Óþolandi hræðsluáróður

Safety Alert! Threat Level Orange! Terror Alert! Run to the Hills!

Á haustmánuðum bárust fréttir af því að einhver vanþroska hálfviti væri á ferðinni um kampusinn í skólanum mínum krotandi hakakrossa og nasistaáróður á veggi á heimavistinni og á almenningssalernum víðs vegar um skólann.  Þetta væri svosem ekki í frásögu færandi ef skólinn hefði ekki brugðist við á þá vegu að senda út tölvupósta á alla nemendur skólans þar sem varað var við "hættuástandinu" og fólk hvatt til að hafa varann á.  Sérstaklega voru erlendir nemendur og litaðir, hvattir til þess að vera ekki einir á ferli að næturlagi.

safety alertsÞetta var auðvitað hin besta auglýsing fyrir nasista-fíflið og á næstu vikum fjölgaði þessu veggjakroti og í hvert einasta skipti sem nýtt krot fannst sendi skólinn út nýjan fjöldapóst með stórri og feitletraðri fyrirsögn "SAFETY ALERT: Bias-Motivated Hate Crime Vandalism!".  Mér telst til að ég hafi fengið 18 slíka tölvupósta frá því í nóvember, það síðasta í dag.  Þar fyrir utan hefur forseti skólans sent út tvo tölvupósta að þessu sama tilefni þar sem hann hvetur nemendur til að standa saman gegn "ógn gegn öryggi háskólasamfélagsins".

Auðvitað verður skólinn að bregðast við á einhvern hátt, en þessi hræðsluáróður þjónar auðvitað litlum tilgangi öðrum en að vekja athygli á málstað þessa sjúka aumingja og í stað þess að einhverjir tugir nemenda hafi orðið fyrir þeim óþægindum að sjá veggjakrot inná salerni, er búið að sá ótta og óróleika með þessu stanslausa áreiti á ALLA nemendur skólans, 17 þúsund talsins.

Ég velti því fyrir mér hvað stjórnendur skólans eru að hugsa með þessu, þetta hefur meira að segja vakið slíka athygli að það komu fréttir um málið í sjónvarpsfréttum og blaðagreinum í Minneapolis og er umræðan um kynþáttahatur í SCSU örugglega síst til að laða að nýja nemendur.

Ég er ekki að segja að það eigi endilega að þagga svona lagað niður, en fyrr má nú vera...og það má svosem segja að þetta sé vel í takt við annað í þessu þjóðfélagi óttans...þar sem the bogeyman er alltaf handan við hornið og þér er eins gott að halda þig innandyra, læsa að þér, horfa á Fox News, lesa biblíuna (sérstaklega kaflann um heimsendi) og hringja svo á lögguna ef þig grunar að nágranni þinn sé terroristi eða trúleysingi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Now can we have prayers in da school
Heimsendakaflinn er svo sweet... heimsendir er það sem allir trúaðir þrá, því meiri hörmungar og vesen því nær eru þeir í að fá sússa til sín aftur :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 09:33

2 Smámynd: Róbert Björnsson

 

Já veistu vinkona mín lenti í því um daginn að prófessorinn hennar kom út úr "trúarskápnum" í tíma og fór að spyrja nemendur hvort þeir tryðu virkilega á þróunarkenninguna og nánast lagði víst suma nemendur í einelti það sem eftir var annarinnar.  Og það var ekki eins og þetta væri tími í heimsspeki eða einhverju slíku heldur tölfræði (statistics)...og þrátt fyrir margar kvartanir er ekkert hægt að gera því prófessorinn er æviráðinn og ekki hægt að reka hann...og það er enginn annar sem kennir þennan kúrs sem er skyldufag í mörgum námsgreinum. 

Svívirðilegt svínarí!   Ég hefði sennilega tjúllast og rokið á dyr hefði ég lent í þessu fífli...svona á ekki að viðgangast í "institution of higher learning".

Róbert Björnsson, 29.1.2008 kl. 18:41

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann er að brjóta lög með þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.1.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Maður hefði haldið það... ég veit ekki hvað þarf til að reka "tenured" prófessor... en mér skilst að þessi sé með mjög margar kvartanir á bakinu.

Róbert Björnsson, 29.1.2008 kl. 20:41

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er dæmi um svona, sem fór fyrir rétt.  Vantar að segja frá því í þessari heimildamynd að skólabókin, sem um ræðir fannst í handriti og í ljós kom að lítið hafði verið gert annað en að skipta út Creation fyrir Intelligent design.  Það hefur semsagt fallið dómur um að þetta eru ekki vísindi og á ekki heima í skólum. Þessi Discovery thinktank er líka athyglisverður og með milljarða til ráðstöfunnar og kaupir menn hingað og þanga í undirróður fundamentalista.  Kannski er gæinn á kaupi hjá þeim. Þeir keyptu sér virtan biskup, svo kennarablók er ekki out of the question.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2008 kl. 00:38

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars með þetta graffitý, þá henti það fyrir þó nokkru að upp komst um slíka vandala í þýskalandi, sem vanhelguðu gyðingagrafreiti. Í ljós kom að þetta voru öfgahópur gyðinga að ala á sypatíu á meðan Sharon djöflaðist sem mest.  Þetta má náttúrlega ekki hugsa einu sinni, hvað þá segja, en trúðu mér, það er allt leyfilegt í lobbyisma. Tilgangurinn helgar meðalið þar.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2008 kl. 00:42

7 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir þetta - áhugaverð mynd!

Varðandi veggjakrotið þá efast ég því miður ekki um að kynþáttahatur er viðvarandi vandamál hérna í "White Cloud" - hér er frétt um málið http://wcco.com/local/st.cloud.state.2.639785.html

En...hitt er svo annað mál að fyrir nokkrum árum fóru nokkrir kennarar af gyðingaættum í mál við skólann útaf meintum antí-semítisma og fengu dæmdar háar upphæðir í skaðabætur auk þess sem skólinn var skikkaður til að setja á fót svokallað "Jewish Studies og Holocaust Education Center" sem kostaði skólann einhverjar milljónir dollara. 

Róbert Björnsson, 30.1.2008 kl. 01:14

8 identicon

Þetta fynnst mér fyndið. Óttalega eitthvað Ammerískt.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband