Bandarískt lýðræði in action

Þetta mál sýnir í hnotskurn eitt það versta við Bandarískt stjórnskipulag.  Þingið hefur í raun og veru engin völd því forsetinn getur alltaf beitt neitunarvaldinu (veto power).  Það er því alveg sama hvaða ályktanir þingið ákveður að endurskoða, það hefur ekkert að segja annað en sýndarmennsku og ákveðið skemmtanagildi.

Forsetinn hefur í rauninni alveg óskorðað vald og er allt tal um þrískitpingu ríkisvaldsins í raun bara brandari í dag.  Hæstiréttur er jú skipaður af forsetanum og þessi klausa sem heimilaði forsetanum m.a. að nota Bandaríkjaher „líkt og hann telur að nauðsynlegt sé og viðeigandi svo vernda megi þjóðaröryggi Bandaríkjanna gegn hinni stöðugu vá sem stafar af Írak" sem og framlengingin á "the Patriot Act" minnir mann helst á það þegar Palpatine hrifsaði til sín öll völd og breytti "the Galactic Senate" í the evil Empire á einni kvöldstund.  Oh when life imitates art.

Mér finnst alltaf jafn vandræðalegt að hlusta á Kanann tala um að "dreifa lýðræðinu út um heiminn" á meðan þeir vita ekki við hversu verulega skert lýðræði þeir búa sjálfir.

 


mbl.is Bandaríkjastjórn mótfallin því að ályktun sem heimilaði Íraksstríðið verði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vita þeir svona almennt hvað felst í hugtakinu lýðræði?  Það er nefnilega svo ALLIR geti haft um framtíð sína að segja.  Að valdinu, sé dreift meðal fólksins og þeir kjósi sér fulltrúa til að fara með það til 4ra ára í senn.  Ef forseti getur hundsað það vald, þá heitir það einræði. 

Hér á landi er málum blandið meðal þingmanna hvort þeir eru í vinnu hjá okkur eða við í vinnu hjá þeim.  Valgerður Sverrisdóttir kom með nýyrðið eða orðskrípið að hér ríkti "Fulltrúalýðræði".  Til aðgreiningar frá hverju spyr ég? Svo er talað um "Þingbundið lýðræði"  Ég hefði haldið að lýðræði, sem bundið er skilyrðum valds, æðra fólkinu, sé eitthvað annað.

Lýðræði, sem komið er á með valdi og viðhaldið með kúgun, er að sjálfsögðu ekki lýð-ræði, eins og bandamenn vilja halda fram í "trúboði sínu."  'Iran og Írak hafa haft stjórnarfar, sem er miklu nær lýðræði en bastarður bandamanna heimavið.

Það er ótrúlegt hvað jafn skýrt og einfalt hugtak, þvælist fyrir fólki. 

Bottom line: Bandaríkin eru ekki lýðræðissamfélag.  Of mikið  af undirstöðuþáttum vantar til að þeir geti kallast það. (og hananú) 

Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2007 kl. 21:55

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Kosningaþáttaka hér í Bandaríkjunum rétt slefar yfir 50%...forsetinn hefur því umboð frá ca. 25% þjóðarinnar.   Það er ekki bein kosning heldur sjá fulltrúarnir í "electoral college" um að úthluta atkvæðum fylkjanna.  Árið 2000 vann Al Gore meirihluta atkvæða en tapaði samt.   Kosningaeftirlit er með þeim hætti að löngu-dáið fólk getur kosið margoft sem og útlendingar og ekki er hægt að telja öll atkvæðin vegna bilaðra stimpilkosningavéla frá 1950.  Og ríki einhver vafi er það í höndum Hæstaréttar (sem er pólitískt skipaður) að dæma sigurvegara.

Lýðræði?   Skrumskæld útgáfa að minnsta kosti.

Róbert Björnsson, 23.2.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband