Bloggfćrslur mánađarins, júní 2011

Heimshornaflakk - Sádí Arabía og Hong Kong

Eftir vikudvöl skammt frá Mecca, fćđingarstađ Múhammeđs spámanns, er ég nú kominn til Hong Kong ţar sem ég sigldi í dag um Victoria Harbour og dáđist ađ útsýninu.

DSC_0012Sádí Arabía er furđulegur stađur svo ekki sé meira sagt - en á vissan hátt heillandi.  Innfćddir virđast hafa ţađ gott (alltént karlarnir) - hvergi hef ég séđ jafn margar glćsibifreiđar; Benza, Rolls Royce og Ferrari - og byggingarnar í downtown Jeddah og verslunarmiđstöđvarnar láta hvađa Ameríkana sem er fara hjá sér!   Og ekki virđist ţeim vera illa viđ Ameríku ţví Bandarísk áhrif eru mjög áberandi allsstađar - McDonalds, KFC, TGI Fridays...you name it!  Ef mosku-turnum vćri skipt út fyrir kirkjuturna á hverju götuhorni gćti mađur allt eins haldiđ ađ mađur vćri staddur í Phoenix, Arizona (sami helv. hitinn og sandurinn).  Ađ vísu eru ekki Bedúinar á úlföldum ađ selja úlfaldamjólk í vegkantinum í Arizona! :)

DSC_0008Ég fór međ kvenkyns ferđafélögum niđur í downtown og voru ţćr ađ sjálfsögđu vafđar í svartan kufl (Abaya) og ég varđ ađ passa mig á ađ ganga fyrir framan ţćr og ekki of nálćgt...og svo máttum viđ ekki sitja saman á veitingastöđum...ţví ţađ myndi sćra blygđunarkennd Allah!   Fimm sinnum á dag glymur "Allahu Akbar" bćnakall í hátalarakerfum allsstađar og öllu er lokađ í 15-30 mínútur. 

Innfćddir virđast ekki ţurfa ađ hafa mikiđ fyrir lífinu enda vinna ţeir fćstir mikiđ - til ţess hafa ţeir ţrćla frá Pakistan, Indlandi, Bangladesh, Fillipseyjum, Malasíu og Indónesíu.  Ađstćđur ţeirra eru oft á tíđum hörmulegar og fólkiđ lifir viđ fátćkt og stöđugan ótta viđ ţrćlahaldara sína.

DSC_0074Ţađ er ekki beinlínis mikiđ um ađ vera fyrir túrhesta í sandinum...kvikmyndahús og skemmtistađir hvers konar bannađir.  Á föstudögum er ađ vísu bođiđ uppá aftökur međ sveđjum og grýtingar á "hór-kellingum" fyrir áhugasama á "Chop-Chop Square"... en ći...einhverra hluta vegna ákvađ ég ađ sleppa ţví í ţetta skiptiđ - sama og ţegiđ...kannski nćst! ;)

Ţví miđur eru myndatökur almennt séđ illa séđar og bannađar í Jeddah - en ég náđi ţó nokkrum myndum á flugvellinum og á compoundinu okkar (sem er rćkilega girt af frá umheiminum...sem betur fer) - sjá hér  https://picasaweb.google.com/robert.bjornsson/SaudiArabia#

Og hér eru nokkrar frá Hong Kong https://picasaweb.google.com/robert.bjornsson/HongKong#

Ađ lokum smá vídeó af einum fraktaranum okkar - TF-AMU - Boeing 747-400F í litum Saudi Arabian Airlines. Smile


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband