How do you like Iceland?

icelandersÍ hvert skipti sem ég kem heim til Íslands tek ég eftir töluverðum breytingum.  Sumar breytingarnar eru til góðs á meðan aðrar þykja manni heldur miður.  Sumt er áberandi og óumflýjanlegt, litlu frændsystkinin halda áfram að stækka og dafna á meðan gamla fólkið eldist.  Nýjar byggingar rísa og gömul hús hverfa, nýtt hringtorg og mislæg gatnamót hér og þar. 

Samt er það kannski þjóðarsálin sem breytist mest.  Þjóðarsálin endurspeglast ákaflega vel í umferðinni og þar má vel merkja ríkjandi viðhorf og innræti borgaranna.  Frekja, yfirgangur, tillitsleysi, dónaskapur, stress, hraði, græðgi, eigingirni.  Allt eru þetta neikvæðir eiginleikar, en því miður er þetta það sem maður upplifir hvað sterkast í umferðinni. 

Allt eru þetta líka eiginleikar sem mig grunar að fólk beri með sér í síauknu mæli annarsstaðar en bara í umferðinni.  Maður mætir þessu viðmóti jafnt í verslunum sem og opinberum stofnunum.  Enginn brosir, býður þér góðan dag eða sýnir minnstu kurteisi.  Öll mannleg samskipti einkennast af hroka, stressi og þurrkuntuskap.  Ég viðurkenni að ég er kannski orðinn of vanur þessu "yfirborðskennda" Ameríska viðmóti sem mörgum íslendingum finnst kjánalegt, en ég held að þrátt fyrir allt komi það manni í betra skap.  Ef þú smælar framan í heiminn, smælar heimurinn framan í þig!

Ég fæ það á tilfinninguna að Íslendingar séu að verða óhamingjusamari en þeir voru þrátt fyrir aukna hagsæld.  Margur verður nefnilega af aurum api.  Mér finnst stundum eins og Íslendingar séu að reyna að apa upp allt það versta í fari Bandaríkjamanna og séu kannski komnir langt framúr Kananum hvað það varðar á sumum sviðum.  Óheflaður kapítalismi og græðgi ásamt algjöru skeytingaleysi um nágrannann og náttúruna. 

Ég vona að þessi þróun snúist við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú skilur þá kannski núna argaþrasið mitt út í efnishyggjuna og græðgisvæðinguna, sem ég hef skrifað um í langlokum.  Hér er maður í mekku þessara gilda.  Því miður. Þegar hamingja Íslendinga er mæld, eins og oft er básúnað í fjölmiðlum, þá gleymist algerlega að tilgreina forsendur þessara mælinga.  Ef við erum að tala um vinnutíma erum við í mínus. Ef við erum að tala um eignir og aðstöðu, erum við vel yfir meðalagi. En ef við tölum um skuldir sem mælikvarða hamingju, þá erum við langsamlega hamingjusamasta þjóð í heimi.

En eins og ég segi. Forsendurnar hafa ekki verið gefnar upp.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.7.2007 kl. 13:45

2 identicon

Ekki horfa í augun á neinum á förnum vegi vinur

DoctorE (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 14:35

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Róbert .........væri gaman að heyra frá þér fyrst þú ert kominn til landsins. Sendu endilega póst til mín á   maggadora@simnet.is  eða hringdu:  892-5727.  CU

Margrét St Hafsteinsdóttir, 26.7.2007 kl. 15:37

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Já Jón Steinar ég skil sko "argaþrasið" þitt.  Auðvitað er erfitt að mæla hamingju, en þegar maður heyrir þessa tuggu aftur og aftur í ríkisútvarpinu þá dettur manni í hug hvort maður sé staddur á Kúbu eða Norður Kóreu og þetta sé liður í propaganda stjórnvalda til að halda lýðnum í skefjum.

DoctorE:  Nei, því þori ég ekki hér á landi...það gæti bara misskilist og maður gæti verið laminn!  

Margrét:  Hlakka til að sjá þig. 

Róbert Björnsson, 27.7.2007 kl. 00:27

5 Smámynd: Halla Rut

Þetta er einmitt málið. Það verða ávallt breytingar engin getur breytt því en að breytast í rétta átt ætti að vera markmiðið.

Halla Rut , 27.7.2007 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband