TCAS sannar gildi sitt enn á ný

tcas_indicator.jpgÞegar flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum lögðu það til að árekstrarvarar (Traffic Collision Avoidance System) yrðu staðalútbúnaður í öllum flugvélum mætti það mikilli andstöðu frá ýmsum aðilum.  Flugumferðarstjórar mótmætlu harðlega og sögðu kerfið taka stjórnina og ábyrgðina úr sínum höndum og flugmenn voru á báðum áttum því þeir vissu ekki hvort þeir ættu að hlusta á viðvörunarkerfi árekstrarvararns eða flugumferðarstjórann ef þeir fengju misvísandi skilaboð.  Ennfremur voru flugvélögin mjög óhress með að þurfa að borga fyrir þennan dýra útbúnað, en kostnaðurinn við að installa þessu gat hlaupið á $25,000 til $150,000 per unit og því var þetta mjög stór biti fyrir flugfélögin sem bentu á að þessar græjur hefðu ekki einu sinni sannað gildi sitt. 

Það var loks árið 1993 að FAA fyrirksipaði að allar stærri vélar (með fleiri en 30 sæti eða Maximum Takeoff Weight yfir 15 tonn) yrðu að vera útbúnar árekstrarvara.  Enn þann dag í dag eru minni vélar (þ.m.t. einkaþotur) ekki skildaðar til að vera útbúnar TCAS og dregur það verulega úr flugöryggi.

ce018450fg0010.gifTCAS virkar þannig að flugvélar senda frá sér útvarpsmerki úr svokölluðum Mode-S Transponder sem inniheldur upplýsingar um staðsetningu, hæð og hraða og fljúgi vélar of nálægt hvor annari fá flugmenn viðvaranir eða fyrirmæli um að hækka/lækka flugið.  TCAS er reyndar orðið gömul og frekar úreld tækni og bíða menn nú eftir að ADS-B kerfið taki við (Automatic Dependant Surveillance-Broadcast) en það byggir á staðsetningarákvörðunum með hjáp GPS og mun gefa bæði flugumferðarstjórum og flugmönnum mun betri yfirsín yfir traffík á svæðum utan ratsjárþjónustu.

tcas2.gif

 

Svona lítur vinnuaðstaða flugrafeindavirkjans út; gaman að testa TCAS

tcas.jpg

 

 

 

 

 

 


mbl.is Mínútu frá árekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Já fólk var alla vega heppið í þetta sinn að þessi búnaður var til staðar!

Sporðdrekinn, 30.8.2008 kl. 22:28

2 identicon

Er flugmaður. Góð grein hjá þér.  Einföld og góð lesning.

Dog (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 00:53

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Merkilegt hvað flugfélög eru að draga lappirnar í öryggismálum....

Haraldur Davíðsson, 31.8.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband