Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Föðurbetrungurinn Ron Reagan

ron.gifÍhaldssamir Repúblíkanar og hugsjónabræður þeirra á Íslandi dá og dýrka Ronald Reagan sem aldrei fyrr.  Dýrðarljómi hans lifir í hjörtum þeirra líkt og um heilagan spámann væri að ræða.  Ungir Repúblíkanar hengja slefandi upp myndir af honum á vegg hjá sér líkt og 13 ára gelgjustelpur hengja upp plaköt af Justin Timberlake og ungir Sjallar mynd af Davíð Oddssyni.

Allir forseta-frambjóðendur Repúblíkananna kepptust við að líkja sjálfum sér við Reagan og John McCain gerir nú mikið úr því að hann hafi verið lærisveinn hans og að þeir hafi verið nánast eins og feðgar!  Það er því yndisleg kaldhæðni örlaganna að raunverulegur sonur og nafni Reagans gamla skuli vera hataður og fyrirlitinn af helstu aðdáendum föður síns.

Ron Reagan er yngsti sonur þeirra Ronalds og frú Nancy og var ávallt álitinn svarti sauðurinn í fjölskyldunni og ættinni til skammar enda virtist drengurinn vera flaming gay! (nokkuð sem hann neitar reyndar ennþá...en það gerði Cliff Richards líka þangað til í vikunni GetLost)

Ron junior hætti á sínum tíma í Yale háskólanum til þess að leggja fyrir sig Ballet-dans og dansaði um tíma með hinum virta Joffrey Ballet danshópi í New York.  Athygli vakti að foreldrar hans mættu aldrei á sýningu og sáu hann aldrei dansa.

ronreagan.jpgRon hefur starfað við ýmislegt um ævina, stýrt sínum eigin spjallþætti, verið hundaræktandi og lýst hundasýningum í sjónvarpi, verið dálkahöfundur í tímaritum á borð við Newsweek, Esquire og Ladies´ Home Journal. Joyful  Þá hefur Ron verið gestastjórnandi stjórnmálaþátta á MSNBC og nýr útvarpsþáttur hans fer í loftið á mánudagin á útvarpsstöðinni Air America sem þykir frekar vinstri-sinnuð.

Þrátt fyrir að Ron segist vera óháður í pólitík hefur hann í gegnum tíðina stutt frambjóðendur Demókrata og hann hefur verið andvígur stríðinu í írak frá upphafi og ítrekað gagnrýnt Bush stjórnina harkalega.  Ennfremur hefur hann látið til sín taka sem aktívisti en hann hefur barist ötullega fyrir stofnfrumurannsóknum og fyrir því að finna lækningu við AIDS (ólíkt föður hans sem neitaði að veita opinberum fjármunum í rannsóknir á AIDS...enda bara "hommasjúkdómur").  Það má að miklu leiti kenna stefnu Ronalds Reagan um hinn hörmulega faraldur sem geisaði á níunda áratugnum.

Ron hefur sagst vera trúlaus og talað um það opinskátt í viðtölum og hefur það eitt og sér farið skelfilega fyrir brjóstið á Reagan-istum.  Hann býr nú í Seattle ásamt eiginkonu sinni Doriu sem er sálfræðingur og búddisti.  Þau eru barnlaus en eiga saman þrjá ketti.

P.S.  Ron á ágætan brandara hér hjá Bill Maher


Fjölskyldugildi Söruh Palin

Eins og flestir vita er 17 ára dóttir Söruh Palin varaforseta-frambjóðanda ófrísk.  Hingað til hefur siðvöndum Repúblikönum þótt það hin mesta hneysa að stúlka undir lögaldri og ógift í þokkabót verði þunguð og ef um Britney Spears væri að ræða væri sennilega rætt um lauslæti og óábyrga foreldra...en það er greinilega ekki sama hvort stúlkan heitir Britney eða Bristol.  Raunar er Sarah Palin og hennar trúsystkini alfarið á móti kynfræðslu í skólum (abstinence education only) þannig að það er kannski ekki hægt að kenna Bristol litlu um hvernig fór...hún vissi sennilega ekki hvernig þetta virkaði allt saman!  Og ekki þýddi að ræða við mömmu um fóstureyðingu...ó nei, ekki þó henni hefði verið nauðgað af frænda sínum. 

Það eina sem beið Bristol litlu var að giftast barnsföður sínum honum Levi Johnston svo hægt yrði að Guðs-blessa litla barnið og nýju happy 17 ára foreldrana.  Svo er bara spurningin hvort þessi litla "white trash" fjölskylda flytjist í hjólhýsi eða Hvíta Húsið. 

Hér eru gullkorn vikunnar, tekin af MySpace síðu brúðgumans tilvonandi:

"I'm a fuckin' redneck who likes to snowboard and ride dirt bikes. But I live to play hockey. I like to go camping and hang out with the boys, do some fishing, shoot some shitt and just fuckin' chillin' I guess. Ya fuck with me I'll kick ass."

Status: "In a relationship."

Children: "I don't want kids."

Ooops...Country First...Condoms Second.  LoL

P.S.  Meistari Bill Maher er mættur aftur eftir sumarfrí... hann gerir létt grín að Söru Palin eins og honum er einum lagið.  Grin

 


Mótmælendur handteknir í St. Paul

mótmæli í St. PaulUm 300 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan Xcel Energy Center í St. Paul á fyrstu dögum flokksþingsins og hefur lögregla verið sökuð um að beita óþarfa harðræði en ekki hefur verið hikað við að beita piparúða og kylfum til að hafa stjórn á lýðnum. 

Mótmælin hafa farið að mestu friðsamlega fram en um 10 þúsund friðarsinnar söfnuðust saman fyrir framan þinghús Minnesota í St. Paul, skammt frá Xcel Energy Center í gær.  Þó var eitthvað um ólæti í nokkrum anarkistum sem brutu rúður og skemmdu bíla.  Lögregla réðst einnig til inngöngu hjá hópi sem hafði skipulagt að kasta Molotov-kokteilum á Xcel Energy Center.

Þetta Repúblíkana-pakk fer svo loksins frá Minnesota á föstudaginn og þá verður hægt að hreinsa upp draslið eftir það og hlutirnir komast í samt lag.  Obama mældist í dag með 13% forskot á McCain hér í Minnesota! Smile

Hægt er að fylgjast með beinum útsendingum og fréttum af flokksþinginu og mótmælum á kare11.com og wcco.com 

P.S.  kynnist Söru Palin...hlustið á bimbóið tala um hvernig við lifum á hinum síðustu dögum og hvernig íraksstríði sé "a mission from God". Sick  Be afraid...be very afraid!


mbl.is Eftirvænting í St.Paul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnesota State Fair

Hér ríkir nú einskonar "verslunarmannahelgi" (Labor Day Weekend) og í tilefni af því skellti ég mér á  "The Great Minnesota Get-Together" í 32 stiga hita og fíneríi.  Hvernig er það...eru haustlægðirnar nokkuð mættar þarna uppfrá? (sorry folks! neðanbeltis-skot).  Eg mætti Al Franken og Jesse Ventura var þarna líka í dag, þó svo ég hafi farið á mis við hann karlinn og svo var Toby Keith að troða upp.  Samtals mættu 210 þúsund manns í gær en þetta stendur yfir í 12 daga og í fyrra mættu tæp 1.7 milljónir gesta.

Skellti að sjálfsögðu saman smá vídeói handa ykkur! Wink


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.