Bloggfćrslur mánađarins, október 2013

Kristna íhaldinu úthýst í Lúxemborg – frjálslynd miđju-vinstristjórn tekur viđ – samkynhneigđur forsćtisráđherra!

 

Luxembourg_Lion

Undur og stórmerki eru ađ eiga sér stađ hér í Stórhertogadćminu Lúxemborg.  Eftir nýafstađnar kosningar er útlit fyrir ađ samsteypustjórn ţriggja flokka muni binda endi á valdatíma Kristilegra demókrata sem hafa leitt allar ríkisstjórnir landsins frá lokum Seinni heimsstyrjaldar ađ undanskildu einu kjörtímabili.  Leiđtogi Kristilegra, Jean-Claude Junker, hefur gegnt forsćtisráđherra-embćttinu í heil 18 ár en nú virđist komiđ ađ leiđarenda hjá “ţeim gamla” sem líklega hverfur á braut til Brussel.

 

Í Lúxemborg er kosiđ um 60 ţingsćti og er kjörtímabiliđ 5 ár.  Allir ríkisborgarar eru skyldugir til ađ kjósa ađ viđurlögđum fjársektum.  Úrslit kosninganna fóru á ţann veg ađ Kristilegir fengu 33.7% atkvćđa og 23 ţingsćti (töpuđu ţremur) – Sósíalistar (LSAP) fengu rúm 20% atkvćđa og héldu sínum 13 ţingmönnum, Frjálslyndir (Democratic Partei) unnu mest á í kosningunum og fengu rúm 18% og sömuleiđis 13 ţingsćti.  Loks náđu Grćningjar 6 ţingsćtum en töpuđu einu.  Píratar buđu sig fram í fyrsta skipti en náđu ekki inn á ţing međ einungis 3.7% atkvćđa.

 

20121021

Forsćtisráđherra-efni nýju samsteypustjórnarinnar er Xavier Bettel – fertugur formađur Frjálslyndra og núverandi borgarstjóri Lúxemborgar-City.  Hann hefur ţótt farsćll borgarstjóri og nýtur vinsćlda međal yngri kynslóđa.  Athygli vekur í ţessu litla kaţólska ríki ađ forsćtisráđherra-efniđ er samkynhneigđur og í sambúđ međ lífsförunaut sínum en hér eru lagaleg réttindi samkynhneigđra töluvert á eftir ţví sem áunnist hefur í nágrannaríkjunum.  Svo skemmtilega vill til ađ forsćtisráđherra nágranna okkar í Belgíu, Elio Di Rupo er sömuleiđis hýr og verđur Xavier ţriđji hýri ţjóđarleiđtogi heims á eftir Jóku okkar og Di Rupo.

 

Nýrrar ríkisstjórnar bíđa ýmis brýn verkefni og nútímavćđing eftir áratuga stjórn íhaldsins.  Til ađ mynda er búist viđ ađ ráđist verđi í ađskilnađ ríkis og kirkju nú ţegar krumlur Kristilegra hafa loks veriđ hraktar af stjórnartaumunum.  Sjá meira á fréttavef Luxemburger Wort:  www.wort.lu/en

 

Ađ öđru leiti er allt gott ađ frétta úr ESB sćlunni í Mósel-dalnum og vínuppskeran lofar góđu. Launţegar í Lúxemborg eru sáttir međ hina árlegu leiđréttingu á laununum okkar samkvćmt blessađri verđtryggingunni sem skilar okkur 2.5% meira í vasan nú um mánađarmótin í takt viđ verđbólguna. :)  Ekkert ströggl og vesen... bara sólskin og 22°C í dag...og best af öllu...engin *$!#%&* Vigdís Hauks í sjónvarpinu!  Joyful

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband