Enn eitt fórnarlamb klukkunnar-faraldursins!

Það fór ekki svo að maður slyppi við þetta skaðræðis-klukk sem tröllriðið hefur bloggheimum síðustu daga eins og versti keðjubréfa-vírus.  Thanks a lot Margrét!

En hvað getur maður gert annað en tekið þátt í vitleysunni til að forðast að verða jinxaður.  Þetta gengur víst út á að uppljóstra 8 hlutum um sjálfan sig og klukka svo 8 aðra óklukkaða bloggara.  Mjög frumlegt!

Ok...here goes...

1.  Þegar ég var 5 ára var Bubbi Morthens í miklu uppáhaldi hjá mér, en það átti eftir að koma mér í koll því það leiddi til þess að ég var rekinn heim af Gæsló fyrir að taka mér stöðu uppá rennibrautinni og syngja hástöfum "Stórir strákar fá raflost" og "Ekki benda á mig" sem ég kunni orðið utanað.  Enn þann dag í dag skil ég ekki af hverju ég var rekinn heim fyrir þetta tónleikahald en sennilega hefur fóstrunni ekki þótt textarnir við hæfi á róluvellinum.  Þetta atvik hefur þó sennilega haft einhver bælandi sálræn áhrif á mig því uppfrá þessu varð ég ákaflega feiminn og óframfærinn krakki og var aldrei rekinn úr tíma í skóla eftir þetta og aldrei sendur til skólastjórans fyrir prakkarastrik.  Ég var beygður og kúgaður undir ægivald yfirvaldsins nógu snemma og hef aldrei fílað Bubba síðan! Grin  Þetta var örugglega svona "defining moment" sem eftir mörg sálfræðiviðtöl og dáleiðslur uppgötvast að gerðu mann eins og maður er!

2.  Ég var einu sinni skráður í Framsóknarflokkinn! Blush  Á mínu fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi kynntist ég ungum og harðpólitískum sveitalubba úr Rangárvallasýslunni.  Ég var alveg ópólitískur á þessum árum en hafði alltaf haft svolítið gaman af Denna Hermanns...ég verð að segja það.  Ég var ungur, vitlaus og áhrifagjarn og lét til leiðast að skrá mig í flokkinn og kjósa í einhverju prófkjöri...bara til að geta verið vinur þessa drengs, sem svo talaði ekki meira við mig eftir að hann var búinn að "nota mig" í prófkjörið.  Síðan hef ég ekki getað treyst framsóknarmönnum! GetLost  Ég hafði reyndar lúmskt gaman af því að stríða ömmu minni með þessu en hún var gallhörð Sjálfstæðis-kona og þótti þetta uppátæki mitt skelfilegt.

3.  Ég varð Íslenskur ríkisborgari í ágúst árið 1996 og hlýt því að teljast nýbúi!?  Fyrir þann tíma var ég óafvitandi ríkisfangslaus, þrátt fyrir að eiga Íslenskt vegabréf, alíslenska móður og hafa verið fæddur og uppalinn á Íslandi.  Þetta skrítna kerfis-rugl kom til af því að afi gamli, Robert Jensen, fluttist til dönsku nýlendunnar Íslands fyrir stríð og hóf störf við Mjólkurbú Flóamanna.  Þar kynntist hann íslenskri stúlku og átti með henni börn og buru.  Pabbi fæddist áður en Íslendingar sviku Kónginn og lýstu yfir sjálfstæði og var þess vegna kallaður "fullveldis-dani".  Merkilegt nokk erfðist þetta svo til mín, þrátt fyrir að móðir mín hafi verið alíslensk og pabbi ekki nema hálfur dani, fæddur á Íslandi.
Ég vissi ekki af því fyrr en að ég ætlaði að kjósa í fyrsta skipti að ég var ekki á kjörskrá.  Ég kaus nú samt utankjörstaðar og lét kæra inn atkvæðið mitt en vissi aldrei hvað varð úr því.  Nokkrum mánuðum síðar sótti ég um að endurnýja vegabréfið mitt (sem Sýslumaðurinn á Selfossi hafði gefið út vandkvæðalaust mörgum árum áður).  Þá fékk ég tilkynningu um það að samkvæmt þjóðskrá væri ég danskur ríkisborgari.  Danska sendiráðið vildi hins vegar ekkert kannast við mig og því var ég í raun ríkisfangslaus.  Þó mér væri það eiginlega þvert um geð, neyddist ég til þess að sækja náðursamlegast um íslenkst ríkisfang og fékk það daginn eftir og á sérstakt vottorð um það undirskrifað af þáverandi dómsmálaráðherra Þorsteini Pálssyni.  Ég held reyndar meira uppá kvittunina, sem á stendur: 1 stk. íslenzkur ríkisborgararéttur - kr. 1,600.  LoL  Spottprís if you ask me!

4.  Fékk ólæknandi áhuga á NBA körfuboltanum eftir að hafa fylgst með úrlsitakeppninni árið 1991 þegar Magic Johnson og LA Lakers kepptu við Michel Jordan og Chicago Bulls.  Ég hélt með Lakers og var harður Lakers aðdáandi þangað til ég fluttist til Oklahoma og gerði mér nokkrar ferðir suður til Dallas til að horfa á Mavericks spila.  Mavericks leikjunum var líka öllum sjónvarpað á kaplinum í Tulsa þannig að ég fór að fylgjast með þeim og sagði skilið við Lakers.  Svo þegar ég kom hingað til Minnesota þá fór ég að leggja ferðir mínar í Target Center og uppgötvaði Kevin Garnett.  Það má því kannski segja að maður sé kominn hringinn því Lakers liðið var upphaflega héðan frá Minnesota, en var keypt til Los Angeles árið 1960.

5.  Þegar ég var krakki og unglingur hafði ég óeðlilegan áhuga á hernaði og drápstólum.  Ég safnaði öllu sem ég gat sem tengdist herþotum, flugmóðurskipum (Top Gun var eitt sinn uppáhaldsmyndin mín...og ekki bara útaf Tom Cruise), kafbátum og las allt sem ég náði í eftir Tom Clancy.  Ég fílaði kalda stríðið í botn og hélt með George Bush eldri á móti Michael Dukakis í forsetakosningunum 1988 (þegar ég var 11 ára) af því að Dukakis ætlaði að skera niður til hernaðarútláta! Shocking 

6.  Þegar ég fluttist til Bandaríkjanna árið 2000 leist mér ágætlega á fylkisstjórann í Texas og forsetaframbjóðandann George W. Bush og Repúblikana almennt.  Ég var saklaus og trúði engu slæmu uppá kristna Ameríkana!  Þetta voru jú the good guys...ekki satt?

7.  Ég eltist og þroskaðist...uppgötvaði smám saman "sannleikann" um lífið og tilveruna og heimsmynd mín umturnaðist.  Breyttist úr frekar íhaldssömum og húmorsnauðum plebba sem hlustaði eingöngu á klassíska tónlist og leit niður á hippa og homma...yfir í ofurfrjálslyndan húmanista, trúleysingja og krata sem lærði að hlusta á rapp og reykja gras (og hætta því). - Og til að kóróna allt saman kom ég svo loksins útúr skápnum í leiðinni og losnaði úr viðjum sjálfshaturs og stöku sjálfsmorðshugleiðinga. Smile

8.  Vokenni elskulegum bróður mínum sem hefur ekki talað við mig síðan...sem og öllum þeim sem hafa ekki áttað sig á því að lífið er of stutt og dýrmætt til þess að lifa því ekki lifandi í sátt við sjálfan sig og aðra.  Mitt mottó er að Það er skylda okkar að vinna stöðugt í því að bæta okkur og ná fram því besta sem í okkur býr.  Eða eins og gamla recruiting-slóganið hjá Ameríska hernum var:  "Be all you can be!"

Yikes...þetta hlýtur að vera orðið með þeim lengri og svæsnari klukkunum.  Þarf svo að finna 8 óklukkuð skotmörk...best að sofa á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bara svona til að fyrirbyggja þá endurtek ég hér komment sem ég gaf á þetta klukk.

Ég er svoddan óttalegur félagsskítur að ég nenni ekki svona uppátækjum. Á ekki plötur með Bubba og keypti aldrei fótanuddtæki. Mótmælti ekki í Straumsvík eða á Kárahnúkum og mætti ekki á minningarathöfnina um púðluhundinn myrta að meint var.  Er heldur ekki í Íslandshreyfingunni eð a Save Iceland.  Var skítsama um Keikó, borða hvalkjöt og fitu.  Forðast allt sem inniber orðin "létt" eða "sykurskert" í sér, reyki og klukka ekki og tek ekki við klukkum.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.7.2007 kl. 17:15

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hahaha...það er nefnilega það!   

Róbert Björnsson, 16.7.2007 kl. 17:43

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Eftirtaldir hafa hérmeð verið klukkaðir:  Kolla, Mundi, Gunnhildur, Magnús, Jana, veffari, skorrdal og tja...Jón Steinar er eiginlega búinn að klukka sig sjálfur!

Róbert Björnsson, 16.7.2007 kl. 18:49

4 Smámynd: Janus

Sæll Herra Róbert, þetta þótti mér alveg hrikalega fyndin, athyglisverð og já upplýsandi :) Gott hjá þér minn kæri!!! Ég man eftir hernaðaráhuganum en framsóknarkjaftæðið kom mér í opna skjöldu :) 

Ég er nú búin að svara svona klukki á einni af bloggsíðunum sem ég skrifa á, en það var svona neðanbeltishúmor og því skal ég finna upp á einhverju gáfulegra til að skrifa um á síðuna mína strax í kvöld.

Ekki lastu alla Hornstrandasöguna???

 kv. Jana

Janus, 16.7.2007 kl. 20:08

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þetta er frábært klukk! þú ert frábær líka og ég ætla að segja skamm við bróðir þinn ef ég hitti hann einhvern tímann Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.7.2007 kl. 01:48

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Jana:  Blessuð og takk takk...já það búa allir yfir einhverjum fortíðardraugum sem þeir eru ekki stoltir af...samanber framsóknarmennskuna!

Ég komst ekki yfir alla Hornstrandasöguna í einni setu, enda efni í heila bók!    Ég skimmaði yfir þetta og sá að þú skemmtir þér konunglega sem er auðvitað fyrir öllu.  Vel af sér vikið að skrifa svona vel útfærða og nákvæma ferðasögu...það er ekki öllum gefið.

Margrét:  Ég þakka hólið   og knús sömuleiðis!    Varðandi blessaðan kjánann hann bróðir minn, þá snérist þetta svolítið í höndunum á honum, því það er hann sjálfur sem hefur uppskorið alla "útskúfunina".  Fjölskyldan er nefnilega öll á mínu bandi, meira segja konan hans og börn, og það var svolítið spes núna um jólin að hann skrópaði í öllum jólaboðunum til þess að forðast mig...var aleinn heima í fýlu á jóladag.   Ég get eiginlega ekki annað en hlegið að þessari vitleysu í honum...sem hefur reynst verst fyrir hann sjálfan.

Róbert Björnsson, 17.7.2007 kl. 07:48

7 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Jæja, þarf maður nú að fara dusta rykið af fortíðardraugunum.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 17.7.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband