B.B. og J. Edgar Hoover

Ríkið skuldar engum afsökunarbeiðni vegna símhleranna á árunum 1949-1968 segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, án þess að blikna.  Hann sér ekkert ósiðlegt við það athæfi sem faðir hans og fyrirrennari í starfi framkvæmdi á tímum McCarthyismans.  Hann sér ekki að símhleranir, persónulegar njósnir og ofsóknir á hendur pólitískum andstæðingum í skjóli ríkisvaldsins var gróf misnotkun á valdi embættisins og gróf undan virðingu þjóðarinnar.  Hann sér ekki að þær aðferðir sem beitt var áttu ekki að eiga sér stað í svokölluðu frjálsu lýðræðisríki, heldur áttu meira skilt við meintar aðfarir óvinarins.  Staðreyndin er kannski sú að þegar menn eltast um of við skottið á sér hitta þeir sjálfan sig fyrir.  Baráttan stóð kannski aldrei á milli góðs og ills, heldur frekar á milli kommúnisma og dulbúins fasisma. 

HooverBjörn er auðvitað steingerfingur kalda stríðsins og stundum minnir hann mig mest á fyrrum kollega hans hér vestra, J. Edgar Hoover, foringja F.B.I. á árunum 1935-1972.  Báðir höfðu þeir gaman af byssum og óþarfa valdbeitingu.  Báðir hötuðu þeir kommúnista og beittu hvaða aðferðum sem var til að halda völdum, án samviskubits.  Hvorugur sá neitt athugavert við að beita leyniþjónustum sínum til að njósna um saklausa borgara.  Annar hræddist Pál Bergþórsson en hinn Charlie Chaplin.  Báðir höfðu þeir sérkennileg áhugamál...annar klæddist kvenmannsfötum, hinn æfði Falun Gong!

Fyrir nokkru átti ég leið um Washington D.C. og þegar ég gekk framhjá höfuðstöðvum F.B.I. sem ber heitið "J. Edgar Hoover F.B.I. Building" varð mér hugsi um hvenær B.B. myndi láta breyta nafni höfuðstöðva Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra í höfuðið á sér!?


mbl.is Dómur sögunnar á einn veg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Frábær og tillhlýðileg ofanígjöf. Honum finnst ekki bara að það sé akkúrat ekkert athugavert við þessar símhleranir, sem beindust að kommagrílunni, sem var haldið vakandi í us. Hann vill og hefur stöðugt verið að rímka heimildir um persónunjósnir, netmónítorun og símhleranir.  Nálið er að í dag, þá scrambla glæpamenn síma sína, en saklaus borgarinn ekki, svo heimildirnar eru ekki aðeins til að sporna við venjulegum glæpum, heldur hugsanaglæpum. Eftir því sem heimildirna víkka, þess betur búa meðvitaðir bófar sig. Hér er maðurinn á hraðri leið með að gera litla Ísland að eftirlits og lögregluríki.  Það er nokkuð klárt hvaðan hann hefur fyrirmyndirnar.

Það er nokkuð víst að faðir hans blessaður var markaður af Mc Carthy og Hoover líka og þessar hleranir eru í kjölfar inngöngunnar í Nató, þar sem hann gekk erinda ameríkana.  Þessi vænisýkistilhneiging virðist því ganga í erfðir. Kári Stefáns getur sparað sér greininguna á því.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.5.2008 kl. 01:20

2 identicon

hahahah góður, BB er náttlega að sýna okkur alvöru þjóðkirkjusiðgæði og það að sjálfstæðisflokkur sukkar meira en flest annað

DoctorE (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 12:42

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

BB & CO eru nú aldeilis nútímalegir í hugsun, það er t.d. alveg makalaust að hann telji, blessaður, að það þurfi hér herdeild, gráa fyrir járnum, til að eiga við samlanda sína.

Ef almenningur er svo á móti ríkjandi öflum, að öflin telji sig þurfa að verja sig og gjörðir sínar með valdi, þá þurfum við að endurhugsa málin.

Við búum nefnilega við lýðræði...........ennþá.

Haraldur Davíðsson, 28.5.2008 kl. 18:53

4 identicon

Blessaður Róbert góð grein en er ekki erfitt fyrir fyrir núverandi ráðherra að biðjast afsökunar á gerðum fyrri ráðherra

Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband