda kominn háttatími...zzz :-)


mbl.is Obama lýsir yfir sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verð viðstaddur sigurræðu Obama í kvöld

obama progressLoksins, loksins virðist vera kominn endir á þessa eilífðarvitleysu og minn maður er kominn með útnefninguna.

Obama er mættur hingað til Minnesota og ég er á leiðinni niður til St. Paul þar sem hann mun halda ræðu í kvöld í Xcel Energy Center (þar sem flokksþing Repúblikana verður haldið síðla sumars).  Fastlega er búist við að hann flytji mikla sigurræðu í kvöld og beini athyglinni nú loks að John McCain.

Það er búist við húsfylli (ríflega 20 þúsund manns) þannig að mér er ekki til setunnar boðið...læt mig hafa það að standa í biðröð í nokkra klukkutíma til að komast inn.

Vídeókamera verður með í för og ég lofa vídeóbloggi í nótt eða fyrramálið! ;-)


mbl.is Clinton mun játa sig sigraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband