Færsluflokkur: Bækur

Bill Holm

bill-holm-and-sky.jpgMinnesota Public Radio útvarpaði um helgina frá samkomu í Fitzgerald Theater í St. Paul, tileinkaðri minningu Westur-Íslendingsins Bill Holm sem var einn dáðasti rithöfundur og ljóðskáld Minnesota.  Hér má hlusta á góða umfjöllun um Bill á MPR.

Bill Holm er eflaust mörgum Íslendingnum að góðu kunnur, enda eyddi hann síðustu sumrum sínum á Hofsósi þar sem hann sat við skriftir í húsi sínu, Brimnesi.  Bill varð bráðkvaddur, aðeins 65 ára gamall, nálægt heimahögum sínum á Sléttunni miklu í suðvestur Minnesota þann 25. febrúar síðastliðinn.

Það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því hversu vel þekktur og virtur Bill var hér í Minnesota - það má segja að hann hafi verið nokkurs konar Halldór Laxnes okkar Minnesota-búa.  Bill var mikill Íslendingur í sér og menningararfur forfeðra hans var honum mjög hugleikinn.  Menningarleg tengsl Minnesota og Íslands hafa verið mjög sterk í gegnum tíðina og Bill á ekki lítinn þátt í því að hafa viðhaldið þeim tengslum með gríðarlegri landkynningu í verkum sínum og máli hvar sem hann fór.

Bill var ófeiminn við að gagnrýna Bandarískt þjóðfélag og þá sérstaklega hvernig gömlu góðu gildin (heiðarleiki og mannvirðing) véku fyrir græðgisvæðingu og öðrum löstum nútímans.  Réttlæti og jöfnuður voru honum ávallt efst í huga og það var honum mjög þungbært sem sönnum föðurlandsvin að horfa uppá ógæfuverk Repúblikananna sem lögðu Bandaríkskt þjóðfélag í rúst - rétt eins og kollegum og vinum Bush á Íslandi tókst að gera.

Nýlega las ég tvær bækur eftir Bill og höfðu þær báðar djúpstæð áhrif á mig, sín á hvorn mátann.  "The Windows of Brimnes: An American in Iceland" er samansafn af hugleiðingum hans um lífið og tilveruna á Hofsósi samanborið við Bandaríkin og þá andlegu og veraldlegu hnignun sem hann taldi Bandaríkin hafa orðið fyrir á síðustu 40 árum.

_72bf9b50-a0a2-4a01-99b5-36deddf06c67.jpgHin bókin höfðaði kannski meira til mín; "The Heart Can be Filled Anywhere in the World."  Þar segir Bill frá uppvaxtarárum sínum í smábænum Minneota og sérstöku samfélagi afkomenda íslenskra innflytjenda.
Hann segir frá því hvernig hann þráði heitast að komast burt frá þessum stað, að sjá heiminn og að "meika það" í siðmenningunni.  Það tókst honum raunar, hann komst í háskólanám og í kjölfarið ferðaðist hann um heiminn og naut velgengni. 
Þegar hann var að nálgast fertugt gekk hann í gegnum erfiða tíma og hann neyddist til að fara heim blankur, atvinnulaus og fráskilinn.  Hann hafði eitt sinn skrifað: "Failure is to die in Minneota, Minnesota" og þangað var hann mættur.  Það fór hins vegar svo að hann fékk glænýja sýn á gamla smábæinn sinn og fólkið sem þar bjó og úr varð að hann festi rætur og tók miklu ástfóstri við samfélagið sitt, sögu, menningu og uppruna.

Þetta vakti mig til umhugsunar um hvernig mér gengi að aðlagast mínum gömlu heimaslóðum ef ég flytti heim...en ég verð að viðurkenna að oft hef ég hugsað: "Failure is to die in Selfoss, Iceland."  Kannski ég taki þá hugsun til endurskoðunar einhvern daginn. Wink

759px-flag_of_minnesota_svg.pngEitt er víst að Minnesota og Slétturnar miklu, þar sem ég hef nú eytt hartnær þriðjungi ævi minnar, munu ætíð skipa stóran sess í hjarta mínu hvert sem ég fer.  Fyrir mér er Bill Holm nokkurskonar tákngerfingur fyrir allt sem Minnesota stendur fyrir.

Annar "quintessential Minnesotan" var Paul Wellstone, öldungardeildarþingmaður, sem lést ásamt fjölskyldu sinni í hörmulegu flugslysi á afmælisdaginn minn, 25. október, árið 2002.  Raunar man ég eftir því eins og það hafi gerst í gær því ég var staddur í kennslustund í "Aviation Safety" á fyrstu önninni minni í flugrekstrarfræðinni.  Kúrsinn fjallaði einmitt m.a. um orsakir og rannsóknir á flugslysum og ég man að bekkurinn var mjög sleginn.  Við vorum ekki lengi að kryfja orsök slyssins en vélin lenti í mikilli ísingu og reynsluleysi og röð mistaka flugmannsins ollu slysinu.  Hér á þessu stutta myndbandi sést Bill Holm tala um Paul Wellstone.


Gore Vidal

Merkiskallinn Gore Vidal mætti í fantagott viðtal til Bill Maher í gær og ég má til með að deila því með ykkur.

Fyrir þau ykkar sem ekki þekkið til Vidal er hann einn af áhugaverðustu hugsuðum tuttugustu aldarinnar að mínu mati og án efa einn af skarpgreindustu rithöfundum og þjóðfélagsgagnrýnendum sem uppi hafa verið á seinni tímum.  Það er gaman að sjá hvað kallinn er ennþá ern og beittur þrátt fyrir að vera orðinn 83 ára og bundinn hjólastól.  Það er óhætt að segja að kallinn sé maður að mínu skapi hvað varðar pólitískar skoðanir, húmor, póstmódernískar pælingar, skoðanir á trúarbrögðum o.fl.  Ein af fyrirmyndum og hetjum okkar Bills Maher. 

Já og gleðilega páska til ykkar sem haldið uppá slíkt. Smile

 


Frábær gestur frá Íslandi

profileimg_481_023629_743904.gifÞjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi (Icelandic League of North America) stóð fyrir heimsókn Yrsu Sigurðardóttur verkfræðings og rithöfundar í skólann minn í dag.  Yrsa hélt áhugaverðan fyrirlestur um jarðvarma og fallvatnsorkunýtingu á Íslandi fyrir nemendur í minni deild (Environmental and Technological Studies) og vakti mikla lukku hjá samnemendum mínum og prófessorum.

inl-logo---top-left_743906.jpgMér gafst kostur á að snæða hádegisverð með Yrsu, ásamt Claire Eckley forseta Icelandic-American Association of Minnesota, Dr. Erni Böðvarssyni prófessor í hagfræði hér við St. Cloud State og Dr. Balsi Kasi umsjónar-prófessornum mínum í ETS deildinni.

lastrituals-300px.jpgYrsa áritaði svo skáldsögur sínar í bókabúðinni en hún er á góðri leið með að verða mjög stórt nafn í glæpasagnaheiminum og hafa bækur hennar verið þýddar á 33 tungumálum.   Þar fyrir utan hefur hún starfað sem verkefnastjóri á Kárahnjúkum og við Jarðvarmavirkjanir.  Sannarlega fjölhæf og mögnuð kona sem var gaman að fá að hitta og ég hlakka til að lesa bækurnar hennar.

 


Bill Maher ræðir um ástandið á Íslandi

Það vantar ekki að Bill Maher er upplýstur maður með eindæmum og ræðir hér á léttu nótunum við Pulitzer-rithöfundinn og dálkahöfund New York Times, Thomas Friedman, sem nýlega gaf út bókina "Hot, Flat and Crowded".  Meðal þess sem þeir ræða um er bráðnun hagkerfisins á litla Íslandi og hvað það þýðir í stærra samhengi.

 


pínu yfirdrifið?

Ha?  Ég rasisti?Umræðan um endurútgáfu bókarinnar um negrastrákana tíu heldur áfram og áðan birti einn ástsælasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar mikinn skammarpistil yfir "fulltrúum góðmennskunnar í samfélaginu" sem í skjóli yfirdrifins félagslegs réttrúnaðar, skipbrota sósíalisma, fjölmenningarhyggju og feminisma, gera atlögu að "litblindum" menningarsögulegum verðmætum sem hafa að hans mati "enga skírskotun" í rasisma þann sem þekkist í útlöndum.

Enga skírskotun???  Er "útlenskur rasismi" ekki til á Íslandi eða er hann í svo allt öðru samhengi að hann er á einhvern hátt bara saklaust og meinlaust grín og barnagælur?  

Það má vel vera að ég hafi lægra tolerance fyrir rasisma en gengur og gerist, enda hef ég undanfarin sjö ár búið í landi þar sem hið ljóta andlit rasismans er tiltakanlega áberandi og yfirþyrmandi.  Ég hef séð rasismann "in action" með eigin augum og kynnst fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á honum. 

Ég man raunar að þegar ég var nýkominn hingað þá gerði ég mér í raun enga grein fyrir hvað rasismi væri í raun og veru, því heima á Íslandi var rasismi "ekki til" (eða öllu heldur, ekki vandamál þar sem það voru engir útlendingar né litað fólk til á íslandi - svona eins og það eru engir hommar til í Íran Wink).  Sem "freshman í college" hérna í liberal Minnesota var ég skikkaður til að taka kúrs í "Multicultural & Gender Minority Studies".  Ég var frekar skeptískur á þennan kúrs í byrjun og hundfúll yfir því að vera neyddur til að taka hann því ég taldi mig ekki hafa neina fordóma.  Í dag er ég hins vegar afar þakklátur fyrir að hafa tekið þennan kúrs því ég get með sanni sagt að hann var eftirminnilegri og lærdómsríkari en margir aðrir þeir kúrsar sem ég hef tekið um dagana.  Ég komst að því þarna að ég vissi nákvæmlega ekkert um fordóma, hvorki mína eigin fordóma né annarra.  Lestrarefnið setti efnið í sögulegt samhengi og fyrirlestrarnir og umræðurnar í tímunum gerbreyttu sín minni á rasisma í öllum sínum birtingarmyndum. 

Ég man að í fyrstu tímunum var ég hálf utangátta og hafði ekki mikið gáfulegt til málanna að leggja í umræðunum en áhuginn og skilningurinn óx smám saman og svo fór fyrir rest að prófessorinn (sem var ansi skemmtileg "half hispanic, half jewish" lesbía) heimtaði að ég læsi svarið mitt við ritgerðarspurningunni á lokaprófinu upp fyrir bekkinn. Blush  Svo gaf hún mér A+ þessi elska.

En en...þið sem sjáð ennþá engan rasisma í 10 litlum negrastrákum, endilega kíkið á þennan pistil eftir dr. Gauta B. Eggertsson, hagfræðing hjá seðlabanka bandaríkjanna og bróður borgarstjóra Reykjavíkur.

Það er leitt að vissum feitlögnum hvítum (og rauðhærðum), sannkristnum menningarsnobburum, framsóknaríhaldsplebbum og karlpungum fynnst tilverurétti sínum og lífsskoðunum ógnað af okkur háværa og leiðinlega jafnaðarmannapakkinu.


10 litlir negrastrákar

HPIM1741Ég sá í kvöldfréttum RÚV áðan að búið er að gefa út barnabókina "10 litlir negrastrákar" á ný eftir 30 ára dvöl á sorphaugum sögunnar þar sem hún á best heima.  Útgefendurnir tala um að bókin sé "menningar-verðmæti" sem ekki megi glatast og að myndskreitingarnar (sem eru í anda Jim Crow stefnunnar) séu fögur listaverk! Sick

Ég ætla rétt að vona að þessi sori verði geymdur í hilluni við hliðina á Mein Kampf og verði ekki í framtíðinni markaðssettur sem viðurkenndar barnabókmenntir í íslenskum bókabúðum. 

Þetta minnti mig á það að þegar ég var ca. 9 ára var ég þvingaður til að taka þátt í skóla-leikriti byggðu á þessum ósóma.  Gott ef þetta var ekki á litlu jólunum sveimérþá, allavegana var þetta nokkuð stór viðburður, haldinn í sal skólans og allir nemendur viðstaddir auk foreldra.  Ég man að einn kennarinn klíndi framan í mig svartri málningu og sagði svo að ég liti út eins og alvöru halanegri! Jamm, þannig var nú það og enginn hneykslaðist á rasista-boðskapnum. 

Annars var þetta leikrit mér líka minnisstætt fyrir þær sakir að ég lék tíunda negrastrákinn...þennan sem lifði af og kyssti stelpuna og eignaðist 10 nýja negrastráka! Kissing  Þetta var náttúrulega frækinn leiksigur...en ég held svei mér þá ekki að ég hafi kysst stelpu síðan þarna á sviðinu.  Tounge  


Man in the Middle

MeechÉg var loksins að ljúka við lestur ævisögu breska NBA körfuboltaleikmannsins, John Amaechi, sem vakti mikla athygli hér vestra um daginn þegar hann kom út úr skápnum, fyrstur NBA leikmanna.  Bókin sem ber titilinn, "Man in the Middle", er afar áhugaverð lesning.  John lýsir uppvaxtarárum sínum í Manchester á englandi, þar sem hann var lagður í stöðugt einelti í skóla vegna stærðar sinnar, litarhátts og fyrir að vera gáfaðari en flestir skólafélagar hans.  Hann hafði aldrei séð körfubolta, þegar hann var plataður á æfingu 17 ára gamall.  Hann var feitur og hafði andúð á íþróttum, en það kom fljótt í ljós að hann hafði mikla hæfileika í körfubolta, og ekki bara vegna hæðar sinnar.  Hann setti sér það gersamlega óraunhæfa takmark að komast í NBA deildina til þess að sanna sig fyrir sjálfum sér og öðrum.  Í bókinni lýsir hann á skemmtilegan hátt hvernig hann náði því takmarki og fyrir körfuboltaaðdáendur er afar upplýsandi að lesa sögur hans frá lífinu í NBA deildinni bakvið tjöldin.  Margar áhugaverðar lýsingar á leikmönnum, þjálfurum, framkvæmdastjórum liðanna og umboðsmönnum.

Umfram allt er þetta þó mannleg saga sem fólk getur lesið án þess að hafa hundsvit á körfubolta, enda fjallar bókin aðallega um lífið og lífsgildin.  John Amaechi starfar nú fyrir góðgerðarsamtök sín á Englandi.  Hann hefur varið tíma sínum og fjármunum sem hann fékk í laun í NBA til þess að byggja aðstöðu fyrir körfubolta-iðkun og félagsmiðstöðvar fyrir krakka á Englandi sem annars eyddu tíma sínum á götunni.  Einnig hefur hann verið talsmaður Human Rights Campaign hér í Bandaríkjunum eftir að hann kom út úr skápnum og tekið þátt í baráttunni fyrir jafnrétti. 

Það vakti töluvert fjaðrafok þegar John kom út úr skápnum og t.d. kom fyrrum NBA stjarnan Tim Hardaway fram í sjónvarpi þar sem hann lýsti yfir hatri sínu á samkynhneigðum með frekar ógeðfelldum hætti.  Ég hvet alla til að kíkja á þetta svar John Amaechi til Tim Hardaway!  Sannur "english gentleman" og frábær fyrirmynd.

Það brugðust fleiri við þessum orðum Hardaways, þar á meðal gamli Star Trek leikarinn George Takei (Zulu) sem sjálfur kom út úr skápnum fyrir ekki alls löngu.  Hann kom fram í kvöldþættinum Jimmy Kimmel Live á ABC sjónvarpsstöðinni með þetta óborganlega "Public Service Announcement"

P.S. Líkt og John Amaechi lýsir því hvernig þetta hatursfulla statement frá Tim Hardaway er í raun jákvætt vegna þess að það opnar augu fólks fyrir vitleysunni og hræsninni í hommahöturunum, vil ég benda á íslenskan hommahatara sem opinberar innræti sitt og hans líka vel og rækilega á bloggi sínu.  Undir fölsku yfirskini "kristinnar trúar" skýtur hann sig og málstað sinn í fótinn hvað eftir annað.  Fólk sem hefur snefil af skynsemi og heilbrigðri hugsun fær andúð á slíkum fyrirlitningarfullum áróðri.  Því hærra sem hann hrópar, því stærri greiða gerir hann okkur "kynvillingunum".

Vil í þessu sambandi líka benda fólki á að lesa þessa grein Þjóðkirkjuprestsins Þóris Jökuls Þorsteinssonar, fyrrum sóknarprests á Selfossi og núverandi "sendiráðsprests" í Kaupmannahöfn þar sem honum er haldið uppi af íslenska ríkinu.


Hypergraphia

skrift er göfugt fag

Flestir kannast við að fá einhverntíma svokallað "writer´s block" (antithesis).  Þá starir maður á tómt blaðið eða skjáinn og getur ekki fyrir sitt litla líf skrifað eina setningu.  Sérstaklega er það bagalegt þegar maður glímir við masters lokaritgerðir. Errm

En það er líka til andstæða þess að vera haldinn "writer´s block" og getur slíkt ástand orðið sjúklegt.  Þetta fyrirbæri kallast "Hypergraphia" eða "The Midnight Disease".  Fólk sem er haldið þessum kvilla ræður engan vegin við þörfina til að skrifa.  Fólk getur skrifað endalaust um allt eða ekkert.  Þetta getur gengið svo langt að fólk (sem ekki bloggar) fer að skrifa á veggi eða hvar sem það finnur hentugt pláss.

Taugasérfræðingar hafa uppgötvað að Hypergraphia tengist truflunum á taugaboðum í svæði í heilanum sem nefnist randbörkur í Hjarni (Stóra heila) - á ensku "Limbic Cortex" sem er hluti af "temporal lobes" í "the Cerebrum". 
Orsökin er að mestu ókunn, en þetta virðist geta tengst flogaveiki og eins er þetta þekktur fylgifiskur "maníu" og "bi-polar disorder" auk þess sem geðklofar (schizophrenics) fá stundum einkenni Hypergraphíu.  Þá er líka þekkt að heilaæxli á þessu svæði í heilanum getur orsakað svona "skrif-æði".

Nokkrir af helstu meisturum bókmenntanna eru taldir hafa þjáðst af Hypergraphíu, enda vel þekkt að sumir þeirra voru satt að segja "hálf skrítnir".  Dæmi um rithöfunda sem talið er víst að hafi verið haldnir þessum kvilla, sem þó kann að hafa orsakað frægð þeirra, eru Dostoevsky, Joseph Conrad, Sylvia Plath, Vincent van Gogh (sem skrifaði líka mikið auk þess að mála) og svo enginn annar en sjálfur Stephen King!

Midnight DiseaseFyrir þá sem vilja kynna sér þennan sjúkdóm eða heilkenni eða hvað svosem þetta nú er, bendi ég á bókina "The Midnight Disease: The Drive to Write, Writer´s Block, and the Creative Brain" eftir taugasérfræðinginn og rithöfundinn Alice Flaherty, sem þjáist sjálf af Hypergraphíu.

Í bókinni er meðal annars fjallað um konu að nafni Virginia Ridley frá Georgíu-fylki sem fór ekki út úr húsi síðustu 27 ár ævi sinnar.  Yfirvöld í Georgíu óttuðust að eiginmaður hennar hefði haldið henni fanginni og myrt hana og var hann því handtekinn.  Við réttarhöldin kom í ljós að hún hafði þjáðst af flogaveiki, víðáttufælni og Hypergraphíu.  Hún skildi eftir sig 10 þúsund blaðsíðna dagbók (!) sem varð til þess að eiginmaðurinn var sýknaður af öllum ákærum.

Ég hef stundum undrast afköst ýmsra ágætra bloggara.  Sumt fólk virðist þurfa að tjá sig um hverja einustu frétt sem birtist á moggavefnum, þó þeir hafi í fæstum tilfellum mikið gáfulegt til málanna að leggja.  Aðrir skrifa heilu ritgerðirnar, sumar stórkostlegar og vel skrifaðar en aðrar fremur innihaldssnauðar og sundurtættar.  Sumt er mjög áhugavert og á erindi við heiminn, annað kannski hálf ómerkilegt.  Margir skrifa bara til þess að skrifa.

Kannski útskýrir þetta afköst sumra íslenskra bloggara?  Hver veit.


Wangari Maathai

Dr. MaathaiAnnar góður gestur hélt hér fyrirlestur fyrir troðfullum sal í gærkvöldi.  Þar var mætt Dr. Wangari Maathai, Friðar-Nóbelsverðlaunahafi frá Kenýa.

Dr. Maathai er líffræðingur sem hefur barist ötullega fyrir náttúruvernd, mannréttindum, lýðræði og friði í Afríku.  Hún var fyrst kvenna frá austur og mið Afríku til að öðlast PhD gráðu og sömuleiðis fyrsta konan frá Afríku til að öðlast Nóbelsverðlaun (árið 2004).

Hún hélt frábæra ræðu um áhrif náttúruverndar og vistvænnar náttúruauðlindastjórnunar á þróun lýðræðis og friðar í heiminum.  Boðskapur hennar var að hvert og eitt okkar getur lagt lóð á vogarskálirnar þegar kemur að náttúruvernd og lýðræði.  Þrátt fyrir að stundum virðist fjöllin ókleif megum við ekki leyfa okkur þann munað að gefast upp þótt á móti blási.

Í Kenýa barðist Dr. Maathai við einræðisherra og alþjóðleg stórfyrirtæki sem græddu á tá og fingri á skógarhöggi í regnskógunum með þeim afleiðingum að heilu vistkerfin eyðilöggðust og vatnsból og ár menguðust.  Hún hjálpaði líka allslausum konum að mennta sig og brjótast undan oki karlaveldisins.

Íslendingar gætu lært mikið af því starfi sem Dr. Maathai sinnti í Kenýa.  Hún sagði eins og Ómar, að þegar mörg lítil sandkorn koma saman getur myndast óstöðvandi bylgja.  Þannig getur fólk haft áhrif, til dæmis með því að kjósa gegn umhverfisspjöllum og eyðileggingu náttúruauðlinda.

Ég bendi áhugasömum á vefsíðu samtaka Dr. Maathai sem nefnist Green Belt Movement - www.greenbeltmovement.org

Einnig hvet ég fólk til að kynna sér ævisögu þessarar merkiskonu, sem nefnist Unbowed.

 


Cindy Sheehan

sheehanFriðar-aktívistinn Cindy Sheehan hélt fyrirlestur í skólanum mínum í gærkvöldi.  Cindy sem missti son sinn í Írak og hlekkjaði sig í framhaldinu við grindverkið á búgarði G.W. Bush í Crawford, Texas, var eins og við var að búast afar harðorð í garð forsetans. 

Hún lagði til að Bush yrði tafarlaust "impeached", tekinn úr embætti og ákærður fyrir stríðsglæpi.  Hún tók þó fram að ekki ætti að hengja karlpunginn því dauðarefsingar séu óréttlætanlegar...jafnvel þegar "vitfirrtir fjöldamorðingjar" eiga í hlut, eins og hún orðaði það. Tounge

Cindy er ein mest hataðasta kona veraldar í augum Repúblikana (á eftir Nancy Pelosi og Hillary) fyrir það hvað hún er dugleg að benda á lygarnar í Bush/Cheney.  En Cindy gaf demókrötunum engan grið heldur og gagnrýndi aðgerðarleysi þeirra á þinginu harðlega. 

Cindy var líka harðorð í garð Hillary Clinton sem hún sagði hafa verið fylgjandi stríðinu í Írak frá upphafi og væri peacemomekki líkleg til að tryggja frið í heiminum næði hún kjöri ´08.

Cindy er afar góður ræðumaður og fékk salinn til að hrífast með sér og mikið var um klapp og stuðningsöskur, en öryggisverðir þurftu líka að fjarlægja nokkra einstaklinga úr salnum sem létu ófriðlega með frammíköllum og ókvæðisorðum í garð Cindy sem þeir sögðu vera að "aiding and embedding the enemy". 

Cindy benti á eina áhugaverða staðreynd.  Stríðið í Írak kostar 10 milljónir dollara á KLUKKUSTUND og miðað við það tæki það einungis um 7 klukkustundir að borga upp skólagjöld allra nemenda í skólanum mínum (15 þús. talsins) í heilt ár ef peningunum væri varið í menntamál.

Ég vil benda áhugasömum á bók Cindýjar "Peace Mom - A Mother´s Journey through Heartache to Activism" og hér er linkur á vef samtaka hennar Gold Star Families for Peace.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband