Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Sicko

Ég vissi að það gæti varla talist heilsusamleg ákvörðun að flytjast til Íslands á þessum tíma en grunaði þó ekki að það væri svona bráðdrepandi.  Undanfarna daga hef ég fengið að kynnast hinu margrómaða íslenska heilbrigðiskerfi að eigin raun og bíð nú eftir að ná nægum bata til að komast í aðgerð...einhverntíma innan þriggja mánaða var mér sagt.

Áður en lengra er haldið er best að taka það fram að ég efast ekki um hæfni og fagmennsku íslenskra heilbrigðisstarfsmanna og ég er í engum vafa um að við eigum þar fólk í heimsklassa sem sinnir starfi sínu frábærlega þrátt fyrir fjársveltið sem var nú nógu slæmt á meðan á "góðærinu" stóð.  Ég fæ hins vegar ekki séð hvernig á að skera meira niður til heilbrigðismála á næstu árum án þess að þjónustustigið lækki verulega.  Frekari niðurskurður mun einungis þýða að líf og heilsa íslendinga verður stemmt í hættu...og leyfi ég mér þó að fullyrða að við ofmetum þjónustustig heilbrigðiskerfisins nú þegar.

skurðtólNú vill svo til að ég hef aðeins kynnst Bandaríska heilbrigðiskerfinu, þó ekki á sjálfum mér heldur í gegnum nána vini.  Það merkilega er að þrátt fyrir allt er það ekki svo grábölvað að öllu leyti - svo lengi sem þú ert tryggður.  Þar liggur vandinn - hvernig vilja menn borga fyrir heilbrigðisþjónustuna sína og hvað vill maður fá fyrir peningana? 

Tvær íslenskar vinkonur mínar sem búsettar eru í Minnesota segjast sannfærðar um að þær væru báðar dauðar ef þær hefðu veikst á Íslandi.  Þetta eru stór orð en það athyglisverða er að önnur er menntaður hjúkrunarfræðingur og hin starfaði sem sjúkraliði á Íslandi til margra ára.  Þær ættu því að vita hvað þær eru að tala um.  Eitt er víst að þær fengu báðar fyrirtaksþjónustu sem bjargaði lífum þeirra.  Þrátt fyrir að tryggingarnar hafi ekki dekkað allan þeirra kostnað kom í ljós að Íslenska ríkið borgaði ekki eina krónu í þeirra veikindum þar sem þær veiktust á erlendri grund.  Svo mikils virði er ríkisborgararétturinn og skattgreiðslur þeirra í gegnum árin.  Ekki þarf þó að taka fram að báðar greiða þær sínar sjúkra-skuldir með glöðu geði og þakka fyrir að hafa haldið lífi þökk sé fullkomnasta* heilbrigðiskerfi heims.  *Þrátt fyrir ýmsa alvarlega galla varðandi tryggingakerfið.

Ég hef hingað til verið hlynntur sósíalísku heilbrigðiskerfi en ég verð að viðurkenna að mér brá við að koma inn í gamla lúna Landsspítalann og mér þótti slæmt að þurfa að bíða klukkutímum og dögum saman eftir einföldum rannsóknum og greiningu sem og að vera sendur heim í millitíðinni með bullandi sýkingu.

Mér varð fljótt ljóst að stollt okkar íslenskra jafnaðarmanna er sannarlega enginn Mayo Clinic...og varla byggjum við nýtt "hátæknisjúkrahús" fyrr en búið er að ljúka við Tónleikahöllina og borga IceSlave skuldirnar.  Nema kannski...ef hægt væri að græða á því!  Og ég sem hélt að ég væri ennþá jafnaðarmaður! Undecided

Hvernig væri að reyna að flytja inn erlenda sjúklinga sem eiga fullt af dollurum og evrum og láta þá borga nýtt hátæknisjúkrahús handa okkur?  Ef staðreyndin er sú að við eigum helling af færustu læknum heims sem ekki snúa heim að loknu námi vegna launanna sem þeim býðst hér - af hverju reynum við ekki að slá þrjár flugur í einu höggi - sköpum gjaldeyri, lokkum heim okkar hæfasta fólk með mannsæmandi launum og verkefnum og sjáum til þess að íslendingar haldi áfram að búa við gott heilbrigðiskerfi?

Af hverju stefnum við ekki að því að byggja glæsilegt hátækni-rannsóknarsjúkrahús sem gefur Mayo-Clinic ekkert eftir í gæðum og þjónustu sem gæti í framtíðinni orðið eitt af stærstu aðdráttaröflum Íslenskrar ferðaþjónustu og tryggt afkomu hins íslenzka ríkisflugfélags næstu áratugina?  Tælendingar og Búlgarar hafa grætt á tá og fingri á þessu í mörg ár - af hverju ekki við?  Með okkar "hreinu" og heilsusamlegu ímynd...hversu raunveruleg sem hún kann nú að vera.

Einhvernvegin efast ég þó um að okkar annars ágæti heilbrigðisráðherra væri best til þess fallinn að koma þessu verkefni í framkvæmd.  Enda ljótt að græða á heilsu fólks...eða hvað?

Íbúar Rochester í Minnesota virðast þó ekki hafa mikið samviskubit yfir öllum milljónunum sem þeir græða á veru erlendra sjúklinga á Mayo Clinic.  En kannski er ég bara með óráði enda sit ég heima með 39 stiga hita og kviðverki. FootinMouth


Láglaunastétt

Pilot_CaptainÞað er algengur misskilningur að flugmannsstarfið sé yfirleitt mjög vel launað.  Staðreyndin er því miður allt önnur hjá flestum.  Í Bandaríkjunum eru byrjunarlaun flugmanna svo lág að þau teljast undir fátæktarmörkum.  Kunningi minn og skólabróðir sem flaug 19-sæta vél fyrir NorthWest Airlink þénaði einungis um $9 á tímann eða um $18,000 í árstekjur.  Hann gat ekki lifað af öðruvísi en að flippa borgurum á McDonalds í aukastarfi þar sem hann hafði meira að segja ýfið hærra tímakaup.

Þess má geta að aukastarfið stundaði hann í lögboðnum hvíldartíma sínum.  Það er umhugsunarvert að á þessum tímum lággjaldaflugfélaga eru flugmenn oft að þéna mun minna en strætóbílstjórar þrátt fyrir að hafa lagt á sig strangt og mjög dýrt nám.  Launin eru oft í engu samræmi við þá ábyrgð og álag sem fylgir starfinu og maður spyr sig hvort svo lág laun geti ógnað flugöryggi.  Vildir þú vita til þess að flugmaðurinn þinn væri nýkominn af vakt á McDonalds?  Errm

Oh well...þeir hafa þó allavega uniformin sín!  Cool


mbl.is Flugmenn samþykkja launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Al Franken loks mættur til Washington

090707-franken-hmed-11a_h2Níu mánuðum eftir kosningar er Minnesota-ríki loksins komið með sinn annan fulltrúa í Öldungardeildinni eftir að dómstólar hafa kveðið upp úrskurð sinn um að Al Franken sé löglega kjörinn þingmaður að lokinni  endurtalingu atkvæða sem leiddi í ljós að Franken sigraði Norm Coleman sitjandi Senator með um 300 atkvæða mun.  Franken sór embættiseið sinn í vikunni og sá Joe Biden varaforseti um þann gjörning.

Franken er sextugasti þingmaður Demókrata í Öldungadeildinni sem er gríðarlega mikilvægt því með 60 atkvæðum geta Demókratarnir fellt málþófstilraunir Repúblikana og komið sínum málum í gegn án þess að þurfa að reiða sig á atkvæði frá andstæðingunum.  Nú gefst því kjörið tækifæri til þess að koma í gegn mörgum þeim málum sem Obama lofaði í kosningabaráttu sinni svo framarlega sem Obama hætti þessari linkind sem einkennt hefur fyrstu mánuði hans í embætti og hann þori að taka af skarið í umdeildum málum.  Nú er tækifærið til þess að hreinsa ærlega upp skítinn eftir valdatíð Bush.

Al Franken er sennilega með frjálslyndustu þingmönnum Demókrata og það fer ægilega fyrir brjóstið á íhaldsmönnunum sem líkja þessu við að Rush Limbaugh hefði verið sextugasti þingmaðurinn í stjórnartíð Bush - nú sé Obama og vinstri klíkan með alger völd! Smile  Sem er auðvitað hárrétt og því veltur framtíð Demókratanna og Obama sem forseta á því að standa við stóru orðin um "Change we can believe in".  Now is the time to act!  

Al Franken er ekki beinlínis hinn hefðbundni pólitíkus enda er hann betur þekktur sem skemmtikraftur og leikari.  Hann var handritshöfundur og leikari í hinum geysivinsælu Saturday Night Live þáttum í gamla daga og fékk fjölda Emmy verðlauna fyrir þáttöku sína í SNL.  Franken skrifaði sömuleiðis fimm metsölubækur, þar á meðal hina frábæru "Rush Limbaugh is a Big Fat Idiot - and other observations".  Einn frægasti karakterinn hans var sjálfshjálpar-gúrúinn Stuart Smiley og gerð var kvikmynd um hann árið 1995 (sjá myndbrot).  "I´m good enough, I´m smart enough and doggone it people like me!" LoL

Franken er einkar vel gefinn og útskrifaðist með láði frá Harvard háskóla.  Ég var svo lánssamur að hitta Al Franken og konu hans Frannie nokkrum sinnum í fyrra þegar hann stóð í kosningabaráttunni.  Ég spjallaði við hann þegar hann mætti á kosningafund í skólanum mínum og tók svo í spaðan á honum á Minnesota State Fair hátíðinni og á Gay Pride í Minneapolis þar sem hann tók þátt í hátíðarhöldunum.  Afar viðkunnanlegur og alþýðlegur kall sem ég efast ekki um að mun standa sig vel sem Öldungardeildarþingmaður og mun verða Minnesota ríki til sóma.

Hér má sjá sigurræðu Franken´s:


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband