Star Wars, strönd og smorgasbord

IMG_1683Gærdagurinn fór í enn meira Star Wars.  Skoðaði leikmuni og búninga úr myndunum, fylgdist með fyrirlestrum frá snillingunum úr LucasFilm og Industrial Light & Magic, svo sem Ben Burt sem bjó til alla hljóð-effecta í myndirar (svo sem hummið í geislasverðunum, bípið í R2-D2, geltið í Chewbacca og hljóðin frá geimskipunum.  Einnig Dennis Muren sem var maðurinn á bakvið tæknibrellurnar og visual effectana.   Ennfremur hlustaði ég á Gary Kurtz sem var framleiðandinn (producer) að fyrstu myndunum og sagði hann margar skemmtilegar sögur af George Lucas vini sínum.  Svo gafst færi á að prófa nýjan tölvuleik sem er væntanlegur á markaðinn í haust frá LucasArts og einnig fengum við að sjá forsmekkinn af nýrri teiknimyndaseríu sem verið er að gera fyrir sjónvarp.

Ég má til með að segja frá því að þegar ég tékkaði mig inn á annað hótel í gærkvöldi þá afgreiddi mig ungur maður sem mér sýndist vera af Mexíkönskum uppruna.  Hann spurði mig hvaðan ég væri og þegar ég sagðist vera frá Íslandi þá varð hann hugsi og sagði upphátt..."hmmm...who do I know from Iceland?  Oh yes...Halldór Laxness!"  Gasp  Ekki Björk...ekki SigurRós...heldur Halldór Laxness!!!  Hann sagðist hafa lesið Atómstöðina og þótti hún skemmtileg en hann var ekki eins hrifinn af Sjálfstæðu fólki sem honum fannst full erfið aflestrar.  Hann kvartaði líka yfir því að það væri erfitt að nálgast bækur eftir nóbelskáldið okkar og að þær væru dýrar.  

IMG_1691Í dag byrjaði ég á að kíkja aðeins á ströndina í Malibu en sá hvergi Pamelu Andreson né David Hasselhoff.  Svo keyrði ég Hwy 101 meðfram kyrrahafsströndinni upp til Santa Barbara og inní San Ynez dalinn þar sem má finna bæinn Solvang, sem er danskari en allt sem danskt er.  Þar eru öll hús byggð í dönskum bindingsverks-stíl og í miðju bæjarins er stærðarinnar gömul vindmylla.  Bærinn var byggður árið 1912 af dönskum innflytjendum og í dag er þetta ferðamannabær sem gerir út á danskt smörrebröð (sem þeir kalla smorgasbord uppá sænsku), vínarbrauð, fríkadellur og medisterpylsur!  Þar sem ég er nú kvart-bauni stoppaði ég góða stund í þessum annars vinalega bæ og horfði á lúðrasveit bæjarinns flytja nokkur lög en í dag var haldið uppá Memorial Day til þess að IMG_1689minnast fallinna hermanna.  Svo kíkti ég inn í bakarí/konditori og fékk mér eitt sérbakað og æbleskiver og viti menn...þegar ég stóð þar í biðröðinni í mesta sakleysi mínu gengur inn hópur fólks sem byrjar að blaðra saman á íslensku!  Það sannar sig enn og aftur að hvergi er maður óhulltur fyrir þessum íslendingum Pinch  Ég kunni ekki við annað en að heilsa uppá blessað fólkið en því var álíka brugðið og mér.  Þetta reyndust annars vera hjón sem búa uppí Napa Valley rétt við San Fransisco og með þeim í för var hópur af vinafólki frá Íslandi.  Svona er þetta... 

Morgundagurinn er næstsíðasti dagurinn minn hér í Calíforníunni og ég er ekki búinn að ákveða hvað ég geri... núna á eftir ætla ég hins vegar að horfa á standup hérna niðrá hótel-barnum, Club 1160...einhver grínisti sem ég kannast ekki við en hefur víst performað á Improv með Jon Lovitz og komið fram hjá Jay Leno.   Laterz folks!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband