Sir Charles endurfæddur?

the Cookie MonsterÞrátt fyrir hrillilega svekkjandi tap í Seattle í kvöld (6 í röð Crying ) geta Minnesota Timberwolves aðdáendur þó horft á björtu hliðarnar.  Nýliðinn Craig "Cookie Monster" Smith átti sannkallaðan stórleik í kvöld, 26 stig og 8 fráköst á 22 mínútum.

Craig hefur verið einn af bestu nýliðum ársins og kannski sá sem mest hefur komið á óvart því hann var valinn númer 36 í annari umferð nýliðavalsins.  Þrátt fyrir að vera "aðeins" 201 cm (6´7") er hann að spila sem kraftframherji og jafnvel center.  Hann viktar heil 123 kg (272 lbs) og er því mjög massívur.  Craig er mikill orkubolti og gefur sig í öll fráköst.  Leikstíll hans og líkamsburðir minna einna helst á gamla goðið Chuck Barkley...ekki leiðum að líkjast.

Sjáið "the Big Bad Wolf" troða á Cleveland  http://www.youtube.com/watch?v=c9GghlQIHsg

Það er heldur ekki hægt að kvarta yfir hinum nýliðanum, Randy Foye, sem fer fram með hverjum leik og er efni í stórstjörnu.  Einnig styttist í að nýliðinn efnilegi frá í fyrra, Rashad McCants snúi aftur eftir erfið meiðsli sem hafa haldið honum utanvallar það sem af er tímabilsins.  Rashad hefur víst staðið sig mjög vel á æfingum og ætti að verða leikfær innan tveggja vikna.  Það eru því vonandi bjartari tímar framundan hjá Timberwolves.  Hálft tímabilið eftir og allir möguleikar á að komast í úrlsitakeppnina í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Foye þarf nú samt að fara að hafa hraðann ef hann ætlar að verða stórstjarna.  Hann var svo helvíti lengi að klára College að hann er farinn að nálgast þrítugt þrátt fyrir að vera rookie ;)

Já og þeir reyndar báðir, hann og Smith

Íþróttir á blog.is, 27.1.2007 kl. 14:52

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe skemmtilegur punktur    Þeir eru hvað...´83 módelið báðir tveir.   Það eru vissulega ekki margir sem endast öll fjögur árin í háskólanum lengur, því miður.  Held þeir hafi haft virkilega gott af því...þeir mæta þroskaðari og tilbúnari fyrir NBA.  Þeir eiga samt nóg inni til að bæta sig. 

David Stern hefur reyndar verið að reyna að setja aldurstakmörk á nýliða...vill að þeir séu orðnir 20 ára þegar þeir koma inn...sem þýðir að þeir verða undir flestum kringumstæðum að spila a.m.k. 2 ár í college.  Veit ekki alveg hvað mér fyndist um slíkt... K.G. og Kobe komu jú beint úr high school og virðist ekki hafa orðið meint af menntunarleysinu.

Róbert Björnsson, 27.1.2007 kl. 16:55

3 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Já þeir eru ´83 eins og t.d. Ben Gordon sem er á sínu þriðja tímabili í deildinni.

En Stern eru auðvitað búin að setja núna á reglu sem bannar mönnum að koma beint úr high school.  Eins og þú segir hafa þeir þó spjarað sig vel þessir sem hafa sleppt alveg háskólanum en ég held samt að menn hafi almennt gott af því að taka a.m.k. eitt ár í háskóla og í NCAA deildinni.

Íþróttir á blog.is, 27.1.2007 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.