Byssuóðir andskotar

NRA - BushMaður er eiginlega hálf orðlaus eftir atburði dagsins í Virginia Tech.   Þetta þarf svosem ekki endilega að koma á óvart.  Það er í raun merkilegt hversu fátíðir svona atburðir eru miðað við byssueign landsmanna og almennt geðheilbrigðisástand. 

Það verður fróðlegt að sjá hvort umræðan um vopnalöggjöfina og þau "grundvallar mannréttindi" að fá að bera skotvopn verði rædd með vitrænum hætti á næstunni.  Það deyja fleiri bandaríkjamenn árlega að völdum skotsára heldur en í öllum hryðjuverkum sem framin hafa verið í hinum vestræna heimi frá upphafi.  Er ekki orðið ljóst að stærstu hryðjuverkasamtökin heita NRA - National Rifle Association.

Þegar ég var nýfluttur til Bandaríkjanna árið 2000 þá drifu skólafélagar mínir mig með sér á byssusýningu í stærri kantinum.  Gólfflöturinn var sennilega á stærð við Laugardalshöllina, fullur af nýjum og notuðum frethólkum af öllum stærðum og gerðum.  Reglur í Oklahoma á þessum tíma leyfðu að fólk gæti keypt og gengið út með byssur og skotfæri samdægurs án þess að þurfa að bíða í 2 vikur eins og tíðkast annars (svokallað "cool down period").  Einn kunningi minn keypti sér m.a. AK-47 riffil og annar .357 Magnum skammbyssu.  Varla nota menn AK-47 til dádýra-veiða eða hvað?

byssan mínÉg ákvað reyndar að kaupa mér eitt stykki frethólk í þessari ferð...svona meira í gríni og til þess að sjá hvort ég gæti það í raun og veru...verandi útlendingur og allt það.  Ekki málið...þeir tóku bara ljósrit af passanum mínum og hringdu í FBI til að athuga hvort ég væri nokkuð á top-10 wanted listanum.  Background checkið tók ekki meira en svona 10 mínútur og svo labbaði ég út með þessa forláta Jennings 9 mm hálfsjálvirku skammbyssu.  Hún kostaði heila $100 og reyndist auðvitað algert drasl.  Svokallað "Saturday Night Special" Errm  Ég fór með hana tvisvar í skotsal og drap nokkur pappaspjöld.  Ég náði kannski að skjóta um 100 skotum áður en hún fór að jamma hvað eftir annað og loks brotnaði gormurinn sem ýtir kúlunni uppúr magasíninu yfir í hlaupið.   Ég sá nú ekki ástæðu til að endurnýja gripinn, enda ekki svo taugaveiklaður að óttast um öryggi mitt í villta vestrinu.  En svona er kúltúrinn í Oklahoma.  Karlmennskan er mæld eftir stærðinni á pick-up jeppanum og hlaupvíddinni á byssunni þinni.  Það þarf einhvernveginn að bæta upp fyrir lítil tól á öðrum stöðum. 


mbl.is Íslendingur óhultur eftir árás í tækniskólanum í Virginíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lausnin verður líklega hjá þeim að vopna alla nemendur.  Það eru jú helstu rök þessara byssusamtaka að allir hafi rétt á að verja sig.  Ég mundi leggja það til og sjá hvort það virkar eins og theorían.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2007 kl. 22:25

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Shootout only allowed during recess.  Kennararnir í special squad átfitti. Ekki að undra hjá þjóð, sem byggir efnahag sinn á stríðsrekstri.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2007 kl. 22:31

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, það er sennilega eina leiðin...útbýtta byssum til allra nemenda, strax í barnaskóla.  Þessi ágæti bloggari virðist á þeirri skoðun, og það í fullri alvöru!  http://fiskurfiskur.blog.is/blog/fiskurfiskur/entry/179271/

Róbert Björnsson, 17.4.2007 kl. 02:09

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, þetta er sérstakur karakter

Róbert Björnsson, 17.4.2007 kl. 05:30

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Maðurinn hlýtur að vera að grínast.  Ef ekki þá vitnar þetta ekki vel um háskólanám eða sálarlíf bankahluthafa, sem er hans hópur.

Ég fæ nettar rollur...

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 07:18

6 identicon

Mér þykir það sorglegt að þið getið ekki sýnt sjálfum ykkur þá virðingu að beita málefnalegum rökum í stað persónulegra árása.

Jafnframt virðist sem þið hafið aldrei lesið skrif mannsins sem stendur á Austurvelli. Mannsins sem sagður er frelsishetja Íslendinga og fæddist 17. júní 1811. Annars færu þið ekki með slíkan róg um skoðanir sem meðal annars hann hafði sjálfur. 

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 14:17

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Segðu mér Róbert minn, hvernig fórstu að því að fela þig af topp 10 FBI Most Wanted listanum?

Ólafur Þórðarson, 18.4.2007 kl. 19:03

8 Smámynd: Róbert Björnsson

Ég hlýt að hafa tímabundið slippað niður í 11. sæti       Þeir náðu mér aldrei fyrir að opna kókdós án eftirlits "licensed engineer" ...sjá skrítin lög í Oklahoma http://www.ahajokes.com/laws036.html

Og Pétur, ég kannast ekki við "persónulegar árásir" að minni hálfu.  Þú ert að mínu mati "sérstakur karakter" að því leiti að áhugi þinn á byssum, hernaði og "þjóðernisást", virðist vera töluvert meiri en gengur og gerist meðal jafnaldra þinna.  Allt í góðu með það.  Different strokes for different folks.  Ég vona að þú takir þessi orð ekki mjög nærri þér, því þau áttu ekki að skiljast sem nein persónuleg illkvittni.  Hafirðu skilið þau þannig þá bið ég þig afsökunar á því.

Athugasemd þín um skoðanir "frelsishetju Íslendinga" er ég ekki alveg að skilja.   Hvað koma skrif Jóns Sigðurðssonar byssuæði og vopnadýrkun við?   Nú gekk ég ekki í "Lærða skólann" og hef ekki lesið svo mikið eftir Jón Sigurðsson, en hvað svo sem hann kann að hafa skrifað um vopnaburð, þá væri það nú ansi fjarri mér að gera hans skoðanir að mínum, bara af því að Hann er Jón Sigurðsson.  Þú afsakar guðlastið, en í mínum huga er Jón Sigurðsson bara bronsstytta á Austurvelli.  Ég kýs frekar að leitast við að byggja mínar skoðanir á sjálfstæðri rökhugsun.

Róbert Björnsson, 19.4.2007 kl. 07:44

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Yfirleitt er ég á móti forræðishyggju en byssueign er eitthvað sem við sjáum bara í tölfræði um dauðsföll og þess vegna hægt að færa rök fyrir að það bjargi 35-38 mannslífum hér á ári að banna þau.

Haukur Nikulásson, 19.4.2007 kl. 09:46

10 Smámynd: Kolla

Þetta var svakalegt

Kolla, 19.4.2007 kl. 15:39

11 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Þú hlýtur annars að hafa verið stoltur af þínum mönnum í körfunni í nótt ;)

Íþróttir á blog.is, 19.4.2007 kl. 15:48

12 Smámynd: Róbert Björnsson

Já Haukur, forræðishygjan er vissulega slæm og hana ber að forðast í lengstu lög með sem fæstum undantekningum.  Eðli skotvopna er hins vegar þannig að við verðum að setja öryggi borgaranna og almannaheill fram fyrir frelsi einstaklingsins til þess að eiga slík "leikföng", sem í höndum rangs aðila geta haft skelfilegar afleiðingar.  "Hnífur og skæri eru ekki barna með færi"

Þessu verður aldrei breytt í Bandaríkjunum, til þess eru byssurnar of samgrónar sögu þeira og menningu.  Auk þess sem það mun aldrei takast að breyta öðrum viðauka stjórnarskrárinnar.   Að sama skapi á ég ekki von á að lögum um skotvopn á Íslandi verði breytt í bráð, sem betur fer.

Róbert Björnsson, 19.4.2007 kl. 16:05

13 Smámynd: Róbert Björnsson

John Doe:  Mínum mönnum hvað...ég kannast ekki við þessa aumingja lengur!    Alger niðurlæging.   Ég fór á leikinn á móti Dallas um daginn og þvílík hörmung...það var eins gott að þeir í miðasölunni sáu sóma sinn í að bjóða 2 fyrir 1 á leikinn enda K.G. bara farinn í sumarfrí og Nowitzki var líka hvíldur fyrir Dallas.  Leikurinn minnti helst á High-school bolta og var NBA nánast til skammar.

Það læðist að manni sá grunur að þeir hafi viljandi tapað síðustu leikjum til að tryggja sig í nýliðavalinu... kannski skiljanlegt... en samt óafsakanleg óíþróttamannsleg hegðun sem þeir ættu að skammast sín fyrir.

Það hljóta að verða gerðar miklar breytingar á liðinu í sumar.  Líklegt að Kevin McHale verði látinn taka pokann sinn sem "director of basketball operations"...og vonandi færst ferskur andi í liðið næsta season.

Róbert Björnsson, 19.4.2007 kl. 16:16

14 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Já staðan í nótt var semsagt sú að með sigri á lélegasta liði deildarinnar mundi Minnesota missa af réttinum að komast í lotterí-ið til Clippers útaf Cassell-Jaric dílnum á sínum tíma.

Garnett var ekki einu sinni í húsinu, hvað þá í hóp og liðið reyndi víst ekki einu sinni að spila vörn. 

En auðvitað skilur maður það vel að liðin vilji komast í lotterí-ið og það eru fleiri lið en Minnesota sem hvíla lykilmenn og "reyna" að tapa í lok tímabils.

Málið er að þetta kerfi er auðvitað bara útí hött og mín skoðun er að það þurfi bara að stokka almennilega uppí þessu öllu saman.

Íþróttir á blog.is, 19.4.2007 kl. 16:21

15 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Meðan ég man þá er það eina sem ég man í gegnumkeyrslum í Minneapolice er að eitt hús var í laginu eins og ritvél. Furðulegur fjandi, ætli arkitektinn Helmut Jahn hafi ekki hannað það, hann var svona glerhallastjarna in the 80´s, þegar Smiths voru upp á sitt besta.

Ritvél er annars forngripur sem þið unga fólk þekkið ekki, ef hún fraus, þá var bara að loka glugganum. (Nóv-Apr á þessu svæði).

Ólafur Þórðarson, 20.4.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband