Færsluflokkur: Kvikmyndir

Svipmyndir frá "Destination Star Trek London 2012"

Skrapp á svaðalegt Star Trek Convention í Lundúnum um síðustu helgi og hitti þar fjölmargar gamlar hetjur og forynjur. Smile

Kafteinn Kirk var á svæðinu (Bill Shatner) sem og kafteinn Picard (Sir Patrick Stewart), kafteinn Sisco (Avery Brooks), kafteinn Janeway (Kate Mulgrew) og kafteinn Archer (Scott Bacula).  Auk þeirra voru þarna m.a. Pavel Checkov (Walter Koenig), Mr. Worf (Michael Dorn), Mr. Data (Brent Spiner), Q (John De Lancie), Major Kira Nerys (Nana Visitor), Odo (Rene Auberjonois), Garak (Andrew Robinson), Klingónarnir Chancellor Gowron og General Martok auk fjölda minni spámanna og framleiðendanna Ira Behr og Brannon Braga.

Heimsmetabók Guinnes var á staðnum og vottaði að þarna var fjölmennasta samkoma Star Trek nörda í búníngum frá upphafi...1,080 manns (ég varð að sjálfsögðu að kaupa mér búning til að taka þátt í heimsmetinu! Wink).  Borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson, var sem og á staðnum og gaf okkur öllum "High Five" í tilefni dagsins.

Hér gefur að líta myndband frá herlegheitunum:

 


Svarthöfði berst við blöðruhálskrabba

Dave and ICNN sagði frá því í dag að "vinur minn" Dave Prowse undirgengist nú geislameðferð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli.  Prowse er að sjálfsögðu best þekktur fyrir að leika sjálfan Darth Vader í upprunalegu Star Wars trílógíunni.  Eins og flestir vita sá þó James Earl Jones um röddina sem betur fer, enda er Dave frekar lágróma og talar með skelfilegum breskum cockney-hreim.  Dave virkaði á mig sem alger ljúflingur þegar ég hitti hann á Star Wars Celebration IV í Los Angeles í hittifyrra og hann gaf sér góðan tíma til að spjalla og árita myndir fyrir okkur brjáluðustu SW nördana. Joyful  Vonum að sjálfsögðu að kallinn nái sér fljótt og megi the Force be with him, always!

Hér má sjá nokkrar fleiri myndir frá Celebration IV þar sem ég hitti m.a. Carrie Fisher (Leia), Billy Dee Williams (Lando), Anthony Daniels (3PO), Kenny Baker (R2), Pete Mayhew (Chewie), Jeremy Bulloch (Boba Fett), Tamuera Morrison (Jango Fett), Daniel Logan (young Boba), Jake Lloyd (Anakin Ep.I), Ray Park (Darth Maul) og fleiri hetjur auk þess sem framleiðendur Robot Chicken og Family Guy þeir Seth Green og Seth McFarlane voru á staðnum.  

Lucasfilm hefur staðfest að Celebration V muni fara fram annaðhvort á næsta ári eða 2011 en fjórar borgir keppast nú um að fá að halda hátíðina/ráðstefnuna sem dregur að sér yfir 30 þúsund gesti.  Þetta eru Baltimore, Minneapolis, Chicago og Orlando.


Kodak Theater eða Leikhúskjallarinn?

Horfði á Óskarinn með öðru auganu í kvöld og þótti mjög augljóst að vísvitandi var reynt að skapa hálfgert "kreppu-atmosphere" og glamúrinn var tónaður niður - næstum því pínlega mikið.  Sviðið var gert mjög lítið og náið og stjörnurnar þurftu ekki að labba langar leiðir upp tröppur til þess að taka við styttunni frægu.  Þá var sviðsmyndin hrá og mínímalísk og öll umgjörðin mun lausari við glys og glæsileika.  Þó svo þetta hafi komið ágætlega út þá þótti mér þetta samt svolítið tilgerðarlegt - einhvernvegin einum of augljóslega fake að horfa á fræga og ríka fólkið reyna að dressa sig niður.  Svo þótti mér hálfgerð synd að leyfa hinu glæsilega Kodak Theater ekki að njóta sín - Hollywood og Óskarinn á að vera glamurous damnit!   Þessi seremónía hefði allt eins getað farið fram í hvaða skemmu sem er!  

Fyrir tæpum tveimur árum síðan var ég að þvælast í Hollywood og fór að sjálfsögðu í skoðunarferð í Kodak Theater og hafði gaman af - síðan þá finnst mér alltaf skrítið að horfa á Óskarinn og hugsa með mér "I´ve been on that stage!" Tounge   Simple things for simple minds, eh!

lancecleve.jpgAnywho...Hugh Jackman brilleraði sem kynnir og ég var mjög sáttur við úrslitin fyrir utan að ég hefði viljað sjá Meryl Streep og Violu Davis vinna fyrir leik sinn í Doubt.  Slumdog Millionaire átti sín verðlaun skilin og að sjálfsögðu þótti mér gaman að sjá Sean Penn vinna og þakkarræðan hans var æðisleg!  "You commie, homo-loving sons of guns" var það fyrsta sem kom uppúr Penn við mikla kátínu viðstaddra. Grin  Hann sagði svo frá því að fyrir utan á rauða dreglinum hefði hann farið framhjá hópi fólks með skilti með hatursfullum skilaboðum og beindi því til þeirra kjósenda í Kalíforníu sem studdu "Prop 8", bannið við giftingum samkynhneigðra, að íhuga sína afstöðu vel og skammast sín svo!

Þá þótti mér gaman að sjá hinn unga handritshöfund Dustin Lance Black hljóta Óskarinn fyrir Milk og þakkarræðan hans var mjög áhrifarík - sjá hér! 

Að lokum tók ég eftir því að margar stjörnurnar skörtuðu hvítum slaufum til stuðnings baráttunni fyrir breyttum hjúskapar-lögum.  Sjá nánar á WhiteKnot.org


mbl.is Viltu vinna milljarð? sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Movie Review: Milk *****

I recently watched Sean Penn's newly released masterpiece, Milk, and boy was I impressed!  Milk is a biographical-drama based on the true story of the life and untimely death of Harvey Milk, the first openly gay man elected to public office in the United States in 1978.  Harvey Milk was elected City Supervisor in San Fransisco, representing the Castro district, which was at the time turning into the world's first "gay village" and the epicenter of the newly established gay rights movement.

milkquote.gifHarvey Milk was at front and center when the first ever victory for the gay rights movement was won as Californian voters turned down "Proposition 6" or the "Briggs Initiative" which was led by Anita Bryant and would have banned gays and lesbians and anyone who publically supported gay rights from working in California's Public Schools.  Harvey Milk was later assassinated by his conservative competitor on the City-council, Dan White, brilliantly played by Josh Brolin in the movie.

Directed by Gus Van Sant, Milk tells the tale of a hero and a martyr.  Yet the movie does not take itself too seriously nor is it preachy.  Anyone will enjoy this film as it's message is relevant to all of us...it's not just aimed at gay rights activists and those interested in their history.  Milk is a thought provoking film that asks us to question our values.  Keep a box of tissues handy.  In one particularly touchy scene, Harvey receives a phonecall from a gay teenager in Minnesota who says he is about to commit suicide as his parents had decided to send him to a Christian hospital to cure him of his homosexuality.  As Harvey tries to tell the boy to pack his bags and run away to the nearest big city, the camera angle widens up to reveal that the boy is confined to a wheelchair.

Milk2.jpgIn a year following the devestating loss of California's "Prop 8" this movie will hopefully serve to open the eyes of decent people everywhere who are perhaps still struggling with their homophobia, as the fight for equality continues around the world.  Harvey Milk lives on in the memory of all gay Americans who recognize him as a brave pioneer who paid the ultimate sacrifice for the cause.  To me his is an idol much like Icelandic activist and founder of the Icelandic gay rights movement, Hörður Torfason.

Milk hits Icelandic cinemas in February and will receive a broader release in the US as the Award Season heats up this month and many pundits expect Sean Penn to be nominated for as Oscar for his interpretation.  For those who use torrents, I happen to know that the movie is widely available there for download...while I am in no way condoning nor encouraging illegal downloading (unless you promise to buy the DVD later! Wink).   If for no other reason, you should watch this movie just to see the painfully attractive James Franco who playes Harvey´s boyfriend! InLove    Oh and here´s a trailer for the movie.


Fyrir John Williams aðdáendur


Religulous frumsýnd í kvöld

Ég hef beðið eftir þessari stund með þónokkurri eftirvæntingu enda fátt skemmtilegra en að hlægja að trúarnötturum.  Þó svo trúarbrögð séu yfir höfuð reglulega sorgleg fyrirbæri og mannskemmandi þá nær minn Messías, Bill Maher, yfirleitt að sýna okkur fyndnu og fáránlegu hliðarnar á trúarbrögðunum...í bland við hræsnina og ógeðið.   Ég er viss um að þessi mynd á eftir að slá í gegn og vonandi "frelsa" einhverja úr viðjum trúar sinnar...þrátt fyrir að á þessum erfiðu tímum sé örugglega fró í að eiga ýmindaðan vin á himnum sem segir þeim að hafa nú ekki áhyggjur af lánunum sínum því heimsendir sé hvort eð er handan við hornið og Guddi veitir öllum lán í himnaríki á 2.25% vöxtum til 1000 ára! Wink 

Það kom mér ekki á óvart að Religulous er ekki sýnd hér í litla sæta kaþólska háskólaþorpinu mínu og verð ég því að gera mér ferð til Minneapolis þar sem einungis eitt bíó (Landmark í Edina) þorir að sýna myndina...geri þó ráð fyrir að hún fari í stærri dreifingu á næstu vikum...en ég get ekki beðið eftir því.  Býst við húsfylli í kvöld svo ég er búinn að panta miðana á netinu og er að leggja í hann niðureftir í stórborgina.  Svo verður maður að vera kominn heim fyrir miðnætti til að ná nýjasta þætti Real Time with Bill Maher...sem sé double dose af Maher í kvöld. Smile  (sem minnir mig á þegar ég mætti í stúdíóið og horfði á karlinn í eigin persónu í fyrra, sjá hér og hér og hér)


Harvey Milk

Það styttist óðum í frumsýningu á næstu stórmynd meistara Sean Penn.  Hún fjallar um líf Harvey Milk og er leikstýrt af Gus Van Sant og með hlutverk Dan White, sem á endanum myrti Harvey ásamt borgarstjóra San Fransisco árið 1978, fer enginn annar en Josh Brolin.  Endilega kíkið á trailerinn.


Untitled Kevin Smith Minnesota Project

zackmiri.jpgKevin Smith er einn af mínum uppáhalds leikstjórum.  Myndirnar hans, sem hann yfirleitt framleiðir, leikstýrir og skrifar handritið að sjálfur, auk þess sem honum bregður oft fyrir í aukahlutverkum, höfða kannski ekki til allra enda er húmorinn töluvert sérstakur.  Frægustu myndirnar hans eru Clerks, Mallrats, Chasing Amy, Dogma og Jay & Silent Bob Strike Back.

Nýjasta mynd meistarans (sem þar til nýverið bar vinnuheitið "Untitled Kevin Smith Minnesota Project samkvæmt imdb.com) verður frumsýnd 31. október næstkomandi og ber hið frumlega heiti "Zack and Miri Make a Porno" Shocking  Hún ku eiga að fjalla um hálfgerða lúsera (héðan frá St. Cloud, MN samkvæmt handritinu - sjá hér og hér) sem ákveða að redda fjárhagnum með því að búa til klám-mynd!  

Af hverju elsku bærinn minn St. Cloud varð fyrir valinu veit ég ekki...en ég bíð spenntur eftir því að sjá hvernig útreið bæjarbúar fá í myndinni...þ.e.a.s. ef handritinu hefur ekki verið breytt.  Það stóð víst upphaflega til að taka myndina upp hér en því var breytt og hún tekin upp í Pittsburgh, PA í staðinn.   Mig grunar reyndar að Kevin Smith hafi fengið hugmyndina að handritinu hér þegar hann kom í heimsókn í skólann minn og hélt fyrirlestur og Q&A session hér fyrir ca. 2 árum.  Hann hlýtur að hafa lent í einhverju villtu partíi á eftir! Whistling

Með aðalhlutverk í myndinni fara nýstirnið Seth Rogen, Elizabeth Banks, Jason Mewes (Jay), Justin Long og Brandon Routh...auk einhverrar Tracy Lord (!).

Samkvæmt fréttum stendur Smith í harðri baráttu við kvikmyndaeftirlitið en þeir hafa gefið myndinni "NC-17" stimpil í stað R...sem þýðir að sum kvikmyndahús gætu neitað að sýna myndina.  Er það ekki týpískt að það má sýna endalausar blóðsúthellingar a la Hostel og Rambo...en smá sex og þá hrökkva þessar teprur í kút! 

Teaser trailer myndarinnar gjörið þið svo vel:


Frábær Dark Knight...en hvar er Robin?

Batman: Dark Knight stóð svo sannarlega undir mínum væntingum og gott betur en ég fór á miðnætursýningu í gær ásamt hálfu bæjarfélaginu en það var uppselt í 7 stóra sali.  Maður hélt kannski að allt hæpið í kringum myndina væri óverðskuldað en þetta er alger snilld...án efa besta mynd ársins.  Heath Ledger heitinn er algerlega stórkostlegur sem Jokerinn.

Vinur minn sem fór með mér á myndina var hins vegar ekkert sérlega hrifinn af myndinni...sagði hana taka sig alltof alvarlega og vanta húmor...svona er smekkur fólks misjafn.   Vissulega skera þessar myndir sig frá eldri Batman myndunum...sem voru frekar grínmyndir en hitt.

gaybatman.jpgEn eitt þykir mér alveg vanta í nýju Batman seríuna og það er uppáhalds-karakterinn minn hann Robin litli! Wink  Þó hann passi kannski ekki alveg inní drungaleg-heitin... enda alltof hýr!  Chris O'Donnel var flottur hér um árið með Val Kilmer og George Clooney...og ég sé alveg fyrir mér t.d. Elijah Wood eða Josh Hartnett leika Robin á móti Christian Bale í næstu mynd... Kissing  Batman er bara ekki complete án Robin...saman mynda þeir the Dynamic Duo!  

P.S. ég gerðist einu sinni svo frægur að hitta sjálfan Adam West sem lék Batman í gömlu þáttunum frá sjöunda áratugnum...óborganlega fyndinn náungi...undanfarin ár hefur hann láð rödd sína í þætti eins og Family Guy, Simpsons og Robot Chicken.  Fyrir mér er hann hinn eini sanni Batman.

batman-robin_607809.jpg


John Adams

John_Adams_Presidential_DollarUndanfarin sunnudagskvöld hef ég verið límdur við imbakassann til að fylgjast með frábærri nýrri míní-seríu á HBO kapalstöðinni sem fjallar um lífshlaup annars forseta og eins af stofnendum (Founding Fathers) Bandaríkjanna, John Adams. 

Það sem gerir þessa þætti áhugaverða er hversu vel er vandað til verks en framleiðendur eru þeir sömu og gerðu "Band of Brothers" þættina vinsælu og executive producer er enginn annar en sjálfur Tom Hanks.  Þættirnir eru gerðir eftir metsölubók Pulitzer verðlaunahafans David McCullough og mikið er lagt í að gera þættina sem raunverulegasta, bæði hvað varðar leikmyndina og persónusköpun.

Þættirnir hefjast í Boston árið 1775 þegar sauð upp úr samskiptum Breta og íbúa Massachusetts nýlendunnar og sýna í framhaldinu hvernig John Adams átti stóran þátt í að sameina hin upprunalegu 13 fylki bandaríkjanna sem lýstu svo yfir sjálfstæði og fóru í stríð við Breta.  Þættirnir fylgjast svo með Adams í för hans til Evrópu þar sem gerði mikilvæga samninga við Frakka og síðar Breta og Hollendinga.  Þá er því líst hvernig hann varð fyrsti varaforseti bandaríkjanna (undir George Washington) og síðar annar forseti hins nýstofnaða lýðveldis.

Paul Giamatti (Sideways) fer á kostum í hlutverki Adams og Laura Linney sömuleiðis í hlutverki Abigail konu hans.  Stephen Dillane brillerar sem Thomas Jefferson og sömu sögu má segja um David Morse og Tom Wilkinson í hlutverkum George Washington og Ben Franklin.

Það sem gerir það að verkum að þessir þættir eiga erindi við okkur í dag er sú staðreynd að núverandi ríkisstjórn bandaríkjanna hefur traðkað á þeim gildum sem "the Founding Fathers" hugsuðu sér við stofnun bandaríkjanna og ekki síst sjálfri stjórnarskránni sem allir bandaríkjamenn líta á sem heilagt plagg.  Thomas Jefferson sem samdi sjálfstæðisyfirlýsingunna og stóran hluta stjórnarskrárinnar myndi snúa sér við í gröfinni ef hann vissi hvernig málum er háttað í dag. 

Enginn sem hefur áhuga á sögu bandaríkjanna ætti að láta þessa þætti framhjá sér fara en væntanlega koma þeir út á DVD innan skamms auk þess sem "óprúttnir náungar" geta eflaust fundið þá á torrentum internetsins.   Hér er að lokum þáttur um gerð "John Adams" míní-seríunnar.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband