Ewan McGregor og franska hornið

Áður en hann varð Obi-Wan Kenobi var hann skoskur lúðrasveitar-nörd!  Þetta er náttúrulega skelfileg afbökun á horn-konsert Mozarts...en ég get reyndar vottað það af eigin reynslu að þetta er ekki auðveldasta verkið til að spila vel og sennilega var ég lítið skárri hornleikari þegar ég var 16 ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er sekúla húmanismi?

Ewan er svo sætur að lélegur hornleikur hverfur í skuggann!

Alla (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 01:09

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, Ewan vinnur þetta sko upp á öðrum sviðum!

Sekúlar húmanismi er ákveðin heimsspeki eða lífsskoðun sem byggist á frjálsri krítískri hugsun og siðfræði (ethics) óháð trúarkenningum.  Á Íslandi er starfandi félag sekúlar húmanista sem kallar sig Siðmennt og þeir hafa reyndar þýtt það yfir í "siðræna mannúðarstefnu".  Þeir bjóða uppá ýmsar borgaralegar athafnir eins og nafngiftir, "fermingar", hjónavígslur og útfarir og hafa barist fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju.

Hér má lesa stefnuskrá alheimssamtakanna og hér er stefnuskrá Siðmenntar.

Meðal frægra einstaklinga sem aðhylltust þessa stefnu voru John Lennon bítill, Gene Roddenberry skapari Star Trek, vísindamennirnir Carl Sagan og Richard Dawkins, rithöfundarnir Kurt Vonnegut, Terry Pratchett, Arthur C. Clarke og Isaac Asimov.

Róbert Björnsson, 18.7.2007 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.