Skólarúta rétt slapp

Það er óhuggnanlegt að sjá myndir af þessu hörmulega slysi sem var að eiga sér stað í Minneapolis áðan, þar sem átta akreina brú hrundi niður í Mississippi fljótið.  Ég bendi áhugasömum á að hægt er að fylgjast með í beinni á fréttarásunum WCCO, KSTP og KARE11.

Samkvæmt sjónarvottum munaði mjög litlu að skólarúta með hátt í 60 börnum færi fram af og niður í ánna en hún náði að bremsa á síðustu stundu.  Að minnsta kosti 6 eru látnir og margir alvarlega slasaðir.  (update - 9 látnir og yfir 20 saknað)

Brúin var staðsett á I-35W hraðbrautinni við University Avenue, rétt norð-austan við miðborg Minneapolis.  Slysið átti sér stað á háannatíma og var mjög þung umferð á brúnni, bíll við bíll, enda margir á leiðinni á Twins hafnaboltaleik, sem var frestað eftir atvikið.

Það er búið að vera mikið um viðgerðir og endurbætur á þessum vegakafla í allt sumar og hef ég sjálfur lent í traffíkinni þarna sem er fáránlega mikil á álagstímum.  Ég get ekki ímyndað mér hvernig traffíkin verður í Minneapolis eftir þessi ósköp, enda er þessi vegakafli mikilvæg umferðaræð í gegnum borgina.

RTMC MinneapolisFyrir um mánuði síðan fór ég í skoðunarferð um Regional Traffic Management Center eða  "umferðar-stjórnstöð" Minnesota Department of Transportation sem fylgist með allri bílaumferð í borginni og framkvæmir neyðaráætlanir og er sömuleiðis stjórnstöð fyrir Highway Patrol.  Ég get rétt ímyndað mér andrúmsloftið á þeim bænum núna.  

Það er of snemmt til að segja um hvað olli hruninu, en rannsóknarlið frá NTSB (National Transportation Safety Board) eru á leiðinni frá Washington DC til að taka við rannsókninni.  Það verður fróðlegt að lesa skýrslu þeirra þegar þar að kemur. 

P.S.  Kíkið á samantekt Magnúsar Sveins Helgasonar,  Freedomfries bloggara á Eyjunni, sem var á staðnum í gærkvöldi.


mbl.is Brú yfir Mississippi hrundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já úff, úff.......... þetta er alveg svakalegt að sjá í sjónvarpinu.

Það er búið að staðfesta að sex eru látnir og sex eru í critical condition, þar af fjórir hafa þegar farið í gegnum skurðaðgerðir. Tuttugu og tveir eru með minni háttar meiðsl. Þetta eru minnsta kosti tölurnar frá öðru sjúkrahúsinu en ég hef ekki heyrt nákvæmar tölur frá hinu. Code Orange var lýst strax er þetta gerðist kl. 18:05, (USA tími) og starfsfólki á þessum tveimur sjúkrahúsum var sagt að melda sig inn þó það væri í fríi. Það voru þó nokkuð margir sem að voru að hjálpa slösuðu fólki á brúar pörtunum, jafnvel þó að þeir væru sjálfir slasaðir. Þannig var til dæmis börnunum í skólarútunni bjargað út en þau sluppu öll. Það var viðtal við einn mann sem var litið út um íbúðar gluggann sinn er þetta gerðist og sagði hann að fyrst hefði miðjan á brúnni hrunið niður, svo endinn sem var nær blokkinni hans og í um það bil sama bili þá hrundi hinn endinn sem var í tvennu lagi. Ökumaður FedEx trukks sem keyrði næstum því fram af brúar partinum sem hann var á var að minnsta kosti rifbeinsbrotinn en var á lífi og meira segja eftir að kviknað var í trukknum. Fullt af fólki var mætt til sjúkrahúsanna til að gefa blóð. Það hefur verið sett upp aðstaða á hóteli fyrir aðstandendur til að fá upplýsingar um þá ástvini sem svara ekki gemsunum sínum og hafa ekki verið fundnir á sjúkrahúsum. Það hefur líka verið sagt í sjónvarpinu að nú sé þetta ekki lengur rescue heldur recovery, sem þýðir að þeir eiga ekki von á að finna fleiri á lífi og nú er það bara að finna alla sem vantar,en þeir telja að minnsta kosti yfir tuttugu bílar og trukkar séu í ánni.

Fylkisstjórinn Pawlenti mætti á svæðið til að sjá þetta allt saman og hefur sagt í viðtali að brúin stóðst öll tjékk árið 2005 og 2006. Senatorarnir Amy Klobuschar og Colemann ætla að koma hingað í fyrramálið frá D.C. til að skoða þetta allt saman og hafa einhvern með sér í för sem að er í einhverri nefnd sem að lítur að brúar og umferðar öryggi. Homeland Security og FBI eru á staðnum að skoða rústirnar af brúnni og segja að þetta hafi ekkert með hryðjuverk að gera.

Þetta er svona það helsta sem hefur verið í sjónvarpinu síðustu klukkutímana. And Róbert, just so you know we are all counted for!

Ingunn (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 04:25

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Mér var hugsað til þín þegar ég sá fréttina. Fyrir utan sjálft fallið þá er auðvitað ekki létt að komast út úr bíl sem er að sökkva í vatni og alveg eins má gera ráð fyrir að hér hafi margir farið.

Auðvitað þarf að minnast á hryðjuverk (!) Það þarf bara verkfræðinga í að skoða brakið og fara yfir málið. Það kemur manni á óvart að það sé ekki meira um svona hrun.

Ólafur Þórðarson, 2.8.2007 kl. 11:47

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir update-ið Ingunn og gott að vita að þið voruð ekki að flækjast þarna niðurfrá.   Ég var að bíða eftir blaðamannafundi Timberwolves þar sem kynna átti nýju leikmennina okkar, en honum var aflýst og fréttir herma að dóttir Glen Taylor eiganda liðsins hafi lent í þessu slysi.

Veffari: já, þetta vekur óhug og vekur spurningar um öryggi annarra brúa...en í Minnesota, land of 10,000 lakes, eru yfir 100 þúsund brýr af öllum stærðum og gerðum! 

Róbert Björnsson, 2.8.2007 kl. 13:42

4 identicon

Það var barnabarnið hans Glen Taylors sem lenti í þessu og hún lifði þetta af. Hann sagði að það væri alltaf hægt að tala um íþróttir og dreif sig svo af stað úr viðtalinu.

Og já við erum öll við hesta heilsu.

Ingunn (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband