Youtube kappræður Repúblíkana

no_republicansAldrei þessu vant sleppti ég að horfa á Timberwolves spila í kvöld (þeir töpuðu hvort eð er enn einu sinni Crying).  Ástæðan var nefnilega sú að það er eitt Amerískt "spectator sport" (eins og sveitungi minn Magnús á FreedomFries orðar það) sem er jafnvel skemmtilegra en NBA körfuboltinn og það er Amerísk pólitík, eins fáránleg og hún getur verið...góðar kappræður geta oft skákað WWF Wrestling (fjölbragðaglímu) hvað tilþrif og leiktilburði varðar! Joyful

Ég ákvað því að horfa á kappræður Repúblíkanana sem haldnar voru á CNN í kvöld í boði Youtube, en spurningarnar komu frá venjulegu fólki sem sent hafði inn vídeó með spurningum til frambjóðendanna.  Þetta var hin ágætasta skemmtun að mörgu leiti og það var fróðlegt að sjá hversu misvel frambjóðendunum tókst að halda andlitinu og bregðast við erfiðum spurningum áhorfenda og árásum frá hinum frambjóðendunum. 

Ég þarf svosem ekki að taka fram að ég á mér engan uppáhalds Repúblíkana, enda stangast þeirra lífsskoðanir á við mínar í öllum grundvallaratriðum.  Samt sem áður verður að viðurkennast að þeir eru mis-slæmir og þessar kappræður gáfu mér ágæta hugmynd um hver er "slæmur, slæmari, slæmastur" í þessum hópi kandídata.

God-is-a-Republican-eÓtvíræður lúser kvöldsins var að mínu mati Mitt Romney sem átti mjög erfitt uppdráttar og var í raun kjöldreginn hvað eftir annað af andstæðingum sínum.  Hann kom mjög klaufalega fyrir og virtist flip-floppa hvað eftir annað í nánast öllum málefnum...enda er hann allt í einu að þykjast vera hinn mesti pro-life, anti-gay family values, biblíu-mongari af þeim öllum þrátt fyrir að hafa talað og kosið eins og demókrati þegar hann vann ríkisstjórastól Massachusetts fyrir nokkrum árum.  Þar fyrir utan lítur aumingja maðurinn út eins og hinn versti "used car salesman" og hann virkar einstaklega ótraustvekjandi.

Fred Thompson var næst-mesti lúser kvöldsins en hann virtist vera úti á þekju allan tímann og virkaði jafn áhuglaus og daufur eins og hann hefur gert í baráttunni hingað til...ég spái því að hann hellist úr lestinni eftir forkosningarnar í Iowa.

Það tekur því varla að minnast á Duncan Hunter og Tom Tancredo sannaði það enn einu sinni að hann er snar-geðveikur!  Rudy Giuliani virkaði frekar litlaus og óáhugaverður eins og alltaf nema þegar hann kemur fram í dragi! LoL  Hann hélt sínar hefðbundu 9/11 borgarstjóra og NY Yankees ræður og kom fátt gáfulegt uppúr honum eins og fyrri daginn.  Ég stórefast um að hann haldi út í Iowa (sjá Huckabee).

RepublicansJohn McCain átti nokkrar sæmilegar rispur, aðallega þegar hann tók Romney í kennslustund um pyntingar á stríðsföngum...sem hann hefur jú first hand reynslu af.  Ég veit ekki hvað það er við McCain en þrátt fyrir að mér líki ekki við hans pólitísku stefnur þá ber ég alltaf ákveðna virðingu fyrir manninum...hann virkar tiltölulega "heill á geði"...for a Republican! Wink  Samt held ég að McCain sé á síðustu dropunum í þessari baráttu og muni hellast úr lestinni í Iowa.

Ron Paul, sem allir virðast elska þessa dagana, náði sér ekki sérstaklega á strik í þessum kappræðum en náði þó stundum að standa uppí hárinu á Rudy og uppskar bæði mikið klapp og baul þegar hann talaði um stríðsreksturinn í Írak.  Það kæmi mér ekki á óvart að hann byði sig fram sem óháður kandídat þegar yfir líkur...og gæti reynst Repúblikönunum skeinuhættur í aðal-kosningunum líkt og Ralph Nader eyðilagði fyrir Demókrötunum árið 2000 og varð þess valdur að Bush "vann".

Sigurvegari kvöldsins og að mínu mati líklegasti kandídatinn til að sigra í Iowa var fyrrum fylkisstjórinn í Arkansas, Mike Huckabee.  Hann hefur verið að koma rosalega sterkur inn núna á síðustu metrunum þrátt fyrir að hafa verið afskrifaður í byrjun.  Ég verð að játa að þrátt fyrir að maðurinn sé einn mesti íhalds-seggurinn af þeim öllum, guðfræðingur og "evangelical christian", þá er eitthvað við karlinn sem gerir hann "almost likeable"...hann er hógvær og vel máli farinn, virkar mjög einlægur og eins og hann sé jarðbundnari en flestir andstæðingar hans.  Svo spillir ekki fyrir að hann hefur fengið sjálfan Chuck Norris til liðs við sig! LoL  Ég spái honum alltént góðu gengi í Iowa...hvað sem síðar verður.

En...að lokum...ákvað að skella inn þessu myndbandi af spurningu fyrrum hershöfðingja sem eftir 43 ára þjónustu í landhernum fékk baul frá áhorfendum og háðugleg svör frá frambjóðendunum þegar hann spurði þá út í "Don´t Ask - Don´t Tell" stefnu hersins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Róbert.

Maður "hellist" ekki úr lestinni, hvorki einu sinni né tvisvar! 

Smá hjálp:  Hugsaðu um eitthvað sem getur komið upp hjá hestum, sem verður þess valdandi að þeir geta ekki haldið áfram.

Og skammast' ´ín svo fyrir að eydilekkja svona Íslenskin þín!

;-) 

Íslenskan er ekkert grín. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:01

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Usss....þetta kallar maður nú að haltur leiði blindann!

Róbert Björnsson, 29.11.2007 kl. 21:03

3 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Er í þessum skrifuðu orðum að sjá þína menn í Minnesota missa niður forrystuna gegn Spurs í leik þar sem T´Wolves eru búnir að spila hreint prýðilega. Eins og fyrri daginn er það Al Jefferson sem stendur uppúr úr hjá T´Wolves. 
Hann leit ágætlega út hjá Boston í fyrra en er algjörlega að blómstra núna.

Geri mér grein fyrir þvi að það er ósanngjarnt og erfitt fyrir strákinn að vera borinn saman við Garnett en þegar tölfærðin er skoðuð frá því að KG var á sama aldri þá má sjá að þeir eru þeir á mjööög svipuðu róli.

Hvernig líst mönnum í Minnesota annars almennt á strákinn ?

Íþróttir á blog.is, 1.12.2007 kl. 03:16

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Já þetta var nú meira svekkelsið...so close and yet so far...alveg frábær leikur framanaf...eða þangað til 2 mín. voru eftir í þriðja þá vaknaði Ginobili og Spurs tóku 14-0 kafla og jöfnuðu leikinn...og Barry var eitraður í þeim fjórða eins og vanalega og þeir tóku þetta á reynslunni.  Big Al var langtum betri en Tim Duncan í þessum leik og Telfair var að spila ljómandi vel og sömuleiðis Craig Smith framanaf...og Brewer er að sýna frábæra takta í vörninni þó sóknarleikurinn hans eigi langt í land ennþá.  Það var svekkelsi að missa Jaric í meiðsli en hann hefur verið að koma á óvart undanfarið...sem og reyndar Antoine Walker...who would have thunk it...það var ekki á meiðslin bætandi því McCants er aftur meiddur sem og þeir Randy Foye og Ratliff sem byrjaði seasonið mjög vel.

Þetta Timberwolves lið hefur verið að sýna góða baráttu og alltaf verið inní leikjunum þangað til um miðjan fjórða...þá hafa þeir oftast sprungið á limminu...en ég held að þetta sé allt að koma hjá þeim og þeir gætu farið að vinna einn og einn leik eftir áramót þegar Foye bætist í hópinn. 

Menn halda varla vatni yfir Big Al...besti low-post leikmaðurinn sem Minnesota hefur nokkurntíma átt...frábært footwork sem minnir helst á Olajuwon eða erhem...McHale hehe.  Ég held að menn séu sannfærðir um að þetta trade var gott (þó KG sé auðvitað sárt saknað)...en framtíðin ætti að vera björt...fullt af first round picks á næstu 2-3 árum og þeir ættu að hafa efni á góðum free agent þarnæsta sumar þegar nokkrir feitir samningar renna út.

En hvað er að gerast í Chicago?  Kafteinn Kirk hefur verið alveg óþekkjanlegur í haust...og Ben Wallace er ekki alveg að vinna fyrir kaupinu sínu.  Þeir fá varla Kobe úr þessu...þannig að þeir verða að fara að hrista af sér slenið...þeir eiga nú meira inni.

Róbert Björnsson, 1.12.2007 kl. 04:31

5 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Ég veit ekki almennilega hvað er í gangi þarna í Chicago. Hinrich hefur verið eins og þú bendir á mjög slakur og t.d. í síðasta leik gegn Atlanta þá gjörsamlega breyttist leikur Chicago til hins betra þegar Hinrich fór útaf í villuvandræðum og Duhon spilaði ásinn.  Hversu eðlilegt sem það er.

Wallace er í bullinu og eins og tölfræðin sýnir ágætlega þá er þetta bara ekki sami leikmaður og spilaði fyrir Pistons.  Ég var alltaf á móti því að fá hann og var og er mikill aðdáandi Tyson Chandler sem er að skila miklu betri tölum en Wallace á öllum vígstöðum.  Líka spurning hvort Bulls hefðu ekki reynt að fá Garnett í sumar ef þeir hefðu ekki fengið Wallace á sínum tíma.

En ég hef fulla trú á að þetta fari að smella - Deng fer vonandi að jafna sig af þessum meiðslum sem hafa verið að plaga hann í allan vetur og Wallace og Hinrich fara að setja sig í stand. Gordon og Nocioni hafa svo verið nokkurn veginn á pari hingað til.

Íþróttir á blog.is, 1.12.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband