Hvaðan kemur Michele Bachmann?

Presenting-this-weeks-Newsweek-Michele-Bachmann-600x370
Það hefur verið hálf einkennilegt fyrir mig að fylgjast með Michele Bachmann skjótast upp á frægðar-sviðið undanfarin ár og maður er eiginlega kjaftstopp yfir árangri hennar og þeirri staðreynd að hún eigi jafnvel séns á að verða útnefnd forsetaframbjóðandi Repúblikana/te-poka-hyskisins á næsta ári.  Satt að segja er það súrrealísk og virkilega "scary" tilhugsun að þessi brjálæðingur og öfgamanneskja skuli hafa svona mikið fylgi meðal venjulegra kjósenda.  Það er í raun afar sorgleg staðreynd.

Ég hef fylgst með Michele lengur en flestir íslendingar, sökum þess að hún var eitt sinn þingmaðurinn "minn".  Jú, sko, ég stundaði háskólanám og bjó í hennar kjördæmi í Minnesota í rúm 6 ár.   Fyrst man ég eftir henni í local pólitík þegar hún var"State Senator"en svo komst hún á þingið í Washington fyrir "MN 6th Congressional District"...kjördæmið mitt.

mn6
Það má segja að MN 6th sé nokkurskonar "Kraginn" þeirra Minnesota-búa.  Kjördæmið nær utan um norður-úthverfi Minneapolis, frá Anoka sýslu og upp meðfram "the I-94 Corridor" til St. Cloud í norð-vestri.  Nú hefur Minnesota hingað til verið þekkt fyrir að vera mjög frjálslynt Demókrata-ríki sem gaf af sér eðal-krata á borð við Walter Mondale, Paul Wellstone og Al Franken.  En einhverra hluta vegna hefur MN 6th lengi verið helsta vígi Repúblikana í Minnesota.  

Eins og margir vita er stór hluti Minnesota-búa kominn af Skandínavískum og Þýskum ættum.  Skandínavarnir eru flestir Lútherstrúar á meðan þjóðverjarnir eru strangtrúaðir kaþólikkar.  Þar sem ég bjó, í St. Cloud, eru yfirgnæfandi meirihluti íbúanna afar íhaldssamir þýskir kaþólikkar.   Aðal-fjörið hjá þeim var að efna til mótmæla fyrir utan „Planned Parenthood“ og leggja konur í einelti sem hugðust fara í fóstureyðingu.

St. Cloud hefur því miður á sér óorð vegna rasisma.  Þangað til fyrir um 20 árum voru 95% íbúanna hvítir og kristnir og hefur borgin oft verið uppnefnd "White Cloud".  Síðan gerðist það að stór hópur Sómalskra flóttamanna var fluttur til St. Cloud og það hefur satt að segja gengið erfiðlega fyrir innfædda að taka á móti svörtum múslimum í samfélagið.  
Háskólinn minn - St. Cloud State University - á sér sömuleiðis langa sögu rasisma en fyrir um 15 árum síðan fóru nokkrir kennarar sem tilheyrðu minnihlutahópum í mál við skólann vegna mismununar og unnu málið.  Skólinn var skikkaður til þess að setja á stofn "diversity program" eða fjölmenningarstefnu sem m.a. gekk út á að laða til sín fleiri nemendur og kennara af ólíkum uppruna.  Liður í þessu var að fjölga erlendum nemendum og nú eru um 1,000 nemendur af 18,000 útlendingar, flestir frá asíu og afríku.  Þrátt fyrir þessa viðleitni hefur gengið á ýmsu og óhætt að segja að enn séu margir innfæddir ósáttir við þessa innrás fólks af "óæðri kynstofnum".  Í fyrra gengu til að mynda um ribbaldar sem krotuðu hakakrossa og haturs-orð á veggi á heimavistinni og á salernum skólans.  

bachmannholywar
Sennilega er það þessi ömurlegi trúar-ofsi sem gerði það að verkum að A) ég fékk algert ógeð á trúarbrögðum og B) Michele Bachmann átti greiða leið á toppinn í Minnesota.
Hún gekk í Oral Roberts University í Tulsa, Oklahoma - en það er kristilegur "háskóli" sem var stofnaður af frægum sjónvarps-prédikara.  Þar lærði hún allt um hefðbundin fjölskyldugildi og stöðu konunnar (hún heldur því fram að konur eigi að vera undirgefnar eiginmönnum sínum), sköpunarkenninguna og það hvernig jörðin er einungis 6000 ára gömul og að kölski hafi plantað risaeðlu-steingerfingum í jörðina til að villa um fyrir mannkyninu og fá það til að efast um Je$us Chri$t.  Hún heldur því fram að stjórnarskrá bandaríkjanna sé "heilagt plagg" frá Guði og að landsfeðurnir hafi ætlast til þess að bandaríkin yrðu "Christian Theocracy" en ekki "Secular Democracy".  Það held ég að Thomas Jefferson myndi snúa sér við í gröfinni ef hann heyrði þetta rugl!

Þess má svo geta að eiginmaður Michele, Marcus, er sér kapítuli útaf fyrir sig.  Hann veifar doktors-gráðu í sálfræði frá kristilegum háskóla en hefur ekki starfsréttindi sem slíkur í Minnesota.  Saman reka þau kristilega sálfræðistofu sem sérhæfir sig í af-hommun!  Þau hvetja foreldra samkynhneigðra unglinga til þess að bjarga börnum sínum frá glötun með því að borga þeim fyrir "leiðréttingar-meðferð".  Þess má geta að nýlega voru settar reglur í Anoka sýslu sem banna að minnast á samkynhneigð í ríkisreknum skólum.  Ennfremur má geta þess að á síðustu 2 árum hafa 7 samkynhneigðir unglingar í Anoka sýslu framið sjálfsmorð vegna eineltis.

Michele Bachmann kom nokkrum sinnum í heimsókn í skólann minn á meðan á kosningabaráttunni árið 2006 stóð, í boði College Republicans.  Ég sá hana samt aldrei því á sama tíma var ég að taka í spaðann á Senator Al Franken og Howard Dean f.v. ríkisstjóra Vermont, forsetaframbjóðanda og framkvæmdastjóra Demókrataflokksins.

Ég má til með að segja ykkur frá tveimur prófessoranna minna við flugdeild St. Cloud State.  Það má með sanni segja að þeir hafi verið eins gjörólíkir og hugsast getur.  Annar þeirra, Dr. Jeff Johnson er hvítur, sanntrúaður born-again evangelisti og "faculty sponsor" fyrir College Republicans.  Hann notaði hvert tækifæri sem honum gafst til að auglýsa kirkjuna sína og ungliðahreyfinguna.  Hann var látinn fara frá University of Nebraska eftir að hafa sent tölvupóst á allt starfsfólk og nemendur skólans til að mótmæla harkalega þeirri hugmynd að makar samkynhneigðra kennara fengju samskonar „benefits“ frá skólanum og aðrir.  Ekki veit ég hvort Dr. Jeff vissi að ég væri gay eða hvort það var tilviljun en fram að því að ég tók áfanga hjá honum hafði ég verið "straight A student".  Hjá honum var ég lægstur í bekknum með C í lokaeinkun.  Í dag er þessi maður orðinn deildarstjóri með æviráðningu við SCSU.  

Hinn var umsjónarkennari minn, Dr. Aceves.  Hann er af mexíkóskum ættum landbúnaðarverkafólks í Kalíforníu.  Sá fyrsti í fjölskyldunni sem gekk menntaveginn og braust út úr fátæktinni.  Hann gekk í flugherinn og flaug m.a. C5 Galaxy flutningavélum og KC-11 eldsneytisbyrgðavélum áður en hann útskrifaðist úr Embry-Riddle Aeronautical University – stærsta nafninu í flugbransanum.  Dr. Aceves er alger ljúflingur og okkur varð vel til vina.  Hann bauð mér í tvígang í "Thanksgiving Dinner" með fjölskyldu sinni á Þakkargjörðarhátíðinni og sennilega hef ég verið einn af hans uppáhalds-nemendum.  Eftir að ég hóf masters-námið bauð hann mér að leiðbeina nokkrum "undergraduates" í hönnunarsamkeppni á vegum bandarísku flugmálastjórnarinnar FAA og við hlutum þriðju verðlaun í harðri samkeppni við stóra og virta skóla.  Hann var hinsvegar ekki vinsæll meðal margra nemenda sem þóttu hann of kröfuharður...já og ekki hvítur, öfgatrúaður repúblikani.  
 
Eitt sinn sá ég að hann hafði sett límmiða á skrifstofu-hurðina sína sem á var regnbogafáni og orðin "LGBT Safe Zone".  Það var nefnilega ekkert sjálfgefið að samkynhneigðir nemendur upplifðu sig örugga í skólanum.  Þetta fór að sjálfsögðu mikið fyrir brjóstið á samkennurum hans en mér þótti mikið til koma.  Ég ákvað að segja honum frá því að ég væri samkynheigður og þakkaði honum fyrir stuðninginn.

Um það leiti sem ég var að útskrifast fékk hann stöðu deildarstjóra við City University of New York og sagði skilið við St. Cloud.  Ég heyrði í honum í vetur og þá sagðist hann hafa verið flæmdur frá SCSU og hann talaði um hversu andrúmsloftið hafi verið eitrað í SCSU.  Orðrétt sagði hann „fyrir þá sem ekki voru hvítir, straight, born-again Republican Evangelicals var lífið gert hreint helvíti.“  Ástæða þess að hann setti sig í samband við mig var sú að bjóða mér að gerast "mentor" eða trúnaðarmaður fyrir samkynheigða nemendur hans í New York sem eiga erfitt uppdráttar í flug-náminu og sem hann hafði áhyggjur af að myndu leggja drauma sína á hilluna sökum ótta við að eiga enga möguleika í hinum mjög svo"macho" flugbransa.  Mér þótti mjög vænt um þennan heiður og bauðst til að aðstoða hann á hvern veg sem ég gæti.

Þrátt fyrir allt á ég margar frábærar minningar frá SCSU og hér er að lokum smá myndband sem ég tók af skólanum mínum eftir að ég útskrifaðist...svona til að eiga lifandi minningar frá staðnum.



mbl.is „Enga samkynhneigða í herinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afar skemmtileg færsla.

mar (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 17:52

2 identicon

Heill og sæll Björn; líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Þakka þér fyrir; þessa ágætu grein.

Gleymum svo ekki; Söruh Pálínu Alaska kerlingu, hver þykist sjá inn um stofuglugga félaga míns; V. Pútín, í sumarhúsi hans, á Kyrrahafsströnd Rússlands - sem og inn um eldhúsglugga Kim Jongs-íl, í Norður Kóreu, frá sínum gluggum, þar vestra.

Nú; þriðju Teboðs herfunni, Christine O´Connor, skulum við ekki heldur gleyma - allar þrjár, jafn viðurstyggilegar, að innræti öllu, þrátt fyrir snoppu fríðleikann.

Við; þessir gagnkynhneigðu skrattar, sem hugsum heila hugsun, höfum ímugust, á svona mannskap, sem Teboðs liðum - og öðrum áþekkum, Róbert minn.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 18:07

3 identicon

Heill og sæll Róbert; átti að standa, þar. Bið að heilsa Rennismíða meistara num, meðan ég man.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 18:09

4 Smámynd: Jón Kristjánsson

Sammála, mjög skemmtileg og fróðleg færsla! Þetta trúarofstækislið í Bandaríkjunum er alveg skelfilegt og er fremst í flokki þeirra, sem eru að eyðileggja orðstí Bandaríkjanna meðal annarra þjóða. Mér er það gersamlega óskiljanlegt hvernig sæmilega greint fólk getur stutt fólk eins og Michele Bachmann, maður getur varla dregið aðra ályktun en þá að það sé orðinn verulegur skortur á greindu og víðsýnu fólki þarna!

Jón Kristjánsson, 14.8.2011 kl. 18:13

5 identicon

Hún hatar samkynhneigða örugglega vegna þess að eiginmaður hennar er mest gay gaur í skápnum EVAR
Smá um það, parody videóið er snilld :)
http://doctore0.wordpress.com/2011/07/12/gay-to-straight-therapy-offered-at-michele-bachmanns-medical-clinic/

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 18:30

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir innlitið og kveðjurnar Óskar Helgi - skila kveðjunni til rennismíðameistarans! ;)

Jón: já þetta er sorgleg og óskiljanleg þróun.

DoctorE: hehe já þetta er snilld! ;)

Róbert Björnsson, 14.8.2011 kl. 18:34

7 identicon

snilldar færsla, takk fyrir hana :)

Haraldur Örn Brynjarsson (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 20:27

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Merkilegt. Hún trompar Palin léttilega þessi. Og virðist vera að sumu leiti mun sterkari í framkomu.

Trúi samt ekki að hún nái í gegn.

Er það ekki frekar þessi þarna ríkisstjórinn í Texas. Perry. Hefur hann ekki soldið forsetalúkkið:

http://youtu.be/yeEAAx39lnQ

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.8.2011 kl. 22:48

9 identicon

Frábær fræðandi og upplýsandi færsla!
Já það er dapurlegt að vita til þess hvað fólk getur verið hreinlega heimskt og illa gefið og skelfilegt að vita til þess og horfa uppá það að þetta fólk kemst í valdastöður víða um heim. Og satt best að segja þá eru trúarbrögð ekki til að hjálpa upp á sakirnar sýnist mér!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 22:53

10 identicon

Las fram að...  "Repúblikana/te-poka-hyskisins" ... og hætti þar.

Fordómarnir leka með froðunni út um munnvikin þín Róbert.

LS (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 22:55

11 identicon

Rick Perry er ekki skárri, hann er alger ruglukollur og hallelújah redneck dauðans.
Ætli Ron Paul/Obama séu ekki skárstir af þessum mönnum, ekki algerir kristnir talibanar og stórhættulegir.

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 23:05

12 Smámynd: Róbert Björnsson

Bachmann trompar Palin að því leiti að hún er ekki alveg jafn fáfróð og hefur mun sterkari framkomu. Perry mun sömuleiðis vaða yfir Mitt Romney á kúrekastígvélunum því ólíkt Romney sem er Mormóni er Perry í "rétta" trúarhópnum. En hann mun ekki höfða til margra utan Texas og minnir of mikið á W. sem þó lítur út fyrir að vera ljúfur og gáfaður í samanburði.

DoctorE: Varðandi Ron Paul þá er hægt að bera ákveðna virðingu fyrir honum kallinum en sonur hans Rand er alger te-poka rugludallur sem átti stóran þátt í að halda alheiminum í gíslingu um daginn þegar átti að hækka skuldaþakið.

LS aka LogicSociety: Sorry ég gleymdi að það fyrirfinnst líka tepoka-hyski á Íslandi...ætlaði ekki að særa þig en það hlýtur að vera erfitt að tilheyra svona ofsóttum minnihlutahóp sem flest hugsandi fólk hefur lítið álit á...jafnvel "fordóma" fyrir. Samhryggist þér og vona að þú vinnir í green-card lottóinu og getir flust suður til Alabama eða Texas þar sem þú gætir verið innanum þína líka. ;)

Róbert Björnsson, 14.8.2011 kl. 23:48

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Snilldargrein!

Það er gaman að þessum trúarbrögðum og trú sýstemum yfirleitt...algjört snilldar fólk þessir ameríkanar...hehe..

Óskar Arnórsson, 15.8.2011 kl. 08:59

14 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég set verulega fyrirvara við þessa færslu. Maður sem stærir sig að því að taka í spaðana á Al Franken og Howard Dean er ekki rétti maðurinn til að setja fram hlutlausa greiningu á frambjóðanda repúblikana, enda ber öll færslan merki þess.

Vinstri menn hafa lengi dásamað tilvist grasrótarhreyfinga en þegar ein slík verður til á hægri kantinum í US þá finna þeir henni allt til foráttu. Þú kallar þetta "repúblikana tepoka hyski" og Biden sem virðist nú ekki stíga í vitið kallar þá "hryðjuverkamenn", en í raun er þetta bara fólk sem á það eitt sameiginlegt að hrylla við skuldastöðu US og vill minnka ríkisafskipti. Það ætti ekki að vera dauðasynd í landi þar sem >14 trilljóna skuldabaggi er að sliga samfélagið.

Ég hef ekki fylgst með þessari konu en ótti demókrata við hana birtist í árásum á hana og svo auðvitað þessari mjög svo umdeildu forsíðumynd Newsweek. Sá ótti á sér eflaust rætur í því að þeim stafi ógn af henni. Dómgreind Newsweek ritstjóranna má hins vegar draga í efa eftir gagnrýnislausar myndbirtingar af frambjóðandanum Barack Obama sem áttu ekki við neina innistæðu að styðjast.

Bloomberg fréttaveitan var hins vegar með aðgangshart viðtal við Bachmann um daginn sem sýndi að hún er enginn asni. Ég vona að heimurinn hafi lært eitthvað af taumlausri aðdáun sinni á manni sem hafði ekkert til brunns að bera annað en hljómþýða rödd og frábæran ræðuskrifara. En eins og segir í ævintýrunum: upp komast svik um síðir.

Ragnhildur Kolka, 15.8.2011 kl. 11:32

15 identicon

Myndin af henni í Newsweek er algerlega hárrétt, hún er akkúrat svona, hún er geggjuð :)
Að heyra í henni tala í kirkjum og öðrum trúarsamkundum, er alveg rosalegt sko; Hrein og tær geðveiki

DoctorE (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 12:58

16 Smámynd: Róbert Björnsson

Satt er það Ragnhildur - þessi færsla var ekki hugsuð sem "hlutlaus greining" á frú Bachmann né tepoka hyskinu og var heldur ekki auglýst sem slík. Ég viðurkenni fúslega að ég er "biased" og mín skrif endurspegla eingöngu hlutina eins og ég sé þá með mínum "gleraugum". Sömuleiðis ætti ég ekki von á að sjá þig skrifa hlutlausa greiningu um þessi mál...sem Ann Coulter fan! ;)

Ég er reyndar sammála þér um að Bachmann er enginn "asni" í þeim skilningi ólíkt Söru Palin og er því mun sterkari kandídat. Ég geng meira að segja svo langt að viðurkenna að þessi Newsweek mynd var óþarfa "cheap shot"...það þarf ekkert að ýkja ímynd hennar til þess að fólk sjái að hún er "batshit crazy"!

Standi hún uppi með útnefningu repúblikana hef ég engar áhyggjur af endurkjöri Obama þrátt fyrir að hann hafi valdið mörgum okkar sárum vonbrigðum vegna undanlátssemi og eftirgjafar stefnu sinnar í þeim vonlausa tilgangi að reyna að "reach across the aisle" í þinginu. He needs to grow a pair and show them who´s the boss.

Varðandi tepoka grasrótarhreyfinguna eins og þú kýst að kalla það...þá hefði ég ekkert uppá hana að klaga ef hún snérist í raun um það sem þú segir - að minnka ríkisafskipti og grynnka á skuldastöðunni. En þú veist jafn vel og ég að þetta er hópur popúlista og öfgafólks sem vilja helst leggja bandaríska alríkið niður með öllu. Og hver er þeirra lausn til þess að minnka fjárlagahallann? Ekki vilja þeir hækka skatta þó svo þeir séu i sögulegu lágmarki...og allrasíst á þá allra ríkustu. Ekki vilja þeir lækka útgjöld til hernaðarbrölts...nei, eina lausnin er að auka á eymd almennings með því að rústa Medicare og Social Security. Brilliant! Ég sé ekki betur en að Biden hafi lýst þeim rétt.

Róbert Björnsson, 15.8.2011 kl. 13:54

17 identicon

Hérna eru kapparæður Iowa.

http://www.youtube.com/watch?v=yDSs_XFmacc

Ron Paul er eini með vitið þarna og er ekki með þetta stríðsáróður.

Arnar (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 15:15

18 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er rétt Róbert, þetta er þín síða og þar máttu vera eins hlutdrægur og þig lystir. En meðan þú leyfir athugasemdir geturðu alltaf búist við að inn slæðist einhverjir með aðrar skoðanir. Hvers vegna þú segir mig hafa sérstakt dálæti á Ann Coulter veit ég ekki en sjálf tel ég mig vera svona meira libertarian.

Ég hef ekki myndað mér neina skoðun á Michele Bachmann aðeins hlustað á þetta viðtal. En hafi hún aðrar trúarskoðanir en þú og þeir sem tjá sig á síðunni þinni þá sé ég ekkert athugavert við það. Hún á eftir að vera meira í sviðsljósinu eftir niðurstöðu þessarar könnunar, en það er engan vegin sjálfgefið að hún hljóti útnefningu eins og demókratar óttast. Það var hins vegar teboðshreyfingin sem fór með sigur af hólmi í skuldaþaksmálinu og því skiljanlegur þessi mikli titringur.

Þú veður hins vegar reyk og villu ef þú heldur að vonbrigði demókrata séu vegna þess að tilraunir Obama til að "reach across the aisle" hafi mistekist. Obama var "fjarverandi" alla skuldaþaksumræðuna. Hann hafði ekkert til málanna að leggja og heldur ekki demókratar sem höfðu látið ógert að samþykkja fjárlög í 4 ár. Þrátt fyrir að hafa bæði senat og fulltrúadeild á sínu valdi.

Republikanar eru minnugir þess þegar demókratar keyrðu í gegn Obamacare-lögin á aðfangadag í bullandi andstöðu við republicana og 70% þjóðarinnar (skv. skoðanakönnunum). Og það var enginn "reach across the aisle" tónn í svari hans, þegar hann sýndi republikönum ótrúlegan hroka með því að svara andmælum þeirra "I won". Hann hefur verið í senn taktlaus og ráðalaus og er nú að uppskera.

Ragnhildur Kolka, 15.8.2011 kl. 15:56

19 identicon

Mögnuð lesning.  Manni er hætt að standa á sama.  Efnahagsástandið í USA er þannig að það getur allur fjandinn gerst þarna ef ákveðnir aðilar komast til valda.

Ómar Smárason (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 16:05

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg var ekki að segja að Texassgæjinn væri tilvalinn sem forseti.

Eg mundi bara giska á, svona fyrirfram, að hann ætti möguleika. Og þá aðallega útaf því hve hann virkar sjónvarpsvænn. það skiptir nú miklu máli í BNA. (Og víðar reyndar)

Hitt er annað, að spurningarmerki má setja við hvort Bandaríkjamenn séu tilbúnir fyrir annan forseta frá Texas strax.

Allavega trúi eg ekki fyrr en ég sé það á blaði að Repúblikanar útnefni Bakkmann.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.8.2011 kl. 17:19

21 Smámynd: Skeggi Skaftason

Flottur pistill!

Forvitnilegt að sjá hér íslenska málsvara tepokapúkanna. Ragnhildur segir að tepokahreyfingin sé "bara fólk sem á það eitt sameiginlegt að hrylla við skuldastöðu USA og vill minnka ríkisafskipti"

O jæja, tepokafólkið vill svo sem ekkert minnka öll ríkisafskipti enda fjölmargir eldri borgarar og lífeyrisþegar í hópnum sem þiggja með þökkum sitt rándýra skatta-fjármagnaða Medicare.

Nei, hið rétta er að tepokaliðið er fyrst og fremst hópur nytsamra sakleysingja sem ríkustu Ameríkanarnir beita fyrir sig með góðum árangri til að þurfa ekki að greiða háa skatta. Meira að segja Warren Buffet blöskrar hvað hann og aðrir milljarðamæringar sleppa létt.

Ef tepokahreyfingunni væri nú alvara með því að vilja fyrst og fremst draga úr ríkishallanum eins og Ragnhildur segir ætti hreyfingin að taka undir bón Buffet. Viljið þið veðja um það?

Skeggi Skaftason, 15.8.2011 kl. 19:46

22 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Skeggi, Buffet getur lagt sitt af mörkum til skattsins án þess að blanda öðrum í málið, því innan fjármálaráðuneytisins er sérstök deild sem tekur við framlögum þeirra sem vilja leggja aukalega af mörkum. Því miður fyrir alla Buffeta þessa heims virðist leiðin að þessari gjafmildi ekki auðrötuð.  Síðast þegar ég heyrði losuðu þessi framlög aðeins $100.000.

Og auðvitað er það ekki markmið hreyfingarinnar að taka undir bón Buffets, því það jafngildir samþykkt þess að halda ríkisútgjöldum háum og bæta svolítið í.   

Ragnhildur Kolka, 15.8.2011 kl. 21:03

23 Smámynd: Róbert Björnsson

Ragnhildur, ég hef bara gaman af því að fá athugasemdir frá fólki sem hefur aðra sýn á hlutina en ég og ég virði þeirra sjónarmið.  Ég var nú bara að grínast með Ann Coulter af því að ég sá hana á bókalistanum á síðunni þinni.  Hún er afar "fascinating" karakter sem við liberals elskum að hata. :)  Mér þætti gaman að skilja hvernig hugur hennar virkar...en sama hvað ég reyni þá finnst mér bara hennar hugarheimur of twisted og evil til þess að ég fái hana skilið.  En þau Bill Maher voru víst einu sinni par, þannig að varla getur hún verið alvond hehe.   

Ég get alveg verið sammála sumum stefnumálum sannra Libertarians eins og Ron Paul...en ég fæ ómögulega skilið hvernig þú getur verið bæði Libertarian og Social Conservative á sama tíma.  Mér finnst íhald og frjálslyndi bara ekki passa saman.  Hvernig samræmist það hugmyndinni um frelsi einstaklingsins til að haga sínu lífi eins og honum sýnist svo fremi sem það skaði ekki aðra - að koma svo á móti með allskonar boð og bönn hvað varðar einkalíf fólks? Af hverju má "ríkið" ekki skipta sér af viðskiptum þínum og fjármálum en á sama tíma á ríkið að banna þér að fara í fóstureyðingu, stjórna hverjum þú mátt giftast, hvernig þú ráðstafar eigin líkama, hvað þú lætur ofan í þig, hvort eða hvern þú tilbiður og svo framvegis?  You can´t have it both ways!

Róbert Björnsson, 15.8.2011 kl. 22:19

24 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú ert ekki alveg að skilja það sem ég sagði Róbert. Ég sagði að Michele Bachmann ætti sama rétt á sínum skoðunum og þú og þínir trúbræður.

 Listinn sem þú dregur upp í lok þessarar síðustu færslu getur ekki einkennt einn hóp umfram annan. Svokallaðir evangelistar berjast gegn fóstureyðingum og hjónabandi samkynhneigðra en ráðstafanir eigin líkama, hvað þú etur, tilbiður osf. er allt komið á bannlista hjá vinstri mönnum í einu eða öðru formi. Þetta er því ekkert einfalt mál og hugtakið "frjálslyndi" er tekið í gíslingu hvenær sem einhverjum bannsistanum hentar.

Ragnhildur Kolka, 16.8.2011 kl. 08:25

25 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það er nú samt svo að samkvæmt skoðanakönnunum styðja 70% tepokapúka Medicare - þau vilja nefnilega áfram fá sína rafmagnshjólastóla og göngugrindur, sem er greitt með skattfé - vilja bara skera niður ríkisútgjöld til annarra.

Lesið byrjunina á þessari stórskemmtilegu samantekt á vinum Ragnhildar:

http://www.rollingstone.com/politics/news/matt-taibbi-on-the-tea-party-20100928

Skeggi Skaftason, 16.8.2011 kl. 09:22

26 identicon

Michelle Bachmann er með sama hugsunarhátt og við Íslendingar vorum með á 16 og 17 öld bókstafstrúar og svo vildi hún hlýða eiginmanni sínum eins og sagt er í biblíunni.

Arnar (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 11:06

27 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir þennan link Skeggi! Matt Taibbi er með skemmtilegri skríbentum samtímans. :)

Ragnhildur: Já, já "bannisminn" og íhalds-afturhaldssemin getur því miður herjað jafnt á vinstri og hægri menn...og fer jafnt í taugarnar á mér hvor svo sem á í hlut. En sum boð og bönn er þó hægt að réttlæta með gildum rökum (svo sem takmarkanir á reykingum) en það er annað og verra mál þegar einu rökin eru tilvitnanir í Biblíuna!

Róbert Björnsson, 16.8.2011 kl. 11:09

28 Smámynd: Róbert Björnsson

Bókalisti Michele Bachmann er ekki síður áhugaverður en bókalisti Ragnhildar! ;)

http://smugan.is/2011/08/umdeildur-bokasmekkur-tebodskonu-vekur-athygli/

Róbert Björnsson, 16.8.2011 kl. 11:30

29 Smámynd: Arnar

Ragnhildur: Ég sagði að Michele Bachmann ætti sama rétt á sínum skoðunum og þú og þínir trúbræður.

Eh, nei.  Sumar skoðanir eiga ekki rétt á sér.  Punktur.

Arnar, 16.8.2011 kl. 16:43

30 Smámynd: Arnar

Td. skoðanir hennar sem hún keppist nú við að gera lítið úr eftir að hún fór í framboð til forsetaframboðs: http://www.youtube.com/watch?v=9isbCdz43QU&feature=feedu

Arnar, 16.8.2011 kl. 16:44

31 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir frábæra frásögn.

Arnar Pálsson, 30.8.2011 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband